Morgunblaðið - 13.07.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.07.2001, Blaðsíða 2
DAGLEGT LÍF 2 B FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ V ESTMANNAEYJAR voru svið tískusýningar- innar Midnight Sun Fashion Show þetta ár- ið. Á sýningunni, sem fram fór um síðustu helgi, var um 40 fatahönnuðum frá ýmsum löndum boðið að sýna en auk þeirra kom hingað til lands af þessu tilefni stór hópur fjölmiðlafólks frá þekktum blöðum, tímaritum og sjónvarps- stöðvum, s.s. Vogue, MTV og Fash- ion Television. Midnight Sun-tískusýningin var haldin í fyrsta sinn á Íslandi í fyrra- sumar, þá á Vatnajökli innan um tignarlega ísdrangana. Í ár var það hins vegar andstæða íssins, eldurinn, sem m.a. einkenndi þá umgjörð sem sýningin fékk, auk þess sem hafið lék þar stórt hlutverk. Það var fyrirsætuskrifstofan Ice- landic Models með Kolbrúnu Aðal- steinsdóttur í broddi fylkingar sem stóð að sýningunni. Fjórir íslenskir hönnuðir Meðal þeirra sem sýndu hönnun sína voru fjórar íslenskar konur, þær Anna Rut Steinsson og Helga Sólrún Sigurbjörnsdóttir frá Skraddaran- um-Bespoke, Bergþóra Guðnadóttir frá Aurum og Selma Ragnarsdóttir sem hannar undir merkinu Zelma. Auk þeirra sýndu hönnuðir frá tíu öðrum löndum. Allur hópurinn sem að sýningunni kom fór til Vest- mannaeyja á föstudeginum þar sem þeim var boðið að horfa á kvikmynd um Heimaeyjargosið. Þá var viðeigandi að bjóða fólkinu að snæða kvöldverð í sjálf- um eldgígnum, en þar hafði Grímur Gíslason, mat- reiðslumaður í Höllinni, undirbúið smáréttahlaðborð með mjög þjóðlegu sniði. Að sögn íslensku hönnuðanna var vel látið af matnum og óvenjulegt umhverfið lofað í bak og fyrir. Veðrið lék við gestina þetta kvöldið og leit út fyrir að svo myndi verða áfram. En allt kom fyrir ekki því á laugardeginum var komin rigning og stefndi í að halda þyrfti sýninguna innandyra þar sem margir hönnuð- irnir ætluðu að sýna föt sem ekki voru sniðin að íslensku veðurfari. En eins og hendi væri veifað birti til og rétt eftir miðnættið stigu fyrstu sýn- ingarstúlkurnar fram í blíðskapar- veðri á Skansinum. Dagurinn hafði byrjað á mátun þar sem hönnuðir fengu að velja sér sýn- ingarstúlkur er flestar voru ítalskar. Það voru hins vegar stæðilegir Eyja- peyjar sem á síðustu stundu tóku að sér að sýna karlfatnað fyrir nokkra hönnuði. Sjóræningjar stíga á land Vestmannaeyingurinn Selma Ragnarsdóttir er með vinnustofu í Eyjum og hannar undir merkinu Zelma. Hún útskrifaðist sem kjólameistari og klæðskeri fyrir nokkrum árum og hefur síðan þá fengist við ýmislegt tengt iðninni. Mörg undanfarin ár hefur hún t.d. komið að keppninni um Sumarstúlku Vestmannaeyja og séð þar um klæðnað þátttakenda. Á Midnight Sun-tísku- sýningunni sýndi Selma línu sem hún kallar NOW. Fötin eru aðallega úr galla- efni sem hún notar bæði á réttunni og röngunni og í hvers kyns tegundir klæða, jafnt pils sem toppa. „Galla- efni er frekar hefðbundið en sníðagerðin er óhefð- bundin og fötin því svolítið sérstök,“ útskýrir hún. Hönnun Selmu er ekki endilega árstíðabundin. „Ég skipti frekar um efni eftir árstíðum en læt sniðin halda sér,“ útskýrir hún. „Í NOW-línunni eru eingöngu kvenmannsföt sem sýna út- línur líkamans vel.“ Allar sýningarstúlkurnar á sýningu Selmu höfðu lepp fyrir öðru auga og segir hún það vera tilvísun í Tyrkjaránið svokallaða árið 1627. „Sýningarstúlkurnar voru nokkurs konar sjóræningjar að stíga á land í Eyjum,“ segir hún hlæjandi. Selma hefur ekki áður tekið þátt í stórri tískusýningu sem þessari, enda sýningin ein sú stærsta sem sett hefur verið upp hér á landi. „Það var mjög góð reynsla að taka þátt og bæði skemmtilegt og lær- dómsríkt að fara í gegnum þetta ferli ásamt öðrum hönnuðum.