Vísir - 19.09.1979, Blaðsíða 4
olj&ekyi'
Eflir
Hans Chr.
Erlandsen
Þaö er ekki vandalaust aö spá fram í tímann, Oft er
það mjög mikilvægt/ að reyna að skyggnast inn í
framtiðina og sjá fyrir ókomna hluti. Þannig finnst
Norðmönnum eðlilega mikils um vert að reyna að sjá
fyrir framvindu olíuvinnslunnar í Norðursjó. Hvernig
framleiðsla olíu og jarðgass muni æxlast/ hve mikla
þörf olíuiðnaðurinn hefur fyrir þjónustu iðnaðar í
landi og svo f ramvegis. Svo stór þáttur sem olíuiðjan
er i nosku efnahagslífi.
mm
Línuritiðhér fyrir ofan myndina sýnir spá fyrirfram-
leiðslu svæða, sem 1. janúar 1979 hafði verið ákveðið
að nýta. Brotalinan sýnir framleiðsluspá, sem tekur
til þeirra sömu svæða og til viðbótar þau svæði, þar
sem sannanlega er til olía, en bíða enn ákvörðunar
um, hvort nýtt verði eða ekki.
Hversu lengi
endlsl oifu-
ævlntýrið?
Kaup norsku ollui&junnar á
nau&synjum og þjónustu I landi
veröur þetta ári& einhvers sta&ar
á milli þriggja og fjögurra mill-
jar&a norskra króna. Skattar og
skyldur munu nema einhvers
staöar milli sex og sjö milljar&a
norskra króna.
Ollu- og gasframlei&slan á
komandi árum veldur miklu um,
hvaö fjármálaráöuneytiö getur
reiknaö meö miklum tekjum til
ráöstöfunar. Til grundvallar fjár-
hagsáætlunum sinum leggja em-
bættismennirnir olluframleiöslu-
spá ollurá&sins. Hún þykir nokk-
uö örugg og nákvæm, þegar tek-
ur til næstu ára, enda byggist hún
á afrakstri þeirra borhola og
vinnslusvæöa, sem þegar hafa
veriö tekin 1 gagniö. En þegar
lengra liöur fram í tlmann, verö-
ur hún ónákvæmari, enda þarf
þar aö ganga út frá fleiri og fleiri
forsendum gefnum.
Nefna má dæmi um mikilvægi
þess aö hafa örugga spá viö aö
styöjast. Aöur studdist fjármála-
ráöuneytiö I áætlunum sinum viö
ágiskanir ollufélaganna um, hve
mikil olia og gas fyndist á norska
landgrunninu. Þær tölur voru
langtum hærri, en spá oliuráös
rikisins.
Þar sem menn studdust viö
hærri tölurnar, stofnuöu þeir I
bjartsýninni til meiri erlendra
skulda, en ella heföi veriö gert aö
llkindum. Siöar fóru menn sér
hægar i sakirnar, og völdu milli-
veginn milli ágiskana oliufélag-
anna og oliuráösins. Nú oröiö
styöjast þeir einungis viö spá
oliuráösins, sem flestir sér-
fræöingar telja nákvæmasta.
Hve lengl
endist olfan?
Hve lengi munu Norömenn búa
aö oliuframleiöslunni? Sam-
kvæmt upplýsingum oliuráösins
eru nú fundnar, svo aö óyggjandi
sé taliö, oliu- og gaslindir, sem
geta gefiö af sér jafngildi 1600
milljóna tonna af oliu. Þessi oliu-
gildi eru fundin meö þvi aö um-
reikna gasiö yfir I oliu, svo aö
ekki þurfi aö notast i daglegu tali
viö nema eina einingu.
Af þessum 1600 millj. tonna
liggja 1000 milljónir I oliusvæö-
um, sem sögö eru nú komin I fulla
nýtingu. í byrjun næsta áratugs
veröur ársframleiöslan á þessum
svæöum komin upp I 600 milljón
tonn og á hún aö haldast nokkurn
veginn jöfn út áratuginn. Eftir
1990 er ætlaö aö hún muni dala
niöur í 20 milljón tonn á ári fram
til ársins 2000.
Hin 600 milljón tonnin liggja á
svæöum, þar sem vinnsla er ekki
hafin, en framleiöslan gæti hafist
I kringum 1985, ef menn telja arö-
bært aö vinna þá oliu eöa ná henni
upp.
MiKlar olluvonlr
enn
En áöur en sú stund rennur upp,
vonast menn til þess aö veröa
búnir aö finna enn meiri oliu, og á
dögunum bárust fréttir af þvi, aö
fundist heföu gaslindir, sem
tækju langt fram þvi, sem áöur
hefur fundist I Norðursjónum.
Olluráöiö norska ætlar, aö þaö
leynist 4000 milljón tonn oliugilda
I Noröursjónum sunnan 62.gráöu.
E&a meö öörum oröum um þaö bil
2500 milljón tonn til viöbótar þeim
1600 milljónum, sem núna er vit-
aö um. Þessi ágiskum er byggö á
mati á þeim upplýsingum, sem
fengist hafa meö jaröfræöirann-
sóknum, og stuöst um leiö viö þá
reynslu, sem menn hafa öðlast af
tlu til fimmtán ára oliuleit i
Noröursjónum.
Ef menn deila I þetta ollumagn
meö 65 milljón tonnum, en þaö er
ársframleiöslan, sem Norömenn
munu ná innan skamms, geta
menn fengiö svar viö spurning-
unni um, hve lengi olian muni
endast. Meö þeim vinnsluhraöa
endist ævintýriö I sextíu ár eöa
rúmlega þaö. Sérfræ&ingar munu
þó veröa fljótir aö benda á, aö
sllkur útreikningur gefi ekki
raunrétta mynd. Þeir mundu
benda á, aö olian liggi ekki all-
sta&ar I svo stórum pollum, að
þaö borgi sig að reisa þar rándýra
borpalla til þess aö ná henni upp.
