Morgunblaðið - 10.04.2001, Side 4
HANDKNATTLEIKUR
4 B ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Jón Kristjánsson, þjálfari ÍR,sagði við Morgunblaðið eftir
leikinn að sterkur varnarleikur
hefði verið lykillinn
að sigrinum. „Það
skipti öllu máli að fá
ekki á okkur 10
mörk úr hraðaupp-
hlaupum eins og fyrir norðan. Við
vorum fastir fyrir í vörninni og liðið
sýndi miklu meiri vilja og baráttu
en í fyrsta leiknum. Það verður
engin pressa á okkur í oddaleikn-
um, við vorum í áttunda sæti og til
okkar voru gerðar minnstar vænt-
ingar fyrir þessa úrslitakeppni.
Pressan er á KA-mönnum, þeir
þurfa að standa undir heimavellin-
um og fyrsta sætinu í oddaleiknum
og það verður ekki auðvelt fyrir
þessa ungu stráka. Spurningin er
hversu vel við verðum stemmdir
sjálfir því við höfum verið brokk-
gengir í vetur,“ sagði ÍR-þjálfarinn
og KA-maðurinn.
Leikurinn fór ágætlega af stað og
var jafnt á öllum tölum í fyrri hálf-
leik.
Staðan var 3:3 eftir átta mínútur,
en þá náði varnarleikurinn alger-
lega yfirhöndinni báðum megin á
vellinum og liðin skoruðu aðeins sjö
mörk samtals það sem eftir var
fyrri hálfleiks. ÍR-ingar voru sér-
staklega grimmir og hvað eftir ann-
að lauk sóknum norðanmanna án
þess að þeir kæmu skoti á mark.
KA-menn voru manni fleiri í tæpar
átta mínútur í hálfleiknum en skor-
uðu aðeins einu sinni við þær kring-
umstæður. KA lék þokkalegan
varnarleik en norðanmenn gátu þó
fyrst og fremst þakkað Herði Flóka
markverði fyrir að þeir fóru með
forystu inn í leikhléi, 7:6.
KA komst í fyrsta skipti tveimur
mörkum yfir í byrjun síðari hálf-
leiks en í stöðunni 9:7 hrukku deild-
armeistararnir endanlega í baklás.
Á tólf mínútna kafla skoruðu ÍR-
ingar sex mörk í röð, jafnmörg og
þeir gerðu allan fyrri hálfleikinn.
Staðan var þá 13:9 og síðan 15:10,
og þá varð ljóst að ÍR-ingar myndu
ekki gefa sigurinn eftir. Guðjón
Valur Sigurðsson, sem skoraði 10
mörk fyrir KA á föstudagskvöldið,
komst ekki á blað fyrr en níu mín-
útur voru eftir og þá var það of
seint til að breyta nokkru. Arnór
Atlason hleypti loks lífi í sóknarleik
KA á lokasprettinum en þá voru
ÍR-ingar komnir á beinu brautina.
Óhætt er að segja að liðsheildin
hafi sigrað einstaklingsframtakið í
þessari viðureign liðanna. Finnur
Jóhannsson var í aðalhlutverki í öfl-
ugum varnarleik ÍR og þar voru
félagar hans allir með á nótunum.
Hallgrímur Jónasson var traustur í
markinu þar fyrir aftan. Brynjar
Steinarsson var atkvæðamestur í
sókninni framan af og síðan örv-
henta skyttan Einar Hólmgeirsson
og hornamaðurinn Sturla Ásgeirs-
son.
KA-menn léku allir langt undir
getu, nema Hörður Flóki í fyrri
hálfleiknum. Hann féll síðan á sama
þrep og félagar hans í þeim síðari
og varði þá aðeins eitt skot. Sókn-
arleikur liðsins var gersamlega
máttlaus og þar munaði um að Guð-
jón Valur komst aldrei í gang og
Stelmokas gat sig lítið hreyft á lín-
unni. Það sást í þessum leik að
þrátt fyrir gott gengi eftir áramótin
er KA-liðið brothætt og reynslulítið
og greinilegt er að deildarmeistara-
titillinn er langt frá því að vera
ávísun á öruggt sæti í undanúrslit-
unum.