“ Selma selur föt sín í verslunum í Vestmannaeyj- um og Reykjavík, auk þess sem hún hefur verið með sérsaum. Um þessar mund- ir á hún í samningaviðræð- um við stóra verslun á höf- uðborgarsvæðinu um sölu á hönnun sinni sem gæti orðið til þess að fötin yrðu framleidd í meira magni en hingað til. Íslenskir karlmenn kynntir Anna Rut og Helga selja fatnað undir vörumerkinu Skraddarinn- Bespoke Rvk í bandarískum verslun- um en stefna að því að koma þeim á framfæri í Evrópu í haust. Stefnt er á þátttöku á vöru- og sölusýningu í París þar sem sumarlínan 2002 verð- ur sýnd og seld. Fleiri íslenskir hönn- uðir stefna á sömu sýningu sem mun vera afrakstur verkefnis sem Út- flutningsráð styður og miðar að kynningu á íslenskri fatahönnun er- lendis. „Þessa dagana erum við svo að vinna að sumarlínu fyrir sumarið 2002,“ segir Helga. „Við munum byrja á að selja hana í Bandaríkjun- um í haust, auk þess sem hún verður kynnt á tískuviku í París í október.“ Hönnun nýju sumarlín- unnar er í svip- uðum stíl og Skraddarinn hefur hingað til verið þekkt- ur fyrir, þ.e. í anda naum- hyggjustefn- unnar en þó með skemmti- legum smáat- riðum, að sögn Önnu Rutar. „Okkur þykir hafa tekist mjög vel til og erum mjög spenntar að hefja sölu.“ Á Midnight Sun-tískusýn- ingunni sýndu Helga og Anna Rut hins vegar vetrarlínuna en í henni er m.a. að finna fiskibeinsmunstraðar buxur, pils úr ullarefni og efri parta í svörtu og hvítu. „Hönnunin er sem fyrr hreinar línur og klæðilegur fatn- aður,“ útskýrir Anna Rut. „Margir hönnuðanna voru með sýningarfatn- að en við ákváðum að sýna það sem við erum að selja.“ Þá sýndu Skraddararnir í fyrsta sinn skó sem þær hönnuðu. „Rauðu skórnir okkar vöktu mikla athygli,“ segir Helga og dregur síðan athygli blaðamanns að bolnum sem hún klæðist. Sá er hvítur en yfir brjóstið eru áprentaðar myndir af ís- lenskum karl- mönnum. Bol- urinn er hluti af sumarlínu næsta árs og var sýndur á sýningunni í Eyjum. „Bolur- inn er kynning á íslenskum karlmönnum sem er löngu tímabært að kynna erlend- is,“ segir Helga brosandi. „Okkur fannst það skemmtileg hugmynd þar sem búið er að kynna íslenskt kvenfólk svo rækilega í gegnum árin.“ Ævintýraprinsessur Bergþóra Guðnadóttir er fata- og textílhönnuður að mennt og hefur hingað til selt vöru sína í sölugallerí- inu Aurum á Laugavegi. Hún er þessa dagana að undirbúa línu sem hún stefnir á að kynna á tískuviku í París, þeirri sömu og Skraddarinn mun sýna á. Bergþóra vinnur mikið með íslenska ull sem hún m.a. þæfir og bróderar í og kveðst hafa fengið mjög jákvæð viðbrögð erlendis, m.a. við peysum sem hún vinnur á þennan hátt. Á Midnight Sun-tískusýningunni fór hún þá leið að vinna flíkur sér- staklega fyrir sýninguna en ekki sýna þá línu sem hún hefur hannað sem sölulínu. „Ég bjó til fimm ævintýra- prinsessur og hafði í huga mína eigin bernskudrauma við hönnunina, þeg- Skraddarinn sýndi vetrarlín- una fyrir veturinn 2001–2002. Ævintýrabragur var á sýningu Bergþóru. Selma hannaði línuna NOW þar sem galla- efni fær að njóta sín á ýmsan hátt. Alþjóðleg tískusýning undir miðnætursól í Vestmannaeyjum Bergþóra Guðnadóttir rekur sölugalleríið Aurum á Laugavegi. Morgunblaðið/Sigurður Jökull Ljósmynd/Ómar Selma Ragn- arsdóttir hannar undir merkinu Zelma og er bú- sett í Eyjum. Ljósmynd/Ómar Ljósmynd/Ómar Morgunblaðið/Sigurður Jökull Ljósmynd/Ómar Anna Rut Stein- arsson og Helga Sól- rún Sigurbjörnsdóttir hanna undir merkj- um Skraddarans. Á miðnætti á laug- ardag gekk sýning- arfólk um Skansinn í Vestmannaeyjum klætt fötum hönnuða frá ýmsum löndum. Sunna Ósk Loga- dóttir ræddi við fjór- ar íslenskar konur um framlag þeirra. Hátíska í hrauninu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.