Morgunblaðið - 29.09.2001, Blaðsíða 2
2 D LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hvert er hlutverk háskólans?
„Hlutverk hans er að þjóna ís-
lensku þjóðfélagi með rannsókn-
um og kennslu á öllum þeim
fræðasviðum sem hann hefur
burði til að sinna. Hann hefur ætíð
verið trúr þessu hlutverki og það
er erfitt að hugsa sér hver viðgang-
ur samfélagsins hefði orðið án
hans. Með stofnun háskólans var
rennt styrkum stoðum undir upp-
byggingu hins íslenska samfélags
sem hlaut fullveldi 1918 og stofn-
aði eigið ríki, hið íslenska lýðveldi,
árið 1944.“
Hvað einkennir starfsemi há-
skóla?
„Háskóli — universitas — er
staður þar sem fólki gefst færi á að
einbeita sér að því að leita skiln-
ings á hverju sem vera skal og öðl-
ast fræðilega og tæknilega kunn-
áttu til að takast á við margvísleg
störf og verkefni. Hann er athvarf
til umhugsunar og einbeitingar
þar sem hópur fólks vinnur saman
við nám og rannsóknir og ræðir
með reglubundnum hætti um nið-
urstöður sínar og aðferðir í þeirri
von að komast nær hinu sanna og
rétta. Þar á að ríkja frelsi og friður
til að tala og hlusta, velta vöngum
og spyrja án þess að búast sam-
stundis við svari – og leitast sífellt
við að finna betri svör og betri
lausnir á alls
kyns fræðileg-
um, tæknilegum
og siðferðilegum
úrlausnarefnum.
Starf háskóla um
víða veröld hefur
verið meginfor-
sendan fyrir
framförum í
efnahagslegum,
pólitískum og
menningarleg-
um efnum í
heiminum. Há-
skóli Íslands hefur ekki verið eft-
irbátur annarra háskóla í heimin-
um. Með starfi sínu hefur hann
brotið íslenskri þjóð nýjar leiðir
inn í framtíðina, skapað skilyrði
fyrir fólk til að menntast og nýta
sér nýja tækni og uppgötvanir sem
gjörbylt hafa þjóðfélaginu.“
Er hlutverk Háskóla Íslands al-
farið að rannsaka og fræða? Er
menntun bara fræðsla?
„Nei, ég tel nauðsynlegt að gera
skarpan greinarmun á fræðslu og
menntun. Þessi greinarmunur
liggur öllu námi til grundvallar.
Fræðsla sprettur af ytri nauðsyn
og nútímaþjóðfélag gerir sívax-
andi kröfur til fólks að það fræðist
og læri um allt milli himins og
jarðar. Menntunin sprettur aftur á
móti af innri þörf manneskjunnar
til að átta sig á heiminum og sjálfri
sér, tileinka sér hugmyndir, kenn-
ingar og rök sem hjálpa henni að
hugsa og sjá tilgang og merkingu í
tilverunni. Eðli allrar fræðslu er að
skilja nemendurna eftir ófull-
nægða: fræðslan færir þeim kunn-
áttu af öllu tagi, en án þess að
segja þeim til hvers þeir eiga að
nota það sem þeir hafa lært. Eðli
menntunar er á hinn bóginn að
fullnægja nemendunum, hjálpa
þeim að yfirvega hvað máli skiptir
og hvað ekki. Hún krefst þess að
þeir beiti eigin dómgreind og nýti
frelsi sitt til að móta eigin lífshætti
og lífsstíl.“
En þetta tvennt, fræðsla og
menntun, fer það ekki saman?
„Jú, vissulega. Fræðsla er nauð-
synleg forsenda menntunar en
engan veginn nægileg. Menntunin
ræðst að endingu af vilja mann-
eskjunnar til að menntast, ráða sér
sjálf, kunna skil á verðmætum lífs-
ins, læra af reynslunni, kunna að
takast á við einveruna og deila líka
lífinu með öðrum. Allt þetta má og
þarf að kenna og læra, en það
verður ekki gert með fræðslu í
hefðbundnum stíl. Það er mark-
laust að ætla að fræða fólk um til-
gang lífsins. Það er hægt að kenna
fólki að hugsa um tilgang lífsins
svo fremi það kæri sig um það. Á
þessu tvennu er ekki stigsmunur
heldur eðlismunur. Í allri fræðslu
er hugsað fyrir fólk, hugsun þess
er stýrt eftir ákveðnum brautum
og það lærir að framkvæma
ákveðna hluti. Í þeim skilningi er
öll fræðsla tæknilegs eðlis. Um
menntun gegnir öðru máli: hér
veltur allt á því hvað hver og einn
hugsar af eigin rammleik og
kennslan er fólgin í sífelldri hvatn-
ingu til að takast
á við spurningar
sem engin örugg
og rekjanleg svör
eru til við. Eða ef
slík svör eru fyrir
hendi er kennsl-
an fólgin í að
sýna fram á að
þau standist ekki
og nemandinn
verði sjálfur að
svara spurning-
unum upp á eig-
in spýtur og bera
ábyrgð á svörum sínum.
