Morgunblaðið - 29.09.2001, Qupperneq 4
4 D LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Húrra fyrir okkur konum! Og dálítið húrrafyrir okkur Hannesi Hafstein!“ skrifaði
Bríet Bjarnhéðinsdóttir Laufeyju dóttur
sinni eftir að frumvarp Hannesar um rétt
kvenna til menntunar og embætta hafði ver-
ið samþykkt á alþingi 1911.
Þótt ekki væri full samstaða um það meðal
kvenna var farið af stað með fjársöfnun til að
stofna sjóð til heiðurs Hannesi á fimmtugs-
afmæli hans í desember 1911. Sjóðnum
skyldi „varið til styrktar íslenskum kven-
mönnum, sem stunda nám við Háskóla Íslands“. Minning-
arsjóður Hannesar Hafstein var afhentur Háskóla Íslands í
febrúar 1912 en ekki mátti úthluta styrkjum úr honum fyrr
en hann hafði náð ákveðinni upphæð og átti Háskólaráð að
ákveða eftir hvaða reglum skyldi farið við úthlutun. Þá mátti,
þætti Háskólaráði ekki þörf á úthlutun námsstyrkja, veita
verðlaun „eða styðja vísindalega starfsemi íslenskra kvenna,
er útskrifaðar sjeu frá Háskóla Íslands, eða styrkja þær til ut-
anfarar í vísindalegu skyni“.
Eftir því sem best verður séð var í fyrsta skipti veittur
styrkur úr sjóði Hannesar Hafstein vorið 1930 og fengu þá
læknanemarnir Jóhanna Guðmundsdóttir og María Hall-
grímsdóttir kr. 380 hvor.
Minningarsjóður Hannesar Hafstein hefur án efa skipt
stúdínur verulegu máli meðan hann var við lýði en líkt og
Háskólasjóður Hins íslenska kvenfélags er sjóðurinn nú hluti
af Sjóðasafni Háskóla Íslands.
Húrra fyrir
Hannesi Hafstein
HANNES HAFSTEIN
(1861-1922 )
Reglur um doktorsprófvið Háskóla Íslands
voru settar síðla árs 1917
og fór fyrsta doktorsvörnin
fram 25. október 1919. Það
var Páll Eggert Ólason sem
varði ritgerð sína um Jón
Arason biskup „til þess að
hljóta fyrir hana dokt-
orsnafnbót í heimspeki-
legum fræðum“, eins og segir í Árbók Háskólans. Vörnin fór
fram í sal neðri deildar Alþingis að viðstöddu fjölmenni.
Skipaðir andmælendur voru prófessorarnir Jón Aðils og Sig-
urður Nordal.
Páll Eggert kenndi við Háskóla Íslands og var prófessor í
sögu1921-29. Páll Eggert var sérlega afkastamikill á fræða-
sviðinu og eftir hann liggur fjöldi greina og bóka.
Hinn 16. janúar árið 1960 varð Selma Jónsdóttir listfræð-
ingur fyrst kvenna til þess að verja doktorsritgerð við skól-
ann. Vörnin fór fram í hátíðarsal HÍ. „Var salurinn þéttskip-
aður áheyrendum, bæði niðri og uppi, og urðu margir að
standa“, segir í blaðafrétt. Ritgerð Selmu fjallaði um rann-
sóknir hennar á býsanskri dómsdagsmynd frá Flatatungu í
Skagafirði. Andmælendur voru dr. Kristján Eldjárn og dr.
Francis Wormald frá Lundúnaháskóla. Selma var ráðin til
Listasafns ríkisins (síðar Íslands) árið 1950 og var for-
stöðumaður þess 1953-87.
