Morgunblaðið - 11.04.2001, Síða 3
VIÐTAL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2001 B 3
SAMSTARF á milli Íslands og Mal-
asíu á sviði sjávarútvegs hófst fyrir
tæpum þremur árum. Í febrúar 1999
fór Finnur Ingólfsson, þáverandi
iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í op-
inbera heimsókn til Malasíu ásamt
fjölmennri viðskiptasendinefnd. Í
kjölfar þeirrar heimsóknar var fjöl-
mörgum tengslum komið á og hefur
öflugt starf verið unnið síðan þá við
kynningu á íslenskri veiðitækni og
veiðarfærum. Í þeirri heimsókn var
einnig ákveðið að íslenskur starfs-
maður Útflutningsráðs skyldi starfa
í Malasíu næstu sex mánuðina við að
kenna malasískum sjómönnum á ís-
lensk veiðarfæri. Síðan eru liðin tæp
tvö ár, verkefnið hefur verið fram-
lengt tvívegis og Guðmundur M.
Kristjánsson skipstjóri og starfs-
maður Útflutningsráðs starfar enn í
sjávarþorpum í Malasíu.
Guðmundur er nú við störf í þorp-
inu Kuala Sungai Baru í Malaka í
suðvestur Malasíu og er það fimmta
þorpið sem hann starfar í á tæpum
tveimur árum. Starf Guðmundar
felst í að setja upp sjálfvirkt línu-
veiðikerfi, sem VAKI-DNG á Íslandi
framleiðir, í nokkra báta í hverju
þorpi og kenna skipverjum á það.
Sjómenn í Malasíu notast enn við
handbeitingu og uppstokkun á línu
og nær hver bátur með því móti um
1.000 krókum á dag. Með íslensku
tækjunum kemst hver bátur upp í
10.000 króka á dag og er gert ráð
fyrir að aflinn aukist í samræmi við
krókana, að sögn Guðmundar.
Sjómennirnir áhugasamir
um nýjungarnar
Guðmundur segir að vel gangi að
kenna malasískum sjómönnum á
kerfið, en LKIM (Lembaga Kawas-
an Ikan Malaysia), sem er nokkurs
konar þróunarstofnun sjómanna í
eigu ríkisins, velur fyrirtæki til þess
að starfa með á hverjum stað. Guð-
mundur segir að nú fyrst reyni á
hvort sjómennirnir haldi áfram að
nota tækin eftir að hann hverfi á
braut frá þorpinu því hann mun í
fyrsta skipti skilja veiðarfærin eftir
þegar hann fer þaðan í lok mánaðar-
ins. Hann segir að sjómenn í öðrum
þorpum sem hann hefur starfað í
hafi verið mjög áhugasamir og
ánægðir með íslensku veiðarfærin.
Vandamálið sé hins vegar hvað tæk-
in séu dýr miðað við verðmæti
aflans.
„Það væri aðgengilegra fyrir sjó-
mennina ef hægt væri að framleiða
tækin hér í Malasíu. Framleiðslu-
kostnaður er mun lægri hér en á Ís-
landi og sjómenn myndu hafa ráð á
að festa kaup á þeim ef þau væru
framleidd hér. Nú er hugsanlegt að
af því geti orðið þar sem viðræður
eru að hefjast á milli íslensku fyr-
irtækjanna VAKA-DNG, Icedan, Ís-
kerfa og Trefja, og LKIM um sam-
starf á framleiðslu veiðarfæra og
báta hér í Malasíu,“ segir Guðmund-
ur og er það ein ástæða þess að
fulltrúar LKIM og ræðismaður Ís-
lands komu til Íslands í lok mánaðar-
ins.
Íslensk fyrirtæki hefji
framleiðslu í Malasíu
Peter Eichenberger, ræðismaður
Íslands í Malasíu, tekur í sama
streng og Guðmundur og segir mjög
mikilvægt að íslensk fyrirtæki átti
sig á möguleikunum sem felast í að
flytja framleiðslu sína til Malasíu.
Með því móti opnist tækifæri til að
selja tækin í Malasíu á viðráðanlegu
verði fyrir heimamenn þar sem
framleiðslukostnaður sé mun lægri í
Malasíu, vinnulaun séu aðeins 25% af
því sem þau eru á Íslandi og til við-
bótar komi svo flutningskostnaður
og háir tollar. Eichenberger bendir
jafnframt á að landnám íslenskrar
tækni í Malasíu gæti verið byrjunin á
fótfestu hennar í allri suðaustur As-
íu.
