Morgunblaðið - 20.03.2001, Page 13
KNATTSPYRNA
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2001 B 13
GUÐNI Bergsson lék allan leikinn
með Bolton sem styrkti stöðu sína í
öðru sæti 1. deildar með útisigri á
Nottingham Forest, 2:0. Á meðan
töpuðu skæðustu keppinautarnir,
Blackburn og Birmingham, stigum.
DEAN Holdsworth skoraði fyrra
mark Bolton og það var hans 200.
mark í ensku deildakeppninni.
BJARKI Gunnlaugsson var ekki í
leikmannahópi Preston sem vann
Norwich úti, 2:1, og á nú góða mögu-
leika á að komast í úrslitakeppnina
um sæti í úrvalsdeild.
HEIÐAR Helguson og félagar í
Watford gátu ekki leikið gegn Gill-
ingham þar sem völlur síðarnefnda
liðsins var ónothæfur vegna bleytu.
LÁRUS Orri Sigurðsson lék síðari
hálfleikinn með WBA sem tapaði
fyrir Wolves, 3:1, í nágrannaslag í 1.
deildinni.
BJARNÓLFUR Lárusson lék í 86
mínútur með Scunthorpe sem vann
Plymouth, 4:1, í 3. deild.
JOHN Aldridge sagði af sér sem
knattspyrnustjóri Tranmere á laug-
ardaginn, eftir að lið hans missti nið-
ur tveggja marka forystu gegn
Barnsley og tapaði, 3:2. Tranmere
situr á botni 1. deildar en hefur vakið
athygli fyrir frammistöðu sína í bik-
arleikjum í vetur og undanfarin ár.
ALDRIDGE hafði tvívegis áður í
vetur boðist til þess að segja af sér
en hafði verið talinn á að hætta við
það í bæði skiptin, enda geysilega
vinsæll hjá félaginu. Aldridge gekk á
fund stjórnarformanns Tranmere
strax eftir leikinn við Barnsley og til-
kynnti honum ákvörðun sína.
FABIAN Barthez, markvörður
Manchester United, tognaði í læri
þegar hann hitaði upp fyrir leik liðs-
ins gegn Leicester í úrvalsdeildinni á
laugardaginn. Tvísýnt er að hann nái
næstu tveimur leikjum liðsins sem
eru gegn Liverpool í úrvalsdeildinni
og Bayern München í undanúrslit-
um meistaradeildar Evrópu.
PAUL Rachubka, 19 ára banda-
rískur piltur, tók stöðu Barthez og
lék í marki Manchester United gegn
Leicester. Raimond Van der Gouw,
varamarkvörður United, er að jafna
sig eftir aðgerð á hné og þriðji mark-
vörðurinn, Nicky Caulkin, er í láni
hjá Bristol City.
ALEX Ferguson, knattspyrnu-
stjóri Manchester United, sagði að
hann gæti þurft að kaupa nýjan
markvörð, eða fá hann lánaðan, ef
Barthez yrði ekki heill í tæka tíð.
JÜRGEN Klinsmann hefur hafnað
þeim möguleika að hann verði eft-
irmaður Georges Grahams sem
knattspyrnustjóri Tottenham.
Klinsmann segist stoltur af því að
vera nefndur í tengslum við enska
félagið en hann sé orðinn Kaliforn-
íubúi og á því verði engin breyting.
MARCUS Stewart, sem hefur
slegið í gegn með Ipswich í vetur og
skorað 16 mörk í úrvalsdeildinni,
skrifaði um helgina undir nýjan
samning við félagið til ársins 2005.
TONY Cottee, sá gamalkunni
markaskorari sem lengst lék með
West Ham, er á leið til New England
í bandarísku atvinnudeildinni. Cott-
ee tók við sem knattspyrnustjóri 3.
deildarliðs Barnet í vetur en var sagt
upp störfum þar í síðustu viku.
