Morgunblaðið - 20.03.2001, Page 16
GUNNAR Andrésson skoraði 12
mörk, þar af 5 úr vítakasti er lið
hans, Amitctia frá Zürich, tapaði
28:25 fyrir Endingen í svissneska
handknattleiknum á sunnudaginn.
HENRIK Larsson, Svíinn í liði
Celtic í Skotlandi, hefur verið í
miklu stuði í vetur og helgin var
engin undantekning á því. Hann
gerði þrennu í síðari hálfleik úrslita-
leiks deildabikarsins er Celtic vann
Kilmarnock 3:0 og hefur nú gert 47
mörk á leiktíðinni.
GLASGOW Rangers vann Moth-
erwell 2:1 og nú munar 13 stigum á
Rangers og Celtic. Fabrice Fern-
andes, sem var lánaður til Rangers
á fimmtudaginn, skoraði á 58. mín-
útu með sinni fyrstu snertingu og
hið rándýra lið Rangers gat síðan
þakkað Robert Malcolm, sem kost-
ar liðið ekkert, fyrir sigurinn en
hann gerði síðara mark liðsins undir
lokin.
SPÁNSKA félagið Las Palmas,
sem Þórður Guðjónsson lék með,
hefur fengið nýjan styrktaraðila
sem ætlar að hjálpa til við að koma
fjárhag félagsins á réttan kjöl.
DJAMEL Belmadi, miðvallarleik-
maður Marseille í Frakklandi, fær
væntanlega einhverja sekt frá félag-
inu á næstunni. Áhorfendur voru
eitthvað að stríða honum og í lok
leiks kastaði hann öðrum skó sínum
í áhorfendur um leið og hann gekk
af velli.
VICENZO Montella, sóknarmað-
ur Roma, var valinn í landsliðshóp
Ítalíu um helgina en Ítalir mæta
Rúmenum og Litháum í undan-
keppni HM síðar í mánuðinum.
GIOVANNI Trapattoni, lands-
liðsþjálfari Ítalíu, gerði þrjár breyt-
ingar á liðinu frá vináttuleiknum við
Argentínu í febrúar. Christian
Vieri, sem lagði upp mark Ítala í
þeim leik, er ekki í hópnum og tví-
burarnir Christian og Damiano Ze-
noni detta líka út úr hópnum. De-
metrio Albertini og Gennardo
Gattuso koma inn í hópinn en þeir
voru meiddir þegar leikið var við
Argentínu í febrúar.
RAUL, sóknarmaður Real Madr-
id, var um helgina útnefndur vin-
sælasti íþróttamaður Spánar í kosn-
ingu sem sjónvarpsstöð gekkst
fyrir. Raul fékk rúmlega 10 millj-
ónir atkvæða en í öðru sæti varð
handboltamaðurinn Inaki Urdang-
arin sem er kvæntur Christinu
prinsessu.
DEAN Windass, sem Middles-
brough keypti frá Bradford í síð-
ustu viku, missti af leik liðsins við
Newcastle í ensku úrvalsdeildinni á
laugardaginn. Windass átti að leika
með en tognaði illa í baki þegar
hann setti æfingatösku sína í bílinn
á laugardagsmorguninn. Svo kann
að fara að hann missi líka af næsta
leik liðsins fyrir vikið.
CLAUDIO Ranieri, knattspyrnu-
stjóri Chelsea, lýsti því yfir eftir
ósigurinn gegn Sunderland á laug-
ardag að hann myndi gera félagið
að enskum meisturum innan þriggja
ára. Ranieri segir að það sé sá tími
sem þurfi til að móta meistaralið.
DANIEL Prodan, landsliðsmaður
frá Rúmeníu, er til reynslu hjá
Aston Villa þessa dagana en hann
hefur verið leystur undan samningi
sínum við Glasgow Rangers. For-
ráðamenn Villa munu fylgjast með
Prodan í landsleik Rúmeníu og Ítal-
íu um næstu helgi og ákveða í kjöl-
farið hvort þeir semji við hann.
RONALDO mun leika með Bras-
ilíu í Ameríkubikarnum í sumar, að
sögn aðstoðarþjálfara brasilíska
landsliðsins. Hann segir að Ron-
aldo, sem hefur verið frá keppni
vegna meiðsla í heilt ár, sé orðinn
alheill og tilbúinn til að spila í sum-
ar.
FÓLK
ÞAÐ er ekki á hverjum degi
sem það gerist í úrslitakeppni
hér á landi að lið mæti ekki til
leiks. Það gerðist þó í blaki
kvenna um helgina þegar KA-
stúlkur mættu ekki til leiks í
Neskaupstað. Heimamenn sigr-
uðu því 3:0 og eiga að mæta KA
á Akureyri í kvöld.
Reykjavíkur-Þróttur lagði
Stjörnuna 3:2 í fjörugum leik á
laugardaginn. Gestirnir úr
Garðabæ sigruðu í fyrstu hrinu
25:20, Þróttur þá næstu 25:22 en
Stjarnan hafði betur, 25:21 í
þeirri þriðju og stóðu nú vel að
vígi. En Þróttarar náðu 25:22
sigri í fjórðu hrinu og því varð
að leika oddahrinu og þar hafði
Þróttur betur, 15:8. Liðin mæt-
ast öðru sinni í Ásgarði annað
kvöld.
