Morgunblaðið - 29.09.2001, Side 8

Morgunblaðið - 29.09.2001, Side 8
8 D LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Sonurinn: Guðmundur Jónsson Það var ekki gjörhugsuðákvörðun hjá mér þegar égskráði mig í sagnfræði í há- skólanum. Ég var forvitinn og áhugasamur um þjóðfélagsmál eins og margir af minni kynslóð,“ segir Guðmundur Jónsson sagnfræðing- ur og háskólakennari. Hann er fæddur árið 1955 og á mótunarár- unum, um og eftir 1975, var áhugi á þjóðfélagsmálum vaxandi á Íslandi. Guðmundur stundaði nám bæði í sagnfræði og þjóðfélagsfræði. „Margir kennaranna voru ungir og atorkusamir, tiltölulega nýir í starfi enda var bæði sagnfræðin og fé- lagsvísindadeild að þenjast út á þessum árum.“ Mikil gróska var þá í starfi stúdenta. Félag sagnfræði- nema var stofnað og fagrýni komst í tísku, að taka inni- hald náms til gagnrýninnar skoðunar. „Við hófum útgáfu blaðs sagnfræði- nema sem við nefndum í bríaríi Hasarblaðið. Það þótti ekki nógu gott nafn síðar og varð þá fyrir valinu öllu dauflegra heiti, Sagnir. „Svo sneri ég mér meir og meir að sagnfræðinni, og þar varð fyrir valinu félags- og hagsaga á 19. og 20. öld. Áhugi minnar kyn- slóðar á sjálfstæðisbaráttunni fór dvínandi, en nútímasaga með áhrif- um frá félagsvísindum höfðaði mjög til mín,“ segir hann. Það var ekki upphaflega ætlunin hjá Guðmundi að leggja stund á sagnfræði og háskólakennslu eins og Jón Guðnason faðir hans og Guðni Jónsson afi hans höfðu gert, en sú varð samt raunin. Guðmund- ur lauk B.A. prófi í sagnfræði árið 1979 og fjallaði lokaritgerð hans um vinnuhjú á 19. öld, en á þessum ár- um var mikill áhugi á sögu fé- lagshópa og stétta samfélagsins sem var greinilega mótvægi við svo- kallaða stofnanasögu. Guðmundur lagði sig eftir hagsögu og lauk cand. mag. prófi árið 1983 með lokarit- gerð um vaxandi ríkisafskipti af efnahagsmálum á 20. öld. „Á næstu árum kenndi ég í Menntaskólanum í Reykjavík og Menntaskólanum við Sund en síð- an söðlaði ég um og fór í doktors- nám í hagsögu 1987-1991 í London School of Economics. Eftir heim- komuna vann hann hjá Hagstofu Íslands að útgáfu Hagskinnu. Sögu- legra hagtalna um Ísland ásamt Magnúsi S. Magnússyni, auk þess sem hann stundaði stundakennslu í Háskóla Íslands og Kennaraháskól- anum. Guðmundur varð lektor í sagnfræðiskor Háskóla Íslands árið 1998 og síðar dósent. „Sagnfræðin óx hratt hér á landi eftir 1970, en að- sókn hefur gengið í bylgjum á síð- stliðnum áratug. Núna eru um 200 nemendur í skorinni og 11 fastráðn- ir kennarar eða jafnmargir og voru í öllum háskólanum árið 1911,“ segir hann. Milli 50-60 stúdentar hefja nám árlega í sagnfræði. Faðirinn: Jón Guðnason Ég var alinn upp við bækur,“segir Jón Guðnason, faðirGuðmundar, „sagnfræðirit og sagnaþætti sem voru í bókahillum föður míns.