Morgunblaðið - 21.09.2001, Blaðsíða 7
undar greindu frá óvenjulegum at-
burðum í nýja landinu, sögðu frá
tækninýjungum í landbúnaði og
hvöttu landsmenn til dáða. Þarna
fékk fólk fréttir frá ættingjum og vin-
um, fólki sem það treysti, og þannig
urðu bréfin og dagbækurnar raun-
verulega eini miðillinn sem miðlaði
góðum hugmyndum um landsins
gagn og nauðsynjar. Þessi miðill var
því augljóslega afar þýðingarmikill á
þessu tímabili, á seinni hluta nítjándu
aldar og í upphafi þeirrar tuttugustu.
Mikilvægi þessara miðlunarþátta,
bréfa og dagbóka, minnkar svo með
aukinni bóka- og blaðaútgáfu og
hvers konar fjölmiðlun. Þeir héldu
hins vegar gildi sínu fyrir persónuna
sjálfa og það á í rauninni einnig við
um okkur nútímamenn þrátt fyrir
allar tækniframfarir, eins og dæmið
af sjálfum mér sannar.“
Sigurður Gylfi sagði að ótrúlega
margir nútímamenn héldu dagbækur
með einum eða öðrum hætti og ef til
vill hefðu dagbókarfærslur aldrei ver-
ið almennari en einmitt nú:
„Ég er sannfærður um að þú held-
ur einhvers konar dagbók, þó að það
sé ekki nema bara í dagatalinu þínu á
vinnustaðnum. Þú skrifar áreiðan-
lega hjá þér verkefni sem fyrir liggja
eða fundi sem þú þarft á mæta á og
merkir við í dagatalinu þegar þú þarft
að fara til tannlæknis, svo dæmi séu
nefnd. Þetta er bara ein tegund af
dagbókarskrifum. Hér áður fyrr hétu
þær bændadagbækur og voru haldn-
ar um það hvernig búreksturinn
gekk. Sumir bændur gengu lengra í
skrifum sínum og fóru að tjá sig um
líðan sína og til dæmis hvernig þeim
varð við þegar þeir fundu kúna dauða
í skurði. Það er oft stutt skerfið úr
vinnustaðadagbókum yfir í persónu-
legar dagbækur og menn fara þá að
tjá sig um ýmislegt sem fyrir ber yfir
daginn: „Ég var á fundi með starfs-
mönnum fyrirtækisins í dag og þar
komu fram hugmyndir sem mér leist
ekkert á...“ Fyrr en varir finna menn
hversu góð aðferð þetta er til að létta
á hjarta sínu fara þá jafnvel að bæta
við enn persónulegri hugleiðingum.
Það er alveg ljóst að dagbókin lifir
góðu lífi og mun gera um ókomna
framtíð.
Því til stuðnings get ég nefnt að
þegar haldinn var dagur dagbókar-
innar, 15. október 1998, þá voru um
sex þúsund einstaklingar fengnir til
að halda dagbók þennan tiltekna dag
og senda skrifin til Þjóðminjasafns-
ins. Úr þessu varð til bók sem Mál og
menning gaf út nokkrum mánuðum
seinna og heitir „Dagbók Íslendinga“.
Þessi bók er ótrúlega áhugaverður
samtímaspegill og furðulega
skemmtileg lesning, allt frá því að
vera mjög opinskáar lýsingar um
einkahagi viðkomandi í það að vera
bara hefðbundin úttekt á því hvernig
dagurinn gekk fyrir sig. Þarna skrif-
uðu ungir sem aldnir og var talsverð-
ur munur á hvernig menn tjáðu sig, til
dæmis eftir aldri. Þessi bók er útaf
fyrir sig merkileg heimild um hvernig
fólk notar tungumálið á mismunandi
hátt. Góð viðbrögð við „degi dagbók-
arinnar“ sannfærðu mig um að fólk
hefur enn áhuga á að notast við þetta
form, dagbókina, og ég held að sendi-
bréfið eigi líka eftir að ná sér aftur á
strik, þegar fólk fer að sjá í gegnum
tölvupóstinn,“ sagði Sigurður Gylfi og
það vottaði fyrir vonarglampa í aug-
um hans við þessi orð.