Markaðssókn opnar dyr að 500
milljóna manna markaðssvæði
„Það er mjög mikilvægt fyrir Ís-
lensk fyrirtæki að átta sig á því að
Malasía er hluti af ASEAN (Associ-
ation of South-East Asian Nations)
sem gert hefur með sér fríverslunar-
samning sem kallast AFTA. Árið
2003 munu innflutningstollar á milli
ríkjanna innan AFTA hverfa, svo
þeir sem vilja selja sína vöru á tæp-
lega 500 milljón manna markaði eru
mun betur settir ef þeir framleiða
sína vöru innan svæðisins,“ segir
Eichenberger og heldur áfram:
„Hugmyndin er að íslensk fyrirtæki
nái fótfestu og góðum árangri í Mal-
asíu og breiðist síðan út um allt
ASEAN-markaðssvæðið,“ segir
Eichenberger sem hefur, ásamt ís-
lenskum, malasískum og kanadísk-
um aðilum, stofnað fyrirtækið Asia
Fisheries Consulting, til þess að
veita íslenskum og malasískum fyr-
irtækjum ráðgjöf á þessu sviði.
Eichenberger segir að nú loksins
séu Íslendingar að sjá árangur
tveggja ára kynningarstarfs á ís-
lenskum veiðarfærum og bátum.
„Við vorum allir frekar bláeygir þeg-
ar við byrjuðum starfið hér í Malas-
íu. Héldum að við gætum markaðs-
sett okkar vöru á sex mánuðum og
sigrað markaðinn. En sú varð ekki
raunin og síðan þá hefur mikið vatn
runnið til sjávar. Ég hef til dæmis
komist að því í millitíðinni að fjöl-
mörg fyrirtæki frá mörgum löndum
hafa reynt að koma sinni tækni á
framfæri en ekki tekist það. En nú
sjáum við loksins árangur tveggja
ára vinnu,“ segir Eichenberger.
Hann segir að í Asíu gildi önnur lög-
mál í viðskiptum en þekkist á öðrum
markaðssvæðum. Hér þurfi hægt og
rólega að vinna traust viðskipta-
félagans og síðan sé hægt að fara að
tala um viðskipti.
Malasíumenn vilja
framlengja samstarfið
Eichenberger segir að dæmi um
árangur markaðssetningar íslensku
veiðarfæranna sjáist víða. LKIM
vilji til dæmis framlengja verkefnið
sem nú er í gangi og á að ljúka í sept-
ember, bæði hvað varðar tíma og
umfang. Þeir hafi áhuga á að læra af
Íslendingum á fleiri sviðum sjávar-
útvegs, eins og til dæmis á sviði
markaðssetningar, fiskvinnslu og
rannsóknum á stærð fiskistofna og
fleira. Auk þess vilji þeir fræðast um
reynslu okkar á nýtingu afurðanna
vegna þess að eins og stendur er
milli 20 og 30% fisksins ónýtanlegur
vegna slæmrar vinnslu og geymslu-
aðferða.
300 milljóna króna fjárveiting til
kaupa á nútímaveiðarfærum
„Malasíumenn geta lært margt af
ykkur Íslendingum. Þjóð sem fram-
leiðir 1,3 milljónir tonna á ári með
100.000 sjómanna afla getur lært
ýmislegt af þjóð sem framleiðir tvær
milljónir tonna af fiski á ári með
9.000 sjómanna afla,“ segir Eichen-
berger. Hann segir að samkvæmt
sjávarútvegsráðherra Malasíu sé út-
lit fyrir að Ísland verði sú þjóð sem
muni hjálpa Malasíu til að tæknivæð-
ast á sviði sjávarútvegs: „Ráð-
herrann hér í Malasíu hefur gífur-
legan áhuga og mikla trú á auknu
samstarfi þjóðanna. Hann hefur nú
minnst á Ísland í þessu samhengi
nokkrum sinnum á opinberum vett-
vangi undanfarið, og fjölmiðlar hafa
vitnað í þau orð og komið Íslandi á
kortið hér í Malasíu. Meðal þess sem
ráðherrann sagði var að Ísland yrði
sú þjóð sem myndi hjálpa Malasíu til
að tæknivæðast á sviði sjávarútvegs.