FÓLK
STOKE City mátti enn sjá á bak
dýrmætum stigum í toppbaráttu
ensku 2. deildarinnar í knatt-
spyrnu þegar liðið tapaði heima
gegn Cambridge, 2:3, á laugardag-
inn. Eftir slakan fyrri hálfleik þar
sem Cambridge komst í 2:0 réð
Stoke lögum og lofum í seinni
hálfleik og jafnaði metin með
mörkum á 56. og 57. mínútu. Fyrst
skoraði Graham Kavanagh úr víta-
spyrnu eftir að Bjarni Guðjónsson
var felldur og síðan jafnaði Rík-
harður með hörkuskalla eftir fyr-
irgjöf Bjarna. Stoke sótti látlaust
til leiksloka, og skapaði sér fjölda
færa sem ekki nýttust en fékk á
sig mark úr skyndisókn þegar ein
mínúta var eftir. Þrátt fyrir tapið
fékk lið Stoke mjög jákvæða dóma
fyrir frammistöðu sína í síðari
hálfleiknum og þótti sýna þar allt
aðra og betri knattspyrnu en und-
anfarnar vikur með þá Bjarna og
Ríkharð í stórum hlutverkum.
Bjarni, Brynjar Björn Gunn-
arsson og Birkir Kristinsson léku
allan leikinn með Stoke. Rík-
harður kom inn á sem varamaður
á 37. mínútu og Stefán Þ. Þórð-
arson 7 mínútum fyrir leikslok.
Stoke er áfram í 5. sætinu þrátt
fyrir ósigurinn.
Ríkharður jafnaði í tapleik Stoke
Manchester United var þó ímestu vandræðum með að
brjóta niður meiðslum hrjáð lið
Leicester sem varðist vel á Old
Trafford. Það þurfti heppni til,
tveimur mínútum fyrir leikslok
skaut Ole Gunnar Solskjær í félaga
sinn, Dwight Yorke, og af honum
þeyttist boltinn í netið. Mikael
Silvestre fylgdi því eftir með fyrsta
marki sínu fyrir United. Arnar
Gunnlaugsson átti að leika með
Leicester en komst ekki í gegnum
læknisskoðun fyrir leikinn og var
því ekki í hópnum.
Arsenal var sterkari aðilinn í
daufum leik gegn Aston Villa. Gill-
es Grimandi nýtti ekki dauðafæri
fyrir Arsenal undir lokin og rétt á
eftir fékk hann að líta rauða
spjaldið. Þar með verður Grimandi
ekki með Arsenal gegn Tottenham
í undanúrslitum bikarsins. „Við
vorum ekki nógu beittir og eigum í
vandræðum með að skora á útivelli
þessa dagana,“ sagði Arsene
Wenger, knattspyrnustjóri Arse-
nal.
Ipswich heldur þriðja sætinu og
það ótrúlega virðist geta gerst – að
nýliðarnir haldi því og komist í
meistaradeild Evrópu. Hermann
Hreiðarsson lék allan leikinn í vörn
Ipswich þegar liðið vann West
Ham, 1:0, á Upton Park í London
og skoraði Martijn Reuser sigur-
markið. George Burley, knatt-
spyrnustjóri Ipswich, heldur því
enn fram að hans menn séu ekki að
hugsa um sæti í meistaradeildinni.
„Ef við endum meðal sex efstu liða
verður það stórkostlegur árangur,“
sagði Burley eftir leikinn.
Liverpool missti af tækifæri til
að komast í fjórða sætið og mátti
sætta sig við jafntefli gegn Derby
á heimavelli, 1:1. Deon Burton kom
Derby yfir snemma en Michael
Owen jafnaði metin. Þórður Guð-
jónsson kom inn á sem varamaður
hjá Derby 8 mínútum fyrir leiks-
lok, og engu munaði að hann
tryggði liði sínu sigur. Þórður átti
skot sem Sander Westerveld varði,
boltinn hrökk inn að marki Liv-
erpool þar sem Stephane Henchoz
forðaði marki á síðustu stundu.
