Vísir - 27.08.1979, Blaðsíða 5

Vísir - 27.08.1979, Blaðsíða 5
vopnahié eftir 4 daga bar- daga í Lfbanon Skot og skot heyröist á stangli i suðurhluta Libanon, en væringar lágu þó niðri, meðan fyrsti sóla- hringur nýs vopnahlés milli skæruliða Palestinuaraba og her- skárra hægrisinna (studdir af ísrael) leið hjá i nótt. Sameinuðu þjóðirnar lýstu yfir vopnahléi á þessum slóðum i gær til þess að binda endi á fjögurra sólahringa bardaga og öfluga stórskotahrið, sem talin er hafa valdið miklu mannfalli meðal óbreyttra og friðsamra borgara. Þessa fyrstu nótt vopnahlésins flugu á vixl ásakanir og gagn- ásakanir um vopnahlésrof, en eft- ir þvi sem næst verður komist, hefur þó hvergi slegið i bardaga. Libanon hefur óskað skyndi- fundar i öryggisráðinu til þess að fjalla um deilurnar og bardagana siðustu daga. Kúrdar vígbúast Skæruliöar Kúrda höfðu i morgun búið um sig i fjallaskörð- um i norðurhluta Irans til þess að hefta sókn Iranshers, sem búist er við, að freisti þess að ná Kúrdabænum, Mahabad, á sitt vald, en hann er stærsta borg norðvestur lands. Fréttir af þessum slóðum greina frá þvi, aö Kúrdar séu búnir skriödrekum, fallbyssum og skriðdrekabönum, sem þeir náðu frá keisarahernum fyrir hálfu ári. Eftir þvi sem Kúrdar segja sjálfir hrundu þeir i gær fyrstu sóknartilraun hersins, sem sótti að þeim úr norðri, til þess aö koma aftan að þeim. Strand við Dönsk ferja með 587 farþega innan borðs strandaði skammt frá Gautaborg i ofsaroki i gær- kvöldi. Leki kom að skipinu, en farþegum var öllum bjargað með þyrlum og smábátum I land. Af hundrað manna áhöfn skips- ins eru 35 menn enn um borö og halda dælum gangandi. Sænska strandgæslan sagði, að mönnun- um heföi tekist að vinna á móti lekanum i nótt, og engin hætta þætti lengur á þvi, að skipið sykki. Ford ekki Gerald Ford, fyrrum Banda- rikjaforseti, segir i viðtali, sem birtist i dag, að hann hafi ekki á prjónunum neinar ráðagerðir um að bjóöa sig fram til forsetakosn- inganna á næsta ári. En hann gaf sterklega til kynna, að hann gæti skipt um skoðun. Ford sagöi, að vinir hans legðu afskaplega fast að sér að bjóða sig fram, og bætti við: „Fólk ger- ir mér það mjög erfitt að halda mér utan við”. „Ég er ekki meöal fram- bjóðenda og hef engar ráðageröir um að verða einn þeirra”, sagði Ford i viðtali við US. News&World Report. „En ég flýti Sovéska þotan með Ljudmillu Vlasova innanborðs hefur staðið á John F. Kennedy-flugvelli í New York siöan á föstudagskvöld, og fær ekkiað fara. Bandaríkjamenn vilja fá að tala einslega við Ljudmillu, eiginkonu ballettdansarans Godunov, til þess að ganga úr skugga um, hvort hún fari sjálfviljug. Er ballerínan fangl eða vlll hún sjálf fara? Sovésk farbegapola stöövuð á JFK-flugvelll með 68 farpegum vegna eiginkonu Godunovs ballelidansara Rússneska ballettdansmærin, Ljudmilla Vlasova, hélt kyrru fyrir i gær um borö i flugvél Aero- flot á JFK-flugvelli, meðan full- trúar Carters Bandarikjaforseta reyndu að leysa þrætuna, sem upp er komin milli Moskvu og Washington út af henni. Bandarikjamenn krefjast þess, að dansmeyjunni verði leyft aö Gautaborg Ferjan var á leið frá Gautaborg til Newcastle á Englandi og voru flestir farþeganna breskir ferða- menn. Skipið er strandað á eyjunni Vinga um 11 km frá Gautaborg og situr þar tryggilega fast, en beðið var birtingar i morgun til þess aö glöggva sig á skemmdunum. Um borö I ferjunni, Winston Churchill, voru einnig um hundr- að bilar og hjólhýsi farþeganna, sem flestir eru að koma úr ferða- lögum um Norðurlönd. I framboði mér að bæta þvi við, að margir hafa lagt afskaplega fast að mér siðustu vikurnar að gefa kost á mér. Ég hef ekki skipt um skoðun enn, en samt get ég ekki lokaö augunum fyrir þvi sem er að ske”. Forsetinn fyrrverandi sagði að- spurður, að hann teldi, að hann mundi hljóta útnefningu repúblikanaflokksins til fram- boðs, þótt hann tæki ekki þátt i forkosningunum, þvi að hann nyti mikilla vinsælda. —„Ég stend betur utan kosningabaráttunnar, heldur en að flengjast um allar jarðir til þess aö sækja kosninga- fundi”. koma út úr flugvélinni, svo að unnt verði að ganga úr skugga um, hvort hún er þar farþegi af frjálsum vilja eða ekki. Rússar segja, að Bandarlkja- menn séu að hamla för Ljudmillu að tilefnislausu, en dansmeyjan er gift Alexander Godunov, sem strauk frá Bolshoi-ballettflokkn- um á fimmtudaginn. Sovéska faregavélin hefur stað- ið á flugbrautarendanum frá þvi á föstudagskvöld og fær sig ekki hreyft vegna lögreglubifreiöar, sem lagt hefur verið fast við nef hennar. 68 farþegar eru i vélinni. Embættismenn tollgæslu og innflytjendayfirvalda hafa farið nokkrum sinnum um borð I vélina ásamt sovéskum starfsmönnum, en Donald McHenry, aðstoðar- sendiherra USA hjá Sameinuðu þjóðunum, sem stýrt hefur við- ræðunum við Rússana, hefur ekki viljaö fara um borö. Hann sagði blaðamönnum, að bandarisk yfir- völd hefðu fullan rétt til þess að fara um borð og fjarlægja dans- meyjuna með valdi, en þau kysu heldur diplómataleiöina. Sovétmenn hafa mótmælt töf vélarinnar og fréttastofan TASS segir, að móðir Ljudmillu hafi tvivegis sent Carter forsetu bréf um helgina og beðið hann að leyfa Ljudmillu að fara leiðar sinnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.