Morgunblaðið - 10.04.2001, Page 8
KNATTSPYRNA
8 B ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
Það gekk mikið á í leik Dortmundog Bayern en þrír leikmenn
voru sendir í bað. Santa Cruz kom
Bæjurum yfir strax eftir sex mín-
útna leik en þegar hálftími var liðinn
af leiknum var Frakkanum Bixente
Lizarazu vikið af velli. Heimamenn
færðu sér liðsmuninn í nyt og á 56.
mínútu jafnaði Fredi Bobic metin.
Þremur mínútum síðar voru Bæjar-
ar orðnir tveimur leikmönnum færri
en þá fékk Stefan Effenberg reisu-
passann. Þrátt fyrir það héldu liðs-
menn Bæjarar jöfnu og á lokamínútu
leiksins dró dómarinn upp þriðja
rauða spjaldið þegar Brasilíumaður-
inn Denilson, leikmaður Dortmund,
var rekinn af velli fyrir ljótt brot.
Leverkusen fylgir Bayern eins og
skugginn en liðið vann góðan útisig-
ur á Eintracht Frankfurt á útivelli,
3:1. Brasilíumaðurinn Lucino reynd-
ist Leverkusen dýrmætur því hann
skoraði tvö mörk á síðustu 20 mín-
útunum og tryggði sínum mönnum
sigurinn en þeir voru þá orðnir ein-
um leikmanni færri á vellinum eftir
að Robert Kovac var vikið af velli á
36. mínútu.
Schalke er líka til alls líklegt en
liðið tók Kaiserslautern í kennslu-
stund og sigraði 5:1. Liðsmenn Kais-
erslautern þurfa að fara í rækilega
naflaskoðun en liðið tapaði með sama
mun fyrir Alaves í undanúrslitum
UEFA-keppninnar í síðustu viku.
Eyjólfur Sverrisson og félagar
hans í Herthu Berlin töpuðu dýr-
mætum stigum í toppbaráttunni en
Hertha lá fyrir spræku liði Werder
Bremen, 3:1. Eyjólfur lék allan tím-
ann í vörn Herthu og nældi sér í gult
spjald.
Þrjú rauð
spjöld í
Dortmund
ÞAÐ stefnir í æsispennandi bar-
áttu um þýska meistaratitilinn í
knattspyrnu í ár en þegar sex
umferðum er ólokið eiga ekki
færri en sex lið möguleika á að
hampa titlinum. Meistararnir í
Bayern München eru með eins
stigs forskot á Schalke, Le-
verkusen og Dortmund en síð-
astnefnda liðið gerði jafntefli
við meistarana í toppslag um-
ferðarinnar.
Lokeren gerði 0:0 jafntefli gegnAnderlecht í belgísku 1. deild-
ar keppninni í knattspyrnu á laug-
ardagskvöld. Mikill
áhugi var á leiknum
og seldust allir mið-
ar upp og þarf að
fara mörg ár aftur
eða til áranna er Arnór Guðjohn-
sen lék með Lokeren til að muna
aðra eins stemmningu á heimavelli
félagsins og voru varúðarráðstaf-
anir lögreglu og riddarasveita
miklar.
Rúnar Kristinsson átti þátt í
tveimur hættulegustu færum fyrri
hálfleiks hjá Lokeren. Seinni hálf-
leikur var mjög spennandi og áttu
þeir Rúnar og Arnar Grétarsson
bestu færi. Á síðustu mínútu leiks-
ins tók Rúnar, sem lék vel sér-
staklega í seinni hálfleik, horn-
spyrnu og gaf stutta sendingu á
Arnar Grétarsson sem skaut
hörkuskoti sem Milojevic mark-
vörður Anderlecht varði frábær-
lega. Arnar var besti maður vall-
arins, vann mjög vel og átti
margar gullsendingar. Hann gerði
ósjaldan usla í vörn Anderlecht-
liðsins, gaf sendingar sem sköpuðu
hættu við mark andstæðinganna
og hefur aldrei verið betri en nú.