Ég fullyrði að Háskóli Íslands er
nú betur í stakk búinn en nokkru
sinni fyrr að veita nemendum sín-
um trausta fræðslu á flestum svið-
um fræða og vísinda og að hann er
sannkölluð menntastofnun sem
hvetur nemendur sína til að leita
sér sífellt meiri og betri menntun-
ar. Það er skylda okkar að nýta þá
möguleika sem nútíminn býður
okkur.“
Nú eru til ýmsir ólíkir skólar sem
kallaðir eru háskólar, er ekki svo?
„Það er rétt að háskólahugtakið
hefur breyst. Segja má að í grófum
dráttum geti háskólar verið tvenns
konar, annars vegar það sem kalla
má hefðbundna háskóla, þar sem
boðið er upp á fjölmargar greinar
bæði til fyrstu háskólagráðu og
einnig til meistara- og doktors-
prófs. Í þessum háskólum fer yf-
irleitt mikið fyrir rannsóknum og
þetta eru hinir eiginlegu háskólar
ef svo má segja, sem eiga sér rætur
aftur til miðalda. Svo eru skólar
sem veita kennslu til fyrstu há-
skólagráðu, oft í fáum greinum, og
eru aðallega kennslustofnanir.“
Hverskonar háskóli er Háskóli
Íslands?
„Háskóli Íslands er hefðbund-
inn háskóli þar sem fengist er við
kennslu og rannsóknir á fjölmörg-
um fræðasviðum og boðið upp á
framhaldsnám til meistara- og
doktorsprófa. Honum hefur tekist
að þróast og dafna með breyttu
samfélagi og hann hefur átt stóran
þátt í mótun þess. En hinu má ekki
gleyma að þótt Háskóli Íslands sé
langstærsti háskóli landsins og
hinn eini sem býr yfir þeirri fjöl-
breytni sem nauðsynleg er grósku-
miklu háskólastarfi er hann ekki
stór skóli á alþjóðlegan mæli-
kvarða, einungis með rúmlega sjö
þúsund nemendur (þar af um 500
hundruð erlendir nemendur), um
400 fasta kennara, um 200 sér-
fræðinga, yfir 1.800 stundakenn-
ara og um 100 manns í öðrum
störfum við stjórnun og rekstur.“
Nær hann þá máli í alþjóðlegum
samanburði?
„Já, erlendir háskólamenn tala
oft um að heppileg stærð á full-
gildum háskóla sé á bilinu sex til
tólf þúsund nemendur. Slíkir skól-
ar eru taldir standa vel að vígi því
að þar er svigrúm fyrir mikla fjöl-
breytni í námi og rannsóknum en
fjölmennið er ekki farið að valda
vandræðum. Hérlendis er Háskóli
Íslands eina háskólastofnunin
sem býr yfir þeirri fjölbreytni og
þeim fjölda kennara og nemenda
sem getur staðið undir öflugu og
auðugu rannsókna- og fræðastarfi
á borð við viðurkennda evrópska
og norður-ameríska háskóla. Þessi
staða Háskóla Íslands meðal ann-
arra háskólastofnana í landinu
skapar honum einnig sérstöðu á
alþjóðavettvangi. Sérstaða hans er
sú að vera háskóli heillar þjóðar og
bera nafn hennar, en vera ekki að-
eins tengdur ákveðinni borg eins
og flestir erlendir háskólar austan
hafs og vestan. Þetta skapar Há-
skóla Íslands sérstakar skyldur
umfram flesta aðra erlenda há-
skóla, skyldur við landið og þjóð-
ina sem á hann og þá einnig við
aðra skóla í landinu þar sem fram
fer háskólakennsla.“
Og hver er þessi skylda við aðra
skóla?