Alls hafa 95 einstaklingar lokið doktorsprófi frá Háskól-
anum, þar af átta konur. Frá vörn Selmu liðu 37 ár þar til
næstu konur stigu í fótspor hennar. Það voru þær Hafrún
Friðriksdóttir lyfjafræðingur og Dagný Kristjánsdóttir bók-
menntafræðingur í febrúar 1997. Í byrjun þessa mánaðar
voru 48 skráðir í doktorsnám við Háskóla Íslands og er þar
nánast jafnræði með kynjunum, 23 konur á móti 25 körlum.
Doktorsvarnir við HÍ
SELMA við fjölina frá Flatatungu.
Björn M. Ólsen varð fyrsti heiðursdoktorHáskóla Íslands en hann var sæmdur
nafnbótinni 17. júní 1918 um leið og hann
lét af embætti prófessors í íslenskum fræð-
um við heimspekideild. Björn hafði kennt
við Háskólann frá upphafi og var fyrsti rekt-
or skólans.
Þegar Háskólinn hélt uppá hálfrar aldar
afmæli sitt árið 1961 höfðu 39 einstaklingar
hlotið heiðursnafnbót við skólann, allt karl-
ar. Á þessum tímamótum var bætt úr kven-
mannsleysinu því Norðmaðurinn Anne
Holtsmark var sæmd heiðursdoktorsnafnbót. Hún hafði um
árabil unnið að útgáfu og rannsóknum á íslenskum og nor-
rænum handritum.
Frá kjöri Anne Holtsmark leið aldarfjórðungur þar til íslensk
kona varð heiðursdoktor við Háskóla Íslands. Það var Anna
Sigurðardóttir við heimspekideild, á 75 ára afmæli Háskólans
6. október 1986, vegna brautryðjendastarfs í rannsóknum, út-
gáfu og varðveislu á sögu kvenna. Við sama tækifæri var Mar-
grét Þórhildur Danadrottning sæmd heiðursdoktorsnafnbót.
Alls hafa 153 einstaklingar verið sæmdir heiðursdokt-
orsnafnbót við Háskóla Íslands frá upphafi til dagsins í dag,
þar af eru sex konur.
Heiðursdoktorar
ANNA
SIGURÐARDÓTTIR
Í áratugi voru karlar einir fastir kennararvið Háskóla Íslands. Konur komu lít-
illega að kennslunni með stöku fyr-
irlestrum eða stundakennslu.
Anna Bjarnadóttir B.A fékk leyfi há-
skólaráðs til þess að flytja erindi um ensk-
ar bókmenntir háskólaárið 1923-24 og er
áfangans getið í febrúarhefti 19. júní árið
1924: „Ungfrú Anna heldur nú sem stend-
ur opinbera fyrirlestra við háskólann, um
enska stórskáldið William Shakespeare. Er
hún fyrsta konan, er flytur fyrirlestra við
háskóla vorn.“
Á fjórða og fimmta áratugnum voru nokkrar erlendar kon-
ur stunda- og sendikennarar í tungumálum við heim-
spekideild en fyrsta íslenska konan sem ráðin var til kennslu
við Háskólann hóf störf 1953. Það var Ragnheiður Guð-
mundsdóttir læknir og kenndi hún lífeðlisfræði í tann-
læknadeild.
Ljóst er að framgangur kvenna innan Háskólans hefur ver-
ið hægur. Þær konur sem fengust við kennslu við hinar ýmsu
deildir skólans voru titlaðar auka- eða stundakennarar fram
undir 1970. Fyrsti kvenprófessorinn var Margrét Guðnadótt-
ir en hún var skipuð prófessor í læknadeild árið 1969. Mar-
grét var eina konan sem gegndi þessu embætti allt til ársins
1988 en þá voru konur skipaðar í stöður prófessora við
heimspekideild og verkfræðideild. Síðan þá hefur konum
fjölgað nokkuð en karlar eru enn í miklum meirihluta. Nú
eru 168 prófessorar við Háskóla Íslands, þar af 19 konur.