Arnar Þór Viðarsson lék líka mjög
vel í bakvarðarstöðunni og stöðv-
aði margar sókninar. Auðun
Helgason lék ekki með Lokeren
þar sem hann tók út leikbann.
Sigurður íhugar að
leika á Íslandi
Sigurður Ragnar Eyjólfsson lék
ekki með Harelbeke sem gerði
jafntefli, 0:0, við Aalst. Hann lék
með varaliðinu í leik liðanna og
skoraði eitt mark í 6:2 sigri Harel-
beke. Sigurður Ragnar sagðist
vera að íhuga að leika á Íslandi í
sumar og reyna síðan að komast
aftur í atvinnumennsku í haust.
Arnar góður
með Lokeren
Kristján
Bernburg
skrifar frá
Belgíu
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Arnar Grétarsson í landsleik í Búlgaríu á dögunum – búinn að
leika á fyrirliðann Balakov.
Ég er afar ánægður með árangurinn á mótinu, ekki
síst þar sem ég tók mér ekki
langan tíma til undirbúnings,“
sagði Örn í samtali við Morg-
unblaðið eftir mótið. „Metið í
100 metra baksundinu er
ánægjulegast. Það sýnir vel
hvað ég get gert án þess að
vera í toppformi. Þessa keppn-
isgrein hef ég ekki synt lengi
en það er greinilegt að ég kann
ennþá að synda þessa grein í 50
metra laug,“ sagði Örn enn-
fremur glaður í bragði.
Örn byrjaði metasláttinn
strax í föstudaginn með því að
bæta sjö ára gamalt met
frænda síns, Magnúsar Más
Ólafssonar, í 400 m skriðsundi
um 1,86 sekúndur er hann kom
í mark fyrstur á 4.31,84. Daginn
eftir féll annað met Magnúsar,
og þá í 100 m skriðsundi. Örn
kom fyrstur í mark á 51,45 og
bætti tíu ára gamalt met Magn-
úsar um 17/100 úr sekúndu.
Skömmu síðar sló Örn Íslandsmet
Friðfinns Kristinssonar, Selfossi, í
50 m flugsundi, kom í mark á 25,15
sekúndum og varð í öðru sæti.
Gamla metið setti Friðfinnur á
Opna-Sjálandsmótinu fyrir ári,
25,38. Þá vann Örn öruggan sigur í
200 m baksundi á 2.02,28, en var
tæplega 3,3 sekúndum frá eigin Ís-
lands- og Norðurlandameti.
Á síðasta keppnisdegi bætti Örn
eigið Íslandsmet í 100 m baksundi
er hann kom í mark fyrstur á
56,46. Fyrra metið var 56,68 og
var það sett á EM unglinga í
Moskvu fyrir tveimur árum.
Fimmta metið sem féll var Ís-
landsmet Ríkarðs Ríkarðssonar,
Ægi, í 50 m skriðsundi, 23,79.
Örn bætti það um fimmtung úr
sekúndu og varð annar í mark.
„Það var nú kominn tími á
metin hans Magnúsar, sérstak-
lega í 100 metra skriðsundi. Við
það met hef ég glímt í þrjú ár
og loks tókst mér að bæta það,“
sagði Örn. „Eftir þetta taka við
linnulausar æfingar fram að
Smáþjóðaleikunum sem fram
fara eftir sjö vikur. Þar verður
nóg um að vera,“ sagði Örn.
Berglind Bárðardóttir
tryggði sér farseðilinn á EM
unglinga er hún kom önnur í
mark í 200 m bringusundi á
2.40,85. Berglind er þriðji Ís-
lendingurinn sem nær lág-
marksárangri fyrir mótið því
áður höfðu Hjörtur Már Reyn-
isson, Ægi, og Jón Oddur Sig-
urðsson, Njarðvík, náð lágmarki
inn á mótið sem fram fer á
Möltu í júlí.
Heiðar Ingi Marinósson
bætti síðan fjögurra ára gamalt
piltamet Arnar Arnarsonar í 50 m
skriðsundi er hann synti á 24,42.
Met Arnar var 24,76.