„Meginskylda Háskóla Íslands
er sú að tryggja eftir megni að vís-
inda- og fræðastarf á Íslandi sé
með því besta og vandaðasta sem
stundað er í heiminum og standist
þær kröfur og væntingar sem
gerðar eru til alþjóðlega viður-
kenndra háskóla. Í þeim anda á
starfsemi Háskóla Íslands að vera
grunnurinn að margvíslegri
fræða- og rannsóknastarfsemi á
Íslandi og þar með uppbyggingu
annarra háskólastofnana í land-
inu.“
Þú nefndir að starfsemi Háskóla
Íslands væri grunnurinn að marg-
víslegri fræða- og rannsóknastarf-
semi og þá jafnframt uppbyggingu
annarra háskólastofnana í land-
inu. En er hann ekki um leið í sam-
keppni við þessa skóla?
„Jú, vissulega er ýmiss konar
samkeppni á milli háskólastofn-
ana í landinu – samkeppni um
góða nemendur, kennara og fjár-
ingi ríkisins og þjóðarinnar að
halda.“
Hvernig þá?
„Ég get endurtekið það sem ég
sagði á síðasta ársfundi skólans að
háskólinn er ein af undirstöðum
þjóðríkisins og menningarlífs
þess. Háskólinn og ríkisvaldið
þurfa að vinna náið saman og við
breyttar þjóðfélagslegar aðstæður
er nauðsynlegt að hugsa samskipti
þeirra eftir nýjum leiðum. Mikil-
vægt er að ræða þau af hreinskilni
á næstunni og láta ekki karp um
einstök mál skyggja á mikilvægi
þessara tengsla.“
Hvernig sérðu fyrir þér framtíð
Háskólans?
„Háskólinn vill fjölga valkostum
í grunnnámi, auka þverfaglegt
nám og nýta nútímatækni við
skipulag kennslu, náms og rann-
sókna. Ný kennslumiðstöð háskól-
ans á að gegna hér lykilhlutverki
og auðvelda kennurum og nem-
endum að auka gæði náms og
kennslu. Mikilvægasta stefnumál
háskólans er þó ekki bundið
grunnnámi heldur framhalds-
námi, meistara- og doktorsnámi.
Á þessu sviði er að verða bylting í
starfi Háskólans, sem skiptir sköp-
um fyrir framtíðina. Ég nefni
nokkrar tölur til fróðleiks: Á árinu
1990 voru brautskráðir fjórir fram-
haldsnemar, allir frá heimspeki-
deild, á árinu 1999 voru þeir orðn-
ir 64 frá sex af deildum skólans.
Fyrir þremur árum voru innritaðir
164 nemendur í framhaldsnám, á
árinu 1999 voru þeir orðnir 484 og
á yfirstandandi skólaári er fjöldi
þeirra kominn yfir 550.
Það er forgangsverkefni að stór-
efla og bæta framhaldsnám við
Háskólann á næstu fimm árum. Í
meistara- og doktorsnámi renna
þrjú meginmarkmið háskólans
saman í eitt: Efling rannsókna,
meiri menntun og aukin þjónusta
við landsmenn því að verkefni
nemendanna tengjast oft við-
fangsefnum í íslensku þjóðlífi.
Stefnt er að því að á árinu 2005
verði að minnsta kosti eitt þúsund
nemendur innritaðir í meistara-
eða doktorsnám og að af þeim
hópi brautskráist um 200 kandí-
datar árlega. Til viðmiðunar við
þessar tölur má nefna að á árinu
1999 voru brautskráðir um 1000
kandídatar með fyrstu háskóla-
gráðu. Framhaldsnemar voru þá
um 8% af heildarfjölda braut-
skráðra. Á árinu 2005 er stefnt að
því að um fimmtugur allra braut-
skráðra nemenda verði úr meist-
ara- eða doktorssnámi.
Nú á dögum þarf ekki að sann-
færa nokkurn mann um mikilvægi
menntunar og þekkingar fyrir af-
komu og örlög þjóðarinnar. Mun
íslensk þjóð með tungu sína, sögu
og sérstöðu lifa af í holskeflu þeirr-
ar heimsvæðingar sem gengur yfir
veröldina? Hver sem leiðir hugann
að þessu veit um hvað baráttan
mun snúast: Þekkingu, menntun
og sjálfsvitund okkar og þeirrar
kynslóðar sem við ölum upp. Hér
blasa óþrjótandi verkefni við Há-
skóla Íslands.“
muni bæði frá hinu opinbera og
einkaaðilum. Um leið fer sam-
keppni Háskóla Íslands við er-
lenda háskóla vaxandi með hverju
ári. Háskóli Íslands keppir nú við
aðra innlenda skóla á háskólastigi
á ýmsum sviðum. Þar má nefna
viðskiptafræði, lögfræði, hjúkrun
og uppeldis- og kennslufræði. Mér
finnst samkeppnin þó að verulegu
leyti snúast um athygli. Með auk-
inni áherslu á meistara- og dokt-
orsnám menntar Háskóli Íslands
marga kennara hinna skólanna og
gerir kandídötum þeirra kleift að
stunda framhaldsnám sitt á Ís-
landi. Hagsmunir þeirra og Há-
skóla Íslands fara því oft saman.