Ef menn taka þaö meö I reikning-
inn er réttara aö gera ráö fyrir,
aö olían endist I fjörutlu ár, eöa til
ársins 2020.
1 stórþinginu norska eru menn
þó ásáttir á, aö „hæfilegur
vinnsluhraöi” væri níutiu milljón
tonna ársframleiösla. Meö sömu
reikningsaöferöinni og aö ofan
var til tekin fá menn þá út, aö upp
úr 2010 fari aö styttast I oliuævin-
týriö.
Svnd velðl en
eKki gefin
1 þessum vangaveltum er gert
ráö fyrir bæöi þeirri ollu, sem
sannanlega er til staöar, og þeim
2500 milljón tonnum, sem giskaö
er á, aö megi finna til viöbótar.
En þaö er fjarri því búiö a& finna
hana, og getur það reynst sýnd
veiöi, sem ekki veröur gefin. Aöur
veröur aö leita aö henni, og þar
koma til tilraunaboranir sem
undanfari og brautryöjandi
vinnslunnar. A Statfjaröar-svæö-
inu vita menn til dæmis ekki i
dag, hvernig þeir ætla aö flytja
gasiö I land, sem er af þvi aö þar
hefur ekki veriö boraö nóg. Menn
vita því ekki, hve mikil olía finnst
þar eöa gas — eöa á nærliggjandi
svæöi. A meöan veröur ekki flan-
aö aö þvi aö byggja upp flutnings-
kerfi, sem dugaö gæti.
Misjðfn afkoma
Ef menn hafa glögga yfirsýn
yfir, hvar ollan finnst, er auöveld-
ara aö haga vinnslunni þannig, aö
hún veröi sem jöfnust. Meö þvl er
unnt aö snei&a hjá hæöum og
lægöum I framleiöslunni, sem
mundi framkalla tilsvarandi
hæöir og lægöir I atvinnulifinu.
Norömenn veröa samt aö gera
ráö fyrir þvl aö framleiöslan
gangi eitthvaö upp og niöur. 1 spá
fyrir þörf á vinnuafli til þess aö
byggja borpalla og framleiöa
annan útbúnaö, er gert ráö fyrir,
aö I kringum áriö 1985 dali hún
niður I tvö þúsund menn, en bæöi
áöur og á eftir geti hún stokkiö
upp I sex þúsund menn. Þetta er
ekki óyggjandi spá, og vel hugs-
anlegt, aö 1 öldudalnum fari eftir-
spurnin eftir vinnuafli niöur I
núll, ef ekki liggja strax fyrir ný
verkefni á fyrstu árunum eftir aö
núverandi oliusvæöi eru komin I
fulla vinnslu.
Hagræðlng
Meö góöri yfirsýn yfir, hvar oli-
an er, kemur margt fleira til
góöa. Lltil ollulind ein út af fyrir
sig veröur naumast nýtt. En finn-
ist hún liggjandi aö ööru stærra
ollusvæöi, er hugsanlegt meö hóf-
legum tilkostnaði, aö tengja hana
þvi stóra. Finnist litla svæðiö ekki
fyrr en eftir, aö þaö stóra hefur
verið tæmt, glata menn tækifær-
inu til þess aö nýta þaö litla.
Stóra spurningin, sem brunnið
hefur Norömönnum I muna slö-
asta áriö, er sú, hve mikil olla
muni finnast noröan 62. gráöu.
Eftir miklar deilur þar sem menn
höföu áhyggjur af þvi aö bora
eftir oliu á auöugustu fiskimiðum
Norömanna hefur stórþingiö i
huga aö leyfa tilraunaboranir
þar. Hugsanlegt þykir, aö þar sé
aö finna átta eöa niu sinnum-
meiri oliu en sunnar I Noröur-
sjónum. En þaö er líka
hugsanlegt, aö þar finnist ekki
dropi, eöa þá svo litiö, aö ekki
svarar kostnaöi aö reyna a& ná
henni upp. Jaröfræöirannsóknir
þykja benda til þess aö þar séu
flest skilyröi til þess aö finna
megi ollu. Tilraunaboranir geta
einar skoriö úr þvl. Ef þau svæöi
eiga aö geta tekið viö af þeim,
sem nú eru I notkun — þegar þau
fara aö þverra — geta Norömenn
varla beöiö öllu lengur meö aö
hefja leitina.
Fiskiiðnaöinum stendur hins-
vegar mikill stuggur af
mengunarhættunni, sem samfara
er olíuvinnslunni, og hefur hann
spyrntharövltuglega gegn þvi, aö
boranir hæfust noröan 62.gráöu.
Rök hinna, sem halda þvi fram aö
björgunartækni til þess aö afstýra
stórslysum eöa breg&a viö, ef þau
bera upp á, hafa þó unnið á.
öhappiö I Mexikóflóa, þar sem
sprenging varö I borholu, þegar
glóandi heitur borinn rakst ofan I
poll fullan af eldfimu gasi og ollu,
hefur aftur komiö mönnum til
þess aö hugsa sig um tvisvar.
Mexikanar hafa ekki enn slökkt
eldana, sem gjósa upp úr holunni.
Né heldur hefur þeim tekist aö
stemma stigu viö ollustreyminu
úr borholunni. Viö björgunar-
starfið hafa unniö norskir sér-
fræöingar, sem tóku viö, þegar sá
frægi „Rauöi Adair” gafst upp og
hvarf frá. Hafa landar þeirra
eölilega fylgst vel meö, hve þeim
hefur oröiö ágengt, sem þvl miöur
hefur ekki veriö mikiö.