Morgunblaðið - 29.09.2001, Page 10

Morgunblaðið - 29.09.2001, Page 10
10 D LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ bjuggu þar læknanemarnir Inga Björnsdóttir, síðar læknir, og Ragnhildur Ingibergsdóttir, síðar yfirlæknir á Kópavogshæli. Tvær aðrar bjuggu á Garði: Eva Ragnarsdóttir og Margrét Indriðadóttir, síðar fréttastjóri. (Jón Ólafur Ís- berg, bls. 116.) 1944 Verkfræðideild stofnuð. Verk-fræðideild skiptist nú á dögum í fjórar skorir; umhverfis- og byggingarverk- fræðiskor, véla- og iðnaðarverkfræðiskor, raf- magns- og tölvuverkfræðiskor og tölvunar- fræðiskor. http://verk.hi.is/ 1945 Kennsla hefst í tannlækningum við læknadeild. Heitir nú tannlæknadeild, sjá ár- talið 1972. http://www.hi.is/nam/tann 1948 Íþróttahús Háskólans opnað. Gísli Hall- dórsson og Sigvaldi Thordarson teiknuðu það. 1951 Aukið á fjölbreytni BA-námsins með regl- urgerðarbreytingu. Við bættist Íslandssaga, mannkynssaga, landafræði og jarðfræði, stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði, náttúru- fræði, og uppeldisfræði. Aðsókn í heimspeki- deild jókst verulega. (Guðni Jónsson, bls. 142.) 1957 Kennsla hefst í lyfjafræði, nú lyfjafræði- deild. Aðgang að lyfjafræðinámi við HÍ hafa þeir sem lokið hafa stúdentsprófi frá stærð- fræði-, náttúrufræði- og eðlisfræðideildum framhaldsskóla. Námið er metið til 150 ein- inga og við lokapróf er veitt kandídatsgráða í lyfjafræði. http://www.hi.is/nam/lyfjafr/ 1959 Stúdentaráð tekur við bóksölu fyrir stúd- enta. Af henni sprettur síðar Bóksala stúdenta en meginmarkmið hennar er að útvega stúd- entum við Háskóla Íslands kennslubækur og önnur námsgögn á sanngjörnu verði. Þá sinnir Bóksalan fleirum en stúdentum við Háskóla Íslands og þjónustar í raun allan hinn akadem- íska heim á Íslandi. http://www.boksala.is/ 1961Háskólabíó reist og er vígt á 60 áraafmæli Háskóla Íslands. Alexand- er Jóhanneson prófessor barðist fyrir byggingu þessa stórhýsis með sama krafti og sömu hug- kvæmni og hann hafði beitt sér fyrir Aðalbygg- 1881 Benedikt Sveinsson ber framfyrsta frumvarpið um stofnun háskóla á Íslandi. 1894 Hið Íslenska kvenfélag er stofnað til styrktar háskóla á Íslandi. 1909 Frumvarp lagt fram, sem Hannes Haf- stein ráðherra lét gera um íslenskan háskóla. „Dálítið húrra fyrir okkur Hannesi Hafstein!“ skrifaði Bríet Bjarnhéðinsdóttir þegar annað frumvarp Hannesar um réttindi og embætti kvenna var samþykkt árið 1911. 1911Háskóli Íslands stofnaður 17. júníá aldarafmæli Jóns Sigurðssonar. Prestaskólinn, Lagaskólinn og Læknaskólinn sameinast og mynda hver eina deild auk þess sem heimspekideild er bætt við. Fyrstu 29 árin fór kennsla fram í Alþingishúsinu. Fyrsta vet- urinn voru nemendur við HÍ einungis 45, þar af ein kona, Kristín Ólafsdóttir í læknadeild. Björn M. Ólsen er fyrsti rektor Háskólans. Hann óskaði í ræðu að Háskólinn yrði „að stóru tré, er veiti skjól íslenskri menningu og sjálfstæðri vísindarannsókn hér á norðurhjara heimsins.