Tölvupóstur er
eins og samtal
Um kosti og galla tölvupóstsins og
muninn á honum og „gamla, góða“
sendibréfinu sagði Sigurður Gylfi
meðal annars:
„Í tölvupóstinum fá menn oftast
svar um hæl. Samskiptin ganga mjög
hratt fyrir sig, sem getur auðvitað
komið sér vel í nútímaþjóðfélagi.
Samskipti manna í tölvupósti verða
oft frekar eins og samtal. Munurinn
er sá að í hinu hefðbundna sendibréfi
fer fólk meira inn í sjálft sig, kafar
dýpra í sálarlífið og menn hugsa
meira um orðin sem þeir festa á blað.
Í tölvupóstinum er meiri hætta á að
menn láti allt flakka, skrifa bara það
sem þeim dettur í hug í augnablikinu.
Kosturinn við tölvupóstinn eru
þessi snöggu viðbrögð, en um leið
geta þau kallað fram vandamál, sér-
staklega þegar menn láta vaða van-
hugsuð orð sem þeir dauðsjá eftir.
Annar ókostur við tölvupóstinn, ekki
síst út frá sjónarhóli sagnfræðinnar,
er auðvitað sá, að það sem skrifað er í
tölvupóst geymist yfirleitt ekki. Þess-
um bréfum er venjulega eytt með því
að slá á takkann „delete“. Þar með fer
forgörðum merkileg samtímaheimild
um alþýðumenningu á Íslandi. En
þótt heimildir glatist um tiltekna
hugsun og atburði í tölvupósti má
telja víst að hugsunar- og hugmynda-
ferli samfélagsins gangi hraðar fyrir
sig, við skiptumst á skoðunum um
réttlæti og ranglæti af meiri krafti en
áður. Síðan verðum við bara að gera
það upp við okkur hvort er mikilvæg-
ara, varðveislan eða lífið! Einhverjir
sagnfræðingar myndu eflaust halda
því fram að þetta tvennt væri eitt og
hið sama.“
Sigurður Gylfi með bréf sem
faðir hans, Magnús Helgason í
Hörpu, skrifaði foreldrum sín-
um frá Hull árið 1938.
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2001 B 7
Cider vinegar
diet formúla
FRÁ
Apótekin
Fríhöfnin
Vatnslosun, brennsla,
og megrun
með GMP gæðaöryggi
H
á
g
æ
ð
a
fra
m
le
ið
sla
Elskulega móðir mín!
Guð gefi þér allar stundir góðar
og gleðilegar; hann gefi þjer skjót-
an og góðan bata, og gleðilegt nýj-
ár. Það hryggir mig að vita ekki
hvernig þér líður, enn gleður mig,
að vita, að þú varst síðast á bata-
vegi, er ég frétti; ég vona, að þér
hafi farið síðan dagbatnandi, og að
ég fái frá þjér næst kærkomið bréf.
Þannig hefst bréf, dagsett á
Garði 7. nóvember 1880, frá Finni
Jónssyni, síðar prófessor í norræn-
um fræðum við Kaupmannahafn-
arháskóla, til móður sinnar Önnu
Guðrúnar Eiríksdóttur. Bréfið er
eitt fjölmargra sem birt eru í bók
Sigrúnar Sigurðardóttur sagnfræð-
ings, „Elskulega móðir mín, systir,
bróðir, faðir og sonur. Fjöl-
skyldubréf frá 19. öld“, en þar eru
dregin fram sýnishorn úr sendi-
bréfum fjölskyldu Önnu Guðrúnar
og Jóns Jónssonar Borgfirðings.
Sjálfsagt eru þessi bréf dæmigerð
fyrir sendibréf frá þessum tíma, en
hér eru dregnar fram heimildir um
alþýðufólk sem hófst til vegs og
virðingar á Íslandi og í Danmörku á
sviði mennta og stjórnmála á seinni
hluta nítjándu aldar. Börn Jóns og
Önnu urðu sum þjóðkunn og auk
Finns má þar nefna Klemens Jóns-
son landritara og ráðherra og Guð-
rúnu Borgfjörð sem var þekkt kona
á sinni tíð.
