Morgunblaðið - 13.07.2001, Side 7

Morgunblaðið - 13.07.2001, Side 7
kannski enginn galdur þar að baki heldur þarf maður að vera dugleg- ur með bolta og æfa sig mjög mik- ið. Hver hreyfing verður að vera rétt, annars er allt ónýtt,“ segir hann. Lært af bókum Að verða góður töframaður er ekki aðeins meðfæddur hæfileiki heldur þarf að hlúa að honum og rækta í mörg ár. Lalli segir að mikill tími fari í að æfa töfra- brögðin en hann gefi sér þó einnig tíma til að spila fótbolta með vin- um sínum. „Galdrarnir eru auðvit- að misjafnlega erfiðir. Sumt sem lítur út fyrir að vera mjög létt er það alls ekki og svo öfugt. En þetta er samt allt frekar erfitt,“ játar Lalli. Lalli segist halda að til séu skól- ar sem galdramenn geta sótt en hann hafi lítið kynnt sér þá enn þá. „Ég hef lært ýmislegt af bókum. En þegar maður hefur lært ákveðna tækni getur maður breytt atriðunum og bætt. En svo hef ég lært mjög mikið af Pétri.“ Að kaupa galdradót Harry Potter og galdravinir hans geta heimsótt Skástræti þar sem þeir kaupa allt það galdradót sem hugurinn girnist, allt frá fljúgandi galdrakústum af gerð- inni Nimbus 2000 til bóka um hvernig temja eigi galdraskrímsli! Lalli hefur enn ekki þurft að eiga við slíkar skepnur en þarfnast eins og allir galdramenn ýmissa óvenjulegra hluta. Hann lét sér áð- ur verslanir í Reykjavík nægja til að afla sér heppilegra galdraverk- færa en er nú farinn að leita út fyrir landsteinana. En til hvers þarf eitthvert sér- stakt galdradót? Jú, heimur töfranna er sveipaður dulúð, ekki á allra færi og þar er alls ekki allt sem sýnist. Innan hans hafa þróast ýmis tól og tæki sem aðeins galdramenn vita hvaða hlutverki gegna og hvernig eigi að nota. „Sum leyndarmálin á bak við galdrana vita bara töframenn- irnir,“ segir Lalli dularfullur á svip. „Þau fara ekkert lengra.“ Lalli hefur komið fram op- inberlega víða undanfarin misseri, t.d. í sjónvarpi, í félagsheimilinu á Seltjarnarnesi og ásamt Pétri pókus sem ferðast um landið með Bylgjulestinni í sumar. Þá tekur Lalli einnig að sér að skemmta í barnaafmælum fyrir sanngjarnt verð og er með ýmislegt í poka- horninu sem gleður smáfólkið. Hann býr t.d. til dýr úr blöðrum, dregur kanínur upp úr töfrahött- um og lætur hluti hverfa og birtast á víxl sem fær lítil forvitin augu til að galopnast og jafnvel hár ein- hverra til að rísa. „Ég er nýbyrjaður á að koma fram að einhverju ráði en ég hef mjög mikinn áhuga á þessu og ég hef alveg nóg að gera,“ segir Lalli og bætir við að undanfarið sé hann búinn að ná nokkuð góðum tökum á galdratækninni sem geri atriðin meira spennandi og frambærilegri. „Það er svo gaman að koma fólki á óvart og sjá það verða furðulostið yfir einhverju bragð- inu,“ segir Lalli með glampa í aug- um og brosir út í annað. „Það er skemmtilegast við það að vera töframaður.“ En ætlar Lalli að leggja töfra- brögð fyrir sig í framtíðinni? „Já, það er ætlunin. Áhuginn er alla vega fyrir hendi,“ segir ljós- hærði töfrastrákurinn Lalli harð- ákveðinn að lokum. Spilagaldrar af ýmsu tagi eru meðal þeirra bragða sem Lalli býður áhorfendum sínum upp á. Spilin leika í höndunum á honum en stundum þarf hann að nota galdraverkfæri við vinnu sína. sem maður ver sig með í daglegu lífi.“ Þetta gera allir vinir, er það ekki? „Jú, svona er vinátta. En hjónaband- ið er svo róttækt – auk vináttunnar deila hjón fjárhag, ala upp börnin sín – snertifletir hjóna eru á öllum sviðum tilverunnar. Í þessu samhengi komum við loks- ins að kynlífinu. Hér á kynlíf heima, þar sem manneskja spyr: Hvernig get ég reynst þér sá maki sem þú þarft? Til að leita svara við þeirri spurningu eiga hjón nakin sam- skipti.