Morgunblaðið - 10.04.2001, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 10.04.2001, Qupperneq 5
HANDKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 B 5 „ÞAÐ vita allir sem leika hand- knattleik að ekki þarf nema að hósta nálægt honum Halldóri Ing- ólfssyni, þá er hann kominn í gólfið,“ sagði Héðinn Gilsson, leikmaður FH eftir leikinn við Hauka á sunnudagskvöldið. Héð- inn var afar óánægður með að vera rekinn af leikvelli snemma leiks eftir viðskipti sín við fyrr- greindan Halldór. Héðinn sagðist ekki hafa slegið til Halldórs vilj- andi og brotið hafi alls ekki verið alvarlegt. „En ég verð að taka það á mig að við töpuðum þessum leik,“ sagði Héðinn um niður- stöðu leiksins, en brottreksturinn sagði hann hafa verið rangan. „Brotið var ekki alvarlegra en svo að Halldór var mættur til leiks nokkrum mínútum síðar eins og ekkert hefði ískorist. Ef brotið hefði verið jafn alvarlegt og Halldór lét í veðri vaka og dómararnir gerðu úr því þá átti Halldór ekkert að koma meira við sögu. Svo var ekki. Þegar dómarinn flautað leik- brot þá rétti ég upp höndina, taldi að hann myndi gefa mér gult spjald, en því miður þá var það rautt. Þessi dómur er hins vegar í samræmi við annað í kringum Hauka. Á undangengn- um vikum hafa Þorgeir Haralds- son og Viggó Sigurðsson kvartað mjög yfir frammistöðu dómara. Þeir segjast vera lagðir í einelti af þeim, HSÍ er sagt sýna þeim fádæma frekju með því að óska eftir því að þeir leiki jafnmarga leiki í deildinni og önnur lið á sama tíma og verið er að leika í Evrópukeppni, líkt og þeir séu að stýra fyrsta íslenska liðinu til þess að keppa á þeim vettvangi. Þeir kvarta og kvarta og það á að auðvelda þeim leiðina í keppn- inni til þess að forðast frekara væl. Greinilegt er að dómarar hræðast Viggó og aðhann haldi áfram að kvarta og kveina á op- inberum vettvangi. Ljóst er að andstæðingar Hauka í næstu leikjum úrslitakeppninnar verða að búa sig undir þetta, því miður. Niðurstaðan er gífurleg von- brigði fyrir okkur FH-inga. Við ætluðum okkur lengra í keppn- inni. Nú liggur fyrir að safna kröftum og koma öflugri til leiks á næstu leiktíð,“ sagði Héðinn Gilsson. Óskar Ármannsson, Haukum sagði að brottrekstur Héðins Gilssonar á áttundu mínútu hafi sannarlega verið nokkur vendi- punktur í leiknum. „Okkur tókst ekki að hrissta FH-ingana af okk- ur alveg strax, en þegar frá leið kom í ljós að þetta atvik var mik- ið áfall fyrir FH-inga.“ Hélt ég fengi gult spjald Héðinn Gilsson eftir brottrekst- urinn í Kaplakrika                                ! "! #                       Það var rafmagnað andrúmsloft íKaplakrika þegar fylkingar FH og Hauka gengu til leiks að við- stöddum 1.500 áhorfendum. Eftir tap í fyrsta leiknum voru leikmenn FH komnir upp að vegg og voru staðráðnir í að knýja fram oddaleik. Og þeir komu einbeittir til leiks. Héðinn Gilsson skoraði fyrsta mark leiksins með þrumuskoti eftir 2,50 mínútur og bætti öðru marki FH við skömmu síðar úr vítakasti eftir að Einar Örn Jónsson hafði jafnað metin fyrir Hauka. Sóknar- leikur Hauka virtist hikandi gegn framliggjandi 3-2-1 vörn FH. Hauk- ar léku að vanda 6-0 vörn gegn yf- irveguðum sóknarleik heimaliðsins. Fyrstu mínúturnar voru í járnum og ljóst að hvorug sveitin ætlaði að gef- ast svo glatt upp fyrir hinni. Fast var tekist á, talsvert um smápústra og glöggt mátti sjá að grunnt virtist á því góða milli leikmanna. Það stefndi allt í hnífjafna viðureign. En skyndilega datt botninn úr þegar Héðinn fylgdi Halldóri Ingólfssyni, leikmanni Hauka, fast eftir í hraða- upphlaupi. Viðskiptum þeirra lauk við punktalínu vinstra megin, nærri