“ Jón og bróðir hans, Bjarni Guðnason, hölluðust báðir að bókum og lágu leiðir þeirra beggja í háskólakennslu, Jóns í sagnfræði og Bjarna í íslenskar bók- menntir. Jón er fæddur 1927, ólst upp á Vesturgötunni og gekk í Gagnfræða- skóla Reykvíkinga sem Ágúst H. Bjarnason heimspekingur stjórn- aði. „Þar hafði ég afburðagóða kennara, og lærði ég einna mest hjá Knúti Arngríms- syni,“ segir Jón, „hann beitti áhrifaríkri kennsluaðferð, kennda við yfir- heyrslu. Nem- endur þorðu ekki annað en að læra heima og urðu tímanir hjá honum afar markvissir.“ Jón gekk í MR og hóf nám í ís- lenskum fræðum um 1950. Kenn- arar Jóns voru þjóðþekktir menn á sínum tíma Alexander Jóhannes- son, Halldór Halldórsson, Stein- grímur J. Þorsteinsson og Einar Ól. Sveinsson. „Námið var þó enn í gamla farinu þegar ég byrjaði,“ segir Jón og var fámennt í íslenskum fræðum á þeim tíma. En HÍ stóð á tímamótum eftir að hafa verið í svipuðum sporum frá upphafi. „Þjóðin var orðin vel stæð eftir stríð- ið og á árunum 1946-1955 var allt skólakerfið tekið til endurskoðun- ar,“ segir Jón. Með nýrri reglugerð frá 1951 var komið á B.A. námi í mannkynsögu og var Jón með fyrstu stúdentum til að útskrifast með þá gráðu. Ólafur Hansson menntaskólakennari byggði upp námið í mannkynssögu. Aukagrein- ar voru landafræði sem Ástvaldur Eydal kenndi og uppeldisfræði hjá Matthíasi Jónassyni. Jón lauk B.A. prófi árið 1954 og hélt svo áfram í cand. mag. nám í Íslandssögu sem hann lauk 1957. Kennarar hans voru Þorkell Jóhannesson og Jón Jó- hannesson. Kennarar Háskóla Íslands á þess- um árum voru vandir að virðingu sinni og var langt bil á milli þeirra og stúdenta. „Lítið var um gaman- mál á milli þeirra innan veggja há- skólans, og þéringar í hávegum hafðar,“ segir Jón. Jón Guðnason byrjaði að kenna í háskólanum í afleysingum, varð lektor árið 1974, og síðar prófessor til ársins 1990. „Það urðu miklar breytingar í háskólanum eftir 1970, bæði breyttist andinn og viðfangs- efnin urðu fleiri og fjölbreyttari,“ segir Jón og rekur ástæðuna m.a. til tíðarandans sem fylgdi 68 kynslóð- inni. „Stúdentahópurinn breyttist einnig, því meira bar á eldra fólki sem oft var komið með fjölskyldu.“ Afinn: Guðni Jónsson Feðgarnir Jón og Guðmundureru af Bergsætt, en þá ættar-tölu festi Guðni Jónsson faðir Jóns á bók. Björn Þorsteinsson skrif- ar um Guðna í tímaritið Sögu 1974, bls. 5-11: „Guðni var fæddur á Gamla-Hrauni á Eyrarbakka árið 1901, einn 17 barna Jóns Guð- mundssonar bónda og sjósóknara og konu hans Ingibjargar Gíslínu Jónsdóttur. Guðni ólst upp til 12 ára aldurs á Leirubakka á Landi hjá Sig- urði bónda Magnússyni og Önnu konu hans Magnúsardóttur.“ […] „Eitt af stórvirkjum Guðna Jónsson- ar var að gera íslenskar fornbók- menntir aðgengilegar alþýðu manna og þar með að kjarna í flest- um heimilisbókasöfnum hér á landi.“ […] „Eftir Guðna liggur m.a. um 2.500 blaðsíðna þáttasafn: Ís- lenskir sagnaþættir og þjóðsögur, 12 hefti, og Skyggnir, safn íslenskra al- þýðufræða, 2. Hefti.“[…] „Enginn ís- lenskur fræðimaður hefur gert fæð- ingarstaðarsveit sinni önnur eins skil og Guðni Jónsson. Eyrarbakki, fæðingarstaður hans, var sam- hrepptur Stokkseyri til 1897, en um eyrina samdi hann eins konar trí- lógíu, þriggja binda verk, 1085 bls. samtals.