Bókin er sú þriðja í heim-
ildaflokknum „Sýnisbók íslenskrar
alþýðumenningar“ og í formála
segja ritstjórarnir, Kári Bjarnason
og Sigurður Gylfi Magnússon, með-
al annars að höfundurinn, Sigrún
Sigurðardóttir, sé ein þeirra sem
hafi lagt rækt við einsöguna og tek-
ið þátt í að móta aðferðir hennar
hér á landi. „Eins og kunnugt er
hafa íslenskir sagnfræðingar sem
tengjast einsöguhefðinni unnið
mikið með persónulegar heimildir
meðal annars vegna þess að þær
gefa fræðimanninum tækifæri til að
kafa dýpra í atburði eða fyrirbæri
sem eru til rannsóknar. Þessi bók
ætti að gefa fræðimönnum sem
vilja tileinka sér aðferðir einsög-
unnar möguleika á að nýta sér þann
efnivið sem hér er til umræðu.
Sigrún hefur þann háttinn á að
láta heimildirnar tala sínu máli að
mestu en skýtur inn stuttum skýr-
ingarköflum sem eru til þess gerðir
að auðvelda lesendum lesturinn.
Hún ritar einnig inngang að bók-
inni þar sem gerð er grein fyrir
heimildum, túlkunarmöguleikum
þeirra og aðalpersónum. Aðal-
áhersla er þó á texta fjölskyldunnar
sjálfrar og gefst les-
endum þannig tæki-
færi til að túlka heim-
ildirnar eftir sínu
höfði og mynda sér
skoðanir á atburðum,
persónum og fyr-
irbærum sem þarna
koma við sögu.“
Þörfin mun
ekki hverfa
Sigrún er nú stödd í
Kaupmannahöfn við
framhaldsnám og eft-
irfarandi svör sendi
hún í tölvupósti um
hæl, hratt og örugg-
lega, daginn eftir að
spurningarnar voru sendar. Tölvu-
pósturinn er því augljóslega ekki
alvondur:
Hvaða gildi höfðu bréfaskrift-
irnar fyrr á tímum?
„ Gildi bréfa og bréfaskrifta er
mjög misjafnt eftir því í hvaða sam-
hengi það er skoðað. Ef við tökum
sem dæmi systkinin Finn Jónsson
og Guðrúnu Borgfjörð sem eiga
bréf í bókinni „Elskulega móðir
mín“ þá má segja að bréfaskrift-
irnar hafi verið þýðingarmikill
þáttur í lífi þeirra, og ekki aðeins
vegna þeirrar augljósu staðreyndar
að þau gerðu þeim unnt að halda
sambandi við fjarstadda ættingja
og vini heldur einnig vegna þeirra
áhrifa sem bréfaskriftirnar höfðu á
sjálfsmynd þeirra. Fyrir Guðrúnu
Borgfjörð og margar aðrar konur
var sá tími sem þær eyddu í bréfa-
skriftir mjög dýrmætur því að þá
settust þær niður til þess að skapa
frásögn eða sögu úr því lífi sem þær
lifðu. Þær veltu fyrir sér hlutum
sem þeim hafði ekki gefist tækifæri
til að íhuga áður og breyttu þannig
upplifun sinni í reynslu.
Þannig höfðu bréfaskriftirnar
mikla þýðingu fyrir þær hug-
myndir sem einstaklingurinn gerði
sér um sjálfan sig og stöðu sína í
samfélaginu. Þær endurspegla þar
af leiðandi sjálfsmynd einstaklings-
ins og hvernig hann staðsetur sig
innan ákveðinna samfélagshópa, til
dæmis fjölskyldunnar, vinahópa og
þjóðfélagsins. Úr bréfunum má
einnig lesa heilmikið um kynhlut-
verk og þá möguleika og skorður
sem hefðbundin viðhorf um kyn-
hlutverkið settu fólki.
Það sama má segja um tjáningu
fólks á tilfinningum sínum sem
meðal annars varpa ljósi á sam-
skiptamynstur og þar með sam-
skipti til dæmis foreldra og barna,
systkina, vina og vinkvenna, yf-
irvalds og alþýðu. Bréf
hafa því mikið gildi
sem heimildir og þau
má nota til að varpa
ljósi á bæði ytri um-
gjörð fólks sem og
hugmyndir þeirra um
sjálft sig og heiminn.“
Mun sendibréfið
halda velli í framtíð-
inni eða hverfa alveg
fyrir tilstuðlan tal-
síma- og tölvutækni?
Ef svo fer hvers förum
við þá á mis?