Auk þess hefur hann beitt sér fyrir
300 milljóna króna fjárveitingu til
LKIM sem á að fara í að kaupa nú-
tíma veiðarfæri. Íslendingar eiga
góða möguleika á að stór hluti þeirr-
ar fjárveitingar renni til þeirra í við-
skiptum,“ segir Eichenberger sem
kom til Íslands í lok mánaðarins til
að undirbúa heimsókn ráðherrans
sem hefst í byrjun maí.
Byrjar að kenna á troll
Eins og fram kom hér að framan
er útlit fyrir að samstarfssamningur
Útflutningsráðs, íslensku fyrirtækj-
anna og LKIM verði framlengdur og
Guðmundur Kristjánsson starfi því
áfram um sinn í Malasíu. Hann seg-
ist una sér vel meðal fiskimannanna
þótt lífið sem þeir lifi sé vissulega fá-
breytt. Hann dvelur í þrjá til fjóra
mánuði í hverju þorpi, en í næsta
þorpi taka við nokkrar breytingar
því þar mun hann byrja að veiða með
togveiðarfærum frá íslenska fyrir-
tækinu Icedan. Með því að nota þau
verður hægt að fara á slóðir sem bát-
arnir geta ekki veitt á í dag, að sögn
Guðmundar. „Við gerum okkur vonir
um að ná verðmætari fiski í trollin
því með þeim getum við farið nær
kóralnum og á verri togbotn án þess
að valda þar skemmdum á veiðar-
færunum, segir Guðmundur sem að
loknu verkefninu mun hafa starfað í
þorpum í öllum héruðum Malasíu.
Sjávarútvegsráðherra Malasíu á leið til Íslands og möguleikar á íslenskri framleiðslu í Malasíu skoðaðir
„Loksins árangur
tveggja ára vinnu“
Samstarf á milli Íslands og Malasíu á sviði sjávarútvegs er blómlegra en
nokkru sinni fyrr. Sjávarútvegsráðherra Malasíu kemur til Íslands í byrjun
maí. Ragna Sara Jónsdóttir ræddi við Guðmund M. Kristjánsson starfsmann
Útflutningsráðs í Malasíu og Peter Eichenberger, ræðismann Íslands í Malas-
íu, um möguleika íslenskrar sjávarútvegsþekkingar í Malasíu.
Guðmundur M. Kristjánsson, skipstjóri og starfs-
maður Útflutningsráðs Íslands, hefur nú starfað í
tæp tvö ár meðal malasískra sjómanna.
Peter Eichenberger, ræðismaður Íslands í Malasíu,
er bjartsýnn á möguleika íslenskra sjávarútvegs-
fyrirtækja í Malasíu.
Morgunblaðið/Ragna SaraMorgunblaðið/Ragna Sara
PETER Eichenberger,
ræðismaður Íslands í
Malasíu, og Mahmud B.
Ismail, framkvæmda-
stjóri LKIM, sem er
Þróunarstofnun sjó-
manna og heyrir undir
sjávarútvegsráðuneyt-
ið í Malasíu, voru á Ís-
landi í liðinni viku til að
undirbúa komu sjávar-
útvegsráðherra Malas-
íu til landsins um næstu
mánaðamót og ræða
möguleika á fram-
leiðslu íslenskra fyrir-
tækja í Malasíu.
Eichenberger segir
að tveggja ára samstarf Íslands og
Malasíu í sjávarútvegsmálum hafi
vakið sérstakan áhuga sjávarútvegs-
ráðherra Malasíu. Markmiðið hjá
ráðherranum sé að auka fiskveiðar
og -eldi um 50% til ársins 2005. Það
þýði að veiðar og eldi skili 1,8 millj-
ónum tonna í stað 1,2 milljónum
tonna eins og nú er. Gert sé ráð fyrir
að 60% aukningarinnar verði vegna
fiskeldis, einkum á beitarfiski (til-
apiu) og rækju.
