Vísir - 12.10.1979, Blaðsíða 11

Vísir - 12.10.1979, Blaðsíða 11
VÍSIR iFöstudagur 12. október 1979 Sophla í koddaslao Þó hin stórfallega Sophia Loren sé talin grandvör og róleg útávið, þá slettir hún ærlega úr klaufun- um á hverjum degi. Þegar hún er með son- um sinum er oft glatt á hjalla og koddaslagur er ekki óalgengur. A þessum myndum má sjá Sophiu reiða hátt til höggs en sonur hennar, hinn sex ára gamli Edoardo, skýlir sér. En Edoardo nær að hefna sin og siðan stig- ur hann villtan sigur- dans. Eldri sonur Sophiu, hinn tiu ára gamli Cipi, litur ekki einu sinni upp frá leik sinum meðan á orrust- unni stendur. Samverustundir mæðginanna hefjast klukkan 14 og lýkur klukkan 15:30 daglega. Þá snúa piltarnir sér að skólanáminu en móðir þeirra fer aftur til kvikmyndaversins. HUNDASYNING I MOSFE LLSSVEIT Hundaræktarfélag ís- lands gengst fyrir hundasýningu 14. októ- ber i Mosfellssveit. Á sýningunni verður þekktur, breskur dóm- ari, L.C. James, sem er sérfræðingur i veiði- hundadómum. Dæmt veröur i sex flokkum, hvolpaflokki, unghundaflokki, al- mennum flokki, flokki hunda meö afkvæmi, besta árangri i ræktun og öldungaflokki. Hundaræktarfélagiö, sem er 10 ára um þessar mundir, gekkst fyrir sams konar sýningu sl. haust. Sú sýning var haldin i Garöabæ. Hundarnir þurfa aö vera ætt- bókarfæröir hjá Hundaræktar- félaginu eöa i annarri viöur- kenndri ættbók. Formaður sýningarnefndar er Matthias Pétursson, en ásamt honum sjá um skrásetningu sýningarhunda þeir Þór Þor- björnsson, Stefán Gunnarsson og Valdimar Þorsteinsson. Björn Guömundsson Bjðrn Guðmundsson á fundi í alDióöastjórn Lions-hreyfingarinnar Færeyia- flug 1 frétt um Færeyjaflug I Visi á þriöjudag, var fjallaö aðeins um flugvélakost þeirra aöila sem hafa sótt um, sem eru Iscargo annarsvegar og Flugfélag Norö- urlands og Flugfélag Austur- lands hinsvegar. Þar var meöal annars sagt aö Chieftain vél eins og minni flug- félögin ætla aö nota væri ekki heppileg til þessa flugs, þar sem hún hefur ekki nægilegt buröar/flugþol. Um Twin Otter vél eins og Iscargo ætlar að nota var aöeins sagt aö hún tæki 19 farþega. Þar féll aftan af aö Twin Otter er sist betur til þessa flugs fallin en Chieftain. Báöir aöilar hyggjast enda kaupa nýjar vélar ef þeir hreppa hnossiö. —{jT. Björn Guðmundsson forstjóri i Sportver sótti nýlega fund i alþjóða- stjórn Lionshreyfingar- innar sem haldinn var í Virginíufylki i Banda- rikjunum. Björn er annar Islendingurinn sem sæti á i þessari stjórn en sá fyrrivar ÞorvaldurÞorsteinsson. Lionshreyfingin hefur 1,3 mil- jónir félaga I 150 löndum og er stærsti félagsskapur I heimi sem hefur þjónustu viö náungann aö markmiði. Stjórnarmenn i alþjóðastjórn- inni eru frá 14 löndum og komu þeir saman til aö ræöa starfsem- ina i' nútiö og framtlö og móta starfsaöferöir og stefnu hreyfingarinnar. Þessi fundur sem er einn af þremur á þessu starfstímabili, var haldinn til þess aö samtökin yröu virkari i aö sinna þörfum sambræðranna um allan heim, aö því er segir I frétt frá Lions- hreyfingunni. —KS Látiö ohkur vería vaðninn Ryóvarnarskálinn Sigtumö — Simi 19400 \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.