Morgunblaðið - 29.09.2001, Side 11
og nemendur urðu samtals 15. Enginn braut-
skráðist þó frá skólanum, þar sem nemend-
urnir gengu inn í lagadeild Háskóla Íslands,
þegar hann var stofnaður árið 1911. Kennarar
lagaskólans urðu prófessorar við lagadeildina
og fyrstu laganemarnir luku þaðan embættis-
prófi vorið 1912. Árið 1941 var heiti deildarinn-
ar breytt í laga- og hagfræðideild (síðar við-
skiptadeild), er formleg samvinna þessara
deilda hófst, en árið 1962 varð lagadeild aftur
sérstök háskóladeild. http://www.hi.is/nam/
laga/
1971 Stúdentaheimilið við Hringbrautopnað. Félagsheimilið gjörbreytti
allri félagsaðstöðu stúdenta. Stúdentaheimilið
er í eigu FS og hýsir það helstu starfsemi henn-
ar. Á 1. hæð eru Bóksala stúdenta, matsala og
bráðlega Náms-
ráðgjöf HÍ. Á 2.
hæð er aðal-
skrifstofa FS, At-
vinnumiðstöð
stúdenta og
skrifstofur Stúd-
entagarða,
Kaffistofa stúd-
enta og Leik-
skólar FS. Stúd-
entaráð og Stúdentablaðið hafa einnig
skrifstofur á annarri hæðinni auk þess sem þar
er fundarherbergi. Á þessu ári sýndi Stúdenta-
leikhúsið leikritið Ungir menn á uppleið í
Stúdentakjallaranum þar. http://www.fs.is/
(Jón Ólafur Ísberg, bls. 209.)
1972 Tannlæknadeild stofnuð, en kennsla
hófst í tannlækningum við HÍ árið 1945. Deild-
in veitir kennslu til kandídatsprófs í tannlækn-
ingum og miðast við sex ára nám. Kennslan fer
fram í Tanngarði (Læknagarði) sem er stað-
settur við Vatnsmýrarveg 16 í Reykjavík.
http://www.hi.is/nam/tann
1972 VR I hús verkfræði- og raungreina tekið í
notkun. Úlrik Arthúrsson teiknað byggingar
Verkfræði- og raunvísindadeildar. (Páll Sig-
urðsson II, bls. 328.)
1973 Kennsla hefst í hjúkrunarfræði við lækna-
deild. Læknadeild er skipt í tvær skorir, lækn-
isfræði og sjúkraþjálfun með nýrri reglugerð.
Alls luku 33 nemendur embættisprófi í lækn-
isfræði árið 2000, en slíkt nám tekur 6 ár. Pró-
fessorar geta verið yfirlæknar á Landspítala –
háskólasjúkrahúsi. http://www.hi.is/nam/
1975 VR II tekinn í
notkun.
1976 Fé-lags-
vísindadeild stofn-
uð. Hægt er að
ljúka BA-prófi í 8 greinum, starfsréttindum í
fjórum greinum og 30 eininga aukagrein í
tveimur fögum þar til viðbótar. Sérskipulagt
MA-nám er í þremur greinum. Auk þess er
hægt að sækja um heimild til skráningar í MA-
rannsóknarnám í öllum fræðigreinum deild-
arinnar og til doktorsnáms í nokkrum þeirra.
http://www.hi.is/nam/fel/
1976 Kennsla hefst í sjúkraþjálfun við lækna-
deild. Sjúkraþjálfunarskor annast kennslu og
rannsóknir í sjúkraþjálfun. Áætlaður námstími
í sjúkraþjálfun er 4 ár, hámarkstími er 5 ár.
Námið er metið í heild 120 einingar. Að lokn-
um þeim námstíma er veitt BS-gráða í sjúkra-
þjálfun. http://www.physio.hi.is/
1976 Reiknistofnun Háskóla Íslands sett á
stofn. Hún rekur tölvunet HÍ, sér um tölvu-
búnað til kennslu o.fl. http://www.rhi.hi.is/
1976 Fyrstu Hjónagarðarnir teknir ínotkun. Félagsstofnun stúdenta
annast rekstur Stúdentagarða. Hlutverk þeirra
er að bjóða námsmönnum við Háskóla Íslands
til leigu hentugt og vel staðsett húsnæði á
sanngjörnu verði. Húsnæðið er af ýmsum
stærðum og gerðum. Einstaklingsherbergi og
íbúðir, tvíbýli, fjórbýli, paríbúðir og tveggja,
þriggja og fjögurra herbergja fjölskylduíbúðir.