„ Þörf fólks fyrir að
raða minning-
arbrotum saman í eina
heild og mynda þannig
frásögn um líf sitt mun sjálfsagt
ekki hverfa þó að rafræn samskipti
og sá hraði sem þeim fylgir verði sí-
fellt umfangsmeiri í lífi flestra
Vesturlandabúa og annarra for-
réttindahópa. Rafræn samskipti og
þá er ég einkum að hugsa um tölvu-
póst hefur þróast í þá átt að vera
fyrst og fremst vettvangur fyrir
upplýsingamiðlun. Þar sem hraðinn
er helsta einkenni hans þykir ekki
við hæfi að einstaklingurinn setjist
niður og skrifi langlokur um líf sitt
og tilfinningar. Til þess að búa til
sögu úr lífi sínu þarf einstakling-
urinn næði og tíma. Því miður virð-
ist sú skoðun njóta mikilla vinsælda
í því hraðasamfélagi sem við lifum í
að með því að hugsa, íhuga líf okk-
ar og annarra, þá séum við fremur
að eyða tímanum í stað þess að
njóta hans. Nútímasamskipti bjóða
ekki upp á að við séum að flækja
málin með því að íhuga þau. Öllu
máli skiptir að koma upplýsingum
sem hraðast á framfæri.
Þannig er unnt að gera allt sem
skilvirkast og græða sem mestan
pening og umfram allt, með skil-
virkum boðleiðum komumst við hjá
því að eyða tíma okkrar sjálfra og
annarra. Bréfaskriftir og sá hæga-
gangur sem þeim fylgir passa ekki
vel inn í þetta samfélag. Þörf
mannsins fyrir að gera upp líf sitt
er samt sem áður söm við sig og í
leit að farvegi fyrir þessa þörf eru
ýmsar leiðir færar í nútímanum.
Það sem einkennir ef til vill bókaút-
gáfu og listsköpun aldamótanna er
þörf fólks til að líta til baka, gera
upp sína eigin sögu sem og sögu
mannkynsins, unglingsárin og sögu
tuttugustu aldar.
Um þetta vitna ótal samtímabók-
menntir og listsýningar sem hafa
yfir sér ævisögulegt form eða vinna
með bréfaformið og þá möguleika
sem það felur í sér.“
Sigrún Sigurðardóttir sagnfræðingur
Sigrún
Sigurðardóttir
Bréfin endurspegla
sjálfsmyndina
SYSTURNAR Elísa og Guðbjörg
Skúladætur hafa ekki látið tölvu-
tæknina aftra sér frá því að skrifast á
við pennavinkonur með hinum hefð-
bundna hætti, sem tíðkaðist löngu
áður en tölvupóstur kom til sögunn-
ar. Þær skrifast á við frænkur sínar á
Egilsstöðum, systurnar Hörpu Sif og
Ester Ölmu Gunnlaugsdætur.
„Ég byrjaði að skrifast á við
Hörpu Sif eiginlega um leið og ég
lærði að skrifa, sjö eða átta ára,“
sagði Elísa, en hún er nú ellefu ára
og pennavinkonan fyrir austan er
tveimur árum eldri. Guðbjörg, sem
er níu ára, kvaðst líka hafa byrjað sjö
ára að skrifast á við Ester Ölmu, en
þær eru jafnöldrur.
Þær systur eru sammála um að
það sé mun skemmtilegra að hand-
skrifa bréfin en að skrifa þau á tölvu-
skjá. „Ég er ekki mikið fyrir tölvur,“
segir Elísa, sem hefur orð fyrir þeim
enda eldri. „Mér finnst líka miklu
skemmtilegra að fá bréfin inn um
bréfalúguna, en að fá þau með tölvu-
pósti,“ bætir hún við. Þær kváðust
báðar geyma bréfin sem þær fá.
– Um hvað er svo skrifað í bréf-
unum?
„Bara um það sem er að gerast frá
degi til dags. Til dæmis um það
hvernig gengur í skólanum og svo-
leiðis,“ sögðu þær systur og kváðust
ekkert vera á leiðinni að breyta til og
skipta yfir í tölvupóstinn.
Frænkur og pennavinkonur
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Systurnar Elísa og Guðbjörg með nokkur bréfanna.
Skemmtilegra að fá
bréfið inn um lúguna