Morgunblaðið - 21.09.2001, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.09.2001, Blaðsíða 3
Lampar sem skipta litum Blaðamaður hváir þegar Ingi Már segir frá lampa sem skiptir litum. „Jú,“ segir hann. „Utan um peruna er hlíf í nokkrum litum. Með því að ýta á einn takka er hægt að færa hlíf- ina og skipta um lit á ljósinu. Einn og sami lampinn með ljósum skermi getur orðið gulur, appelsínugulur og grænn – allt eftir andrúmsloftinu hverju sinni.“ Að síðustu nefnir Ingi Már að komið sé í tísku að lýsa upp hús og aðrar byggingar í mismunandi litum. „Menn hafa verið að leika með lýs- ingu, t.d. með því að láta ljósin leika um ákveðna fleti,“ segir hann og bætir við að hann hafi einmitt fengið tækifæri til að leika með lýsingu inni í fyrirtæki fyrir skemmstu. „Við hönnuðum lýsingu fyrir sýningarsal Toyota ekki alls fyrir löngu. Með hvítri grunnlýsingu varpast gult, rautt og grænt ljós um salinn og verður sérstaklega áberandi á nótt- unni. Ef einhver ökumaður á Kringlumýrabrautinni hefur verið að velkjast í vafa um hvaðan blikkandi ljósið í Kópavoginum komi, er þetta skýringin.“ Rauð ljós eru dæmigerð áherslulýsing fyrir heimili. DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. SEPTEMBER 2001 B 3 MIÐAÐ við lögunina gatStjarna átt jafn vel við.Púsl varð ofan á af því að hægt er að púsla sömu einingunni saman með mismunandi hætti,“ segir Dögg Guðmundsdóttir, iðn- hönnuður, um nýjasta ljósið sitt, Púsl. „Ég byrjaði að þróa formið eftir að hafa hannað annað ljós, Flug- dreka (Kite), í byrjun janúar. Flug- dreki byggist upp á uppröðuðum bylgjulaga hvítum plastblöðum í A4 stærð sem hægt er að forma að eigin vild með því að festa þá með segulhnöppum á járnplötu. Púsl þróaðist úr ferhyrndri plastplötu í skerm með hálfkúlu í miðjunni og fjórum öngum út frá sér. Annars vegar er hægt að festa einn skerm á vegg eða loft. Hins vegar er hægt að setja sam- an tvo skerma til að mynda hangandi loftljós, stand- lampa eða tengja fleiri skerma saman til að búa til eins konar skilvegg í þrívídd á miðju gólfi í stóru rými sem tengist við loft og gólf. Fóturinn á standlampanum er í sömu lögun og skerm- urinn,“ segir Dögg og fram kemur að kynning á Púsli sé þegar hafin. „Ég sendi nokkrar teikningar í miklum flýti í al- þjóðlega hönnunarsamkeppni í Belgíu í vor. Í framhaldi af því var skermurinn valinn á yfirstandandi ljósahönnunarsýningu í Knokke- heist í Belgíu.“ Ekki líður heldur á löngu þar til Púsl verður komið í verslanir. „Sænska fyrirtækið sem fram- leiðir Flugdrekann ætlar að fram- leiða Púsl. Vonandi verður lamp- inn kominn á markað í kringum áramót. Útfærslan fyrir fjölda- framleiðslu ætti að vera einfaldari heldur en raunin varð á með Flug- dreka. Það tók eitt og hálft ár að undirbúa hann fyrir framleiðslu.“ Dögg lagði stund á iðnhönnun við Istituto Europeo di Design í Mílanó 1992 til 1996 og Danmarks Designskole 1996 til 1998. Púslað í tvívídd og þrívídd Tvö Púsl verða að loftljósi. Dögg Guðmundsdóttir iðnhönnuður Ljósmynd/Sigurður Páll Sigurðsson RÓTTÆK dýraverndarsamtök, sem njóta stuðnings bítilsins fyrrverandi sir Pauls McCartneys, hafa hafið krossferð í breskum skólum gegn mjólkurdrykkju. Í áróðri sínum er reynt að koma því inn hjá börnum að mjólk geri þau feit og bólugrafin. Samtökin bera heitið „People for Ethical Treatment of Animals (Peta) sem þýða má „fólk sem berst fyrir siðferðilegri meðferð dýra“. Þau hafa meðal annars á stefnuskrá sinni andstöðu gegn kúabændum „af sið- ferðilegum ástæðum“ eins og það er orðað. Samtökin hafa látið prenta um hundrað þúsund áróðursspjöld með eins konar „Pokémon- handbragði“, sem dreift var til skólabarna í Englandi við upphaf skólaárs nú í haust. Á áróðursspjöld- unum eru teiknimyndafígúrur á borð við „Spotty (bólugrafna) Sue, Windy (viðreksturs) Wendy, Phlegmy (hráka) Phil og Chubby (þybbni) Charlie og gefið í skyn að ef börnin drekki mjólk muni þau eiga við sömu vandamál að stríða og þessar ógæfulegu fígúrur. Á einu áróðursspjaldanna segir m.a: „Mjólkurdrykkja gæti orðið til þess að fólk forðast þig því margir sem drekka mjólk þjást af – þú fyr- irgefur – óstöðvandi viðrekstri.“ Peta-herferðinni verður einnig hleypt af stokkunum á vegum sam- bærilegra dýraverndarsamtaka í Bandaríkjunum, sem njóta stuðn- ings ýmissa frægra kvikmynda- og rokkstjarna á borð við Ringo Starr, Oliver Stone og Pamela Anderson, í andstöðu við bændur og ríkisstjórn landsins. Paul McCartney hélt ný- lega samkomu í New York til að stofna sjóð á vegum Peta, sem not- aður verður í áróðursskyni, en áróð- urinn gegn mjólkurdrykkju er með- al annars liður í að mótmæla „arðráni“ bænda á húsdýrum al- mennt. Bresk heilbrigðisyfirvöld hafa hvatt börn til að drekka mjólk á hverjum degi og í breska blaðinu Sunday Times, sem fjallað hefur um þetta mál, er haft eftir Suzi Leather, talsmanni „Food Standards Agency“, að mjólk sé „einhver nær- ingarríkasta fæða sem fyrirfinnist og innihaldi nánast öll þau næring- arefni sem maðurinn þarfnast,“ eins og það er orðað. Samkvæmt frásögn Sunday Times hafa margir kennarar brugðist hart við áróðri Peta og þeirri aðferð að beina áróðrinum beint að börnunum sjálfum en ekki foreldrum þeirra. Haft er eftir Tim Benson, skóla- stjóra Nelson-grunnskólans í austur- hluta Lundúna, að svona „frekjuleg- ar baráttuaðferðir séu sorglegar þar sem saklaus börn eigi í hlut, en börn trúi yfirleitt því sem þeim er sagt. Að mínum dómi er mjólk afar þýð- ingarmikil fyrir heilsu barna og ég ráðlegg þeim að drekka hana dag- lega,“ segir skólastjórinn. Áróðursspjald með mynd af „Þybbna“-Charlie. Þar stendur meðal annars: Eftir- lýstur, þekktur mjólkurþamb- ari, Chubby Charlie. Bítill gegn mjólk M ynd/Sunday T im es Geisladiskahulstur aðeins 500 kr. NETVERSLUN Á mbl.is flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.