Við getum ekki farið
neðar en þetta
„Ég held að við höfum náð botn-
inum hér í kvöld og við getum ekki
farið neðar en þetta. Við vorum
einu marki yfir í hálfleik þrátt fyrir
að við spiluðum illa, og það var eins
og menn héldu að þeir kæmust upp
með það sama í seinni hálfleik. Við
spiluðum ekki eins og lið, í fyrsta
leiknum unnu menn saman í vörn
og sókn en núna vantaði það al-
gjörlega. Það var eins og strákarnir
væru ekki tilbúnir eftir níu marka
sigurinn heima þó ég trúi því ekki
að um vanmat hafi verið að ræða
því við vitum allir að ÍR er með fínt
lið og okkur hefur sjaldan gengið
vel hér í Breiðholtinu. Nú þurfum
við að rífa okkur upp, fara yfir það
sem fór úrskeiðis í kvöld og mæta
tilbúnir í oddaleikinn,“ sagði Atli
Hilmarsson, þjálfari KA.
Brothætt KA-lið steinlá
!
"#
$#
%
&'
„ÞETTA er kannski með því
skásta sem við höfum sýnt að und-
anförnu, en það dugði engan veg-
inn því Valsmenn voru sterkari,“
sagði Björgvin Þór Björgvinsson
leikmaður Fram eftir tapið gegn
Val.
Leikmenn Fram virtust eflast
þegar þjálfari þeirra fékk rautt
spjald. Ætli þetta hafi verið vilj-
andi gert hjá honum? „Ég veit það
ekki, maður veit aldrei. Þetta
hleypti illu blóði í okkur og við
komum mjög grimmir eftir þetta.
Hins vegar fjaraði sú grimmd út
er líða tók á leikinn,“ sagði Björg-
vin.
Hann játaði því að gengi Fram
hefði verið dapurt að undanförnu.
„Það hefur gengið frekar illa hjá
okkur að undanförnu og það voru
gríðarleg vonbrigði að tapa fyrir
Stjörnunni þegar við gátum tryggt
okkur deildarmeistaratitilinn. Við
vorum reyndar búnir að tapa illa
þar á undan og við erum óánægðir
með sjálfa okkur – mjög óánægð-
ir,“ sagði Björgvin.
Er allur
að koma til
„Leikurinn var jafn framan af
en mér fannst við með undirtökin.
Það vill oft verða þegar lið missa
þjálfarann útaf að liðið eflist og
hitt liðið heldur að nú sé allt
öruggt. Það gerðist núna en eftir
slaka byrjun í síðari hálfleik náð-
um við okkur á strik,“ sagði Sigfús
Sigurðsson línumaðurinn öflugi í
Val.
Vörn ykkar er ekki árennileg,
vildir þú leika á móti henni?
„Já, það er virkilega skemmti-
legt að spila á móti svona löguðu,“
sagði Sigfús og hló.
„Þetta hefur gengið brösuglega
hjá okkur í vetur en nú er þetta
allt að koma og það virðist að þeg-
ar við komumst í úrslitakeppnina
nái liðið að sýna sitt rétta andlit,“
sagði Sigfús sem átti fínan leik.
„Ég er allur að koma til, hef lítið
spilað síðustu tvö árin og mér
finnst þetta svo gaman að ég lít á
mig sem 13-14 ára gutta að leika
mér í boltaleik. Þetta er alveg frá-
bært,“ sagði Sigfús sem sagðist
hlakka til að mæta Haukum.
Mjög
óánægðir
með sjálfa
okkur
Framarar gerðu fysta markið enheimamenn komust í 5:3.
Gunnar Berg Viktorsson skoraði
tvívegis og jafnaði
og hafði hann þá
gert fjögur af fimm
mörkum gestanna
og Valsmenn hljóta
að hafa íhugað að taka hann úr
umferð þó þeir létu ekki verða af
því.
Flöt vörn Vals var sterk og gest-
irnir áttu í hinum mestu erfiðleik-
um með að finna glufu á henni, það
var helst að Gunnar Berg næði að
lyfta sér upp utan punktalínu og
ná skoti yfir vörnina.
Þegar staðan var 9:7 fyrir Val
var Björgvin Björgvinsson rekinn
af velli. Mjög strangur dómur sem
Anatoli Fedjukin þjálfari Fram
mótmælti. Annar dómarinn sýndi
honum þá gula spjaldið og virtist
þjálfarinn espast við það og fékk
því rautt spjald. Þegar þetta gerð-
ist voru 22 mínútur liðnar af leikn-
um en þrátt fyrir að vera tveimur
fleiri tókst heimamönnum aðeins
að skora eitt mark áður en Fram
varð fullskipað.
Staðan í leikhléi var 11:9 en í
upphafi síðari hálfleiks jöfnuðu
Framarar. Valur gerði tvö mörk í
röð og þvínæst Framarar og enn
var jafnt, 13:13. Þá náði Roland
Eradze sér á strik á ný, en hann
hafði varið vel í fyrri hálfleik. Vals-
menn gerðu sex mörk gegn einu
marki Fram og um miðjan hálf-
leikinn var staðan því orðin 19:14
og skömmu síðar 21:15. Þá lét
Fedjukin þjálfari sig hverfa, en
hann hafði setið á fremsta bekk
meðal áhorfenda í síðari hálfleik.
