Vísir - 03.07.1979, Blaðsíða 24

Vísir - 03.07.1979, Blaðsíða 24
-vlsm Þriðjudagur 3. júlí 1979. síminneröóóll Spásvæöi Veöurstofu tslands eru þessi: 1. Faxaflói, 2. Breiðafjörð- ur. 3. Vestfiröir. 4. Noröur- land, 5. Noröausturland. 6. Austfiröir. 7. Suðausturland. 8. Suövesturland. FlðttafðlkiD frá Vletnam kemur til íslands: „Fyrsta skreflð verð- ur að kynna isianfl” - segir Hðrður Helgason hjá utanríkisráðuneytinu Veðurspá dagsins Milli Jan Mayen og N Noregs er nærri kyrrstæö 992 mb. lægö og 1002 mb. lægö 200 km SSV af Vestmannaeyjum þokast NA. Frá henni liggur lægðardrag V á Grænlands- haf. Fremur svalt veröur I veðri einkum noröan og aust- an lands. SV land til Breiöafjaröar og SV miö til Br eiöa fjaröar miöa: A gola eöa kaldi, þokusúld eða rigning. Vestfiröir og Vestfjaröa- miö: A og NA kaldi skýjaö en tnkomulitiö i dag en dálitil rigning i nótt. N land og N miö: A gola og síöan kaldiþokuloft á miðum, sumstaðar dálitil rigning, einkum I nótt. NA land og Austfiröir, N miö og Austfjaröamiö: SA gola og viöa súld i fyrstu en siðar A kaldi og rigning NA kaldi i nótt. SA land o g SA miö: SA og A gola og siöan kaldi þokusúld og rigning. Veðrlð hðr og har Veðrið kl. 6 i morgun: Akureyri, súld 5, Bergen, skúrir 10, Helsinki, léttskýjaö 13, Kaupmannahöfn, alskýjaö 13, ósló, léttskýjaö 14, Reykjavik, rigning 10, Stokk- hólmur, rigning 11, Þórshöfn, súld 13. Veðriö kl. 18 i gær: Aþena.léttskýjaö 29, Berlin, léttskýjaö 16, Chicago, heiö- ski'rt, 20, Feneyjar, skýjað 15, Frankfurt léttskýjaö 16, Nuk, skýjaö 4, London, léttskýjaö 18, Luxemburg.skýjaö 13, Las Palmas, léttskýjaö 25, Mallorka, súld 19, Montreal, skýjaö 20, Paris, skýjaö 17, Róm, skýjaö 24, Malaga, þrumuveöur 20, Winnipeg, al- skýjaö 18. Loki segir Bandarikjamenn eru búnir aö gefa okkur flugturn. Er ein- hver munur á dollurunum sem greiða á I vegi og flugvelli og þeim sem notaöir eru til aö greiöa flugturn? Og svo er búiö aö sleppa varnarliösmönnunum lausum út fyrir vallarhliðið.... Er ekki vinstri stjórn I land- inu? „Málið er á algjöru frumstigi og þvi ómöglegt að segja til um endanlega stærð hópsins. Hins vegar er rétt að það komi skýrt fram, að, það verður enginn pindur til að koma hingað og fyrsta skrefið verður að kynna ísland fyrir þessu fólki svo að það viti að hverju það gengur,” — sagði Hörður Helgason, ráðuneytisstjóri i utanrikisráðuneytinu er Visir hafði samband við hann i morgun. Hörður sagði ennfremur að óljóst væri með öllu hver staða fólksins yrði við komuna hingað hvað varðar rikisfang en taldi liklegt að gefið yrði út sérstakt bráðabirgðaskirteini eins og almennt gildir um flóttafólk. Að öðru leyti visaði Hörður á samþykkt um réttarstöðu flótta- fólks, sem gefin var út i Genf 28. júli 1951. A fundi Utanrikismálanefnd- ar i gær var einróma samþykkt að mælast til þess að rikis- stjórnina að verða viö þeim til- mælum Flóttamannahjálpar S.Þ að Islendingar taki á móti hópi flóttafólks frá Vlet- nam. Enginn ágreiningur i Utanrikismálanefnd Að sögn Einars Agústssonar, formanns nefndarinnar, varö enginn ágreiningur i nefndinni um þetta mál, en einstakir nefndarmenn áskildu sér þó rétt til að hafa samráð við þing- flokka sina um nánari útfærslu. Ríkisstjórnin mun væntanlega hafa samráð við Rauðakross Islands um allan undirbúning að komu flóttafólksins. Rætt er um, að til aö byrja með komi hingað 5-6 fjölskyldur en meöal- fjölskylda mun vera um fimm manns. Beiöni Flóttamanna- hjálpar S.Þ. var hins vegar sú að við tækjum viö um 50 manns. Endanleg stærð hópsins er þó ekki ákveðin, eins og Hörður Helgason getur um hér aö framan. Fólk það sem her um ræðir er af kinversku bergi brotið og hefur flest þurft aö kaupa sig laust frá Vietnam, þannig að búast má við aö það sé heldur illa statt fjárhagslega, fyrir utan allt annað sem það hefur mátt þola. -sv.g/P.M. BENEDIKT VIB FLUGUMFERÐARSTJORN Þessi mynd var tekin er Benedikt Gröndal utanrikisráðherra fékk ofurlitla tilsögn i flugumferðar- stjórn við opnun nýja flugturnsins á Keflavikurflugvelli i gær. Fjöl- menni var við athöfnina, bæði borðalagðir soldátar og islenskir embættismenn. Flugturninn hefur verið 28 mánuði i byggingu og kostaði einsog fram kom I Visi fyrir skömmu, 4.5 milljónir doll- ara og að auki 2 milljónir fyrir tæki og uppsetningu þeirra. Var það einróma álit kunnugra að starfsaðstaða væri svo miklum mun betri en i gamla turninum, að vart væri hægt að jafna þvi saman. -IJ. Svartoliu- tílboð trá Norðmönnum: ,,Ég leit svo á að þetta mál væri á þvi stigi að ekki ætti að fara meö þaö I blööin. En úr þvl sem komið er get ég sagt að til- boð það sem komið hefur frá Norðmönnum felur i sér lakari svartoliu en við fáum núna frá Rússum og á a.m.k. 50% hærra verði”, sagði Vilhjálmur Jóns- son forstjóri Oliufélagsins h/f, „Lakari oila á hærra verði en Rússaolían” þegar Visir bar undir hann frétt þess efnis að borist heföi tilboð um sölu á svartoliu ffá norsku oliufélagi. Visir hafði einnig samband við Svavar Gestsson viðskipta- ráöherra i morgun og staðfesti hann að umrætt tilboð hefði bor- ist frá fyrirtækinu Norsk Olje A/S, en vildi ekki tjá sig nánar um hvað i þvi fælist. Svavar sagði þó aö farið yrði með til- boðið á venjulegan hátt, þ.e. að rikisstjórnin myndi vega það og meta, en hugsanlegir samning- ar yröu allir i höndum islensku oliufélaganna. Vfeir bar þetta einnig undir önund Ásgeirsson forstjóra Oliuverslunar íslands h/f og haföihanneftirfarandi um mál- ið að segja: ,,Ég veit ekkert hvað verið er að tala um. Norð- menn hafa ekki gert okkur neitt tilboð. Við höfum leitaö að oliu um allanheimenhanaer hvergi að fá”. Svo mörg voru þau orð. —PM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.