Morgunblaðið - 08.04.2001, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.04.2001, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 D 3 Bryður þú piparinn? Ef svo er þá gætir þú haft áhuga fyrir samstarfi við okkur. — Við erum ört vaxandi fyrirtæki í matvæla- geiranum og erum að leita að hæfum sölu- manni í spennandi og skapandi starf. Góð laun og miklir möguleikar. Ef þú hefur áhuga þá er fyrsta skrefið að koma upplýsingum um þig í auglýsingadeildar Mbl. sem fyrst eða fyrir 18.04.2001, merktum: „Bryður þú piparinn?“. P.s. Okkur finnst piparinn líka góður. ÍSAFJARÐARBÆR Lausar stöður við Grunnskóla Ísafjarðarbæjar Ísafjarðarbær varð til við sameiningu sex sveitarfélaga á norð- anverðum Vestfjörðum 1. júní 1996. Hér hefur myndast öflugt sveitarfélag með 4500 íbúum þar sem lögð er áhersla á mennt- un og uppbyggingu skóla. Í bænum eru fjórir skólar og eru þeir allir einsetnir. Í bæjarfélaginu er öflugt og fjölbreytt menningarlíf, margháttuð þjónusta og atvinnustarfsemi, auk þess sem Vestfirðir eru þekktir fyrir sérstæða náttúru og fjölbreytt tækifæri eru til útivistar og íþróttaiðkana. Skólarnir hafa afnot af góðum íþróttahúsum og í nágrenni bæjarins er eitt besta skíðasvæði landsins. Ísafjörður Í Grunnskólanum á Ísafirði verða um 560 nem- endur í 1.-10. bekk. Meðal kennslugreina eru: Bekkjarkennsla í 1.-7. bekk 2-3 stöður, textílmennt, tæknimennt, heimilisfræði og íþróttir, kennsla á unglingastigi 2-3 stöður í náttúrufræði, stærðfræði, íslensku og lífsleikni. Einnig vantar stuðn- ingsfulltrúa og sérkennara (eða þroskaþjálfa) í 100% störf til þess að vinna með fötluðum nemendum í 1. bekk. Skóla- stjóri er Kristinn Breiðfj. Guðmundsson og að- stoðarskólastjórar Skarphéðinn Jónsson og Jóhanna Ásgeirsdóttir. Sími skólans er 456 3044, netfang: grisa@isafjordur.is og veffang: http://www.isafjordur.is/is/skoli/isa/grunn/ . Suðureyri Í skólanum verða 54 nemendur í 1. – 10. bekk. Meðal kennslugreina eru: Heimilisfræði, íþróttir, textílmennt, tónmennt, sér- kennsla og almenn bekkjarkennsla á mið- og yngsta stigi. Skólastjóri er Magnús S. Jónsson, sími 456 6129 (skóli), 456 6120 (fax) og 456 6119 (heima), netfang: msj@snerpa.is, veffang skólans: http://www.isafjordur.is/is/ skoli/sugandi/ . Þingeyri Í skólanum verða 62 nemendur í 1. – 10. bekk. Meðal kennslugreina eru: Bekkjarkennsla á yngra stigi og staða íþróttakennara 2/3 og smíðar ½. Skólastjóri er Guðmundur Þork- elsson, sími 456 8106 (skóli) og 456 4494 (heima). Netfang: gth@isafjordur.is, veffang: http://www.isafjordur.is/is/skoli/thingeyri . Flateyri Í skólanum verða 35 nemendur í 1. – 10. bekk. Ein staða í almennri bekkjarkennslu. Skólastjóri er Kristrún Birgisdóttir, sími 861 8971, 456 7670 (skóli), netfang: gron@isafjordur.is . Veffang: http://www.isafjordur.is/is/skoli/flateyri/. Við bjóðum betur – hafðu samband sem fyrst! Flutningsstyrkur og niðurgreidd húsaleiga Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2001. Nánari upplýsingar veita skólastjórar skólanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.