Vísir - 19.09.1979, Blaðsíða 1

Vísir - 19.09.1979, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 19. september, 204. tbl. 69. árg. Guðmundur ólafsson, safnvörOur, meO kjálkabrot og tennur ungrar stúlku, sem lögO var til hinstu hvilu I Mýrahreppi fyrir u.þ.b. þúsund árum. Visismynd: JA Bráðablrgðalög um belna samnlnga bænda og rlklsvalds? Vlslr ræðlr vlð Magnús H. Magnússon og Gunnar moroddsen Ríkisstjórnin er með þá hugmynd til umræðu að setja bráðabirgðalög um beina samninga ríkisvalds og bænda um verðákvörðun landbúnaðarvara. Er þar meðal annars gert ráð fyrir að samið verði um f ram- leiðslumagn á næstu árum og hvernig bændum verði tryggðar tekjur. Rökstuðningurinn fyrir bráðabirgða- lögum er sá að nauðsynlegt sé að hef ja viðræður sem allra fyrst til þess að niðurstöður liggi fyrir áður en til næstu verðákvörðunar kemur 1. desember næstkom- andi. „Þaö eru alltaf mjög hæpin vinnubrögö aö setja bráöa- birgöalög rétt áöur en þing kemur saman”, sagöi Gunnar Thoroddsen, formaöur þing- flokks Sjálfstæöisflokksins, þeg- ar Visir spuröi um skoöun stjórnarandstööunnar á því aö sett veröi bráöabirgöalög um beina samninga rikisvalds viö bændur. Gunnar sagöi, aö þingflokkur Sjálfstæöisflokksins kæmi sam- an i dag og myndi meöal annars ræöa þetta mál. „Pálmi Jónsson flutti á siö- asta þingi itarlegar tillögur um stefnumörkun i landbúnaöar- málum og þar er eitt atriöiö þaö, aö samiö veröi beint viö bændur. Ég er sammála Pálma”, sagöi Gunnar Thor- oddsen. „Ég er sammála öllu, sem leiöir til meiri skynsemi i þess- um málum og ef þetta er nauö- synlegt til aö koma fram ein- hverju meira viti, tel ég aö þaö sé skoöandi”, sagöi Magnús H. Magnússon, heilbrigöisráö- herra. „Min skoöun er sú aö þaö sé hæpiö aö gera þetta svona skömmu fyrir þing, hins vegar heföi þetta þurft aö vera komiö á, Ég sé ekki aö þaö breyti þessu verölagi, sem þegar er komiö á, en þaö gæti haft áhrif á verölag- iö 1. desember. En hvort þaö er nauösynlegt aö setja bráöa- birgöalög til aö hafa áhrif á þaö, skal ég ekki segja. Þetta er I rétta átt, þvi aö kerfiö,sem veriö hefur, hefur al- veg gengiö sér til húöar”, sagöi Magnús. —JM Veröa gefin út bráöabirgöalög um beina samninga bænda og rikisvalds um landbúnaöar- vöruveröiö? .jiæpio ao gera Detta rétt ðöur en hing hefst” Belnafundur (Mýrahreppi 00 HLUTI AF PERLUFESTI víkihoaBld orafin upp Gröf frá víkingaöld fannst skammt frá Höfn i Hornafirði fyrir skömmu. Þar fundust bein ungrar stúlku og hluti af perlufesti. I fyrrasumar var jaröýta notuö til aö slétta tún viö bæinn EinHolt áMýrum. Varmeöalannarsjafn- aö úr hól nokkrum og tekinn rúm- lega einn metri jarövegs af hon- um. I sumar fauk svo enn meiri jarövegur ofan af hólnum og komu þá I ljós nokkur bein. Haft var samband viö Ingólf Waage, lögregluþjón á Höfn, sem siöan haföi samband viö Þjóöminja- safniö. „Gröfin var næstum alveg eyöi- lögö af jaröýtunni”, sagöi Guö- mundur ólafsson, safnvöröur, en hann fór til Hornafjaröar til aö rannsaka gröfina. „Þaö er ekki nema rétt botninn af gröfinni sem er heill. En af þvf sem ég sá, gat ég ákvaröaö aö hér væri um aö ræöa gröf eöa kuml frá vikingaöld og beinin eru aö öllum likindum af ungri stúlku. Gröfin er utan kirkjugarös og beinin sneru noröur-suöur, meö höfuöiö i suöur. Þaö bendir ein- dregiö til þess, aö þetta sé gröf úr heiönum siö. Ennfremur fundum viö eina litla perlu, sem örugg- lega er hluti af perlufesti, sem lögö hefur veriö I gröfina. Þaö bendir einnig til þess, aö þetta sé heiöin gröf, þvi aö viö kristnitök- una lagöist sá siöur niöur aö r Perlan, sem fannst viö gröfina. Hún er úr blálituöu gleri. Visis- mynd: JA. leggja muni i grafir. Perlufestin bendir einnig til þess, aö þarna hafi stúlka veriö dysjuö”, sagöi Guömundur. Beinaleifarnar, sem fundust, eru partur af hauskúpu, kjálka- brot og tennur, brot úr lærlegg, nokkrir hryggjarliöir og rifbein. Guömundur ólafsson, safn- vöröur, flutti beinin meö sér til Reykjavíkur, þar sem ýtarlegri rannsókn veröur gerö á beinun- um, og þó sérstaklega tönnunum. —ATA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.