Á þessum kafla var Vilhelm
Bergsveinssyni vikið af velli og
þegar hann mótmætli því eitthvað
ákváðu dómararnir að hafa hann
utan vallar í fjórar mínútur.
Þessi saga endurtók sig síðar í
leiknum þegar Hjálmar Vilhjálms-
son var rekinn af velli, hann klapp-
aði nett fyrir þeirri ákvörðun og
fékk tvær mínútur í viðbót og rétt
undir lokin var hann síðan rekinn
á ný af velli og fékk því að líta
rauða spjaldið.
Þrátt fyrir ágæta baráttu á loka-
kaflanum kom allt fyrir ekki hjá
Fram. Valsmenn voru einfaldlega
sterkari að þessu sinni og munu
mæta Haukum í undanúrslitum.
Framarar léku 5-1 vörn og hún
var ágæt á köflum, sérstaklega
framan af síðari hálfleik þegar þeir
komu aðeins lengra út á móti Vals-
mönnum. Maður beið alltaf eftir
því að Framarar reyndu að klippa
á leikstjórnanda Vals til að trufla
sókn liðsins, en það var ekki reynt.
En munurinn á liðunum lá í
sóknarleiknum. Framarar voru
gjörsamlega andlausir og þeim
gekk meira að segja hálf erfiðlega
að koma boltanum á milli manna
fyrir utan þó Valsmenn biðu þol-
inmóðir á línunni. Sókn Vals gekk
miklu betur, boltinn gekk hratt á
milli manna og að þessu sinni lét
Daníel Ragnarsson til sín taka
hægra megin og munar um minna
en að fá ógnun frá honum.
Valdimar Grímsson var í byrj-
unarliði Vals að þessu sinni og
þakkaði fyrir sig með átta mörk-
um, fimm úr vítum. Hann gerði
fyrstu tvö mörk liðsins úr horninu
og í síðari hálfleik gerði hann eitt
úr hraðaupphlaupi.
Sigfús Sigurðsson var öflugur,
bæði í vörn og sókn. Drengurinn
er ótrúlega dulgegur að búa til
skotfæri fyrir félaga sína og þegar
hann fær boltann nýtir hann tæki-
færið vel.
Rétt er einnig að geta fram-
göngu Markúsar Mána Michaels-
sonar.
Í vörninni voru þeir Sigfús, Geir
Sveinsson og Júlíus Jónasson mjög
sterkir. Roland Eradze varði vel
og hann er sérlega lunkinn að
halda knettinum hjá sér þegar
hann ver.
Hjá Fram var Gunnar Berg sá
eini sem lét eitthvað að sér kveða
auk Sebastíans Alexanderssonar í
markinu. Hann varði mörg skot en
Valsmenn fengu boltann oft á ný.
Morgunblaðið/Þorkell
Geir Sveinsson, þjálfari Vals, stöðvar Gunnar Berg Viktorsson, skyttu Framara.
FÁTT virðist geta stöðvað Vals-
menn þessa dagana. Þeir tóku á
móti Fram í öðrum leik liðanna í
átta liða úrslitum karla í hand-
knattleik á sunnudagskvöldið
og sigruðu 23:20. Mikið gekk á í
leiknum, Anatoli Fedjukin, þjálf-
ari Fram var rekinn af bekknum
í fyrri hálfleik og tveir leikmenn
Fram voru reknir útaf í fjórar
mínútur í beit. Það má segja að
veturinn hafi verið ólíkur hjá lið-
unum tveimur. Framarar á milli
siglingu lengst af en hafa dalað
mikið á sama tíma og Valsmenn
eru komnir á fleygiferð eftir
slakt gengi framan af keppni.
Skúli Unnar
Sveinsson
skrifar
Valsmenn
flugu áfram
!
"!
#
$
BARÁTTUGLAÐIR ÍR-ingar eru enn með í slagnum um Íslandsmeist-
aratitilinn eftir verðskuldaðan sigur á deildarmeisturum KA, 21:17,
í Breiðholtinu í fyrrakvöld. Þeim tókst að snúa blaðinu við eftir níu
marka tap á Akureyri á föstudagskvöldið og liðin mætast því í odda-
leik norðan heiða í kvöld. Þar er engan veginn hægt að afskrifa ÍR-
inga sem hafa haft ágætt tak á KA síðustu árin og aðeins tapað þrí-
vegis í síðustu átta viðureignum félaganna.
Víðir
Sigurðsson
skrifar