“ Kynlíf og fróun En er kynlíf utan þessa sam- hengis algerlega rangt? „Nei ... rangt er ekki rétt orð. Hvort sem við lifum kynlífi, borðum mat, umgöngumst fólk eða hvað annað sem við gerum af nautn, ætt- um við að gera það allt í ljósi þess að manneskjan er helgidómur. Við eig- um að gera það sem við gerum, ekki vegna þess að það sé göfugt og fall- egt og rétt og allt annað sé ljótt og sveiattan, heldur einfaldlega af því að í verkum okkar er fólgin ham- ingjuleit. Ef við skoðum í huganum þau hjón sem við þekkjum, þá vitum við hvaða hjón hafa fundið gagnkvæma virðingu, ást og trúnað. Það blasir við. Þetta fólk myndi aldrei selja hjónaást sína fyrir nokkurt fé. Það eru meiri verðmæti en hægt er að kaupa. Um leið veit ég að hjón sem hafa verið saman í tíu, tuttugu ár, þau geta verið að lifa besta tímann í kynlífi sínu. Kyn-líf er frábært hugtak því það er líf. Líf er í eðli sínu smátt í upp- hafi en vex við réttar aðstæður. Skyndikynni eru ekki kynlíf í þess- um skilningi. Klám fjallar ekki held- ur um kynlíf, það fjallar um fróun. Fullorðnu fólki er frjálst að hafa þetta eins og það vill. En ef það er í alvöru að leita hamingjunnar getur kyn-líf reynst fólki mjög árang- ursrík og merkileg leið til að dýpka líf sitt. Að leitast við, árum saman, að læra að elska eina fullorðna manneskju án skilyrða er svo mikill þroskaskóli. Þegar þú spyrð: Hvern- ig get ég orðið ástvini mínum til gæfu? þá ertu að byrja að lifa kyn- lífi. Hjón sem iðka trúnað, virðingu og kærleika og lifa sín nöktu sam- skipti í leit að kærleikssamfélagi, þau uppgötva kynlífið. Þetta er mín reynsla af manneskjum.“ Bjarni bætir við að margt fólk lifi án kynlífs „en öll athyglin sem beint er að kynlífi gefur til kynna að þetta sé afbrigðilegt. Vitaskuld er hægt að lifa innihaldsríku lífi án kynlífs.“ Þessar konur eru ekki til „En klám,“ heldur Bjarni áfram „er bara lygi – með klámi er einfald- lega sagt ósatt um mjög mikilvæga hluti. Af hverju eigum við að ljúga til um hamingjuveginn, segja að klám túlki raunverulegt kynlíf, þeg- ar það er alls ekki þannig? Þessar konur sem klámiðnaðurinn sýnir eru ekki til, þetta er uppdiktuð sort.“ En „uppdiktaðar sortir“ fyr- irfinnast í öllum bókmenntum og listum. Hvað er verra við skáldskap- inn í klámi en skáldskapinn í Ís- landsklukkunni? „Listaverk og bókmenntir vilja miðla einhverjum sannleika í gegn- um skáldskapinn. En klámið lýgur með fulltingi hrottalegra stað- reynda: Í fyrsta lagi þeirri að mann- eskju er fórnað, manneskjunni sem leikur þessa uppdiktuðu konu. Hundruð þúsunda kvenna þjást inn- an klámiðnaðarins. Í öðru lagi verð- ur klámneytandinn gerandi, hlut- takandi í ofbeldinu. Í þriðja lagi er klámið árás á börn því það gefur þeim ranghugmyndir um þetta mik- ilvæga svið lífsins, það getur rænt ómótaðar manneskjur trúnni á feg- urð lífsins og skaðað þau í persónu- legum tilfinningasamböndum þeirra. Í fjórða lagi snýst klámið um hlutgervingu og niðurlægingu kvenna og er þannig árás á konur. Og sjáðu, Jesús segir: „Hverjum þeim sem tælir til falls einn af þess- um smælingjum sem á mig trúa væri betra að vera sökkt í sjáv- ardjúp með mylnustein hengdan um háls.“ Það er sjaldan sem Jesús Kristur tekur svona gróft til orða. Boðskap- urinn er einfaldlega þessi: Við erum ábyrg fyrir því fordæmi sem við gef- um. Ég skil hugtakið „smælingi“ sem allt það fólk sem af einhverjum ástæðum dregur ályktanir af því sem ég segi og geri og lætur mitt líf móta sitt líf. Það að tæla til falls er að eyðileggja lífsmöguleika viðkom- andi, skaða trú hans á lífið. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að tengja þetta klámveröldinni. Ég hef þá afstöðu persónulega að sitja aldrei og hlusta á kynþáttahat- ur án þess að mótmæla því – þetta lít ég á sem borgaralega skyldu mína. Ég hafna líka ódýrri umfjöllun um kynlíf og lít á það sem borgaralega skyldu mín að mótmæla klámi hvar sem það blasir við, því klámið er í eðli sínu árás á manneskjur.“ Margir vilja gera greinarmun á klámi og erótík. Er hægt að greina þarna á milli? „Já. Það er mjög auðvelt að gera þann greinarmun. Biblían er full af erótík, allt frá fyrsta kafla: „Guð skapaði manninn eftir sinni mynd, hann skapaði þau karl og konu og hann sagði við þau: Verið frjósöm, margfaldist og uppfyllið jörðina.