horni, á vallarhelmingi Hauka. Héð- inn sótti fast að Halldóri sem fékk högg frá hægri úlnlið Héðins og féll Halldór við. Guðjón L. Sigurðsson, annar dómari leiksins, var vel stað- settur og gaf Héðni hiklaust rauða spjaldið. Taldi hann Héðin hafa vís- vitandi slegið Halldór með olbogan- um og þar með væri um árás að ræða. Sumum þótti dómurinn vera strangur en Guðjón var viss í sinni sök og áköf mótmæli FH-inga breyttu engu enda reglur um refs- ingu við brot af þessu tagi skýrar. Halldór fór af leikvelli þar sem hug- að var að honum en hann kom síðan nokkrum mínútum síðar til leiks á ný. Héðinn varð hins vegar að bíta í það súra epli að fylgjast með leikn- um frá hliðarlínunni. Í fyrstu virtist sem brottrekstur Héðins þjappaði FH-liðinu saman, tvö góð mörk í röð í framhaldinu breyttu stöðunni í 5:3. Fljótlega kom þó getumunur liðanna í ljós. Haukar bættu í seglin í vörninni sem hrein- lega fór á tímum á kostum. Þá rætt- ist úr sóknarleiknum. Vonbrigði FH-inga með brotthvarf Héðins var greinilega meira en menn gátu þol- að. Leikmenn Hauka tóku völdin í sínar heldur og voru þremur mörk- um yfir í hálfleik, 12:9. FH-ingum tókst aðeins að halda í við Hauka á fyrstu tíu mínútum síð- ari hálfleik. Síðan skildi leiðir á nýj- an leik. Fábreyttur sóknarleikur FH-inga fann engin svör gegn afar sterkri vörn Hauka og enn syrti í ál- inn þegar Bjarni Frostason náði sér á flug í marki Hauka. Eftir það lék enginn vafi á hvorum megin sigur- inn félli, stemmningin og spennan var fokin út í veður og vind í herbúð- um FH-inga. Víst er að brottrekstur Héðins réði talsverðu um framvindu leiksins en hinu má heldur ekki gleyma að Haukar léku einn sinn besta leik í allnokkurn tíma. Vörnin var afar traust, svo og markvarslan. Sóknar- leikurinn gekk allvel, einkum í síðari hálfleik og víst að í slíkum ham sem á leikmenn Hauka rann í þessum leik voru þeir illviðráðanlegir hvaða liði sem er. Liðið hefur fleiri fram- bærilegum handknattleiksmönnum yfir að ráða. FH-ingar verða því enn um stund að standa í skugga Hauka og er eflaust lítt skemmt. Brottrekstur Héðins slökkti vonir FH-inga HAUKAR tryggðu sér sæti í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik er þeir unnu FH-inga 28:22 í Kaplakrika á sunnu- dagskvöldið. Þar með varð ljóst að Haukar mæta frændum sínum úr Val í undanúrslitum en FH-ingar eru úr leik. Eftir æsispennandi við- ureign á föstudag bjuggu margir sig undir að það sama yrði upp á teningnum í annarri viðureigninni. En eftir að FH-ingar urðu fyrir því áfalli á áttundu mínútu að Héðni Gilssyni var vikið af leikvelli með rautt spjald fyrir brot á Halldóri Ingólfssyni tók leikurinn aðra stefnu. Brotthvarf Héðins var meira en FH-ingar þoldu á ögur- stundu. Þá tóku Haukar leikmenn FH fastataki og slökuðu aldrei á því sem eftir lifði leiks. Ívar Benediktsson skrifar Við settum Mosfellsbæ í samaflokk og fjóra aðra leiki hjá okk- ur í vetur sem við vorum hreinlega rassskelltir í. Ólafur þjálfari tók okkur á beinið eftir þá útreið og stappaði í okkur stálinu. Það var allt annað hugarfar til staðar hjá liðinu og menn virkilega fórnuðu sér í leik- inn. Nú höfum við allt að vinna í oddaleiknum, pressan er komin á Aftureldingu og við ætlum svo sann- arlega að halda áfram að koma á óvart,“ sagði Hilmar Þórlindsson, stórskytta Gróttu/KR, við Morgun- blaðið eftir leikinn. Hilmar var öðr- um fremur maðurinn á bak við sigur sinna manna en býst hann ekki við að Mosfellingar taki hann og Aleksand- er Pettersons úr umferð í oddaleikn- um eins og þeir gerðu í seinni hálfleik með ágætum árangri? „Við búum okkur alveg undir það en við eigum svar við því þó svo að það hafi ekki gengið alveg í þessum leik.