Morgunblaðið - 10.04.2001, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 B 7
HANDKNATTLEIKUR
Flensburg skaust að nýju í topp-sæti þýsku Bundesligunnar í
handknattleik. Flensburg lagði
Wallau Massenheim, 30:26, og náði
eins stigs forskoti á Magdeburg sem
á leik til góða. Lemgo tapaði hins
vegar dýrmætum stigum þegar liðið
lá fyrir Essen á útivelli, 25:20.
Patrekur Jóhannesson átti frá-
bæran leik fyrir Essen og skoraði 6
mörk en Essen er jafnt Kiel að stig-
um í 5.-6. sætinu með 38 stig.
Minden sigraði Willstätt á útivelli,
27:22, þar sem Talant Dujshebajew
var í ham og skoraði átta mörk en
Gústaf Bjarnson komst ekki á blað.
Minden hefur verið að fikra sig upp
töfluna og er komið upp í 9. sæti.
Wuppertal vann óvæntan sigur á
móti Nettelstedt á útivelli, 22:20, en
er sem fyrr í næst neðsta sæti deild-
arinnar með aðeins átta stig, níu
stigum á eftir Dormagen. Heiðmar
Felixson skoraði tvö af mörkum
Wuppertal en Dmitri Filippow var
að vanda markahæstur en hann
skoraði átta mörk. Róbert Duranona
hafði frekar hægt um sig í liði Nett-
elstedt og skoraði aðeins tvö mörk.
Sigurður Bjarnason og félagar
hans í Wetzlar töpuðu á útivelli fyrir
Solingen, 25:24, en í hálfleik var
staðan jöfn, 13:13. Sigurður skoraði
eitt mark í leiknum.
Meistarar Kiel virðast komnir á
gott skrið. Í síðustu viku vann Kiel
öruggan sigur á Flensburg og um
helgina burstaði Kiel lið Bad
Schwartau á útivelli með tíu marka
mun, 28:18.
Patrekur sterkur
Auður Hermannsdóttir og Harpa Melsted, fyrirliði Hauka, á ferðinni með Íslandsbikarinn á Ásvöllum.
Ég get ekki sagt annað en að éghætti á toppnum og ég skil
rosalega sátt við handboltann eftir
að hafa unnið tit-
ilinn. Raggi þjálfari
á rosalega mikið í
þessum titli. Hann
tók okkur alveg í
gegn og kom okkur í svakaform og
við erum að uppskera laun erfiðis-
ins. Það kom ekki til greina annað
en að vinna ÍBV örugglega enda
vildum við sýna og sanna að tapið
á móti ÍBV í bikarkeppninni var
hálfgert slys af okkar hálfu,“ sagði
Auður.
Brynja Steinsen fagnaði vel sín-
um fyrsta Íslandsmeistaratitli en
hún gekk í raðir Haukanna fyrir
tímabilið frá Val.
Í betra formi en önnur lið
„Markmiðið með því að fara til
Hauka var að vinna titilinn og ég
get því ekki verið annað en glöð
þegar hann er kominn í höfn. Eftir
fyrsta leikinn vissi ég að við mund-
um gera út um þetta í þremur
leikjum. Við erum með miklu betra
lið og auðvitað blundaði í okkur
hefnd eftir að hafa kastað frá okk-
ur bikartitlinum á móti ÍBV fyrr í
vetur. Ég mundi telja lykilinn að
velgengni okkar vera að við höfum
æft gríðarlega vel og það sýndi sig
að við vorum í miklu betra formi
en önnur lið. Vörnin gerði líka út-
slagið í mörgum leikjum,“ sagði
Brynja og bætti við að Íslands-
meistaratitillinn væri upphafið að
stórveldi.