“ www.hi.is 1911 Læknadeild, guðfræðideild, lagadeild og heimspekideild stofnaðar við Háskóla Íslands. Í lagadeild voru 17 stúdentar árið 1911, í læknadeild 23 og í guðfræði voru 5. Enginn var skráður í heimspekideild fyrsta árið. Eina ný- mælið í kennslugreinum Háskólans voru ís- lensk fræði í heimspekideild. Fyrstu stúdent- arnir sem luku meistaraprófi við heimspekideild gerðu það árið 1923 og voru það Pétur Sigurðsson síðar háskólaritari og Vilhjálmur Þ. Gíslason, síðar útvarpsstjóri. Heimspekideild skiptist nú í 7 skorir; bók- mennta- og málfræðivísindi, ensku, heim- speki, íslensku, sagnfræði, rómönsk og slav- nesk mál, þýsku og Norðurlandamál og auk þess í miðaldafærði annars vegar og kynja- fræði, í samstarfi við Félagsvísindadeild, hins vegar sem aukagreinar til BA-prófs. http:// www.hi.is/nam/heim/ 1917 Rannsóknarstofa í sýkla- og meinafræðum stofnuð. Hún var elsta rann- sóknarstofnun HÍ, síðar hef- ur fjölmörgum slíkum stofn- um verið komið á fót. 15. febrúar 1917 veitti Kristín Ólafsdóttir viðtölu prófskír- teini í læknisfræði, fyrst kvenna til að útskrifast frá HÍ. (Einar Laxness, bls. 124). 1920 Stúdentaráð HÍstofnað. Vilhjálm- ur Þ. Gíslason hafði forgöngu um stofnun Stúdentaráðs árið 1920 eftir að hafa fengið til þess formleg leyfi frá Háskólaráði. Ólafur Lárusson lagaprófessor samdi með honum fyrstu lög ráðsins. http://www.stud- ent.is/ 1924 Stúdentablaðið hefur göngu sína. Stúd- entaráð er útgefandi Stúdentablaðsins sem kemur út einu sinni í mánuði yfir vetrartím- ann. Stúdentablaðið er metnaðarfullur frétta-, skemmti- og upplýsingamiðill sem prentaður er núna í 8.000 eintökum og dreift til allra stúdenta Háskóla Íslands og starfsfólks hans. Blaðinu er einnig dreift í framhaldsskóla, á kaffihús, á mannmarga vinnustaði, til fjöl- miðla og á bókasöfn. http://www.student.is/ 1934 Happdrætti Háskóla Íslandsstofnað og með stuðningi lands- manna fara hús Háskóla Íslands að rísa. Fram- lag HHÍ til Háskóla Íslands fyrstu sex mánuði ársins 2001 voru um 185 milljónir króna, eða ríflega 30 milljónir króna í hverjum mánuði. Þeim fjár- munum er varið til kaupa á tækjum og búnaði til rann- sókna og kennslu, til nýbygginga auk viðhalds á húsakosti Háskóla Íslands. Alexand- er Jóhannesson rektor beitti sér fyrir stofnun HHÍ. http://www.hhi.is/ 1934 Gamli Garður reistur. Sigurður Guð- mundsson húsameistari teiknaði stúdenta- garðinn við Hringbraut. Stúdentagarðurinn kostaði mikla baráttu og erfiðleika, en komst upp fyrir stórgjafir, dugnað og drenglund. (Páll Sigurðsson I, 166.) 1937 „Grjótgarður“, atvinnudeild Háskólans, byggður fyrir happdrættisfé, nú jarðfræðihús, var tekið í notkun og telst fyrsta hús Háskól- ans. Þar voru fiskideild, landbúnaðardeild og iðnaðardeild. (Jón Ólafur Ísberg, bls. 111.) 1940 Aðalbygging Háskólans við Suð-urgötu vígð. Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins teiknaði háskólabygg- ingu á Melunum og hafði yfirumsjón með byggingunni. Hann notaði margvíslegar ís- lenskar bergtegundir í háskólabyggingunni. Loftið í forsalnum er t.d. klætt af Guðmundi Einarssyni frá Miðal með silfurbergi. Margir stúdentar unnu við bygginguna. Hún var vígð 17. júní 1940. (Páll Sigurðsson, bls. 179. I.), http://www.hi.is/ 1940 Nemendur við Háskóla Íslands voru 289. 1940 Háskólabókasafn stofnað. Enda þótt Há- skólabókasafn hafi ekki verið stofnað fyrr en 1940 teygir forsaga þess sig nær öld aftur í tím- ann, eða allt til þess er stofnaður var Presta- skóli árið 1847, en bæði hann og Læknaskól- inn, stofnaður 1876, og Lagaskólinn, stofnaður 1908, höfðu komið sér upp dálitlum bókasöfn- um sem síðar urðu a.n.l. eign viðkomandi há- skóladeilda eftir að háskólinn var stofnaður 1911. Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn varð til við samruna Landsbókasafns Íslands og Háskólabókasafns, árið 1994 og er nú í Þjóð- arbókhlöðunni við Arngrímsgötu. http:// www.bok.hi.is/ 1940 Kennsla hefst í verkfræði því stríðið kom í veg fyrir ferðir til útlanda. 1941 Kennsla hefst í viðskiptafræði við laga- deildina. Stjórnvöld stofnuðu hér Viðskiptahá- skóla Íslands árið 1938. Þessi skóli varð 1941 hluti af laga- og hagfræðideild Háskólans. Árið 1957 voru þessar deildir skildar að og síðan 1962 hefur viðskipta- og hagfræðideildin verið sjálfstæð deild innan Háskóla Íslands. http:// www.vidskipti.hi.is/ 1943 Nýi Garður reistur. Arkitektarnir Sigurður Guðmundsson og Eiríkur Einarsson hönnuðu bygginguna og gáfu vinnu sinna við verkið. Byggingarnefnd stóð fyrir fjársöfnun og safnaði fyrir rúmlega 80% af byggingakostnaði. Her- bergi nr. 54 var gefið af Kvenstúdentafélagi Ís- lands, og hlaut nafnið Dyngja. Fyrsta veturinn ingunni á sínum tíma. Arkitektarnir Guð- mundur Kr. Kristinsson og Gunnlaugur Halldórsson hönnuðu bygginguna. Árið 1990 er viðbygging vígð og skapaðist þar einnig auk- ið kennslurými fyrir Háskólann. (Páll Sigurðs- son II, bls. 546.) 1962 Viðskiptafræðideild stofnuð. Heitir nú viðskipta- og hagfræðideild og skiptist í tvær skorir, við- skiptaskor og hagfræðiskor. Stjórn deildarinnar er í höndum deildarforseta, skorarformanna, skorar- funda, og deildarfunda. Stjórn skora er í höndum skorarformanna og skorar- funda. Hún er nú ein fjöl- mennasta deild háskólans. MBA nám var tekið upp við deildina árið 2000. http://www.vidskipti.hi.is/ 1964 Háskólanemar 1.049. 1966 Hús Raunvísindastofnunar vígt. Ármann Snævarr rektor sagði við vígsluna: „Eftir að mér var falið rektorsembættið í nóvember 1961, taldi ég það vera meðal höfuðverkefna minna að beita mér fyrir eflingu að raun- vísindarannsóknum innan háskólans. Skarphéðinn Jó- hannsson teiknaði hús- ið ásamt Sigvalda Thordarsyni. (Páll Sigurðs- son II, bls. 275.) 