Ekki verður annað ráðið af Árbókum Háskólans en að
Helga Kress hafi fyrst kvenna gegnt lekorsstöðu við Háskól-
ann þegar hún var sett lektor í íslensku fyrir erlenda stúd-
enta við heimspekideild haustið 1970. Helga er raunar
brautryðjandi á fleiri sviðum því hún varð fyrst kvenna
deildarforseti þegar hún var kjörin forseti heimspekideildar
árið 1997.
Af Árbókum Háskólans má ráða að fyrsti kvendósentinn
við skólann hafi verið Kristín E. Jónsdóttir læknir, við lækna-
deild, árið 1976. Við upphaf þessa skólaárs eru 27% dósenta
við Háskólann konur en 51% lektora. Af fastráðnum stunda-
kennurum við skólann eru konur 43%.
Hlutfall kvenna er því hæst í lægstu stöðunum og sam-
kvæmt könnunum sem gerðar hafa verið er það ekki í sam-
ræmi við menntunarstig þeirra. Eins og nánar er vikið að í
umfjöllun um Jafnréttisnefnd Háskóla Íslands hefur nefndin
ráðist í úttektir sem hugsanlega geta skýrt í hverju mishraður
framgangur karla og kvenna er fólginn.
Konur í hópi kennara
MARGRÉT
GUÐNADÓTTIR varð
fyrst kvenna prófessor
við HÍ árið 1969.
Í lögum um stofnun háskóla árið 1909 var kveðið á um aðkonur jafnt sem karlar, sem lokið hefðu stúdentsprófi,
gætu orðið „háskólaborgarar“. Konur höfðu þá haft óheftan
aðgang að Menntaskólanum í Reykjavík frá 1904 og tak-
markaðan rétt til náms við prestaskólann og læknaskólann
frá 1886 en höfðu hvorki rétt til námsstyrkja né embætta.
Að undirlagi Bríetar Bjarnhéðinsdóttur lagði Hannes Haf-
stein fram frumvarp á alþingi um rétt kvenna til menntunar
og embætta árið 1911.Viðbrögð þingmanna voru fremur já-
kvæð. Þeir töldu rétt að auka réttindi kvenna þótt þær þættu
óhæfar til ýmissa embætta. Réttindin myndu hins vegar gera
þeim kleift að átta sig á því til hvers þær væru færar og þann-
ig verða til þess að þær hættu að krefjast þeirra starfa sem
þær gætu illa sinnt, svo sem læknis- og sýslumannsembætta
sem krefðust erfiðra ferðalaga, oft í tvísýnum veðrum.
Réttur kvenna til prestsembætta vakti hörðust viðbrögð.
Helsti andmælandinn taldi að kona í prestshempu stríddi
bæði á móti guðs og manna lögum og minnti á þau orð Páls
postula: „að konur skuli halda sér saman í kirkjunni og
steinþegja í söfnuðinum“. Bríet Bjarnhéðinsdóttir, sem
fylgdist með umræðum af þingpöllum, skrifaði í Kvenna-
blaðið að þingmaðurinn hefði sagt að „þótt konur væru »góð
guðsgjöf til síns brúks«, þá væru þær ekki færar í embætti,
eða aðrar þær stöður, sem körlum væru sérstaklega ætl-
aðar“. Þessi ummæli er ekki að finna í Alþingistíðindum.
Frumvarpið var samþykkt og íslenskar konur fengu með
því ótakmarkaðan rétt til menntunar og embætta. Lagalega
séð var því engin hindrun á vegi þeirra stúlkna sem vildu
setjast í hinn nýja háskóla.
„Góð guðsgjöf
til síns brúks“
Í tvísýnum
veðrum
Sama ár og Háskóli Íslands var
stofnaður fengu konur skýlaus-
an rétt til menntunar, embætta
og námsstyrkja. Hér er stað-
næmst við nokkrar vörður í sögu
kvenna og Háskólans, til dæmis
doktorsvarnir og embætti.