Garðarnir eru Gamli Garður, Skerjagarður,
Hjónagarðar, Vetrargarður og Ásgarðahverfið
sem er enn í byggingu en þegar því verður lok-
ið mun FS geta boðið um 700 stúdentum og
fjölskyldum þeirra húsnæði. Allt húsnæði
Stúdentagarða hefur aðgang að tölvuneti HÍ.
http://www.fs.is/studentagardar/
1982 Læknagarður. Tannlæknadeildin flutti í
Læknagarð, en læknadeildin fyrsta hluta starf-
semi sinnar árið 1988. (Páll Sigurðsson II, bls.
522.)
1983 Endurmenntun HÍ (Endur-menntunarstofnun HÍ) hefur
starfsemi sína. Í nær tvo ára-
tugi hefur stofnunin skipu-
lagt símenntun fyrir há-
skólafólk og almenning í
nánu samstarfi við fagfélög,
ráðuneyti, fyrirtæki, stofn-
anir og einstaklinga. Margrét
S. Björnsdóttir veitti henni
forstöðu. Nú Kristín Jóns-
dóttir. http://www.endur-
menntun.hi.is/
1986 Raunvísindadeild stofnuð enkennsla í ýmsum greinum hennar
hafði áður farið fram í heimspekideild og síðar
í verkfræðideild. Í deildinni eru skor í stærð-
fræði, eðlisfræði, efnafræði, matvælafræði, líf-
fræði, og jarð- og landafræði. Á háskólahátíð
árið 2000
urðu þrír
heiðurs-
doktorar
við deild-
ina; Guð-
mundur
Sigvaldsson mosafræðingur, Bergþór Jóhanns-
son mosafræðingur og Baldur Stefánsson
plöntufræðingur. (Árbók 2000, bls. 71.)
1986 Oddi tekinn í notkun. Dr. Maggi Jónsson
teiknaði Odda, sem er hús viðskipta- og hag-
fræðideildar og félagsvísindadeildar. Það er oft
hjálmsson og með honum framan af Þorvald-
ur S. Þorvaldsson. http://www.bok.hi.is/
1996 Fyrsta skóflustungan að Náttúrfræðihúsi
Háskólan tekin. Húsið er hannað af Magga
Jónssyni og stendur í Vatnsmýrinni handa
Norræna hússins. Það er tæpir 8 þúsund fer-
metrar að flatarmáli og þar á að fara fram
kennsla í líffræði, jarðvísindum og landafræði,
auk aðstöðu til rannsókna og framhaldsnáms í
þessum greinum. Þá verður Norræna eldfjalla-
stöðin þar til húsa. Því er ekki lokið.
1998 Atvinnumiðstöð stúdenta hefur starf-
semi. Atvinnumiðstöð stúdenta er atvinnu-
miðlun fyrir íslenska námsmenn í íslenskum
og erlendum skólum á framhaldsskóla og há-
skólastigi og erlenda námsmenn í íslenskum
skólum. http://www.fs.is/atvinna/
1997 Jafnréttisnefnd stofnuð. Hlutverk
hennar er að jafna aðstöðu og laun karla og
kvenna innan Háskólans þar
sem óréttmætur munur er
fyrir hendi, ofl. Sigríður Þor-
geirsdóttir var fyrsti formað-
ur nefndarinnar.www.hi.is/
stjorn/jafnrettisn. (Árbók,
bls. 11.)
1999 Ný lög um Há-skóla Íslands
samþykkt á Alþingi. Eldri lög eru frá 1911,
1936, 1957, 1969 og 1990.
1999 Nýjung í háskólanámi, nemendur geta
fengið diplómagráðu í ákveðnum námsgrein-
um eftir 1 ½ árs háskólanám. http://
www.hi.is/stjorn/nemskra/
1998 Nýtt húsnæði Endurmenntunarstofnun-
ar HÍ vígt. Með húsnæðinu sér fyrir endann á
húsnæðisþröng stofnunarinnar frá upphafi.
