Morgunblaðið - 11.04.2001, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 11.04.2001, Qupperneq 1
EFNI Guðmundur M. Kristjánsson og Peter Eichenber- ger í Malasíu Alþjóðlega sjáv- arútvegssýningin í Boston                         ! "# ! $  %&   '       (  )  *#  #+ +      Fréttir Markaðir 3 5 Viðtal Sýningar ● DANIR eru taldir fjórðu stærstu útflytjendur fisk- afurða í heiminum. Sá útflutn- ingur byggist bæði á eigin veiðum og innflutningi á óunn- um fiski til frekari vinnslu og útflutnings. Fiskafli þeirra hefur farið minnkandi á und- anförnum árum vegna minnk- andi veiðiheimilda. Árið 1995 var heildarafli þeirra ríflega 1,9 milljónir tonna, en árið 1999 varð hann aðeins 1,4 milljónir tonna. Það er sam- dráttur um hálfa milljón tonna og liggur hann að mestu í minnkandi afla á uppsjávar- fiski til mjölframleiðslu. Afli af fiski til manneldis hefur reynd- ar einnig dregizt saman. Árið 1995 var hann 433.000 tonn en aðeins 354.000 tonn árið 1999. Minnkandi afli Dana ● DANIR bæta sér upp minnkandi afla með auknum innflutningi á óunnum fiski til vinnslu og endurútflutnings. Árið 1995 fluttu þeir inn um 810.000 tonn, en 1,1 milljón tonna árið 1999. þá hefur fisk- eldið skilað þeim ríflega 40.000 tonnum á ári und- anfarin ár. Fiskinn flytja Dan- ir inn frá öðrum Norður- löndum auk Kanada og Rúss- lands, en um 95% af sjávar- vöruútflutningi þeirra er til landa innan ESB./6 Aukinn innflutningur ● AFLABRÖGÐ hafa verið ágæt hjá bátum á Höfn í Hornafirði að undanförnu. Veiðin hefur sérstaklega ver- ið góð frá Hrolllaugseyjum að Ingólfshöfða og hafa netabát- arnir verið að fá upp í 11 tonn á dag og línubátarnir um þrjú til fjögur tonn, en trill- urnar eitthvað minna. Reynir Arnarson gerir út sex tonna trillu, Gróu SF, og byrjaði 15. mars. „Það hefur gengið þokkalega þegar hefur gef- ið,“ segir hann en Reynir hef- ur ekki komist á sjó síðan á sunnudag vegna veðurs./4 Aflabrögð ágæt á Höfn ● Samkvæmt áætlun mun Út- flutningsráð Íslands skipu- leggja þátttöku íslenskra fyr- irtækja á fjömörgum áhugaverðum sjávarútvegs- sýningum á árinu. Vel hefur gengið að fylla plássin á flest- um sjárvarútvegssýningunum og komust t.d. færri að en vildu á sýningarnar í Boston og Brussel. Aðrar sjáv- arútvegssýningar eru jafn- framt eftirsóttar. Að baki eru tvær sýningar, Fishing í Glas- gow, en þar hafði Útflutn- ingsráð til ráðstöfunar um 100 fermetra sýningarsvæði og sýningin í Boston./5 Eftirsóttar sýningar ● Nýlega var gengið frá kaupsamningi að verðmæti 25 milljónir króna milli Gjög- urs hf. og Hampiðjunnar um kaup á flottrollsbúnaði fyrir Hákon ÞH, sem verið er að ljúka við smíði á í Chile. Nýja skipið er væntanlegt í byrjun júní og mun þá taka flottrollsbúnaðinn um borð í Reykjavík. Því var ákveðið að festa kaup á 2.048 metra Gloria-þantrolli til veiða á kolmunna og minna flottrolli til veiða á síld og loðnu./7 Troll fyrir 25 milljónir  ÞAÐ beið þeirra ærið verk, feðg- anna Hjartar Arnfinnssonar og Krist- ins Hjartarsonar á Neskaupstað, þeg- ar þeir drógu grásleppunetin í fyrsta skipti nú í vor. Eftir leiðinda brælu voru netin full af þara og sagðist Hjörtur ekki muna eftir annarri eins verkun á þeim árum sem hann hefur stundað grásleppuna. Það var því ekki um annað að ræða en að taka netin í land og hreinsa þau. Færri sög- um fer hinsvegar af aflabrögðunum. NETIN FULL AF ÞARA Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Bretar juku innfluting á sjávarafurð- um öðrum en mjöli og lýsi um 1% um- rætt tímabil á síðasta ári og nam inn- flutningurinn alls um 491.100 tonnum. Aukning varð á innflutningi á frystum flökum og flakabitum um 12%. Verð- mæti innflutningsins nam 158,4 millj- örðum króna og jókst það um 5%. Sé aðeins litið á þessa helztu af- urðaflokka seldum við Bretum fisk fyrir ríflega 28 milljarða króna á síð- asta ári, en það er meira en fjórð- ungur alls sjávarvöruútflutnings á síðasta ári. Í ferskum fiski koma Færeyingar næstir á eftir okkur með 2,9 milljarða og er það 10% samdráttur. Norðmenn selja Bretum mest af frysta fiskinum, alls fyrir 11,5 milljarða króna, en við komum fast á hæla þeirra. Mest af skelfiski kaupa Bretar frá Indlandi, fyrir 5,3 milljarða, sem er tvöföldun miðað við sama tíma árið áður og inn- flutningur á skelfiski frá Bangladesh jókst um 44% og nam alls 4,8 millj- örðum króna. Ísland á toppnum Ísland trónir á toppnum þegar kemur að tilbúnum réttum og neyt- endapakkningum í fiski og rækju með 7,8 milljarða en Taíland er næst með 5,3 milljarða króna. Mest af þorskinum, bæði ferskum og frystum, kaupa Bretar héðan eða fyrir 12,1 milljarð króna og næstmest frá Noregi, 7,9 milljarða króna. Ýsuna kaupa Bretar mest af Norðmönnum, eða fyrir þrjá milljarða króna og héð- an fyrir 2,7 milljarða. Þorskur til Bretlands fyrir 12,1 milljarð króna ÍSLENDINGAR eru stærstu selj- endur á sjávarafurðum til Bret- lands. Allt síðasta ár fluttu Íslend- ingar út ferskan fisk að verðmæti tæplega 7 milljarðar króna og jókst sá útflutningur um 12% miðað við sama tíma í fyrra. Á sama tíma seldum við Bret- um frystan fisk að verðmæti 10,8 milljarðar króna og tilbúna rétti og skelfisk fyrir 7,8 milljarða króna. Loks seldum við þeim fiskimjöl og lýsi fyrir 2,7 milljarða króna. Helztu keppinautar okkar á þessu sviði eru Norðmenn. Bretar fluttu meira inn á síðasta ári ● VERÐMÆTI mjölútflutn- ings nam á síðasta ári um 9,3 milljörðum króna, en var 8,6 milljarðar króna árið 1999. Útflutningsverðmæti lýsis nam árið 1999 tæpum 2,5 milljörðum króna en í fyrra tæpum 1,9 milljörðum króna sem er 24% samdráttur. Heild- arverðmæti útflutnings á mjöli og lýsi var því um 11,2 millj- arðar króna í fyrra sem er um 2% aukning frá árinu 1999./8 Meira fyrir mjölið PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 BLAÐB

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.