Morgunblaðið - 09.08.2001, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 09.08.2001, Qupperneq 2
ÍSLANDSMÓTIÐ Í GOLFI 2 B FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ KYLFINGAR úr Golfklúbbi Reykjavíkur hafa skilað fleiri Íslandsmeistaratitlum til síns klúbbs en nokkrir aðrir klúbbar á landinu, 33 alls. Hjá körlunum hafa tíu kylf- ingar skilað GR 20 meist- aratitlum en næstir þar á eft- ir koma Akureyringar en átta GA-menn hafa skilað 19 sigrum norður í gegnum tíð- ina. Tveir Keilismenn hafa sigr- að níu sinnum, Suðurnesja- menn eiga þrjá meistara sem hafa sigrað fimm sinnum, Eyjamenn tvo sem hafa sigr- að þrívegis, Leynir tvo með tvo titla og Nesklúbbur einn með einn titil. Hjá stúlkunum er GR einn- ig efstur á blaði því sex stúlkur þaðan hafa sigrað 13 sinnum. Tvær stúlkur úr GS hafa sigrað 11 sinnum, þrjár úr Keili fjórum sinnum og ein úr Eyjum fjórum sinnum. Morgunblaðið/Golli Íslandsmeistarinn Björgvin Sigurbergsson í upphafshöggi. Honum er spáð sigri. Sigursælir GR-ingar Kristín Elsa kom nokkuð á óvartí fyrra á Akureyri, ekki hvað síst fyrir það hversu öruggur sigur hennar var. En hún telur að nú verði keppnin jafnari. „Ég held að þetta verði miklu jafnara núna en í fyrra og ég á von á hörku- keppni,“ segir Kristín Elsa. Hún hefur lítið leikið hér á landi enda búsett í Danmörku þar sem hún æf- ir og keppir. Hún kom þó til lands- ins til að keppa í mótaröðinni, en tognaði daginn áður en mótið hófst og varð að hætta keppni. Hún hefur þó náð sér af þeim meiðslum og lék með landsliðinu ytra í Evrópu- keppninni. Hún hefur þó leikið að- eins í Grafarholtinu og segir völlinn í fínu standi. En hvað með þig sjálfa, ert þú ekki í fínu standi? „Jú, jú, ég er svona la, la. Mig vantar smásjálfstraust en það kem- ur þegar á hólminn er komið. Stelp- urnar eru allar að spila betur í ár en í fyrra og því held ég að þetta verði spennandi. Ég er raunar líka að leika betur en í fyrra en nú er ég ekki á heimavelli eins og þá og það getur munað einhverju. Ég held líka að það sé alltaf erfiðara að halda titli en að ná honum í fyrsta sinn. Það er meiri pressa á manni. Ég á von á að Ragnhildur, Ólöf María og Herborg verði í barátt- unni við mig og líka Katrín Dögg, hún hefur leikið vel að undan- förnu,“ sagði Íslandsmeistarinn sem sagðist ætla að berjast allt til loka. Ég ætla að vinna Þeir eru margir sem telja að Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR muni sigra í kvennaflokki og henni var spáð sigri á þriðjudaginn í óformlegri skoðanakönnun meðal keppenda á móti hjá GR. „Mér finnst ágætt að vera spáð sigri og ég ætla að vinna. Ég hef leikið vel að undanförnu og veit að ég á að geta þetta, en við verðum samt að sjá hvað setur. Ég er auðvitað alveg harðákveðin í að gera mitt allra besta til að sigra. Mér finnst skipta máli að vera á heimavelli. Ég þekki allar lengdir og er ekki hrædd um að týna bolta því ég veit um allar hættur og þó svo hinar stelpurnar séu vanar að leika á vellinum þá munar það samt að vera á heimavelli,“ sagði Ragn- hildur sem sagðist vonast eftir jafn- ari keppni en í fyrra, „í það minnsta fyrir mig,“ segir hún og hlær. „Vonandi verður þetta jöfn keppni, það er svo gaman. Gaman fyrir alla, bæði okkur sem erum að keppa og eins fyrir áhorfendur. Forgjöfin segir að þetta ætti að geta orðið spennandi því við erum margar á svipuðu róli í henni. Völl- urinn er æðislegur, svona á hann að vera. Ég myndi samt vilja hafa brautirnar aðeins breiðari og það hefði mátt leyfa hreyfingu. Þetta er Grafarholtið, það er hraun hér und- ir og það eru holur og hólar og mér finnst allt í lagi að leyfa hreyfingu, það er svo leiðinlegt að vera með bláan úða úti um allt,“ sagði Ragn- hildur. Þessir drengir geta allir leikið mjög vel Björgvin Sigurbergsson hefur þrívegis orðið Íslandsmeistari og þar af síðustu tvö árin. Hann þver- tekur þó fyrir að það setji meiri pressu á hann en