Morgunblaðið - 13.07.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.07.2001, Blaðsíða 6
DAGLEGT LÍF 6 B FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ HARRY Potter var ungur aðárum er hann uppgötvaðigaldrahæfileika sína sem hann notar nú óspart og frægt er orðið. Sömu sögu er að segja um töframanninn Lalla, réttu nafni Lárus Guðjónsson. Hann hefur þó aldrei gengið í Hogwarts-skóla galdra og seiða heldur er hann í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi og hefur því lært flest sín töfrabrögð upp á eigin spýtur. „Ég var sjö ára þegar áhugi minn á töfrabrögðum kviknaði, svo ég hef verið að galdra hálfa æv- ina,“ segir Lalli brosandi en hann varð nýverið fjórtán ára. „Bróðir minn átti galdrakassa og seinna gaf pabbi mér líka lítinn kassa sem ég á reyndar enn þá. Þannig byrj- aði þetta,“ rifjar hann upp. Fjölskylda Lalla hefur allar göt- ur síðan fengið að njóta hæfileika hans á ættarmótum og í öðrum fjölskylduboðum með góð- um undirtektum. Enda er ekkert skyldmenni Lalla gætt galdramætti, svo rétt eins og Harry Potter er Lalli ekki af fornri galdra- ætt heldur úr mugga- fjölskyldu! Pétur pókus í uppáhaldi Eftirlætistöframaður Lalla er hinn íslenski Pét- ur pókus. Lalli setti sig í samband við goðið á dög- unum og saman hafa þeir galdrað ýmislegt. „Pétur hefur aðstoðað mig heilmikið og kennt mér mjög margt. Svo hef ég líka fengið að koma fram með honum. Mér hef- ur farið mikið fram síðan ég kynntist honum,“ segir Lalli. Margir töframenn sér- hæfa sig í ákveðinni teg- und galdra en Lalli fer um víðan völl í galdralistinni. Hann hefur aðallega verið með klúta og sjónhverf- ingar þeim tengdar auk spilagaldra en segist aftur á móti lítið hafa notað hugarorkuna til að brjóta skeiðar og lyfta hlutum frá jörðu. Erfiðasta atriðið sem Lalli sýnir er hins vegar með boltum. „Það er nú Töfrandi Galdrastrákurinn Harry Potter hefur eign- ast verðugan keppinaut um athygli yngstu kynslóðarinnar í hinum unga íslenska töfra- manni Lalla. Sunna Ósk Logadóttir kíkti inn í óvenjulegt unglingaherbergi þar sem pípuhatta, spilastokka, klúta og tusku- kanínur er m.a. að finna. Lárus Guðjónsson er töframaðurinn Lalli. Hann hefur fengist við töfrabrögð hálfa ævina að eigin sögn þó enn sé hann ungur að árum. Morgunblaðið/Jim Smart táningur Kynlíf Ef mannssálin er fangi lík- amans og bíður þess óþreyjufull að losna úr viðj- um hans hljóta holdlegar nautnir að leiða til glötunar. Eða hvað? Haukur Már Helgason ræddi við prest og guðfræðinema um afstöðu kristinna manna til kynlífs. SR. BJARNI Karlsson,sóknarprestur í Laug-arneskirkju, tekur undir með sagnfræðingnum Eric Hobsbawm sem nefndi 20. öldina öld öfganna: „Ég hefði ekki viljað fæðast á neinum öðrum stað eða tíma í mannkynssögunni. Það er gríðarlega spennandi að lifa núna, í þessu hraða, ærandi, skapandi en um leið gráð- uga þjóðfélagi. En menning okkar er um svo margt fróunarmenning. Fróunarafstaðan er veik- leiki í menningunni; sú af- staða að hamingjan sé fólgin í því að hafa löngun og vera fær um að uppfylla hana strax. Auglýsingar ganga mikið út á þetta. Ef þú ert svangur færðu þér skyndi- bita, ef þú ert dofinn ferðu í bíó og ef þú hefur kynlöng- un eru aðilar tilbúnir að selja þér eitthvert kynferð- islegt efni sem er í eðli sínu klám. Kynlíf utan röklegs samhengis síns, án ástar og ábyrgðar, það er klám,“ seg- ir sr. Bjarni. „Þegar hjón eru gefin saman eru þau spurð þriggja spurninga í einni: Vilt þú, með Guðs hjálp, reynast maka þínum trúr, elska hann og virða? Þau ját- ast þessu og eru þá, en ekki fyrr, gefin í hjónaband.“ Hjónaband er vopnlaus samskipti „Trúmennskan kemur fyrst því hún er kjölfesta þessa skapandi samfélags, að vera hjón. Trúmennskan er ekki bara á kynferðissvið- inu heldur er vísað til miklu dýpri veruleika, það er verið að spyrja: Ætlið þið í alvöru að vera bestu vinir, sálu- félagar? Þess vegna er hjónabandið heilagt, innan veggja heimilisins gilda ekki lögmál lífsbaráttunnar. Lögmál veraldarinnar er að lífið er fengur, þar fær maður einkunnir og laun miðað við misjafna verð- leika. Inni í helgidómnum ríkir lögmál kærleikans sem segir: Nei, lífið er gjöf. Þar er lífið ekki eitthvað sem þú færð þér, heldur eitthvað sem þú þiggur. Þegar maður kemur heim til sín og hengir af sér frakk- ann er maður að hengja af sér öll vopn og allar grímur Sr. Bjarni Karlsson, sóknarprestur Ætlið þið í alvöru að vera bestu vinir? Ó, að brjóst þín mættu líkjast berjum vínviðarins og ilmurinn úr nefi þínu eplum, og gómur þinn góðu víni, sem unnusta mínum rennur liðugt niður, líðandi yfir varir og tennur. Ég heyri unnusta mínum, og til mín er löngun hans. Kom, unnusti minn, við skulum fara út á víðan vang, hafast við meðal kypurblómanna. Við skulum fara snemma upp í víngarðana, sjá, hvort vínviðurinn er farinn að bruma, hvort blómin eru farin að ljúkast upp, hvort granateplatrén eru farin að blómgast. Þar vil ég gefa þér ást mína. Ástareplin anga og yfir dyrum okkar eru alls konar dýrir ávextir, nýir og gamlir, unnusti minn, ég hefi geymt þér þá. Ástareplin anga Ljóðaljóðin 7:8–13 Ljóðaljóðin eru eitt 66 rita Biblíunnar, kveðskapur kenndur við Salómon konung. kristni & „Ef við viljum greina klám frá erótík spyrjum við einfaldlega: Er þessi umfjöllun borin uppi af ást og ábyrgð og virðingu fyrir manneskjum?“ Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.