“ Ef við viljum greina klám frá eró- tík spyrjum við einfaldlega: Er þessi umfjöllun borin uppi af ást og ábyrgð og virðingu fyrir mann- eskjum? Tantra-þættirnir á Skjá einum eru til dæmis ekki klám. Þar fer fram nauðsynleg og góð umfjöll- un – svolítið krúttleg og fyndin, en ekki klám.“ Þjóðarsálin á þörfinni Má prestur tala svona? „Ef kirkjan vill eiga samtal við þjóðina þarf hún að geta talað um það sem brennur á þjóðarsálinni hverju sinni. Því ekkert kemur Bibl- íulegum kristindómi á óvart. Ekk- ert. Sagan af langfeðgunum Abra- ham, Ísak og Jakob inniheldur nauðganir, sifjaspell, fjöldamorð, ást og unað, bræðravíg, trúnað og ótrúnað, öfund og upphefð. Svo verður fjölskyldan þjóð og sagan af brölti Ísraelsþjóðar er líka saga af ófullkomnum manneskjum að takast á við lífið. Nú er þjóðarsálin okkar svolítið „á þörfinni“. Svoleiðis tímabil kem- ur í lífi okkar allra, eins og það er í rauninni fyndið – og létthallær- islegt. En Jesús Kristur tók að sér manneskjur. Hann þekkir líka kyn- þörfina og skilur tildrög þess þegar hún afskræmist og verður að klámi. Þess vegna á boðskapur trúarinnar erindi í þessu samhengi sem öðru.“ DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2001 B 7 ÁSA LindFinnboga-dóttir er út- skrifuð heimspek- ingur og djákni úr Háskóla Íslands, á leið í kennaranám. Ása segist vera trúuð, þótt hún sé ekki viss um að hún sé kristin frek- ar en hvað annað. „Ég er trúuð en það er erfitt að skilgreina það ná- kvæmlega.“ Biblían skrifuð fyrir karla Ása Lind segist ekki halda að til sé nokkur „afstaða kristinnar trúar til kynlífs.“ – „Í Biblíunni eru margir mismunandi textar um efnið og kristnir söfn- uðir hafa misjafna afstöðu eftir því. Kaþólskan er til dæmis ströng hvað varðar kynlíf fyrir hjónaband sem er ekki jafnmikið tabú hjá mótmælendum. Biblían er eiginlega ónothæft rit í dag að þessu leyti. Hún er skrif- uð fyrir karla í karlaheimi og um- fjöllun hennar um kynlíf litast mikið af því. Strax í sköpunarsög- unni er það konan sem freistar karlsins og ber syndina í heiminn – eftir að hún er sköpuð handa karlinum! Svo heldur það áfram; kona má ekki fara í kirkju þegar hún hefur á klæðum og svo fram- vegis. Þetta eru náttúrulega fráleit viðhorf í dag enda styðjast kristnir menn upp til hópa ekki við þau.“ Textarnir misvísandi „Hvað kynlífið varðar, eitt og sér, er það heldur ekki mjög spennandi viðhorf að konan sé eign mannsins, honum til hand- argagns og þægðar,“ segir Ása en bætir við: „Textarnir í Biblíunni eru samt svo misvísandi. Þannig segir í Galatabréfinu: „Hér er eng- inn gyðingur né grískur, þræll né frjáls maður, karl né kona,“ svo þar er þessi stéttarmunur karla og kvenna máður út, um leið og önnur stigskipting manna.“ Engar áhyggjur Aðspurð um þróun í kynferð- ismálum segist Ása Lind ekki hafa verulegar áhyggjur. Hver og einn sé færastur um sína hamingjuleit. „Ef tvær manneskjur vilja sofa saman án þess að þekkjast er það allt í lagi. Það veitir þeim kannski ekki verulega hamingju en það þarf ekki heldur að gera þau neitt óhamingjusöm. Ég er ekki klám- fóbísk. Á nektardansstöðum eru karlarnir sem horfa ekkert minna að láta nota sig en konurnar sem dansa – ef engum er þröngvað til þátttöku. Fólk hefur alltaf fullnægt kyn- þörfinni einhvern veginn. Stundum virðist manni að því heilagra sem fólk gefur sig út fyrir að vera því pervertískara og suddalegra sé það bakvið tjöldin.“ Þannig að hipparnir klúðruðu engu? „Með frjálsu ástunum? Nei, nei, ég held svo sem að flestir vilji að endingu einn maka. En það verður hver og einn að uppgötva fyrir sig.“ Ása Lind Finnbogadóttir, heimspekingur Ása Lind, djákni og heimspekingur, telur Biblí- una ónothæfan grundvöll fyrir kynlífsumræðu. Morgunblaðið/Sigurður Jökull Óspennandi að karl eigi konu ’’Við vitum hvaða hjón hafa fundið gagnkvæma virð- ingu, ást og trún- að. Það blasir við. Þetta fólk myndi aldrei selja hjóna- ást sína fyrir nokkurt fé. ‘‘

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.