Morgunblaðið - 21.09.2001, Blaðsíða 2
DAGLEGT LÍF
2 B FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
R
ÉTT eins og spörfugl-
arnir hafa mennirnir
yndi af hreiðurgerð.
Heimilið á ekki aðeins
að vera griðastaður
undan ógnum heimsins. Við eigum að
nota tækifærið til að skapa okkar
eigin stíl í því skyni að hvílast og
njóta. Ef minnst er á innanhússhönn-
un detta eflaust flestum fyrst í hug
hefðbundnar innréttingar, húsgögn
o.fl. Æ fleiri eru þó að átta sig á því
að til að skapa rétta andrúmsloftið á
heimilum skiptir miklu máli hvernig
lýsing og ljósahönnun er valin. Ingi
Már Helgason, lýsingarráðgjafi,
gengur meira að segja svo langt að
segja að orðið hafi vakning á meðal
almennings á mikilvægi lýsingar síð-
ustu árin. Sífellt verði algengara að
fólk leiti eftir ráðgjöf um lýsingu í
húsum. Sérstaklega í nýbyggingum
og í tengslum við viðameiri breyting-
ar á húsnæði.
„Við hjálpum fólki að velja ljós til
að ná fram réttu birtunni og stemmn-
ingunni í hverju rými fyrir sig,“ segir
hann og bætir því við að svokallaðir
„dimmerar“ njóti vaxandi vinsælda.
„Með „dimmer“ er auðvelt að stilla
birtuna eftir hentugleikum hverju
sinni. Ég get nefnt dæmi um að fólk
haldi matarboð og vilji ekki brjóta
upp stemmninguna eftir matinn með
því að taka af borðinu. Þá er er auð-
velt að færa áhersluna með því að
lækka ljósin yfir matarborðinu og
kveikja ljós annars staðar í íbúðinni
eða rýminu.“
Óbein gólflýsing hefur ekki síður
átt upp á pallborðið hjá fólki síðustu
árin. „Litlum ferköntuðum ljósum er
gjarnan komið fyrir niður undir gólfi
í herbergjum þar sem fólk vill hafa
örlitla skímu að næturlagi, t.d. í
svefnherbergjum. Ekki er heldur
óalgengt að óbein lýsing sé látin
varða leiðina að baðherberginu.“
Skrautleg áhersluljós
Meginstraumunum í lýsingu verð-
ur best lýst með því að aðgreina
grunn- og áherslulýsingu. „Grunn-
lýsing þjónar því hlutverki öðrum
fremur að veita viðeigandi birtu í
rýminu. Ljósin eru frekar hlutlaus,
t.d. mattir kúplar og lampar í ljósum
litum,“ segir Ingi Már og tekur fram
að öðru máli gegni um áherslulýs-
inguna. „Algengt hefur verið að gera
ráð fyrir einu áhersluljósi í hverju
rými, t.d. yfir borðstofuborði, á borði
eða vegg. Öfugt við ljósin í grunnlýs-
ing draga áhersluljósin að sér at-
hygli. Útlitið er áberandi, skærir lit-
ir, nýstárleg form og efni.“
Allir litir – öll form
Á alþjóðlegri hönnunarsýningu í
Mílanó nýverið mátti greina nýja
strauma og stefnur í lýsingu.
„Áhersluljósunum í hverju rými er
að fjölga. Ljósin eru orðin enn meira
áberandi, litirnir skærari og formin
nýstárlegri. Frelsið er eiginlega orð-
ið fullkomið. Engar reglur eru lengur
í gildi. Allir litir, öll form eru í tísku,“
segir Ingi Már og nefnir þó eitt form
sérstaklega þegar gengið er á hann.
„Ferkantað verður æ meira áber-
andi, t.d. í grunnlýsingu. Þar er bæði
átt við lampa, loft- og veggljós og eig-
inlega alveg ótrúlegt hvernig hægt
er að vinna á mismunandi vegu með
formið. Fjölbreytilegt efni spilar
þarna auðvitað inn í. Leikið er með
króm, gler og auðvitað plast.“
Lampi sem skiptir litum og kallar þannig fram mismunandi stemmningu.
Morgunblaðið/Þorkell
Hér hefur áherslulýsingu á heimili verið komið fyrir yfir borðstofu-
borði. Takið eftir því að stillt hefur verið á rauða birtu öðrum megin.
HÖNNUN
Fullkomið
frelsi
Góð lýsing á heimilum er flestum ljós.