“ Það mátti glöggt greina í upphafi leiksins að heimamenn voru mættir til að hefna ófaranna frá fyrsta leikn- um. Varnarleikur Gróttu/KR var frá- bær í fyrri hálfleik og sex mörk Mos- fellinga á fyrstu 25 mínútunum er sönnun þess. Þrátt fyrir það náði Hlynur Morthens, markvörður Gróttu/KR, ekki að verja sitt fyrsta skot fyrr en 20 mínútur voru búnar af leiknum. Hann tók hins vegar vel við sér á lokakaflanum og varði meðal annars tvö vítaköst með skömmu millibili. Í sókninni héldu Lettanum Aleksander Petterson engin bönd en hann skoraði sex mörk í fyrri hálfleik og saman skoruðu hann og Hilmar 9 af 11 mörkum sinna manna. Mosfellingar brugðu á það ráð í síðari hálfleik að klippa Pettersons út og það varð til þess að Hilmar Þór- lindsson tók af skarið svo um munaði. Hilmar hóf seinni hálfleikinn með því að skora þrjú mörk í röð og staða heimamanna var orðin vænleg en þeir náðu mest fimm marka forskoti, 17:12. Mosfellingar réðu ráðum sín- um og settu mann til höfuðs Hilmari ásamt því að þeir héldu áfram að taka Pettersons úr umferð. Þessi leikað- ferð Mosfellinga sló Gróttumenn talsvert út af laginu og Afturelding komst að nýju inn í leikinn með því að skora fjögur mörk í röð. Lokakaflinn var rafmagnaður af spennu. Aftur- elding fékk hvert tækifærið á fætur öðru til að jafna metin en góð inn- koma Hreiðars Guðmundssonar í mark Gróttu/KR kom í veg fyrir það ásamt klaufaskap liðsmanna Aftur- eldingar sem fóru illa að ráði sínu og þá sérstaklega í lokasókn sinni. Ein- um leikmanni fleiri misstu Mosfell- ingar knöttinn í hendur Kristjáns Þorsteinssonar og Grótta/KR náði að halda knettinum út leiktímann. Hilmar Þórlindsson og Alexander Pettersons sýndu virkilega hvað í þeim býr og haldi þeir sínu striki í kvöld getur ævintýrið hjá nýliðunum haldið áfram. Stórleikur stórskyttn- anna tveggja auk góðrar varnar og mikillar baráttu skilaði Gróttu/KR sætum sigri og ekki má gleyma þætti Hreiðars markvarðar undir lokin. Leikmenn Aftureldingar voru ekki líkir sjálfum sér og þeir virtust ekki tilbúnir í að mæta kröftugri mót- spyrnu heimamanna. Ekki skal það fullyrt að liðsmenn Aftureldingar hafi vanmetið andstæðinga sína en sjálfsagt hefur það verið til staðar eftir sannfærandi sigur í fyrsta leikn- um. „Það vantaði neistann í liðið. Varn- arleikurinn var ekki að ganga nógu vel og sóknarleikurinn var ekki markviss. Við vorum að gera allt of mikið af einföldum villum og þetta verðum við að laga fyrir næsta leik. Við áttum öll tök á að jafna metin en fyrir aumingjaskap tókst það ekki og það var kannski einkennandi fyrir andleysið í liðinu,“ sagði Bjarki Sig- urðsson, leikmaður og þjálfari Aftur- eldingar, við Morgunblaðið. Enn koma leikmenn Gróttu/KR á óvart ÞVERT á spádóma flestra hand- boltaspekinga landsins þarf þrjá leiki til að fá úr því skorið hvort Afturelding eða Grótta/KR kemst í undanúrslitin um Ís- landsmeistaratitlinn. Spádóm- arnir um að Mosfellingar ættu greiða leið í undanúrslitin fengu byr undir báða vængi eftir öruggan sigur Aftureldingar í fyrsta leiknum en liðsmenn Gróttu/KR létu spárnar eins og vind um eyru þjóta og unnu sæt- an sigur á heimavelli sínum á Nesinu í fyrrakvöld, 21:20. Liðin þurfa því að mætast að nýju í Mosfellsbæ í kvöld í hreinum úrslitaleik. Morgunblaðið/Þorkell Einar Baldvin Árnason, Gróttu/KR, reynir að stöðva Hjört Arnarson, Aftureldingu. Guðmundur Hilmarsson skrifar                              ! ! " #$ %$   & ! ! '()*                              

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.