“ „Guðni, faðir minn elst upp á Leirubakka og verður snemma bók- fús,“ segir Jón og vísar til þess að Guðni hafi eignast Sæmundar-Eddu á unglingsárunum og hafi legið yfir Edduskýringum vetrarlangt öllum frjálsum stundum. „Hann aflaði sér peninga með kaupavinnu og heldur til náms í Flensborg í Hafnarfirði ár- in 1919-1921 og lýkur þar gagn- fræðaprófi,“ segir hann, „næst fer hann í Menntaskólann í Reykjavík og vinnur á sumrin í kaupavinnu. Hann er vel lesinn og fær einnig styrki eða ölmusu eins og það hét þá.“ Sveitapilturinn Guðni Jónsson braust til mennta og innritaðist í guðfræðideild Háskóla Íslands árið 1924. Á þessum tíma var háskólinn embættismannaskóli og og réð af- komuöryggi miklu um námsval. Svo var um Guðna. „En árið 1927 snerist honum hugur og hann innritar sig í íslensk fræði eftir að hafa spurt kon- una sína leyfis,“ segir Jón. Á háskólaárunum fékkst hann við tímakennslu og ýmisleg ritstörf. Árið 1928 réð Morgunblaðið hann til að þýða greinar, ritdæma bækur og um tíma var hann leikdómari. Síðustu tvo veturna í háskólanum veitti heimspekideild honum hæstu námsstyrki deildarinnar. Á þessum árum var sagnfræðin ekki sjálfstæð námsgrein heldur hluti íslenskra fræða ásamt íslenskri málfræði og íslenskum bókmenntum. Mann- kynssaga var nánast engin og aðeins kennd Íslandssaga fyrri alda. Guðni ræður sig sem kennara við Gagnfræðiskóla Reykvíkinga árið 1933 og varð síðar skólastjóri hans. Um þetta leyti fer hann að leggja meiri rækt við áhugamál sitt, bækur, sem hann safnar af ástríðu. Eftir lát Guðna færðu ekkja og börn hans Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands bókasafnið að gjöf og lagði það grunninn að rannsóknarstofu í sagnfræði sem nú nefnist Guðna- stofa. Guðni var prófessor við Háskóla Íslands 1958-1967. Hann skrifaði m.a. Sögu Háskóla Íslands eftir að hafa verið falið verkið af háskólaráði í janúar 1961 með þeim skilmálum að bókin ætti að koma út á 50 ára af- mælinu í október. Guðni lagði nótt við dag og lauk við verkið á tilsettum tíma. Sagnfræðirannsóknir urðu ævi- starf Guðna, en hann hafði óþrjót- andi áhuga á hinum gamla menn- ingararfi Íslendinga og bjó t.d. Íslendingasögurnar til útgáfu handa almenningi. „Hann var sveitamaður sem stekkur inn í nútímann með fornbókmenntirnar sem sitt vega- nesti,“ segir Jón. „Áhuga hans á ættfræði má kannski líka skýra á persónulegan hátt,“ segir Guðmundur Jónsson. „Ættfræðirannsóknir eru á vissan hátt leit að sjálfum sér. Guðni ólst ekki upp hjá fjölskyldu sinni og fer að leita að ættmönnum sínum þeg- ar hann kemur á fullorðinsár. Hann skrifaði svo Bergsættina eftir margra ára söfnun. „Hann tengir sagnfræð- ina við ættfræði og sagnahefð al- þýðu og stendur að því leyti nær ís- lenskum alþýðusagnfræðingum fyrr og síðar heldur en háskólasagn- fræðinni.