Vísir - 27.08.1979, Qupperneq 9

Vísir - 27.08.1979, Qupperneq 9
VISIR Mánudagur 27. ágúst 1979. _ 9 ..Vlöupkennt að aðai- | i viðmlðunln skull vera i i sanngirnlssiðnarmlð” i ■ - segir ólafur Egilsson ritari Landhelgisnefndar ! Eyjan Jan Mayen sem fæstir tslendingar hafa til þessa þekkt af öðru en verðurskeytum sem þaðan hafa borist er skyndilega eitt aðal umræöuefnið i fjölmiðlum i Noregi og á tslandi. t kjölfar vaxandi fiskveiða á svæðinu ikringum eyna hafa sprottið upp deilur um yfirráð yfir hafssvæðinu umhverfis hana og jafnvel um eignar- rétt Norðmanna á eynni sjálfri. Til að fræðast ögn um þessa deilu hafði Visir samband vio Oiaf Egilsson deildarstjóra I útanrlkisráöuneytinu sem er ritari land- helgisnefndar. Var hann fyrst að þvi spurður hve langt aftur I timann Jan Mayen deilan svokallaða næði. Ólafur sagði: „Það er ekki fyrr en á siöustu árum þegar stórvaxandi fiskveiðar koma til sögunnar að farið er að tala um hugsanlega nýtingu hafs- botnsins og þeirra auðlinda sem á honum gæti veriö aö finna að augu manna opnast fyrir þessari afskekktu klettaeyju fara að opnast fyrir alvöru. Þó var tslendingum — sem næstu nágrönnum — orðið ljóst löngu fyrr, að Jan Mayen gæti tengst hagsmunum þeirra. Eins og komið hefur fram áskildu þeir sér réttindi til jafns við aðra þegar tilkynning um landnám norsks aðila þar barst hingað frá norskum stjórnvöld- um. 1 bréfi Jóns Þorlákssonar forsætisráðherra árið 1927 sem danska utanrikisráðuneytið tók Ssiðan upp i svar til Norðmanna af okkar hálfu er lögð áhersla á að veðurathuganir á eynni hafi mikla þýðingu fyrir íslendinga. A þeirri forsendu fallist tslend- Iingar á að öll gögn og gæði Jan Mayen verði notuð i þágu veður- athugunarstöðvarinnar. En að þvi leyti sem eyjan geti notast i Iöðru skyni áskilji rikisstjórn íslendingum hins vegar fullan rétt til jafns við borgara hvaða annars rikis sem er. Það er kannski fyrst nú á siðustu árum sem spurningin um slik frekari not er að vakna fyrir alvöru” Hafa Islendingar ekki sýnt mikið tómlæti gagnvart þessum landvinningum Norðmanna? „Einhverjum kann sjálfsagt að finnast það, en kannski hafa menn með tilliti til allra að- stæðna talið rétt Islendinga nægilega vel undirstrikaðan i bréfi Jóns Þorlákssonar. Þess má geta að Tryggvi Þórhallsson, sem tók við for- sætisráðherraembætti skömmu eftir að Jón ritaði bréf sitt, lét danska utanrikisráðuneytið sér- staklega vita að stjórn sin væri sama sinnis. Og ekki er að sjá að íslendingar hafi formlega viðurkennt innlimun Jan Mayen i norska konungsrikið 1929.” Hvert er siðan framhaldið? „Það er varla hægt að tala um að sem deilumál komist þetta á dagskrá fyrr en 1975 þegar við færum út i 200 milur. Þá er lögsaga Islands færð út fyrir miðlinuna milli Islands og Jan Mayen og þar með lýstur hags- munum Islendinga og Norðmanna fyrst saman. Að visu var ákveðið að fresta um sinn framkvæmd útfærsl- unnar fram yfir miðlinu milli Islands og Jan Mayen. En með lögum um landhelgi, efnahags- lögsögu og landgrunn sem tóku gildi 1. júni siðast liðinn var fall- ið frá þessu bráðabirðgaákvæði og fullar 200 milur komu til framkvæmda á þessu svæði. Norðmenn voru ekki sáttir viö að við skyldum færa út i 200 mil- ur á þessu svæði 1975 og enn siðurnú i sumar, þegar útfærsl- an kom til framkvæmda, og gerðu athugasemdir i bæði skiptin. Þeir telja aö semja beri um mörkin þarna. Ég tel þó aö þeir séu svo raúnsæir að þeim sé það fullljóst að þeir geti ekki vænst neinna réttinda á þessu svæði, heldur vilji þeir