Fjölbreyttir valmöguleikar á há-
skólastigi auðga háskólaumhverf-
ið og hvetja skólana til þess að
standa sig betur. Þannig sam-
keppni er holl fyrir fræðasam-
félagið.
Ég set aftur á móti fyrirvara við
þá fullyrðingu að á Íslandi séu
starfræktir einkareknir skólar á
háskólastigi. Einkareknir háskólar
ættu samkvæmt orðanna hljóðan
að vera reknir af einkaaðilum fyrir
einkafé. Hinir svokölluðu einka-
reknu háskólar á Íslandi eru á hinn
bóginn kostaðir af almannafé með
sama hætti og opinberir skólar.
Ríkið greiðir jafnmikið með nem-
endum í einkareknum skólum og
nemendum í Háskóla Íslands. Eini
munurinn á einkaskólum á Íslandi
og ríkisskólum er sá að einkaskól-
ar hafa rétt til að innheimta sér-
stök skólagjöld, sem ríkið í raun
niðurgreiðir með því að veita
nemendunum lán á niðurgreidd-
um vöxtum til að greiða skóla-
gjöldin. Mikilvægt er að allir skólar
á háskólastigi, hvort sem þeir eru í
einkaeigu eða ríkiseigu, búi við
sambærileg starfsskilyrði.“
En hafa sértekjur skólans ekki
aukist á undanförnum árum?
„Sértekjur háskólans hafa aukist
verulega á undanförnum árum og
nema nú um það bil helmingi
framlags ríkisins til skólans. Fram-
lag ríkisins er til að mæta kostnaði
vegna kennslu og rannsókna, en
framlag Happdrættis Háskólans er
til nýbygginga og viðhalds. Þá aflar
Háskólinn tekna með endur-
menntunarnámskeiðum, fær
styrki úr innlendum og erlendum
sjóðum og sértekjur með þjón-
usturannsóknum. Háskóli Íslands
hefur þannig ávallt sýnt mikið
frumkvæði við tekjuöflun. Það er
hins vegar óþolandi fyrir skólann
að stjórnvöld setji hann í þá stöðu
að það verði að leggja á skólagjöld
við Háskóla Íslands svo að hann
búi við sömu starfsskilyrði og aðrir
skólar á háskólastigi. Er það þetta
sem þjóðin vill? Sannleikurinn er
sá að Háskóli Íslands hefur frá
upphafi byggst annars vegar á vel-
vilja þjóðarinnar og hins vegar á
frumkvæði stúdenta og kennara.
Stuðningur almennings hefur æv-
inlega verið mikill og á hann mik-
inn þátt í uppbyggingu skólans
með þátttöku sinni í Happdrætti
Háskólans. Háskólinn er þjóðskóli
og því þarf hann á sterkum stuðn-
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
REKTOR: „Stuðningur almennings hefur ævinlega verið mikill og á hann mikinn þátt í uppbyggingu skólans með
þátttöku sinni í Happdrætti Háskólans. Háskólinn er þjóðskóli og því þarf hann á sterkum stuðningi ríkisins og
þjóðarinnar að halda,“ segir Páll Skúlason rektor Háskóla Íslands
Háskólinn og samfélagið
Á þessu ári fagnar Háskóli Íslands 90 ára
afmæli sínu en hann var stofnaður 17.
júní árið 1911 við hátíðlega athöfn í
Alþingishúsinu. Kennsla hófst síðan í
október þá um haustið. Páll Skúlason,
heimspekingur og rektor, segir háskólann
hafa brotið íslenskri þjóð nýjar leiðir inn í
framtíðina. Mikilvægasta stefnumál Há-
skólans er að efla framhaldsnám, meist-
ara- og doktorsnám.
„Eini munurinn á
einkaskólum á Ís-
landi og ríkisskól-
um er sá að einka-
skólar hafa rétt til
að innheimta sér-
stök skólagjöld“