KA-stúlkur mættu
ekki til leiks
VANDA Sigurgeirsdóttir var um
helgina ráðin þjálfari knatt-
spyrnuliðs Neista frá Hofsósi og
varð með því fyrsta konan til að
taka við stjórn meistaraflokks
karla í knattspyrnu hér á landi.
Neisti leikur í Norðurlandsriðli 3.
deildar og hefur síðustu árin
vantað herslumun til að komast í
úrslitakeppni deildarinnar.
„Þetta er mjög spennandi verk-
efni, mig hefur lengi langað til að
prófa að þjálfa karlalið og ég er
mjög ánægð með að forráðamenn
Neista skyldu þora að gefa mér
þetta tækifæri. Mér líst vel á
félagið sem er skynsamlega rekið
og ekki skemmir fyrir að ég er
ættuð frá Hofsósi. Ég set liðinu
ekki stór markmið fyrir sumarið,
samningurinn er til tveggja ára
og ég horfi frekar til lengri tíma
þar sem liðið hefur verið þjálf-
aralaust í vetur og er því að byrja
seinna en aðrir,“ sagði Vanda við
Morgunblaðið í gær.
Vanda býr á Sauðárkróki en
segir að það sé ekki erfitt að
þjálfa lið á Hofsósi. „Æfingarnar
eru hér á Króknum sem stendur
og í sumar keyri ég á milli, sem
tekur ekki langan tíma,“ sagði
Vanda sem stjórnaði sinni fyrstu
æfingu hjá Neista á sunnudaginn.
Hún hefur átt góðu gengi að
fagna sem þjálfari kvennaliða og
leiddi Breiðablik og KR til fjölda
titla, auk þess sem hún þjálfaði
kvennalandsliðið um skeið. Vanda
lék 37 A-landsleiki og átti lands-
leikjametið um nokkurra ára
skeið.
Vanda
þjálfar karla-
lið Neista
Birgir Leifur lék fyrsta hring-inn á 69 höggum, þann næsta
á 71, þriðja hringinn lék hann á
einu yfir pari, 74 höggum, og á
sunnudaginn endurtók hann leik-
inn frá fyrsta degi og lék á þremur
undir pari, 69 höggum. Þessi ár-
angur skilaði Birgi Leifi í 32. sæt-
ið, tveimur höggum og 15 sætum
ofar en stórkylfingurinn Severino
Ballesteros sem var meðal kepp-
enda. „Þetta er í þriðja sinn sem
ég keppni í sama móti og
Ballesteros og ég hef alltaf verið
fyrir ofan hann. Það er ekki slæmt
að halda því, að hafa ekki tapað
fyrir Ballesteros,“ sagði Birgir
Leifur hlæjandi og bætti við að
auðvitað væri hann ekkert að
keppa sérstaklega við Ballesteros.
„Þetta gekk mjög vel og
áreynslulaust og ég er mjög sáttur
við að byrja svona enda aldrei
byrjað eins vel. Þriðji dagurinn
var erfiðastur en þá fékk ég skolla
og skramba á næstu holu á eftir en
annars var þetta vandræðalaust,“
sagði Birgir Leifur.
Sigurvegarinn lék á
18 höggum undir pari
Keppendur voru 144 og þar af
fengu 79 að halda áfram keppni
eftir tvo daga. Írinn Des Smyth
lék best allra en hann lauk leik á
sunnudaginn á 18 höggum undir
pari og sigraði með tveimur högg-
um. Til gamans má geta þess að
Englendingurinn Paul Sherman
varð í neðsta sæti á 11 höggum yf-
ir pari þannig að sviðið er vítt. Des
Smyth varð með þessu elstur allra
til að sigra á evrópsku mótaröðinni
en á sunnudaginn var hann 48 ára
og 34 dögum betur.
Birgir Leifur fer til Alicante á
þriðjudaginn og heldur áfram æf-
ingum þar sem hann er að tileinka
sér breytingar á sveiflunni. „Við
höfum lagt hart að okkur við að ná
fram þeim breytingum á sveiflunni
sem Steffan vill og mér sýnist að
það sé að skila sér þó svo breyt-
ingarnar taki miklu lengri tíma,“
sagði Birgir Leifur.
Honum stóð til boða að fara á
mót í Argentínu og Brasilíu, sem
bæði eru í evrópsku mótaröðinni,
en ákvað að gera það ekki, heldur
einbeita sér að æfingum og næsta
mót hans verður í áskorendamóta-
röðinni eftir tvær vikur í Alicante.
Birgir Leifur Hafþórsson í 32. sæti á fimm undir pari á Madeira
Aldrei byrjað bet-
ur og er bjartsýnn
Birgir Leifur Hafþórsson stóð sig mjög vel á golfmóti á Madeira.
„ÉG er mjög ánægður með
spilamennskuna hjá mér. Ég hef
aldrei byrjað betur og er því
bjartsýnn á framhaldið,“ sagði
Birgir Leifur Hafþórsson, kylf-
ingur frá Akranesi, sem lauk
leik á 283 höggum, fimm högg-
um undir pari, á fyrsta móti sínu
í evrópsku mótaröðinni. Mótið
var á Madeira og endaði Birgir
Leifur í 32. sæti ásamt átta öðr-
um kylfingum og fékk hver
þeirra rúmlega 300 þúsund
krónur í verðlaunafé.