draga umræðurnar um mörkin inn i samningaviðræðurnar i heild til þess að geta siðan gefið þetta atriði eftir gegn þvi að fá hugsanlega eitthvað i staðinn annars staðar.” Landhelgisnefnd endurvakin „1 byrjun þessa árs ákvað Benedikt Gröndal utanrikisráð- herra að endurvekja Land- helgisnefnd til þess meðal ann- ars að fjalla um þetta mál. Þar eiga allir þingflokkarnir fulltrúa. Nefndin kom saman til fyrsta fundar þann 23. febrúar siðastliðinn og hefur hún haldið um 10 fundi siðan. A þessum fundum hefur verið lagt fram mikið af gögnum varðandi hina ýmsu þætti máls- ins og enginn vafi á þvi að starf nendarinnar hefur orðið til Ólafur Egilsson, deildarstjóri. verulegs gagns fyrir undirbún- ing viðræðna. Röskum mánuði eftir að Landhelgisnefnd kom saman til fyrsta fundar sins, eða þann 30. mars, hittust utanrikisráðherra Islands og Noregs á fundi utan- rikisráðherra Norðurlanda I Kaupmannahöfn. A sérstökum fundi skiptust þeir Benedikt Gröndal og Knut Frydenlund á skoðunum um Jan Mayen-mál- ið. Þar voru einnig staddir tveir helstu sérfræðingar þjóðanna i hafréttarmálum þeir Hans G. Andersen og Jens Evensen. Eftir fundinn var þeim siðast nefndu falið að ræða málið sin á milli og koma fram með hug- myndir að lausn þess. Þeir skil- uðu skýrslu og tillögum en ekki tókst að leysa málið.” Nú voru lagöar fram þings- ályktunartillögur um Jan Mayen-málið á siðasta Alþingi. Hvaða þýðingu höfðu þessar til- lögur fyrir framgang málsins að þinum dómi? „Þær urðu til þess að vekja umræðu um málið á Alþingi og athygli á þvi. Eftir vissar breyt- ingar var tillögunum visað til rikisst jórnarinnar með samhljóöa atkvæöum”. Er staða okkar islendinga á hafréttarráðstefnunni sterk I Jan Mayen-málinu og er það okkar hagur að biða eftir niður- stöðum hennar? „Það er auðvitað i ýmsum til- vikum erfitt að spá hver verði endanleg niðurstaða ráðstefn- unnar varðandi einstök atriði. Eðlilegt er að riki fari mjög var- lega I að semja um atriði núna sem ef til vill eiga eftir að taka breytingum á hafréttarráð- stefnunni þeim i hag. I sumum atriðum hefur staða okkar örugglega styrkst. Sem dæmi má nefna að áður var einkum gert ráð fyrir að miðlina skipti efnahagslögsögu tveggja landa þar sem skemmra er en 400 sjó- milur á milli. Nú er viðurkennt að aðalvið- miðunin skuli vera sanngirnis- sjónarmið. Þetta er okkur aug- ljóslega i hag þegar annars veg- ar er farið að ræða um nánast mannlausa eyju eins og Jan Mayen og hins vegar land með venjulegu þjóðlifi og efnahags- lifi eins og tsland — þar sem fólk auk þess byggir llfsafkomu sina á auðlindum sjávar og get- ur ekki án þeirra verið. Þetta á- kvæði mun þvi koma okkur til góða ef Jan Mayen fær efna- hagslögsögu. Eitt atriði sem sumir vona að eigi eftir að skýrast frekar á ráðstefnunni og snertir kjarna Jan Mayen-deilunnar er hvaða réttindi nýr hafréttarsáttmáli muni veita klettaeyju eins og Jan Mayen. I uppkasti 121. gr. sáttmálans er gert ráð fyrir að eyjar fái rétt til landhelgi, efna- hagslögsögu og landgrunns, en klettar sem ekki geta verið und- irstaða búsetu og efnahagslifs fái einungis landhelgi sem gert er ráö fyrir að verði 12 sjómflur. Jan Mayen svarar til skil- greiningarinnar á kletti að þvi leyti að þar hefur ekki verið tal- ið býlt. Þar hafast aðeins við 30- 40 menn við veðurathuganir og svipuð störf, en engir ibúar I Þessir fundir hafa átt sér stað milli fslenskra og norskra ráð- herra og embættismanna um Jan Mayen málið. 1. Knut Frydenlund og Benedikt Gröndal ræðast við á fundi utanrikisráðherra Norðurlanda I Kaupmannahöfn I marslok. 