Morgunblaðið - 08.04.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.04.2001, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. APRÍL 2001 D 13 Byggingatækni- fræðingar Húnaþing vestra auglýsir lausa til umsóknar stöðu tæknifræðings við tæknideild sveitarfélags- ins. Áhugasamir vinsamlega hafi samband við sveitarstjóra, sem veitir nánari upplýsingar í síma 451 2353, netfang: sveitarstjori@hunathing.is . Sveitarstjóri. Spennandi sumarstarf í Örva Starfsleiðbeinandi/ stuðningsfulltrúi óskast strax til starfa Starfsþjálfunarstaðurinn Örvi, sem sinnir starfsprófun og starfsþjálfun, óskar eftir að ráða starfsleiðbeinanda (stuðningsfulltrúa) til starfa í sumar. Vinnutími er frá kl. 8.00—16.00. Starf starfsleiðbeinanda felst annars vegar í stuðningi við fólk með fötlun í starfsprófun og starfsþjálfun og hins vegar í verkstjórn í vinnusal og daglegri umsjón með framleiðslu og samskipti við viðskiptavini Örva. Upplýsingar um starfið veitir forstöðumaður í síma 554 3277. Umsóknum um starfið skal skila til Örva, Kársnesbraut 110, 200 Kópavogi. Miðasala síðdegis og helgarvinna Starfsmaður óskast til afleysinga í miðasölu Þjóðleikhússins. Umsækjendur þurfa að vera vanir að vinna við tölvuskráningu. Laun fara eftir kjarasamningi SFR við ríkissjóð. Umsóknir þurfa að berast skrifstofu Þjóðleik- hússins, Lindargötu 7, fyrir 18. apríl nk. Deildarstjóri Laus er til umsóknar staða deildarstjóra Iðju, vinnustaðs fatlaðra á Hvammstanga, frá og með 1. maí næstkomandi. Vinnutími er frá kl. 8:00-16:00. Laun samkvæmt kjarasamningum SFR. Umsóknir berist Henrike Wappler, félags- málastjóra, Nestúni 1, Hvammstanga, sem einnig gefur nánari upplýsingar um starfið í síma 451 2853. (henrike@hghvammst.is). Umsóknir berist eigi síðar en 23. apríl nk. Félagsmálastjóri. Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík Gefandi og skemmtileg störf Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík auglýsir eftir fólki með metnað og áhuga til að starfa með fötluðum. Við leitum að þroskaþjálfum og stuðningsfulltrúum til starfa í heilar stöður og hlutastörf í vaktavinnu. Óskum eftir fólki til lengri tíma og í sumaraf- leysingar. Við bjóðum starfsþjálfun, fræðslu og stuðning. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum ríkisins við Þroskaþjálfafélagið eða SFR. Umsóknarfrestur er til 23. apríl nk. en umsóknir geta gilt í allt að 6 mán. Skriflegar umsóknir sendist Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra, Síðumúla 39, 108 Reykjavík. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstof- unni. Nánari upplýsingar veitir Steinunn Guð- mundsdóttir, launafulltrúi, í síma 533 1388. Valsárskóli, Svalbarðsströnd, 601 Akureyri. Kennarar, kennarar! Að Valsárskóla vantar áhugasama kennara. Í skólanum eru tæplega 80 nemendur í 1.—10. bekk . Skólinn er mjög vel staðsettur í fallegu, fjölskylduvænu umhverfi, um 12 km frá Akur- eyri. Aðstaða í skólanum er góð og býður upp á ánægjulegan vinnustað. Okkur vantar umsjónarkennara í samkennslu- hópa og kennara í íþróttakennslu, hand- og myndmennt, heimilisfræði og valgreina- kennslu. Einnig vantar kennara í tónmennt sem gæti tekið að sér kennslu í forskóladeild tónlist- arskóla (hjá nemendum í 1. - 4. bekk). Ef eitthvað af þessu eða allt vekur áhuga ykkar hafið þá samband sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2001. Upplýsingar veitir Hólmfríður Sigurðardóttir, skólastjóri, í símum 462 3105, 891 7956, hs. 462 6822 eða Árni Konráð Bjarnason sveitar- stjóri, í símum 462 4320 og 861 4330. Vogar færast í vöxt Viltu taka þátt í að móta sveitarfélag til framtíðar? Laus störf Umhverfisstjóri Óskað er eftir starfsmanni í fullt starf umhverf- isstjóra í Vogum. Í starfinu fellst m.a. í að halda bænum snyrtilegum og hafa umsjón með og fylgja eftir umhverfismarkmiðum sveitarfélags- ins. Tómstundarfulltrúi Óskað er eftir starfsmanni í fullt starf tóm- stundarfulltúa í Vogum. Í starfinu fellst m.a. yfirumsjón með tómstundarstarfi barna, ung- linga og aldraðra, skipulagning hátíðarhalda og vinna í samvinnu við ýmsa aðila að forvarn- armálum. Umsóknarfrestur er til 23. apríl 2001. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu hreppsins og á heimasíðu okkar www.vogar.is . Nánari upplýsingar fást í síma 424-6660 frá 9:00-16:00 alla virka daga. Sveitarstjóri. Byggingameistari getur bætt við sig verkefnum. Upplýsingar í síma 895 7044 Hjúkrunarheimili, Kleppsvegi 64, Reykjavík Sumarafleysingar og framtíðarstörf Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa, starfs- hlutfall samkomulag. Sjúkraliðar óskast til starfa, starfshlutfall sam- komulag. Morgunvaktir eru í boði, kl. 8—16 eða 8—13, unnið aðra hvora helgi. Starfsfólk við aðhlynningu óskast til starfa. Hlutastarf eða fullt starf, vaktavinna. Skjól er nýlegt hjúkrunarheimili aldraðra þar sem hjúkrun er veitt í heimilislegu umhverfi. Góð starfsaðstaða og hér ríkir góður starfsandi. Reyklaus vinnustaður. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 568 8500. Sjá einnig fyrirspurnarform á skjol.is Kirkjubæjarskóli á Síðu Aðstoðarskólastjóri Við Kirkjubæjarskóla á Síðu er laus staða að- stoðarskólastjóra. Upplýsingar veita Valgerður Guðjónsdóttir skólastjóri í símum 487 4633 eða 487 4950 og formaður fræðslunefndar Jóna Sigurbjarts- dóttir í síma 487 4636. Umsóknarfrestur er til 25. apríl nk. og skal um- sóknum skilað skriflega til skólastjóra Valgerð- ar Guðjónsdóttur eða formanns fræðslunefnd- ar Skaftárhrepps, Jónu Sigurbjartsdóttur. Höfðabakka 9 • 112 Reykjavík • Sími 550 5300 Bréfasími 550 5302• www.pwcglobal.com/is Kjörið tækifæri Smærri hagsmunasamtök og stéttarfélög Viðskiptavinur PwC hefur um árabil tekið að sér skrifstofu- hald, félagarekstur og hagsmunagæslu fyrir smærri stéttar- félög eða hagsmunasamtök. Hann getur nú boðið fleiri aðilum þjónustu sína, sem auk ofantalins felur í sér beinan aðgang að lögfræðiþjónustu, hvort sem er fyrir félagsmenn eða samtökin sjálf. Kjörið tækifæri fyrir smærri samtök sem ekki hafa umfang til að standa undir kostnaðarsömu skrifstofuhaldi. Frekari upplýsingar veitir Baldur G. Jónsson hjá PwC. Netfang: baldur.g.jonsson@is.pwcglobal.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.