Morgunblaðið - 09.08.2001, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 09.08.2001, Qupperneq 5
HM Í EDMONTON MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2001 B 5 „Sennilega til Norðurlandanna eða þá sunnar í Evrópu. Bandaríkin koma ekki til greina, þau eru of langt frá Ís- landi. Það er sjálfsagt að skoða alla kosti og kanna hvað er í boði.“ Er þetta fjárhagslega mögulegt? „Ekki nema að hafa öfluga styrkt- araðila á bak við sig, þess vegna er maður bara að skoða málið, sjá hvað býðst. Markaðurinn heima er hins vegar svo lítill að það er mjög erfitt að fá styrktaraðila, jafnvel þótt fólk vinni bronsverðlaun á Ólympíuleikum.“ Reiknar þú með að keppa meira í sumar? „Ég verð að sjálfsögðu með félög- um mínum í Breiðabliki í bikarkeppn- inni. Síðan verður að koma í ljós hvort ég fæ boð frá Talence eða ekki. Hvað sem því líður þá er næg vinna fram- undan við að leggja grunn að því að koma sér í æfingu á nýjan leik sam- kvæmt annarri uppskrift.“ Ætlar þú að gefa þér mörg ár til viðbótar á fullri ferð? „Ég tek bara eitt ár fyrir í einu, en útiloka ekki að halda áfram í tvö til þrjú ár. Um það er ekki hægt að segja. Eitt er víst og það er að það er bjart framundan þótt margir skuggar hafi verið leiðinni upp á síðkastið.“ tíma var þetta hreinasta martröð. Nú tel ég mig vera kominn yfir þennan kafla þrátt fyrir atvikið í Edmonton.“ Fer Jón Arnar í víking? Hefur þú ekkert velt því fyrir þér að æfa á ný undir stjórn þjálfara, eða að minnsta kosti undir eftirliti manns sem veitti aðhald og þú gætir leitað til varðandi ráðleggingar? „Ég hef verið að velta því fyrir mér og í raun þarf ég þess, ég er bara þannig gerður að ég þarf á aðhaldi eða umsjón að halda. Ef til þess kemur þá myndi ég leita til fleiri en eins manns, til dæmis ræða við einn um sprett- hlaupsþjálfun, annars vegna kasta og svo framvegis. Slíkt samstarf er alveg mögulegt, það fer allt eftir því hvort ég fer utan til æfinga eða ekki. Ég vil hins vegar ekki fá einn sérfræðing sem væri með alla greinar, ég hef séð að það gengur ekki.“ Kemur til greina að fara utan og æfa? „Alveg eins, það er annaðhvort núna eða aldrei. Ég er hins vegar með fjölskyldu og get því ekki tekið ákvörðun um slíkt upp á eigin spýtur. Því er hins vegar ekki að leyna að ég hef velt þeim kosti fyrir mér.“ Hvert kæmi þá greina að fara? standa undir þeirri byrði sem ég og aðrir í mínum sporum bera. Hjá mér snýst þetta um þrá og þrjósku, ég vil ekki gefast upp við þessar aðstæður því ef maður gerir það þá gefst maður upp á lífinu sjálfu þegar á móti blæs. Annað er það sem breyst hefur hjá mér síðasta árið og það er að ég er ekki lengur algjör atvinnumaður í íþróttum, það eru ekki allir sem hafa áttað sig á því. Nú skila ég fullum vinnudegi áður en ég fer að æfa. En það hefur líka sína kosti því ég hef fengið að æfa í stöðinni hjá Birni í World Class þar sem ég vinn.“ Frá 1994 til og með 1998 féllstu að- eins einu sinni úr keppni. Frá þeim tíma hefur þú lokið einni þraut. Hvað gerðist eftir 1998 þegar þú varst á há- tindi ferilsins? „Þá var ég kominn upp ákveðna brekku og spurning var hvort ég héldi áfram upp þá næstu eða rúllaði niður. Og það má segja að ég hafi rúllað nið- ur. Ég var á þessum tíma undir miklu álagi og æfði mikið. Síðan fóru ýmis meiðsli að gera vart við sig og í stað þess að hvíla mig æfði ég meiddur. Það gerði illt verra. Þar með fór ákveðin keðjuverkun í gang sem erfitt hefur verið að sjá fyrir endann á. Um Á síðustu árum hef ég gert ýmislegt á annan hátt en ég hefði viljað vegna þess að ég var í samstarfi við annan mann. Nú vil ég og ætla að gera allt á mínum forsendum, eftir eigin höfði.“ Vil ekki gefast upp við þessar aðstæður Eftir óhöpp undanfarinna ára, Jón, hlýtur þú að hafa orðið var við að fyrir vikið ertu orðinn skotspónn og margir henda gaman að þér. Þetta hlýtur að vera erfitt fyrir sálartetrið? „Fyrst tók ég þetta allt saman ákaf- lega nærri mér, en síðan hef ég leitt þetta hjá mér, leyft mönnum að hafa þá skoðun sem þeir vilja, ég læt ekk- ert bíta á mig. Þeir sem láta svo vita ekki hvað maður er að gera og hvað býr að baki. Ég er ekki einn um lenda í þessu. Kristinn Björnsson skíðamaður hefur fengið sinn skerf og Vala Flosadóttir einnig nú þegar hún er í vissu milli- bilsástandi og gengur ekki sem skyldi. Ég vildi bara gjarnan að það fólk sem gerir grín að okkur gengi í gegnum það sama og við undanfarin ár. Við höfum lagt allt í sölurnar og síðan kemur eitthvað upp á og þá fer allt í baklás um tíma. Ég leyfi mér að efast um að þeir sem hæst láta myndu Eftir nokkurn tíma fór ég að velta fyr- ir mér hvað gera skyldi, þá fór ég að keppa og hafði ánægju af. Í byrjun sumars var ég slakur og meðal annars tapaði ég fyrir þessum og hinum sem ég hef næstum því aldrei tapað fyrir áður. Þá komst ég að þeirri niður- stöðu að það væri rétt að halda áfram, ég gæti ekki sætt mig að hætta í þess- um sporum. Þar af leiðandi tekur það sinn tíma að komast í fyrra form og um leið vissi ég að þetta ár yrði slakt og sætti mig við það þótt ég hitti á milli á góðan árangur. Á Landsmótinu náði ég mérvel á strik og var að nálg- ast fyrra form.“ Á landsmótum berðu höfuð og herðar yfir flesta en á heimsmeistara- móti ertu frekar einn af jöfnum hópi margra tugþrautarmanna. Er ekki ólíku saman að jafna að keppa á lands- móti eða á heimsmeistaramóti? „Vissulega hefur maður litið á það. Oft hefur maður verið í basli við at- rennuna í langstökki og skiptir þá engu máli á hvaða mótum maður er. Síðan breytti ég um aðferð í henni á Landsmótinu í sumar og þá gekk allt í sögu og það hefði verið eins núna ef þetta óhapp hefði ekki átt sér stað, þar sem gaddar brotnuðu undan skónum. Morgunblaðið/Ásdís

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.