Morgunblaðið - 13.07.2001, Side 8
AUÐLESIÐ EFNI
8 B FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
LANDHELGISGÆSLAN færði
fjögur norsk loðnuskip til
hafnar í vikunni vegna
meintra landhelgisbrota.
Skipstjóra eins skipanna
er gefið að sök að hafa að-
eins gefið upp hluta aflans.
Dómsátt náðist í því máli á
þriðjudaginn og var útgerð
skipsins gert að greiða 1,8
milljónir króna í sekt. Aflinn
var gerður upptækur.
Hin skipin voru talin vera
að ólöglegum veiðum innan
íslensku landhelginnar. Norð-
mennirnir sögðust hins vegar
hafa verið innan grænlensku
landhelginnar. Ákært verður í
málum þeirra.
Norsk skip
tekin
SAMNINGAR hafa náðst í
kjaradeilu þroskaþjálfa
og ríkisins. Samkvæmt
samningnum hækka byrj-
unarlaun úr 100 þúsund
krónum í 143 þúsund.
Þessa dagana er verið að
kynna þroskaþjálfum
samninginn. Verkfallinu
var frestað til 1. ágúst.
Þroska-
þjálfar
semja
FUNDIN hefur verið upp
tækni sem gerir foreldrum
kleift að velja kyn barna
sinna. Tæknin hefur verið
notuð til að búa til 284 fóst-
urvísa með glasafrjóvgun. Til-
gangurinn er að koma í veg
fyrir að börn fæðist með galla
sem erfast í kven- eða karl-
legg. Ekkert barnanna sem
fæðst hafa með hjálp þess-
arar tækni hafa haft slíka
galla. Tæknin hefur hins veg-
ar vakið upp siðferðilegar
spurningar.
Dreng eða
stúlku?
NÚ stendur yfir á Siglufirði
Þjóðlagahátíð. Á hátíðinni er
boðið upp á margs konar
námskeið í gömlum list-
greinum, svo sem mið-
aldadönsum, rímnakveðskap
og jurtalitun. Þjóðlögin skipa
heiðurssessinn og eru ýmis
námskeið helguð þeim, auk
þess sem mikið er um söng
og hljóðfæraleik.
Þjóðleg
hátíð
MIKILL meirihluti hluthafa í
Lyfjaverslun Íslands vill
ógilda samning um kaup á
Frumafli hf. Þetta var nið-
urstaða hluthafafundar sem
haldinn var á þriðjudaginn.
Mætt var á fundinn fyrir
97,81% atkvæða.
Skiptar skoðanir voru í
stjórn félagsins varðandi
kaupin. Þegar niðurstaða
hluthafafundar lá fyrir sagði
stjórnin öll af sér og kosin
var ný stjórn. Formaður henn-
ar er Margeir Pétursson.
Óskað hafði verið eftir lög-
banni á að seljandinn, Jó-
hann Óli Guðmundsson,
mætti nýta sér hlutabréf
sem hann fékk sem greiðslu
fyrir Frumafl. Hæstiréttur
samþykkti lögbannið
skömmu fyrir hluthafafund-
inn.
Margeir segir niðurstöðu
Hæstaréttar skýra og vilji
hluthafa sé líka skýr. Í lok
hluthafafundarins sagði
hann: „Ég lít nú svo á að það
hafi orðið vatnaskil í þessum
deilumálum sem hafa skekið
félagið.“
Kaupum á Frumafli hafnað
Morgunblaðið/Ásdís
Nær allir hluthafar Lyfjaverslunar mættu á fundinn eða veittu öðrum umboð til að fara með atkvæði sitt.
Hluthafafundur í Lyfjaverslun Íslands
HÖRÐ deila hefur komið upp í
Austurríki um hina heims-
frægu Sacher-tertu. Hótel
Sacher í Vínarborg hefur boð-
ið upp á þessa tertu frá árinu
1832 og selur hana nú um
allan heim. Hótelið hefur hins
vegar fengið keppinaut. Ann-
að fyrirtæki er farið að fram-
leiða Sachertertur og notar
við það nýja uppskrift. For-
ráðamenn hótelsins hóta
málsókn ef framleiðslunni
verði ekki hætt.
Tertu-
stríð
Kom, sló
og sigraði
Íþróttir
KRÓATÍUMAÐURINN Goran
Ivanisevic sigraði óvænt í
Wimbledon-mótinu í tennis.
Vegna meiðsla hafði
Ivanisevic ekki tekist að
vinna sér þátttökurétt á
mótinu en var þrátt fyrir það
boðið að taka þátt í mótinu.
Hann hefur þrisvar áður leikið
til úrslita á Wimbledon og
náð öðru sætinu en aldrei því
fyrsta – fyrr en nú. Gleði hans
var því að vonum mikil.
UNDANFARIN ár hefur kærum
vegna skattsvika fjölgað veru-
lega. Á árinu 2000 voru kær-
urnar 24 talsins en á tíma-
bilinu 1987–1991 voru þær
samtals 10. Í fyrra var ákært
vegna 15 skattsvikamála.
Fjölgunina má rekja til auk-
innar þekkingar og færni
þeirra starfsmanna sem
vinna við rannsókn skatt-
svikamála.
Kærum
vegna
skattsvika
fjölgar
NÍU ný skip bættust í fiski-
skipaflota landsmanna í vik-
unni. Skipin voru smíðuð í
Kína og komu þau til landsins
með þýska flutningaskipinu
Wiebke. Siglingin frá Kína tók
alls 80 daga.
Þetta eru tæplega 100
tonna skip og verða þau gerð
út frá ýmsum stöðum á land-
inu. Sex skipanna eru útbúin
til dragnótaveiða, tvö til veiða
með fiskitroll og eitt til neta-
og línuveiða. Hvert skip kost-
ar innan við 100 milljónir
króna. Gunnar Jóhannsson
hafði eftirlit með smíði skip-
anna í Kína. Hann segir að
verkið hafi gengið mjög vel og
handbragðið allt sé til fyrir-
myndar.
Níu fiski-
skip á
einu bretti
Morgunblaðið/Sigurður Jökull
Níu skip um borð í einu.
Á fyrsta degi nauta-
hlaupsins í Pamp-
loma á Spáni urðu
sex hlauparar fyrir
hornum nautanna og
slösuðust alvarlega.
Mörg hundruð manns
tóku þátt í hlaupinu
undan sex stæðileg-
um nautum. Hlaupið
tók aðeins fimm mín-
útur.
Nautin eiga aðeins eina leið færa á
þröngum götum Pamplona.
Hættuleg-
ar mínútur
Netfang: auefni@mbl.is