Mikil umræða fórfram um hugs-
anlega stofnun Há-
skóla á Íslandi undir
lok 19. aldar og létu
konur ekki sitt eftir
liggja í því máli. Ein
þeirra var Þorbjörg
Sveinsdóttir, ljósmóðir
í Reykjavík, en hún var
þekkt fyrir ákveðnar
skoðanir og héldu
samtíðarmenn hennar
því fram að „hún gæti
haft meiri áhrif á þing-
kosningar en nokkur
annar Reykjavíkr-búi“.
Þorbjörg var eindregin
stuðningskona þess að
stofna íslenskan há-
skóla og fylgdi þar
bróður sínum, Bene-
dikt Sveinssyni alþing-
ismanni, að málum.
Fyrir atbeina Þorbjargar og fleiri áhugasamra kvenna var
boðað til kvennafundar hinn 26. janúar 1894 þar sem sam-
þykkt var að efna til samskota „til styrktar háskóla á Íslandi“
og er þessi fundur stofnfundur Hins íslenska kvenfélags. Í
apríl sama ár sendi félagið áskorun um land allt þar sem
segir að konur vilji stuðla að því sem til framfara horfi fyrir
land og þjóð. Eitt þeirra mála væri stofnun háskóla á Íslandi
„og þykir oss konum því hlýða að sitja ekki hjá, þegar um
svo gott mál og fagran tilgang er að ræða“. Þegar háskóla-
málinu sleppti voru réttindi kvenna aðalbaráttumál kven-
félagsins. Í október 1894 voru haldin tombóla og lotterí til
styrktar háskólamálinu og varð hagnaðurinn 1.763 kr.
Þótt nokkuð góð samstaða væri um háskólamálið meðal
kvenna, sem m.a. má ráða af því að um 200 konur mættu á
stofnfundinn, þótti sumum „flest annað standa konum nær
en afskipti um slíkt mál“, eins og Ólafía Jóhannsdóttir skrifar
í Ársrit Hins íslenska kvenfélags árið 1895. Hún færir marg-
vísleg rök fyrir stofnun háskóla; höfðar til ættjarðarástar og
þjóðernistilfinngar, móðurástarinnar, systurkærleiks og til
þeirra kvenna sem heima sátu meðan unnustarnir dvöldu
við nám ytra. Í lok greinarinnar kveðst Ólafía sannfærð um
að ekki líði langur tími þar til konur fái sömu réttindi og
karlar til menntunar og embætta þannig að þeim „gefist færi
á að nota hæfileika sína og krafta eftir því, sem þær óska og
geta við komið“.
Það var líklega í anda þessara framtíðardrauma kvenna
sem kvenfélagskonur samþykktu tillögu Sigþrúðar Friðriks-
dóttur, forseta félagsins, þess efnis „að gefa fjeð kvennfólki,
er kynni að vilja stunda nám við háskólann og verja því ein-
göngu til þess að stofna styrktarsjóð handa því“. Þar með var
Háskólasjóður Hins íslenska kvenfélags orðinn að veruleika.
Sjóðurinn var látinn ávaxta sig til ársins 1916 en var þá af-
hentur Háskóla Íslands. Styrkja átti „efnilega kvenstúdenta
til náms við Háskóla Íslands“ en styrkhæfar voru þær stúlkur
sem stundað höfðu nám við skólann í tvö misseri og átti há-
skólaráð að ákveða hverjar hlytu styrkinn. Í skipulagsskránni
var opnað fyrir þann möguleika að sjóðurinn styrkti konur
til náms í útlöndum.
Fyrstar til að hljóta styrk úr sjóðnum voru læknanemarnir
Kristín Ólafsdóttir og Katrín Thoroddsen en þær fengu hvor
um sig 45 kr. 10. febrúar 1917.