Örn á helming met-
anna í 50 metra laug
ÖRN Arnarson, sundmaður úr Hafnarfirði, setti fimm Íslandsmet á
Opna Sjálandsmótinu sem fram fór í Greve í Danmörku um helgina.
Þar með á Örn níu af átján Íslandsmetum í 50 metra laug. Mótið var
hið fyrsta í 50 metra laug sem Örn tekur þátt í síðan á Ólympíuleik-
unum í Sydney sl. haust og um leið fyrsti liðurinn í undirbúningi
hans fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í sumar. Auk Arnar þá
kepptu níu íslenskir unglingalandsliðsmenn á mótinu og meðal
annars náði Berglind Ósk Bárðardóttir, SH, lágmarksárangri til
þátttöku á EM unglinga sem fram fer í sumar.
Örn Arnarson
KYLFINGURINN Tiger Woods
brást ekki þegar mest á reyndi á
lokadegi Bandaríska meistaramóts-
ins í golfi og sigraði hinn 25 ára
gamli Woods Masters-keppnina í
annað sinn á ferlinum. Woods varð
þar með fyrstur allra kylfinga til að
eiga titil að verja á stórmótunum
fjórum. Á síðastliðnu ári fagnaði
Woods sigri á Opna bandaríska
mótinu (US Open), Opna breska
mótinu (British Open), PGA-
meistaramótinu (PGA Champion-
ship) og á sunnudag vann hann
Bandaríska meistaramótið (US
Masters).
Lokadagur mótsins var æsi-
spennandi þar sem þeir Phil Mick-
elson og Tiger Woods léku í síðasta
ráshópi en skammt á undan þeim
var David Duval í miklum ham og
fékk hann 6 fugla á fyrri hringnum
og var þá aðeins einu höggi á eftir
Woods. Á 10. holu voru þeir Duval
og Woods orðnir jafnir en lengra
komst Duval ekki að þessu sinni. Á
17. og 18. holu fékk Duval tækifæri
til að fá fugla en mistókst í bæði
skiptin og endaði á 14 undir pari
vallarins. Leiðir Woods og Mickel-
son skildu á 16. holu þar sem sá síð-
arnefndi fékk skolla. Það var tákn-
rænt fyrir snilli Woods að hann
setti niður erfitt pútt á 18. holu fyr-
ir fugli þegar honum dugði að tví-
pútta.
„Ég missti aðeins taktinn á 15.
holu en sagði við sjálfan mig að ég
ætti enn eitt högg á Duval og einn
fugl til viðbótar myndi duga til sig-
urs. Það var ekkert fagnað á 17.
flötinni þar sem Duval var að leika
og þá vissi ég að hann hafði ekki
fengið fugl. Það þarf allt að ganga
upp ef maður á að eiga möguleika á
að vinna stórmót og að auki þarf
heppnin að vera með manni. Það er
eins og góðir andar hafi verið með
mér á stórmótunum fjórum sem ég
hef unnið og hjálpað aðeins til,“
sagði Tiger Woods.
David Duval líkti yfirburðum
Woods við það sem kylfingar upp-
lifðu þegar Jack Nicklaus var upp á
sitt besta. „Ég get ímyndað mér að
svipuð spenna hafi verið uppi á ten-
ingnum þegar Nicklaus var yf-
irburðamaður í golfíþróttinni og
það gerir hlutina enn meira spenn-
andi að nú er komin „nýr Nicklaus“
sem heitir Tiger Woods,“ sagði
Duval.
Með sigrinum er Woods kominn í
11. sæti á lista yfir flesta sigra á
stórmótunum fjórum, en því sæti
deilir hann með þeim Nick Faldo og
Lee Trevino sem sigrað hafa sex
sinnum á stórmóti líkt og Woods.
Brást
ekki
þegar á
reyndi
Reuters
Tiger Woods, sigurvegari Masters-keppninnar, fagnar eftir að
hafa fengið fugl á 18. holu Augusta-golfvallarins á sunnudag.
Tiger Woods brýtur blað í golfsögunni
með sigri í Masters-keppninni