Þegar samið við tvö fyrirtæki
Eichenberger og Ismail hittu full-
trúa nokkurra íslenskra fyrirtækja
og ræddu við þá um mögulegt sam-
starf í Malasíu. „Möguleikarnir í
sjávarútvegi eru margir,“ segir Eic-
henberger. „Við höfum
rætt um veiðafæra-
þjónustu og veiðafæra-
gerð, bátasmíðar, ís-
framleiðslu og fleira og
erum mjög ánægðir
með árangurinn. Út-
flutningsráð Íslands og
Þorgeir Pálsson hjá
Icecom skipulögðu
fundina og fram-
kvæmdin var í alla
staði mjög góð. Við höf-
um náð samkomulagi
við tvö fyrirtæki um
helstu þætti og erum í
viðræðum við fulltrúa
annarra.“
Rætt hefur verið um að Vaki-DNG
framleiði sjálfvirkt línuveiðikerfi í
Malasíu og Icedan troll en auk þess
eru bundnar vonir til þess að Ískerfi
framleiði þar kæliís, Trefjar smíði
trefjaplastbáta og SÍF komi á stofn
framleiðslufyrirtæki í Malasíu. „Við
áttum mjög góðan fund með Friðriki
Pálssyni, stjórnarformanni SÍF, um
málið sem snýr að SÍF, fundur með
stjórnendum Rannsóknastofnunar
fiskiðnaðarins var mjög áhugaverður
og Vigfús Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri Stofnfisks, fræddi
okkur um fiskeldi. Í raun var okkur
alls staðar mjög vel tekið og árang-
urinn er vel sýnilegur.“
Á meðal þess sem gengið var frá í
liðinni viku er samvinna milli Malas-
íu og Sjávarútvegsskóla Sameinuðu
þjóðanna sem ætla að kosta nám
tveggja nemenda við skólann á ári í
fimm ár frá og með næsta ári.
Íslendingar í ráðgjafar-
fyrirtæki í Malasíu
Eichenberg hefur stofnað ráð-
gjafafyrirtæki varðandi sjávarút-
vegsmál í Malasíu og fengið til liðs
við sig sérfræðinga frá Íslandi,
Kanda og Singapore. Hann segir að í
viðræðum sínum við ráðamenn í
Malasíu hafi hann komist að því að
ekkert innlent ráðgjafafyrirtæki
væri til á þessu sviði. Yfirvöld hefðu
þurft að treysta nánast alfarið á ráð-
gjöf erlendra fyrirtækja með til-
heyrandi kostnaði en mun hag-
kvæmara væri að eiga við fyrirtæki á
staðnum sem sæi um alla hluti og
fylgdi málum eftir.
„Því safnaði ég saman nokkrum
mönnum, þar á meðal Guðmundi M.
Kristjánssyni, starfsmanni Útflutn-
ingsráðs í Malasíu, og Þorgeiri Páls-
syni, sérfræðingum í Malasíu, Kan-
ada og Singapore til að taka á
þessum hlutum. Við vonumst til með
að starfa náið með sjávarútvegs-
ráðuneytinu á ýmsum sviðum en af
nógu er að taka. Í því sambandi má
nefna meðferð aflans en vegna
slæmrar meðferðar verður að henda
20 til 30% hans. Þetta er eitt helsta
málið sem þarf að leysa en sérfræð-
ingarnir til þess eru til á Íslandi, til
dæmis hjá Rannsóknastofnun fisk-
iðnaðarins, Ískerfum og SÍF.“
Góðir möguleikar og
góð viðbrögð
Peter Eichenberger segir ánægju-
legt og uppbyggjandi hvað viðbrögð-
in hafa verið góð á Íslandi. „Í Malas-
íu bjóðast mjög góðir möguleikar
fyrir íslensk fyrirtæki því Malasía er
hluti af ASIAN, Association of
South-East Asian Nations, og innan
alls svæðisins eru um 450 milljónir
íbúa. Fríverslunarsamningur er í
gildi innan ASIAN og 2003 verða
engir innflutningstollar á milli land-
anna innan sambandsríkjanna. Það
þýðir að íslensk fyrirtæki, sem verða
með framleiðslu í Malasíu, njóta
sömu réttinda og önnur fyrirtæki í
viðkomandi ríkjum og ekki þarf að
greiða 20 til 30% toll af vörum þeirra
eins og þarf af vörum fyrirtækja ut-
an ríkjanna. Þau geta því átt glæsta
framtíð í Malasíu í framtíðinni.“
Eichenberger leggur áherslu á að
ekki er um greiða að ræða heldur
viðskipti sem eiga að skila viðkom-
andi sínu og ríkisstjórn Malasíu leggi
til fjármagn í uppbygginguna. „Aðal-
atriðið er að fá samstarfsfyrirtæki
sem koma með þekkingu og hafa
áhuga á að byggja upp samvinnu til
lengri tíma. Málið er komið vel á veg
og gert er ráð fyrir að framleiðsla ís-
lenskra fyrirtækja í Malasíu hefjist
áður en árið er liðið.“
Mahmud B. Ismail
Íslensk fyrirtæki í Malasíu