ella. „Það er eng- in pressa á mér vegna þess. Ég fer í þetta mót eins og hvert annað stórmót og reyni að spila eins vel og ég get. Ég hef leikið vel að und- anförnu og vona að ég haldi því áfram,“ segir Björgvin. Ef þú gerir það, ertu þá ekki nokkuð öruggur um sigur? „Nei, nei, þessir drengir geta all- ir leikið mjög vel þannig að það er ekkert gefið í þessu. Menn leika eins vel og þeir geta í fjóra daga og síðan þegar upp er staðið kemur í ljós hver stóð sig best. Það eru oft- ast sömu mennirnir sem eru í topp- baráttunni og síðan koma alltaf ein- hverjir á óvart og leika betur en þeir hafa gert áður.“ Breytir einhverju fyrir þig að vera orðinn atvinnumaður? „Ekki nema þá að ég þarf ekki að hengja smiðssvuntuna upp áður en ég legg af stað í mótið. Ég hef get- að einbeitt mér að íþróttinni í sum- ar og það hefur skilað sér. Aðrir at- vinnumenn hér heima hafa ef til vill ekki haft eins mikinn tíma til að æfa, eins og til dæmis Úlfar, en hann kann samt ennþá að spila golf og á góðar minningar héðan úr Grafarholtinu.“ Hvernig finnst þér völlurinn? „Hann er mjög góður og hann hefur sjaldan verið svona snyrti- legur og vel um genginn. Flatirnar eru mjög góðar en ég hefði viljað að leyft hefði verið að færa á brautum. Það er mjög víða merkt með bláu þannig að þar getur maður fært en á öðrum stöðum ekki. Við búum á Íslandi og verðum að sætta okkur við það og leyfa hreyfingu á braut- um eins og leyft er víða erlendis,“ sagði meistarinn. Tilbúinn í slaginn Haraldi Hilmari Heimssyni úr GR var spáð öðru sætinu á þriðju- daginn. „Það er ágætis tilfinning að vera spáð þetta ofarlega. Ég hef spilað miklu betur í sumar en í fyrra og það er ánægjulegt að vera kominn á kortið. Ég er mjög bjart- sýnn, hef leikið mjög vel og vona að það haldi áfram. Völlurinn hentar mér ágætlega, enda minn heimavöllur. Það þarf að slá vel hérna og vera með leikplan áður en menn hefja leik því það er erfitt að vinna upp mistök með því að taka einni kylfu meira. Hér verða menn að hugsa og vanda sig ætli menn sér að skora vel. Ég á von á jafnri og skemmtilegri keppni og vona að veðrið verði jafngott og í dag og þá gæti ég best trúað að sigurvegarinn þyrfti að leika á 5–6 höggum undir parinu. Það eru margir strákar sem geta spilað mjög vel og því ekki við hæfi að nefna neina sérstaka því þeir eru margir sem geta leikið vel hér. Ég er hins vegar alveg tilbúinn í slag- inn. Maður fær ekki það mörg tækifæri til að vera á heimavelli á sama tíma og maður er að leika mjög vel þannig að ég ætla að nýta mér það,“ sagði Haraldur. Meistararnir ætla sér sigur MEISTARARNIR frá því á Akur- eyri í fyrra, Kristín Elsa Erlends- dóttir úr Keili og Björgvin Sig- urbergsson úr Keili, eru staðráðnir í að verja titla sína á mótinu sem hefst í Grafarholti í dag. Morgunblaðið/Golli Íslandsmeistari kvenna er Kristín Elsa Erlendsdóttir. Eftir Skúla Unnar Sveinsson INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavík, slær fyrsta höggið á mótinu og opnar þar með mótið. Í fyrsta ráshóp, sem hefur leik klukkan 7.30, eru Tinna Jóhannsdóttir úr Keili, Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR, Kristín Elsa Erlendsdóttir úr GK og Arna Magnúsdóttir úr Leyni. Þegar borgarstjóri hefur sleg- ið fyrsta höggið og fylgt stúlk- unum úr hlaði undirritar hún samning við GR vegna hins nýja æfingasvæðis sem verið er að byggja upp. Borgarstjóri slær fyrsta höggið SÝN sýnir frá Íslandsmótinu í holu- keppni eins og undanfarin ár. Páll Ketilsson mun lýsa því sem fyrir augu ber en að þessu sinni verður Úlfar Jónsson ekki með honum þar sem hann hefur dregið fram kylf- urnar á nýjan leik og er meðal keppenda. Í kvöld og annað kvöld verður sýnt frá tveimur fyrstu dögunum og viðtöl við menn þar sem spáð verður í spilin. Á laugardag og sunnudag verður hins vegar sýnt beint frá mótinu frá klukkan 16. Sýnt á Sýn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.