2. Jens Evensen og Hans G. Andersen þinga i Genf I framhaldi af Kaupmannahafnar viðræðunum. 3. Benedikt Gröndal og Knut Frydenlund ræöast við ööru sinni á fundi Evrópuráðsins i Strassburg i mai byrjun. 4. Embættismenn sjávarútvegsráöuneyta landanna þinga I Oslo 22. mai. 5. Formlegar samningaviðræður I Reykjavik 29.-30. júni. 6. Embættismenn sjávarútvegsráöuneytanna ræddustvið i Osló 18.-19. júli. Auk svokallaðra simaviðræðna ráðherra landanna hafa fiski- fræðingar Islands og Noregs þingað um loönuna við Jan Mayen fyrst I marsmánuöi siðast liönum og nú siðast á Akureyri fyrir nokkrum dögum siðan. —GEK venjulegum skilningi. A hinn bóginn er Jan Mayen meiri að flatarmáli (370-380 ferkm) en venjulegur klettur I hafinu. Það hafa komið fram tillögur um að þessi grein verði gerð skýrari smáeyjar sem svara til lýsingar á klettum verði beinlinis taldar upp með þeim og á þann hátt tekinn af allur vafi á hvaö þær varðar, en óvist er hvort þetta breytist. Þvi má skjóta hér inn i að sanngirnisreglan hefur þegar haft sin áhrif og er grundvöllur þessaðnýju lögin um Landhelgi efnahagslögsögu og landgrunn frá 1. júni siðast liðnum gera ráð fyrir fullri 200 milna lögsögu i áttina að Jan Mayen. Ennfremur má bæta þvi við vegna þess ágreinings sem rikt hefur að undanförnu um loðnu- veiðar Norðmanna á Jan May- en-svæðinu að hafréttarsátt- mála uppkastið leggur i 63. gr. þá skyldu á fiskveiðiþjóðir sem veiða fiskistofna er ýmisst halda sig innan efnahagslög- sögu einhvers rikis eða leita á svæðin utan hennar að koma sér saman um verndarráðstefanir. Argentina og mörg fleiri riki vilja nú ganga feti lengra og veita strandrikinu einhliða rétt til verndunaraðgerða ef sam- komulag næst ekki og stofnum er ógnað. Þá er mjög mikilvæg fyrir okkur sú staöreynd, að hafrétt- arsáttmálinn væntanlegi gerir ráð fyrir þvi að strandriki fái viss réttindi yfir hafsbotninum á landgrunni utan 200 milna lög- sögu sinnar áður en hið alþjóð- lega hafsbotnssvæði hefst. Þá er mjög mikilvæg fyrir okkur sú staðreynd, að hafrétt- arsáttmálinn væntanlegi gerir ráð fyrir þvi að strandriki fái viss réttindi yfir hafsbotninum á landgrunni utan 200 milna lög- sögu sinnar aður en hið alþjóð- lega hafsbotnssvæði hefst. Eitt af þeim atriðum sem ekki hafa enn verið rædd á hafréttar- ráðstefnunni er um hvar þessi ytri mörk skuli vera. Núna er telið liklegast að þau veröi i sumum tilvikum — á land- grunnshryggjum — ákveðin allt að 350 milur frá grunnlin- um. Ef þetta reyndist grund- völlur þess að við fengjum við- urkennd réttindi utan efnahags- lögsögunnar fyrir norðaustan land, sem sanngirni mælir auk þess mjög með, gæti það haft mikla þýðingu fyrir okkur. Jarðeðlisfræðilegar mælingar sem átt hafa sér stað á svæðinu bæði innan 200 milnanna hjá okkur og grennd við Jan May- en-hrygginn benda til þess að þar geti verið að finna oliu eða gas. Töluverðar rannsóknir þarf þó enn til að fá endanlega úr þessu skorið. Þetta er á slóöum þar sem tæknilega séð er enn erfitt að standa að nýtingu þó i sumum tilfellum sé dýpið ekki meira en þegar hefur verið stunduð oliuvinnsla á, en tækn- inni flygir stöðugt fram. Er útlit fyrir að gengið veröi frá samkomulagi við Norðmenn í þeim viðræöum sem nú standa fyrir dyrum? „Þess er varla aö vænta. Loðnuveiðar Norðmanna eru nú afstaönar i bili og liklegt að málin veröi rædd á ennþá breið- ara grundvelli nú en áður”. —GEK I

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.