“ Jón Guðnason og Guðmundur Jónsson segjast ekki vita hvort sagnfræðiáhuginn gangi í erfðir eða hvert erfðaefnið er. Upphafið felst þó í fræðaþorsta vinnupiltsins Guðna Jónssonar í Rangárþingi sem marglas Sæmundar-Eddu og skrif- aði hana alla upp aðeins hálftvítug- ur. Hann skrifaði 30 árum síðar þeg- ar hann gaf út Eddulykla: „Hreinn andvari norrænnar heiðni og hetju- aldar hafði leikið um hug minn og feykt burtu öðrum og hættulegri misskilingi. Þennan vetur fann ég sjálfan mig.“ Morgunblaðið/Ásdís FEÐGAR: „Ég var alinn upp við bækur,“ segir Jón Guðnason, faðir Guðmundar, „sagnfræðirit og sagnaþættir sem voru í bókahillum föður míns, Guðna Jónssonar.“ Háskólakennsla í þrjá ættliði Það var ekki upphaflega ætlunin hjá Guð- mundi Jónssyni að leggja stund á sagn- fræði og háskólakennslu eins og Jón Guðnason faðir hans og Guðni Jónsson afi hans höfðu gert, en sú varð samt raunin. Allir hafa þeir einnig verið kennarar við Háskóla Íslands. Ferill þeirra þriggja gefur bæði innsýn í þróun háskólans og sagn- fræðinnar á Íslandi. AFINN: Guðni Jónsson flutti oft sagnaþætti í Útvarpinu GUÐNI JÓNSSON  Bergsætt. Niðjatal Bergs hrepp- stjóra Sturlaugssonar í Brattsholti (1932, aukin og endurbætt 1966). Íslenzkir sagnaþættir og þjóðsögur I–XII (1940–57). Bólstaðir og búendur í Stokkseyr- arhreppi (doktorsrit, 1952). Saga Hraunshverfis á Eyrarbakka (1958). Stokkseyringa saga I–II (1960–61). Útgáfur: Íslendinga sögur I–XII (1946–47) Byskupa sögur, Sturlunga og Annálar I–VII (1948) Eddukvæði I–II og Snorra-Edda (1949) Fornaldarsögur Norðurlanda I–IV (1950) Þiðrekssaga af Bern I–II (1951) Konungasögur I–IV (1957) Ritstjóri Blöndu, tímarits Sögu- félags 1940–48. JÓN GUÐNASON  Bækur og ritgerðir: Mannkynssaga 1789–1848. (1960) Verkfræðingafélag Íslands 1912– 1962 (1962) Skúli Thoroddsen I–II. (1968, 1974). Verkmenning Íslendinga 1–5 (1974–75) „Stjórnarmyndun og deilur um þingræði 1911“, Saga XVI (1978). „Greiðsla verkkaups í peningum“, Saga XXIII (1985), bls. 7–57. „Um munnlegar heimildir“, Saga XXVII (1989), 7–28. Umbylting við Patreksfjörð 1870– 1970 (1993). Skráning: Einar Olgeirsson: Ísland í skugga heimsvaldastefnunnar (1980). Einar Olgeirsson: Kraftaverk einnar kynslóðar (1983). Ritstjóri Sögu, tímarits Sögu- félags 1979–83. GUÐMUNDUR JÓNSSON  Vinnuhjú á 19. öld (1981). „Baráttan um Landsverslun 1914–1927“, Landshagir. Þættir úr íslenzkri atvinnusögu (1986). „Institutional Change in Ice- landic Agriculture, 1780–1940“, Scandinavian Economic History Review (1993). „Þjóðernisstefna, hagþróun og sjálfstæðisbarátta“, Skírnir 169. ár (vor 1995). Hagskinna. Sögulegar hagtölur um Ísland. Ritstj. ásamt Magnúsi S. Magnússyni (1997). Hagvöxtur og iðnvæðing. Þjóð- arframleiðsla á Íslandi 1870– 1945 (1999). „The Icelandic Welfare State in the Twentieth Century“, Scand- inavian Journal of History (2001). Ritstjóri Sögu og Nýrrar sögu. Helstu rit Guðna, Jóns og Guðmundar 11 fastráðnir kenn- arar eru í sagn- fræðiskor eða jafnmargir og voru í öllum há- skólanum árið 1911

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.