Derby hefur ekki tapað í síðustu
fimm leikjum sínum og er ekki
lengur í teljandi fallhættu.
Eiður Smári Guðjohnsen var í
stóru hlutverki hjá Chelsea gegn
Sunderland en lið hans beið ósigur
á heimavelli, 2:4, og vonirnar um
Evrópusæti fara því dvínandi. Eið-
ur lagði upp fyrsta mark leiksins
fyrir Marcel Desailly og kom Chel-
sea síðan í 2:1 með glæsilegu
marki, sneri skemmtilega á varn-
armann og skaut í þverslána og
inn. Á heimasíðu Chelsea var Eið-
ur kjörinn besti leikmaður liðsins
með miklum yfirburðum. En mis-
tök í vörn og marki Chelsea eyði-
lögðu daginn fyrir Eiði og Carlo
Cudicini fékk á sig tvö mjög slysa-
leg mörk. Don Hutchison skoraði
tvívegis fyrir Sunderland sem er í
fjórða sæti eftir þennan góða úti-
sigur.
Knattspyrnumenn
eru skrýtnar skepnur
„Knattspyrnumenn eru skrýtnar
skepnur,“ sagði David Pleat, yf-
irmaður knattspyrnumála hjá Tott-
enham, sem stýrði stjóralausu lið-
inu til 3:0 sigurs á Coventry. „Þeir
fundu að þeir þyrftu að sanna sig
upp á nýtt, og gerðu það með
kröftugum undirbúningi og sann-
færandi leik. George (Graham)
hefði verið stoltur af liðinu eins og
það spilaði,“ sagði Pleat.
Leeds lyfti sér upp í 5. sætið
með góðum útisigri á Charlton, 2:1.
Góð byrjun í báðum hálfleikjum
gerði gæfumuninn því Mark Vi-
duka skoraði eftir aðeins 12 sek-
úndna leik og Alan Smith gerði
sigurmark Leeds á fyrstu mínútu
síðari hálfleiks.
Ekkert virðist geta komið í veg
fyrir að Coventry falli úr efstu
deild eftir 34 ára samfellda dvöl og
Manchester City og Bradford, sem
gerðu jafntefli, 2:2, sitja í sömu
súpunni.
Middlesbrough fjarlægðist þau
með 2:1 sigri á Newcastle í gran-
naslag þar sem Alen Boksic skor-
aði bæði mörk Boro. Fyrsti sigur
Boro í níu leikjum varð staðreynd
þegar Nolberto Solano nýtti ekki
tækifæri til að jafna fyrir New-
castle úr vítaspyrnu.
Reuters
Graeme Le Saux og Marcel Desailly fagna Eiði Smára Guðjohnsen, eftir að hann skoraði fyrir Chelsea gegn Sunderland.
Manchester United
meistari fyrir páska?
MANCHESTER United þarf ekki að treysta á hagstæð úrslit til að
verða enskur meistari þriðja árið í röð en önnur lið virðast ætla að
hraða því að hægt verði að krýna strákana hans Alex Fergusons
meistaratigninni þriðja árið í röð. Þeir skoruðu tvö mörk á lokamín-
útunum gegn Leicester á laugardaginn og sigruðu, 2:0, og sólar-
hring síðar fengu þeir aðstoð frá Aston Villa við að styrkja stöðu
sína enn frekar en þá gerði Villa markalaust jafntefli við Arsenal,
0:0. Þar með skilja 16 stig tvö efstu liðin að þegar átta leikjum er
ólokið og Manchester United þarf því aðeins níu stig til viðbótar til
að titillinn sé í höfn, svo framarlega sem Arsenal vinnur alla átta
leiki sína. Ef orðið formsatriði á einhvern tíma við, er það einmitt
núna og svo kann að fara að úrslitin verði endanlega ráðin fyrir
páska.