Morgunblaðið - 13.07.2001, Síða 1
F Ö S T U D A G U R 1 3 . J Ú L Í 2 0 0 1 B L A Ð B
Amerískir
ÍSLENSK HÖNNUN UNDIR MIÐNÆTURSÓL/2 STJÖRNUSPEKI: KUKL
EÐA VÍSINDI?/3 AF TJÖLDUM SÖGUNNAR – BÍÓBÖRN/4 KYNLÍF
OG KRISTNI/6 TÖFRANDI TÁNINGUR/7 AUÐLESIÐ EFNI/8
Þjóðdansa-
félag Reykja-
víkur mun
hafa í nógu að
snúast í næstu
viku, en þá
verður það í
gestgjafa-
hlutverkinu
þegar norræna þjóðdansa- og
þjóðlagamótið BARNLEK 2001
verður haldið í Grafarvogi. Mótið
er fyrir börn á aldrinum 8-16 ára,
og er von á yfir 2.200 þátttak-
endum af öllum Norðurlöndunum
og einnig frá Hjaltlandseyjum.
Eitt af stefnumálum Þjóðdansa-
félagsins er að varðveita íslenska
þjóðbúninginn og hvetja til meiri
notkunar hans meðal almennings.
Félagið á nokkurt
magn af íslenskum
þjóðbúningum og rek-
ur búningaleigu en þar
hefur að vonum verið
mikið að gera vegna
undirbúnings fyrir
þessa miklu hátíð. Helga Þór-
arinsdóttir hefur séð um að reka
búningaleiguna undanfarin tvö
ár, og hún annast einnig viðhald
á búningaeign félagsins.
Helga segir að nú séu flestir
barnabúningar hjá sér annað
hvort komnir í útleigu, eða í lán
til félagsmanna. Hún kveður
félagið eiga búninga fyrir bæði
drengi og stúlkur frá 4-5 ára
aldri – „en svo eigum við auðvit-
að búninga á fullorðið fólk af öll-
um stærðum og þyngdarflokk-
um“, segir Helga og hlær við.
Hún telur að þó nokkuð sé um ís-
lenska búninga í einkaeign, en
því miður séu þeir alltof sjaldan
notaðir. Til marks um almenna
eign nefnir hún að eingöngu 23
kvenbúningar hafi farið í útleigu
hjá sér fyrir peysufatadaga
Kvennaskólans og Verslunarskól-
ans síðastliðið vor, en þær sem
báru íslenska búninginn þessa
daga hafi þó skipt mörgum tug-
um.
Að sögn Helgu hefur það færst
í vöxt að fermingarstúlkur skarti
íslenskum búningi á ferming-
ardaginn, og kyrtilbúningurinn sé
oft leigður fyrir brúðkaup — og
þá í hvítu, að sjálfsögðu.
Margar gerðir íslenskra bún-
inga eru í eigu Þjóð-
dansafélags Reykjavík-
ur, svo sem upphlutir,
peysuföt, skautbún-
ingar, kyrtlar og fald-
búningar.
En hvers konar bún-
ingum munu íslensku drengirnir
klæðast á mótinu í næstu viku?
„Þeir munu að sjálfsögðu klæðast
eldri gerð íslenska karlbúningsins
– nýi karlbúningurinn er ekki fá-
anlegur hjá okkur,“ segir Helga.
Fríður flokkur fiðluleikara
María Einarsdóttir er tónlistar-
kennari við Kópavogsskóla, en
hún ber hitann og þungann af
undirbúningi fyrir söng- og tón-
listarflutning á Barnlek. „Þetta
hefur verið heilmikil vinna“, seg-
ir hún, en þess má geta að allir
sem undirbúa mótið gefa vinnu
sína. María hefur meðal annars
unnið að því að taka saman nótur
og texta íslenskra þjóðlaga í hefti
sem íslensku börnin munu fá.
„Við ætlum síðan að miðla okkar
þjóðlögum til hinna þátttakend-
anna, og við fáum að kynnast
þeirra tónlist“, segir María. Hún
segir frá því að Wilma Young,
tónlistarkennari hafi æft flokk
ungra fiðluleikara sem muni spila
fyrir dansi íslensku barnanna,
auk þess sem íslenski fiðluflokk-
urinn muni leiða fjöldaleik allra
fiðluleikara sem verða á mótinu.
„Þetta verður mikil hátíð“, segir
María að lokum.
Morgunblaðið/Billi
Systkinin Elín Ásta Ólafsdóttir, 12 ára og Stefán Ólafur Ólafsson, 10
ára, eru meðal barnanna sem taka þátt í BARNLEK 2001.
Þjóðbúningar
til á börn
frá fjögurra
ára aldri
&Hefðir börn búningar
rh
N o r r æ n t þ j ó ð d a n s a - o g þ j ó ð l a g a m ó t b a r n a í u n d i r b ú n i n g i