Anna G. Ólafsdóttir kveikti á perunni í
spjalli við Inga Má Hauksson lýsingarráð-
gjafa og þrjá frumlega hönnuði. Ferkantað form nýtur vaxandivinsælda.
LJÓSA
Grunnlýsingin felur í sér frekar
hlutlaus ljós.
HUGMYNDIN að Olíu-lampanum kviknaði ívinnu við leikmynd. Við
vorum að velta því fyrir okkur
hvernig við gætum losnað við
hljóðið frá „slæds“-myndavél og
datt í hug að setja hana ofan í
þessa einangrunarolíu,“ segir
Aðalsteinn Stefánsson hönnuður
og útskýrir að ekki hafi verið
hægt að nýta hugmyndina í leik-
myndinni af því að myndvörp-
unaráhrif linsunnar hafi horfið í
vökvanum. „Aftur á móti datt
mér í hug að athuga hvort hægt
væri að nýta hugmyndina í
hönnun á eins konar olíulampa.
Ég setti ljóskastara, „ljósadimm-
er“ og mótor inn í glæran fer-
kantaðan glerkassa og 3 lítra af
svona olíu ofan í. Olían
er ekki eldfim og hef-
ur verið notuð til ein-
angrunar og kælingar
í spennuvirkjum. Með
því að snúa takka á
hliðinni er hægt að
stilla ljósið og hraða
mótorsins. Þar með er
hægt að hafa áhrif á
öldugang olíunnar í
lampanum og flökt-
andi birtuna frá ljós-
inu á umhverfið í kring.“
Aðalsteinn segir að lampinn
hafi vakið talsverða athygli á
samsýningu 8 ljósahönnuða und-
ir yfirskriftinni Ljósasögur í Ás-
mundarsal í nóvember í fyrra.
„Ég efast þó um að lampinn eigi
eftir að seljast mikið. Þegar
hönnuðir stíla ekki inn á mark-
aðinn heldur velja að vera með
„frítt spil“ verður róðurinn inn á
markaðinn oft þungur, t.d. af því
að hlutirnir eru flóknir í fram-
leiðslu. Stundum hafa hlutir ver-
ið framleiddir í takmörkuðu
upplagi og þá hafa hönnuðirnir
sjálfir yfirleitt lagt á sig mikla
vinnu á öllum stigum.“
Aðalsteinn Stefánsson lauk
námi af fjöltæknideild Mynd-
lista- og handíðaskóla Íslands ár-
ið 1996 og í sviðsmyndahönnun
frá Danmarks Designskóla 1996.
Olíulampi
í breyttri
mynd
Nýi olíulampinn minnir um fátt á þá gömlu.
Aðalsteinn Stefánsson
hönnuður
ÉG HAFÐI verið með hug-ann við lampa þegarkonan mín kom heim úr
innkaupaferð með flottan plast-
poka einhver tíma á árinu 1999.
Í huganum runnu plastpokinn
og lampinn saman í eins konar
pokalampa. Eftir að hafa fundið
glerfiber til að dempa ljósið frá
perunni í pokann settist ég nið-
ur við saumavélina í eldhúsinu
til að sauma frumgerðina,“ seg-
ir Sigurður Gústafsson, arkitekt
og hönnuður, og tekur fram að
hann hafi meira í gamni en al-
vöru sent pokalampann til fram-
leiðanda síns í Svíþjóð. „Lamp-
inn átti upphaflega aðeins að
vera skemmtileg gjöf. Annað
kom á daginn því að framleið-
endurnir voru ólmir í að fjölda-
framleiða lampann. Nú hafa
þeir varla við að framleiða hann
fyrir markað á Norðurlöndum
og í Þýskalandi.“
Sigurður viðurkennir að með
lampanum og nafninu Take
away sé í rauninni verið að upp-
hefja ruslmenninguna á Vest-
urlöndum. „Lampinn er svona
Take away-ljós. Þú getur keypt
hann í verslun, borið heim eins
og plastpoka, lagt frá þér og
stungið í samband hvar sem
vera skal í íbúðinni. Auðvelt er
að færa hann með sér milli
rýma eða hengja upp í loftið
eins og venjulegt loftljós,“ segir
hann en Take away er 38 cm
hár og 32 cm breiður.
Sigurður Gústafsson lauk
arkitektanámi frá háskólum í
Kaupmannahöfn og Ósló árið
1990. Hann hlaut nýverið
sænsku Bruno-Maths-
son-verðlaunin fyrir hús-
gagnahönnun sína.
Take
away-
pokaljós
Sigurður Gústafsson
arkitekt og hönnuður
Upphafin ruslmenning.