Vísir


Vísir - 19.09.1979, Qupperneq 8

Vísir - 19.09.1979, Qupperneq 8
Þriðjudagur 18. september 1979 'iPík- 8 utgefandi: Reykjaprenth/f Framkvæmdastjóri: Davifl Guðmundsson Ritstjórar: Ólafur Ragnarsson Hörfiur Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Anna Heiður Oddsdóttir, Axel Ammendrup, Friðrik Indriðason, Gunnar E. Kvaran, Gunnar Salvarsson, Halldór Reynisson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Pá11 Magnússon, Sigurður Sigurðarson, Sigurveig Jónsdóttir, Sveinn Guðjónsson, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson, Þorir Guðmundsson. Utlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, AAagnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Siguröur R. Pétursson. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611 7 linur. Askrift er kr. 3.500 á mánuði innanlands. Verð i lausasölu kr. 180 eintakifi. Prentun Blaðaprent h/f SÉRLEYFI 0G FLUGðRYGGISMÁL A meginhluta áætlunarflugvalla landsins vantar tilfinnanlega nauðsynlegan tækjabún- aö til þess að öryggisskilyrðum sé fullnægt, en ekki er slöur ástæða tii þess að veita flugfélögum aðhald varöandi eftirlit og tækjabúnað vélanna. Innlend flugmál hafa talsvert verlð á dagskrá síðustu daga, ekki síst vegna ákvörðunar Ragnars Arnalds, samgönguráð- herra, um ráðstöfun áætlunar- flugleyfa, sem Vængir höfðu áð- ur. Af hálfu flugfélagsins Iscargo hefur verið þyrlað upp dálitlu moldviðri í fjölmiðlum vegna þessa máls, og er engu líkara en félagið haf i búist við að sérleyf in nánast fylgdu með þegar það keypti húseignir Vængja, og tók flugvélar þeirra á leigu. Við því var ekki að búast, heldur var eðlilegt, að ráðherra kannaði til hlítar hæfni umsækjenda til þess aðsinna sem best f lugþjónustu til þeirra staða, sem hér um ræðir. I því sambandi vega viðhaldsað- staðaog öryggi farþeganna mjög þungt ásamt atvinnumöguleikum flugmanna og annarra starfs- manna Vængja, sem sagt hafði verið upp. Vísir telur Ragnar Arnalds hafa tekið rétta og skynsamlega ákvörðun í þessu máli með því að veita Arnarflugi bróðurpart flugleiðanna og minni flugfélög- um á Isafirði og Akureyri áætl- unarleyfi á styttri leiðunum, enda voru umsagnir og óskir heimamanna á þeim stöðum, sem sérleyfin ná til, nánast á einn veg. Engu að síður var nauðsynlegt að samgönguráðherra setti fyrir- vara í leyfisveitinguna til Arnar- f lugs með tilliti til þess, að Flug- leiðir eiga meirihluta í félaginu. Með tilliti til hans er hægt að grípa í taumana, ef Flugleiðir breyta flugáætlunum Arnarflugs eða sýna tilburði í þá átt að koma í veg fyrir þá nauðsynlegu sam- keppni, sem þarf að vera í innan- landsfluginu milli Arnarflugs og Flugfélags (slands. Mjög náið þarf að fylgjast með þessu atriði af hálfu ráðuneytisins. Flugfélagið Vængir var um siðustu mánaðamót svipt sérleyf i sínu vegna ónógrar eftirlits- og viðhaldsaðstöðu og var það gert vonum seinna þar sem rekstur- inn hafði frá því um áramót byggst á undanþágum flugmála- yfirvalda. Slíkar undanþágur til langframa vegna skorts á öryggi í sambandi við búnað flugvéla ættu ekki að þekkjast í landi þar sem oft þarf að fljúga við mjög erfið skilyrði. Leggja þarf megináhersluáaðtryggja öryggi þess fólks, sem notfærir sér þennan ferðamáta nútímans, bæði með stöðugu og góðu eftir- liti með flugvélunum og búnaði þeirra og einnig með því að bæta flugvellina og koma upp við þá sem bestum tækjakostnaði. Tillögur flugvallanefndar á sínum tíma um ákveðna mark- aða tekjustofna til þess að hægt væri að fullgera og búa tækjum áætlunarflugvelli landsins fengu ekki hljómgrunn á alþingi, en þörf væri á að vekja það mál að nýju nú á komandi þingi. Það er ófært, að meginhluti áætlunar- f lugvalla landsins sé með búnaði, sem telst undir lágmarkskröf um, þegar meginþungi farþegaflugn- inga innanlands fer fram með f lugvélum. Sannast sagna teljumst við fs- lendingar til vanþróaðra þjóða hvað varðar varanlega vegagerð og búnað flugvalla, og er brýnt að við hristum af okkur slenið í þessum efnum. Mikið átak væri hægt að gera í vegamálunum ef það fé, sem tekið er af bfleigend- um í formi alls