Alls fengu 29 konur úthlutað námsstyrkjum úr sjóðnum
1917–1972, flestar oftar en einu sinni fram um 1940. Á þriðja
áratugnum voru engir styrkir veittir um nokkurra ára skeið
og einnig á þeim sjöunda. Síðast var úthlutað úr sjóðnum
árið 1972. Háskólasjóður Hins íslenska kvenfélags er einn
fjölmargra sjóða Háskólans sem fóru illa út úr verðbólgunni
upp úr 1970 og var þeim steypt saman í einn stóran sjóð,
svokallað Sjóðasafn.
„Þykir oss konum því
hlýða að sitja ekki hjá“
SYSTKININ: Þorbjörg ljósmóðir (1827-1903) og
Benedikt alþingismaður(1826-1899)
Í hópi þeirra 45 stúdenta sem hófu nám við Háskóla Íslandshaustið 1911 var ein kona, Kristín Ólafsdóttir læknanemi,
og var hún eini kvenstúdent skólans fyrstu fjögur árin. Haust-
ið 1915 bættust í hópinn Katrín Thoroddsen í læknisfræði,
Ólafía Einarsdóttir í guðfræði og Þórunn Hafstein í lögfræði.
Skráning Ólafíu í guðfræði vekur athygli en hún staldraði
stutt við. Þórunn og Katrín luku prófi í forspjallsvísindum um
vorið og Katrín embættisprófi í læknisfræði árið 1921 en Þór-
unn lét þennan eina vetur nægja. Sú næsta sem reyndi við
lögfræðina var Auður Auðuns sem lauk þaðan embættisprófi
fyrst kvenna árið 1935 og tíu árum síðar lauk Geirþrúður
Hildur Bernhöft embættisprófi í guðfræði fyrst kvenna.
Árið 1916 hóf Steinunn Anna Bjarnadóttir nám í norrænu
við heimspekideild og þar með höfðu konur komið við sögu
allra deilda Háskólans. Anna var við nám í þrjú ár en á þess-
um tíma var ekki gert ráð fyrir BA-gráðu í heimspekideild, að-
eins meistaraprófi. Hún fór þá utan og lauk BA-prófi í ensku
og bókmenntum frá Westfield College í Lundúnum árið 1922.
Það vekur athygli að stærstur hluti þeirra kvenna sem
skráðu sig í skólann fyrstu áratugina luku aðeins prófi í for-
spjallsvísindum. Einnig er athyglisvert að á fyrstu tveimur
áratugum háskólans luku aðeins fjórar konur námi. Þær voru
allar í læknisfræði, Kristín og Katrín sem þegar hafa verið
nefndar, María Hallgrímsdóttir sem lauk embættisprófi árið
1931 og Gerður Bjarnhéðinsson árið 1932.
Konur í hópi háskólastúdenta voru teljandi á fingrum ann-
arrar handar allt til haustsins 1929 þegar þær fylltu tuginn en
skólaárin 1921–22 og 1923–24 var engin kona skráð í skólann.
Á 20 ára afmæli Háskólans voru átta konur skráðar til náms á
móti 156 körlum. Þær voru því tæp 5% háskólanema.
Uppfrá þessu fór konum fjölgandi og gerðu atlögu að sífellt
fleiri fögum innan Háskólans. Um 1970 fjölgaði stúdentum
við skólann verulega og um miðjan áttunda áratuginn fór ár-
legt meðaltal kvenstúdenta úr 25 í 39% af heildarfjölda há-
skólanema. Fjölgunin skýrist af breytingum í þjóðfélaginu,
aukinni umræðu um jafnrétti og menntun kvenna, nýju
kvennahreyfingunni, kvennaári og kvennafrídegi.
Árið 1987 urðu konur í fyrsta skipti fjölmennari í hópi há-
skólastúdenta og hafa síðan verið í meirihluta. Körlum í há-
skólanámi hefur þó ekki fækkað heldur hefur fjöldi þeirra
staðið í stað meðan sífellt fleiri konur sækja sér háskóla-
menntun.
Konur í hópi nemenda
ÁFANGAR