Toppuðum
á réttum tíma
„Það sást strax í fyrsta úrslita-
leiknum að við ætluðum ekki að
láta ÍBV taka þennan titil líka. Við
vorum að toppa á hárréttum tíma
og úrslitakeppnin var hreint frá-
bær hjá okkur. Liðsandinn í vetur
hefur verið frábær og allir hafa
verið tilbúnir að leggja mikla
vinnu á sig. Við höfðum mjög góða
breidd en það sem ég held að hafi
skipt sköpum var að við erum í
mjög góðri æfingu og það kom
berlega í ljós að við gátum alltaf
bætt í á meðan ÍBV sprakk á
limminu,“ sagði Harpa Melsted,
fyrirliði Hauka.
Auður hætt-
ir á toppnum
AUÐUR Hermannsdóttir lék gríðarlega vel fyrir Hauka á tímabilinu
og líklega hefur þessi sterka handboltakona aldrei leikið betur á
ferli sínum. Auður var að leika sinn síðasta leik fyrir Hauka, að
minnsta kosti í bili, en hún flytur til Lúxemborgar í sumar og ætlar
að stunda þar nám.
Guðmundur
Hilmarsson
skrifar
u vel
a lið-
ndast
sem
r hafi
lítilli
sýndi
nga á
góð-
vona
komu
ndi,“
m við
nnum
tinu
sæt-
fyrir
hefði
bæta
a hjá
minn
kveð-
Þessi
mmti-
tarfa
bær-
hann
l
Fyrir mig er þetta fyrst og fremststaðfesting á því að markviss
vinna skilar árangri. Eftir tímabilið í
fyrra þurfti ég að
taka mjög mikið til.
Þegar ég tók við lið-
inu var það í fyrsta
lagi ekki í formi til
að spila nema í 40 mínútur og það
gerði útslagið í leikjunum á móti
Víkingunum í 8-liða úrslitunum í
fyrra. Það voru ekki hraðaupp-
hlaupsfærslur í liðinu, lítil sem engin
samvinna á milli leikmanna og and-
inn í hópnum ekkert allt of góður.
Eftir þessa tvo tapleiki við Víking
gerði ég stelpunum tilboð þrátt fyrir
ég vissi ekkert hvort ég yrði ráðinn
áfram. Ég sagði að ef þær væru til-
búnar að fara í gegnum þá vinnu
sem ég hefði í huga að setja upp fyr-
ir þær þá myndu þær ná árangri á
næsta ári.“
Ragnar segir að lykilleikurinn í
einvíginu við ÍBV hafi verið úti í
Eyjum þegar Haukarnir sigruðu í
öðrum leiknum.
„Ég held að ÍBV hafi gert ákveðin
mistök í fyrsta leiknum. Tíu mörk-
um undir 20 mínútum fyrir leikslok
hefði ÍBV átt að hvíla lykilleikmenn
og í staðinn vantaði liðið ákveðinn
kraft til að vinna leikinn í Eyjum.“
Sleitulausar æfingar í eitt ár
Líkamlegi pakkinn sem stelpurn-
ar eru búnar að fara í gegnum
byggður á samstafi mínu við Guð-
mund Sigurðsson lyftingaþjálfara
og samstarfið sem ég átti við Guðjón
Þórðarson knattspyrnuþjálfara í
bland eftir mínu höfði, miðað við
stelpur, hefur skilað mjög miklu.“
Það má segja að stelpurnar séu
búnar að æfa sleitulaust í eitt ár ut-
an fimm vikna sem þær fengu frí. Ég
sjálfur hef ekki tekið mér neitt frí á
þessu ári. Þessar vikur sem þær
voru í pásu notaði ég til að æfa þær
stelpur sem voru í fríi á einhverjum
öðrum tíma. Æfingarnar hafa verið
mjög markvissar og við höfum ekki
notað hluta af æfingunni til að spila
fótbolta eins og mörg handboltalið
hafa gert. Vinnan hefur byggst á því
að ná upp almennu þreki, hraða og
um leið að bæta tækni og leikskiln-
ing. Ég hef blandað saman í þessari
þjálfun hlaupaþjálfun og alvöru lyft-
ingaþjálfun með ólympísku ívafi sem
Guðmundur Sigurðsson hefur hjálp-
að mér með eins og hann gerði þegar
ég þjálfaði Val. Með því að vinna vel
á sumrin getur maður keyrt af meiri
ákefð allan veturinn. Stelpurnar
eiga allt sem þær hafa náð í vetur
100% skilið því það hefur varla kom-
ið fyrir að leikmaður hafi misst úr
æfingu. Það er einstakt og ég hef
aldrei kynnst því áður í kvenna-
íþróttum að það komi ekki afsakanir
eins og ég þarf að fara í leikhús eða
amma er að koma í heimsókn.“
Hugurinn stefnir í karlaboltann
Ragnar segir að ein afleiðing lyft-
ingaþjálfunarinnar sé sú að meiðslin
hafa lítið sem ekkert verið að hrjá
liðið og í þau skipti sem leikmenn
hafa orðið fyrir einhverju hnjaski
hafa þeir verið fljótir að jafna sig.
