Vísir - 03.08.1979, Blaðsíða 5

Vísir - 03.08.1979, Blaðsíða 5
ANIIN UNDIR- BÝR INNRAS í ÚGANDA - fyrrverandi eiginkona hans seglr hann hafa myrl bðrn beirra Idi Amin er ekki af baki dottinn. Hann hef- ur nú safnað um sig um þrjú þúsund her- mönnum i Suður-Súdan. Undirbúningur fyrir innrás i Crganda er I full- um gangi. Numeri forseti i Siídan er góð- vinur Amins fyrrverandi harð- stjóra i Oganda. Tansaniuher er nú að mestu horfinn úr landi. Eftir aö Amin var steypt af stóli voru um 40 þúsund hermenn i landinu. Ekki er vitað hvenær Amin ætlar að láta til skara skriða, eða hvort hann lætur verða af hót- unum si'num. Fyrrverandi eiginkonur Amlns hafa verið ósparar á lýsingar á honum. Ein þeirra sem var gift honum frá 1963 til 1976 segir að hann hafi liklega látið drepa börn þeirra. Hún sagði að áriö 1973 hafi hermenn komið inn á heimili hennar og tekið börnin. Þau hafi verið á aldrinum tiu og niður i nokkurra mánuða. Eftir aö her- mennirnir komu og tóku börnin hefur hún ekki séð þau. Hún telur allar likur benda til þess að Amin hafi látið myrða þau. Astæöuna segir hún að Amin hafi veriö orðinn ruglaður á þessu um tima. Völdin hafi stigið honum til höf- uös og hann hafi misst vitið. Nalyam fyrrverandi kona Amin, sakar hann einnig um aö hafa myrt föður sinn, ásamt þús- undum annarra lands- manna. Hún segir að hann hafi verið blóðþyrstur haröstjóri, sem hafi ekki vflað fyrir sér að kasta fólki fyrir krókódila. Einnig hafi hann gamnað sér við að leggja sér til munns hvita menn sem hann hafi látið taka af lifi. RIFIST UM DENSÍNIÐ Rúmenar hafa slakað á þeirri reglu sinni, að erlendir feröa- menn verði að greiða fyrir bensin með eriendum gjaldeyri. Vegna þessarar regiu hafa þúsundir austur-evrópskra ferðamanna orðið strandaglópar I Rúmeniu. Eftir skyndiviðræður við ung- versk og tékknesk yfirvöld, ákváðu Rúmenar að leyfa ferða- mönnum frá þessum löndum að borga bensin með rúmenskri mynt til að komast heim aftur. En þetta samkomulag gildir aðeins til 10. ágúst. Slikt samkomulag hefur ekki verið gert við aðrar A-Evrópu- þjóðir, en þar er mjög erfitt að komast yfir erlendan gjaldeyri. Pólsk stjórnvöld hafa mótmælt „bensin-lögum” Rúmena og a- þýsk stjórnvöld hafa krafist um- ræðna um málið. Joseph Fischer kom á lögregiustöð f Manhattan i New York og játaði 20 morð. „Eg nef framlo tuttugu morð” „Ég hef myrt konu mina og 19 aðra. Nú vil ég taka afleiðingum verka minna”, sagði hinn50 ára gamli Joseph J. Fischer þegar hann kom á lögreglustöðina á Manhattan i New York. Hann sagði lögreglunni að hann heföi stungið konu slna I hel I hús- vagni skammt frá New York. Benti hann lögreglunni á staðinn og fann hún konu hans, hina 78 ára gömlu, Claudine Egger, liggj- andi I blóðpolli. Nú situr FBIog fer I saumana á óupplýstum morðum slðustu mánaða og vonar að finna eitt- hvað af hinum 19 fórnarlömbum Fischers. Sú leit hefur leitt I ljós að um fimmtugur maöur er eftirlýstur fyrir morðið á Betty Jo Gibson I Moore i' Oklahoma. Fischer hefur langan glæpaferil að baki. Hann sat I fangelsi frá 1954 til 1978 fyrir morðiö á 16 ára gömlum skóladreng. Þar áður haföi hann verið dæmdur I fimm ára fangelsi fyrir rán-og morðtil- raun oghafðihannþáverið settur I geðrannsókn. Nú situr Fischer 1 rlkisfangels- inu i Poughkeepsie og staðhæfir stöðugt að á siöustu 13 mánuðum sem hann hefur gengið laus haf i hann myrt 19 persónur ai hann neitar að gefa upplýsingar um hvar og hvenær hann hafi framið morðin, hins vegar hefur hann nefiit nöfn margra staða i' Banda- rikjunum og lögreglan er sann- færð um að hann hafi framið þrjú morð I New York. Lögreglan vonar að Fischer komist I meira andlegt jafnvægi og geti þá gefið meiri upplýsingar um þessi morð. Bundy fékk dauöadóm Bandariski lögfræöineminn Theodorc Bundy, sem var dæmdur.til dauða i byrjun þess- arar viku fyrir morð á tveimur kvenstúdentum við háskólann I Tallahassee, biöur nú i Raiford fangelsinu I Flórida eftir þvi að verða leiddur i rafmagnsstólinn. Bundy tók mikinn þátt i vörn sjálfs sin við réttarhöldin, en allt kom fyrir ekki. Sérstaklega átti hann I erfiðleikum með að skýra tannaför eftir sig, sem fundust á hálsi annars fórnarlambsins. Bundy er grunaður um að hafa myrt tuttugu aðrar konur hér og þar á vesturströnd Bandarlkj- anna, enda þótt þau morð hafi ekki verið sönnuö á hann. Flórida hefur veriö mjög i sviðsljósinu undanfarið vegna þess áróðurs, sem þar er rekinn fyrir dauðarefsingunni. 134 manns biða nú aftöku i Raiford fangelsinu fyrmefnda, og hefur rikisstjórinn,Bob Graham,róið aö þvi öllum árum undanfama mán- uði að koma þeim I rafmagnsstól- inn, en gengið hægt vegna harðr- ar andstöðu verjenda hinna dauðadæmdu. Lögreglan I Jacksonville I Florlda hefur selt fimm þúsund boli um öll Banda- rikin, og bera þeir áletrunina „Einn frá, 133 eftir”. Theodore Bundy á bæn, eftir að dauðadómurinn var kveðinn upp. Theodore hefur nú bæst í hóp þeirra, sem biða þess idauöaklef- unum I Raiford fangelsinu i Fiórída að verða leiddir I raf- magnsstólinn. Amin vilaði ekki fyrir sér að kasta mönnum fyrir krókódila og myrða börn sin, segir fyrrverandi eiginkona hans. LICEKTIA VEGGSAMSTÆÐUR Yeggur no. 91 Kr. 371.000.- Veggur no. 95 Kr. 322.000.- Stoðgreiðsluofsláttur eðo hogstæðir greiðsluskilmolor Sendum I póstkröfu um lond ollt yform Reykjavíkurvegi 66— Hafnarfirði Simi 54100

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.