1968 Félagsstofnun stúdenta tekur tilstarfa. Hún er sjálfseignarstofnun í eigu stúdenta, og tók yfir ýmis þjónustuhlut- verk sem Stúdentaráð hafði annast fram að þeim tíma. Fyrsti fundur stjórnar FS var hald- inn 26. júní 1968 en stjórnina skipuðu af hálfu Stúdentaráðs Björn Bjarnason stud. jur. síðar ráðherra, Valur Valsson stud. oecon. síðar bankastjóri, og Þorvaldur Búason eðlisfræð- ingur sem kosinn var formaður stjórnar. Fulltúi Háskólaráðs var Guðlaugur Þorvalds- son prófessor og Stefán Hilmarsson banka- stjóri frá menntamálaráðuneytinu. FS tók yfir meginhluta af starfsemi Stúdentaráðs og réð framkvæmdastjóra, Þorvarð Örnólfsson lög- fræðing og aðra starfsmenn. http://www.fs.is/ skrifstofa/ 1969 Árnagarður tekinn í notkun. Bygg-ing heimspekideildar. Þar er Stofn- un Árna Magnússonar á Íslandi www.am.hi.is og starfar samkvæmt lögum frá 29. maí 1972 og reglugerð frá 1978. Hún er háskólastofnun innan vébanda Háskóla Ís- lands. Þar er einnig Hugvís- indastofnun www.hug- vis.hi.is en félagar hennar eru allir fastir kennarar heimspekideildar, fram- haldsnemar deildarinnar og fastir stundakennarar. Magnús Már Lárusson há- skólarektor og Einar Ólafur Sveinsson forstöðumaður Handritastofnunar (síðar Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi) stóðu fyrir vígslu Árnagarðs sunnudaginn 21. desem- ber. (Páll Sigurðsson II, bls. 307.) 1971 Sálfræði hefur verið kennd við Háskóla Íslands frá stofnun hans og árin 1918–1924 var prófessor í hagnýtri sálfræði starfandi við skól- ann. Frá 1971 hefur sálfræði verið kennd sem aðalgrein til BA-prófs. Hugur og hátterni eru viðfangsefni sálfræðinnar. Hún skiptist í marg- ar undirgreinar sem eiga það einkum sameig- inlegt að beita tilraunum við rannsóknir. http://www.hi.is/nam/fel/salar.htm 1971 Lögberg, hús lagadeildar, tekið í notkun, Garðar Halldórsson teiknaði það. Lögberg hef- ur fyrst og fremst verið hugsað fyrir lagadeild HÍ. Lagaskóli tók til starfa á Ís- landi 1. októ- ber 1908, eftir rúmlega hálfr- ar aldar bar- áttu Íslendinga fyrir því að lagakennsla flyttist frá Danmörku til Íslands. Hann starfaði í 3 ár, kennarar voru 3 SAGAN „ ... að hann verði að stóru tré“ S aga Háskóla Íslands er margþætt og umfangs- mikil eins og starfsemin. Í aðdraganda er hægt að nema staðar við sterka áhugamenn um skólamál; Baldvin Einarsson, Tómas Sæmunds- son, Jón Sigurðsson, Benedikt Sveinsson, Þor- björgu Sveinsdóttur og Ólafíu Jóhannsdóttur. Baldvin skrifaði ritgerðir í tímarit (1832), Tómas einnig (1842), Jón samdi m.a. bænaskrá um þjóð- skóla (1845), Benedikt flutti frumvörp á Alþingi (1881), Þorbjörg boðaði til kvennafundar til styrktar háskóla á Íslandi (1894) og Ólafía sagði háskólamálið grundvöll andlegra og líkamlegra framfara á Íslandi (1895). Eftir stofnun Háskólans er erfiðara að draga út einstök nöfn, og viðburði, því svo margir koma við sögu. GUNNAR HERSVEINN gerir hér tilraun, út frá nokkrum heimildum, til að segja sögu Háskólans í völdum ártölum. Há- skóli Íslands hefur verið æðsta menntastofnun landsins bæði í kennslu og rannsóknum í 90 ár. GYLFI Þ. GÍSLASON VILHJÁLMUR Þ. GÍSLASON EINAR ÓLAFUR SVEINSSON KRISTÍN ÓLAFSDÓTTIR ÁRMANN SNÆVARR S

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.