Morgunblaðið - 21.09.2001, Síða 8

Morgunblaðið - 21.09.2001, Síða 8
AUÐLESIÐ EFNI 8 B FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Sjúkraliðar boða verkfall SJÚKRALIÐAR, sem starfa hjá ríkinu og stofnununum Grund og Ási, hafa boðað þrjú þriggja daga verkföll. Það fyrsta hefst 1. október ef samningar hafa ekki náðst. Verkfallið nær til rúmlega helmings allra starfandi sjúkraliða í landinu. Áhrif verkfalls sjúkraliða yrðu talsverð og verið er að skoða hve mikið þyrfti að draga úr starfsemi sjúkrahús- anna. Nýr leiðtogi IAIN Duncan Smith hefur ver- ið kjörinn leiðtogi breska Íhaldsflokksins. Hann hlaut 61% atkvæða. Duncan Smith tekur við af William Hague, sem sagði af sér eftir tap Íhaldsflokksins í þingkosningum í júní. Ein fyrsta yfirlýsing hins nýja leið- toga varðaði árásirnar á Bandaríkin. Hann fordæmdi árásirnar og hét stuðningi við aðgerðir Bandaríkjastjórnar. 20 flóttamenn á tveimur vikum 20 ERLENDIR flóttamenn sóttu um pólitískt hæli á Ís- landi fyrstu tvær vikur sept- ember. Þetta eru nærri því jafn margir flóttamenn og allt árið í fyrra. Flestir þeirra sem sóttu um hæli núna eru frá Austur- Evrópu og Mið-Austurlöndum. Þeir líta á Ísland sem stökk- pall til Bandaríkjanna. Alls hafa nærri 50 manns sótt um hæli hér á landi á þessu ári. Flestum umsókn- um, sem búið er að afgreiða, hefur verið hafnað. Nokkrir flóttamannanna hafa fengið dvalarleyfi hér. Forsetinn í Aþenu ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fór í opinbera heimsókn til Grikklands í vik- unni. Heimsóknin hófst á þriðjudaginn með fundi for- seta Íslands og forseta Grikk- lands, Constantino Steph- anopolos, í forsetahöllinni í Aþenu. Ólafur Ragnar átti einnig fundi með forsætisráðherra Grikklands, forseta gríska þingsins og forystumönnum grískra stjórnmálaflokka. Hann skoðaði sölustaði ís- lenskra sjávarafurða í Aþenu og Akrópólishæð. Þá opnaði forsetinn sýningu sem helguð er ævi og störfum Halldórs Kiljans Laxness. GEORGE W. Bush Bandaríkja- forseti hefur lýst því yfir að sádi-arabíski hryðjuverkamað- urinn Osama bin Laden sé efstur á lista yfir þá sem grun- aðir eru um hermdarverkin í Bandaríkjunum í síðustu viku. Hann vill ná bin Laden „dauð- um eða lifandi“. Nærri 6 þús- und manns létu lífið í árás- unum. Milljónir manna víða um heim hafa látið í ljós sam- úð með Bandaríkjamönnum vegna árásanna. Stjórnvöld í Pakistan hafa heitið Bandaríkjastjórn stuðn- ingi. Þau sendu á mánudag- inn hátt setta embættismenn til Afganistans til fundar við stjórn talibana. Vöruðu þeir við því að árásir yrðu gerðar á landið ef bin Laden yrði ekki framseldur. Colin Powell, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, hef- ur lagt áherslu á að baráttan gegn hryðjuverkamönnum muni ekki beinast gegn íslam. Hann sagði að sá tími kynni að koma að hervaldi yrði beitt. Tugir þúsunda manna hafa flúið frá afgönskum borgum vegna ótta við hugsanlegar árásir Bandaríkjamanna. Þús- undir streyma frá landinu til nágrannaríkja, meðal annars Pakistans. Tengsla við bin Laden leitað Miklar rannsóknir á tilræð- unum standa yfir. Þær bein- ast meðal annars að því að finna tengsl flugræningjanna við bin Laden eða stuðnings- menn hans. Þá er verið að rannsaka hvort flugræningjar hafi verið um borð í fimmtu flugvélinni á þriðjudaginn. Sú vél fór ekki í loftið vegna bil- unar. Margvíslegar afleiðingar Mikil röskun hefur orðið á flugumferð vegna árásar- innar. Þetta hefur komið illa við rekstur flugfélaga. Banda- ríkjaþing hefur ákveðið að veita 15 milljörðum dollara í aðstoð við bandarísk flug- félög. Stjórnvöld í nokkrum Evrópulöndum íhuga að fara að dæmi þeirra og veita evrópskum flugfélögum að- stoð. Hlutabréf lækkuðu mikið í verði þegar opnað var fyrir við- skipti í Bandaríkjunum á mánudaginn. Sérstaklega varð mikil lækkun á hlutabréf- um í flugfélögum. Óvissa í kjölfar hryðjuverka Reuters Þessi fjölskylda er meðal þúsunda flóttamanna sem hafa flúið til Pakistans undanfarna daga. JOSÉ Carreras og Sigrún Hjálmtýsdóttir fengu mikið klapp og húrrahróp á tón- leikum í Laugardalshöll á mánudagskvöldið. Kór Ís- lensku óperunnar og Sin- fóníuhljómsveit Íslands og stjórnandanum, David Giménez, var líka fagnað innilega. Fjölmörg aukalög voru flutt í lok tónleikanna og þótti lokadúettinn, Li- biamo úr La Traviata, sér- lega glæsilega sunginn. J SÉ arreras og Sigrún jál týsdóttir fengu ikið klapp og húrrahróp á tón- leiku í Laugardalshöll á ánudagskvöldið. ór Ís- lensku óperunnar og in- fóníuhljó sveit Íslands og stjórnandanu , avid i énez, var líka fagnað innilega. Fjöl örg aukalög voru flutt í lok tónleikanna og þótti lokadúettinn, Li- bia o úr La Traviata, sér- lega gl silega sunginn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Glæsilegur söngur Netfang: auefni@mbl.is Fasteigna- og brunabótamati mótmælt 8.000 kærur bárust UM það bil 8.000 at- hugasemdir bárust Fast- eignamati ríkisins vegna nýja matsins. Flestir þeirra sem kæra matið telja að brunabótamat húseigna sinna sé of lágt. Nýja matið tók gildi 15. september. Nokkurn tíma tekur að kanna allar þess- ar athugasemdir og telur Haukur Ingibergsson, for- stjóri Fasteignamatsins, að það muni taka nokkra mánuði. Meðal annars þarf að skoða eignirnar. Viðhorf til lögregl- unnar kannað ANNAR hver íbúi Reykjavík- ur er ánægður með þjón- ustu lögreglunnar. Flestir Reykvíkinga telja sig örugga þótt þeir séu einir á gangi í sínu hverfi eftir miðnætti. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var í sumar. Kannað var viðhorf fólks til afbrota og öryggis í borg- inni. Hringt var í 2.700 ein- staklinga á aldrinum 18-80 ára. Spurt var hvernig þjón- ustu fólk teldi lögregluna veita í sínu hverfi. Rúmlega 50% töldu hana góða, en um 20% sögðust telja hana slæma. Fram kom að 3% svarenda höfðu orðið fyrir ofbeldisbroti á síðasta ári. 7 af hverjum 10 þeirra töldu lögregluna hafa leyst illa úr málinu. Ingimundur Einarsson varalögreglustjóri segir að athugað verði hvað sé að í þessu tilliti. „Svona niður- staða kallar á það að við spyrjum okkur að því hvað við getum gert betur,“ sagði hann.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.