kyns skatta færi til vegagerðar og ákveðinn hluti tekna af Fríhöfninni og flugvall- arskattar færu til tækjakaupa og frágangs áætlunarf lugvalla landsins, eins og flugmálayfir- völd hafa lagt til. Fjallaö um efniö af óhlutdrægni og höværö Ætla má aö ekki þyki fréttnæmt þótt ný bók komi á markaöinn hjá hinni miklu bókaþjóö, en nýútgef- in bók eftir Dr. Jón ó. Ragnars- son matvælaefnafræöing hefur þar þó nokkra sérstööu. Bókin ber titilinn Næring og heilsa og er 389 blaösiöur. Formála skrifar Dr. Bjarni Þjóöleifsson, læknir. Helgafell gefur bókina út. Eins og heiti bókarinnar gefur til kynna fjallar bókin um nær- ingu og heilsu. Efninu er skipt i 17 kafla, og 6 viöauka. 1 bókinni er fjöldi af töflum, llnuritum og skýringarmyndum, auk þess prýöa bókina hnyttilega geröar teiknimyndir eftir Sigrúnu Eld- járn. t bók þessari fjallar höfundur um hin margvlslegustu efni og málaflokka sem snerta beint og óbeint næringu og heilsu i vlö- tækri merkingu. Enda segir I I. kafla bókarinnar: „Heilsufar okkar er eins og vefur spunninn úr ótal þráöum”. Lýst er heilsufari þjóöarinnar s.l. öld. Sagt frá mannfræöilegum og næringarfræöilegum rann- sóknum hér á landi á þessu tima- bili. Meirihluti bókarinnar fjallar um næringarfræöi og áhrif ein- stakra næringarefna á starfsemi likamans og heilsufar. Einkum eru kaflarnir um næringarefnafræöi svo sem vita- mln, steinefni og snefilsteinefni mjög ýtarlegir. Til skilningsauka eru kaflar um liffærafræöi, efna- skipti likamans, ýmsa algenga sjúkdóma, svo sem sykursýki, of- fitu, krabbamein, meltingarsjúk- dóma, æöasjúkdóma, háþrýsting o.fl. Kaflinn um orsakir og meö- ferö offitu er t.d. mjög áhuga- veröur. Ráöleggingar um mataræöi og almenn manneldismarkmiö nefn- ir höfundur tvo slöustu kaflana. Framangreind upptalning gef- ur þó mjög ófullkomna hugmynd um fjölbreytni bókarinnar, sem er meö óllkindum. Um allt efniö er fjallaö á mjög fagmannlegan hátt, raktar vls- indalegar niöurstööur slöustu ára I þessari fræöigrein, en þekkingu á þessu sviöi hefur fleygt fram. Alyktanir eru yfirleitt hófsamar og I þeim efnum þar sem skoöanir vlsindamanna eru skiptar er fjallaö um efniö af óhlutdrægni og hógværö. Er þaö mikil prýöi á bókinni og á eflaust eftir aö losa margan lesandann viö fordóma og ranghugmyndir sem úir og grúir af I því sem skrifaö hefur veriö um manneldismál. Stlll höfundar er skýr og án til- geröar. Fjölmörg tækni og fræöi- orö bókarinnar falla yfirleitt vel aö texta og hefur þurft hug- kvæmni til. Eflaust mætti gagnrýna eitt og annaö I bókinni, þvl aö gallalaus bók veröur tæpast skrifuö um svo fjölbreytt efni, en aö svo miklu leyti sem undirritaöur ber skyn á er erfitt aö benda á nokkra kór- villu I þessari bók. Um hitt hljóta aö veröa skiptar skoöanir hverju heföi mátt sleppa og hvaö fleira heföi átt aö taka meö. Geysimikill fróöleikur felst I fjöldamörgum töflum, myndum og linuritum bókarinnar. Fimm Sykur I kaffiö. Ein af myndum Sigrúnar Eldjárn i bókinni „Næring og heilsa”. Snorri Páll Snorrason, læknir skrifar i tilefni af útkomu bókarinnar Næring og heilsa eftir Jón Óttar Ragnarsson og segir aö um allt efniö sé fjallaö á mjög fagmannlegan hátt og ályktanir séu yfirleitt hófsamar og ekki sé aö efa, aö bókin veröi mikiö notuö viö kennslu i næringar- og manneldisfræöi. viöaukar og ýtarleg atriöisoröa- skrá auövelda notkun bókarinnar og auka gildi hennar. Frágangur texta er þannig aö bókin er mjög aögengileg og hef- ur höfundur viö ritun bókarinnar og rööun efnis haft I huga nota- gildi hennar viö kennslu I skólum. Er ekki aö efa aö bók þessi veröur mikiö notuö til kennslu I næringar- og manneldisfræöi, enda, eins og segir I formála, þá hefur þessi bók aö geyma öll undirstööuatriöi næringarfræö- innar og hver kafli hennar er byggöur upp sem sjálfstæö heild meö ágripi. Bókin hentar þvi vel til kennslu en á ekki síöur erindi til þeirra fjölmörgu sem áhuga hafa á manneldismálum og holl- um lifnaöarháttum. Höfundi vil ég þakka lofsvert framtak og óska honum til ham- ingju meö árangurinn.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.