Morgunblaðið - 14.08.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.08.2001, Blaðsíða 1
                       !  "# !                         FULLGERÐAR íbúðir hér á landi voru 1.258 á síðasta ári eða 123 færri en árið þar áður, en þá voru þær 1.381, eins og fram kemur á súlurit- inu hér til hliðar, sem byggt er á upplýsingum frá Þjóðhagsstofnun. Þetta sýnir að þenslan í bygging- ariðnaðinum er ekki í smíði á nýju íbúðarhúsnæði, enda þarf að fara langt aftur eða til ársins 1961 til þess að finna færri fullgerðar íbúðir, en það ár voru þær 1.209. Mest var byggt á árinu 1977, en það ár var lokið við um 2.300 íbúðir hér á landi og á árunum 1973-1980 voru byggðar rúmlega 2.000 íbúðir árlega. Þá var byggt mun meira úti á landi en nýjar íbúðir eru nú byggðar fyrst og fremst á höfuðborgarsvæð- inu. Miðað við þá miklu umframeftir- spurn eftir íbúðarhúsnæði, sem hef- ur verið svo áberandi á höfuðborg- arsvæðinu undanfarin ár, hefur því ekki mikið verið byggt, en hafa verð- ur í huga, að afkastagetan í bygging- ariðnaðinum er nú mun meiri en áð- ur var. Það vantar því örugglega talsvert upp á, að nýsmíðin sé fullnægjandi, en fram er komið, að á fyrstu sex mánuðum þessa árs fluttu yfir 1.000 manns á höfuðborgarsvæðið umfram brottflutta. Þetta þýðir um 400 nýjar íbúðir en 800 á ársgrundvelli og þá er ekki tekin með sú aukning á íbúðarhús- næði, sem þörf er á vegna mann- fjölgunar á höfuðborgarsvæðinu sjálfu. Þenslan í byggingariðnaði á höf- uðborgarsvæðinu er því ekki í íbúð- arhúsnæði heldur fyrst og fremst í atvinnuhúsnæði, en miklar nýbygg- ingar standa nú yfir á því sviði og má þar nefna Smáralind í Kópavogi og nýbyggingar við Borgartún í Reykjavík og víðar. Horfur eru samt á því, að lokið verði við mun fleiri íbúðir á þessu ári en á árinu 2000, en þá hófust miklar byggingaframkvæmdir í vesturhluta Grafarholts. Framkvæmdir hafa yfirleitt geng- ið mjög vel og íbúarnir þegar fluttir inn í fyrstu íbúðirnar. Margar íbúðir eru langt komnar og gera má ráð fyrir, að lokið verði við þær á þessu ári. Svipaða sögu er að segja um ný- byggingahverfin í Kópavogi og Hafnarfirði, Salahverfi og Ásland, en miklar byggingaframkvæmdir eiga sér nú stað í báðum þessum hverf- um. Í Hraunsholti í Garðabæ er einnig í smíðum mikið af nýju íbúð- arhúsnæði, sem er langt komið og bíður þess að verða tekið í notkun. Fullgerðar íbúðir nokkru færri í fyrra en 1999 Þriðjudagur 14. ágúst 2001 Prentsmiðja Morgunblaðsinsblað C Lykillinn að sparnaði, öryggi og þægindum Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu Hverfisgata 18 Glæsilegt hús enn í dag 8 Útsýn- isíbúðir Laugavegur heldurvelli Grafarholt að mótast 26 En endurbóta er þörf 28                                                             )'*+,! "+ ',!!' &'- ./0! # 1!&!&,2# 3!!- 4'!!!5'00# !$! 6$+ '!!6$+!$(7              ! "#  $    "  % &      "# 1'($(%8 !'(!$!"+(( % &                9"(!!:,! !;<<= $ $ $ $  >  >            ?<         $  '   "%    % !    , ";?=  : :<

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.