Hvað tekur við hjá þér núna þegar
tímabilið er búið?
„Það er alveg einstakt að vera að
vinna hjá Haukum. Ég handsalaði
samning við Þorgeir formann fyrir
um ári síðan um að taka liðið í fjór-
um leikjum og síðan höfum við ekk-
ert gert meira í málinu. Ég er ekki á
samningi og ég hef sagt Þorgeiri það
að hugur minn stefnir í karlahand-
boltann. Einhvern veginn hefur það
nú samt verið hér á Íslandi að þang-
að komast þeir ekki nema þeir geti
lítið þjálfað en heiti einhverju góðu
nafni í staðinn. Fagmennskan í ís-
lenska handboltanum er það sem
stendur honum fyrir þrifum. Hún
hefur undanfarin ár verið í lágmarki
og handboltinn stendur því miður
fótboltanum langt að baki hvað þetta
varðar. Í fótboltanum er menntun-
arstefna og menn geta unnið sig upp
eftir frammistöðu en það gildir því
miður ekki í handboltanum. Ef ég
verð hins vegar áfram í kvennahand-
boltanum þá verð ég áfram hjá
Haukum,“ sagði Ragnar.
Markviss
vinna skilar
árangri
Ragnar Hermannsson, þjálfari
Íslandsmeistara Hauka
RAGNAR Hermannsson, þjálfari nýkrýndra Íslandsmeistara
Hauka, sagði við Morgunblaðið eftir sigurinn á ÍBV að lið sitt hefði
verið að uppskera laun erfiðisins. Hann sagði að eftir tímabilið í
fyrra hefði hann stokkað algjörlega upp spilin og markvissar og
stífar æfingar í eitt ár hefðu skilað sér. Ragnar tók við þjálfun
Hauka rétt fyrir úrslitakeppnina í fyrra. Haukar höfnuðu þá í átt-
unda sæti deildarkeppninnar og í 8-liða úrslitunum slógu deildar-
meistarar Víkings Haukana út. Í ár var annað uppi á teningnum.
Haukar urðu deildarmeistarar og unnu alla sjö leiki sína í úr-
slitakeppninni á sannfærandi hátt.
Guðmundur
Hilmarsson
skrifar
Kominn tími á
Evrópukeppnina
HARPA Melsted fyrirliði Íslandsmeistara Hauka vonast til að
Haukar taki þátt í Evrópukeppninni á næsta tímabili.
„Mér finnst kominn tími til að við fáum að vera með í Evr-
ópukeppninni. Strákarnir voru með í ár og mér finnst rétt að
við fáum að spreyta okkur eftir að hafa orðið Íslandsmeist-
arar þrívegis á fimm árum,“ sagði Harpa við Morgunblaðið
skömmu eftir að hún hafði lyft bikarnum á loft.