Nú hefur stofnunin yfir að ráða þremur rúm-
góðum kennslustofum, stórum fyrirlestrarsal
og tölvuveri. http://www.endurmennt-
un.hi.is/
2000 Deildir Háskóla Íslands verða 11talsins er námsbraut í hjúkrun-
arfræði og lyfjafræði lyfsala verða sjálfstæðar
deildir. Hjúkrunarfræðideild stofnuð og undir
henni er einnig ljósmóðurfræði en kennsla í
henni hófst við náms-
brautina árið 1996.
Lyfjafræðinám tekur 5
ár.
2001 Kennsla hefst í
hugbúnaðarverkfræði.
Nemendur geta þar
með valið um rúmlega
60 námsleiðir við HÍ.
2001 Kennsla hefst í
trúarbragðafræði við guðfræðideild. Í þeim er
fjallað um ólíkar skilgreiningar á hugtökunum
trú og átrúnaður og gefin innsýn í ólíkar kenn-
ingar um hlutverk trúarbragða fyrir einstak-
linginn og samfélagið í sögu og samtíð. Í guð-
fræðideild er nám til embættisprófs, BA-prófs
í guðfræði, prófa í djáknafræðum, MA-rófs í
guðfræði og doktorsprófs. http://www.hi.is/
nam/gudfr/
2001 Nemendur eru rúmlega 7.000 og út kem-
ur sérstök
kennsluskrá yfir
meistara- og
doktorsnám há-
skólaárið 2001–
2002, sem á sjötta
hundruð eru
skráðir í. Um 20.
Þúsund kandídat-
ar hafa braut-
skráðst frá HÍ frá
stofnun hans og
tugir þúsunda
lokið námskeið-
um hjá Endurmenntun HÍ:
Helstu heimildir:
Guðni Jónsson. 1961. Saga Háskóla Íslands. HÍ.
Jón Ólafur Ísberg. 1996. Stúdentsárin. Stúdentaráð HÍ.
Páll Sigurðsson. 1986. Úr húsnæðis- og byggingasögu
Háskóla Íslands 1. HÍ.
Páll Sigurðsson. 1991. Úr húsnæðis- og byggingasögu
Háskóla Íslands 2. HÍ.
Einar Laxness. 1974. Íslandssaga a-k. Bókaútg. Menn-
ingarsjóðs.
Árbók Háskóla Íslands 2000. 2001. HÍ.
Kennsluskrá, grunnnám, háskólaárið 2001–2002.
Kennsluskrá, meistara- og doktorsnám, háskólaárið
2001–2002.
nefnt hugvísindahús. Stærsta kennslustofan í
Odda hefur, auk kennslunnar mjög mikið verið
notuð til hvers konar fundar- og ráðstefnu-
halds. (Páll Sigurðsson II, bls. 510.)
1987 Kvennemendur verða fleiri en karlnem-
endur við Háskóla Íslands.
1988 Tæknigarður var vígður. Ormar Þór Guð-
mundsson teiknaði húsið. dr. Sigmundur Guð-
bjarnason, háskólarektor, sagði við opnunina
að garðurinn væri merk nýjung í íslenskri
rannsókna- og þróunarstarfsemi.
1990 Háskólanemar voru 5.101.
1994 Þjóðarbókhlaða tekin í notkun 1.desember. Þjóðarbókhlaða er
fjórar hæðir og kjall-
ari, og er heildar-
stærð hennar um 13
þúsund fermetrar og
um 51 þúsund rúm-
metrar. Byggingin
rúmar um 900 þús-
und bindi miðað við
fyllstu nýtingu, og
sæti fyrir notendur
eru um 700. Víðtækt
tölvunet tengir hinar
180 einmennings-
tölvur safnsins, og
hafa gestir beinan aðgang að um helmingi
þeirra. Aðalarkitekt hússins var Manfreð Vil-
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001 D 11
MARGRÉT S.
BJÖRNSDÓTTIR
SIGRÍÐUR ÞOR-
GEIRSDÓTTIR
11 deildir
55 fræðasvið
7127
nemendur (í sept.
2001)
556
nemendur í fram-
haldsnámi (í sept.
2001)
1014
brautskráðir árið
2000
490
erlendir nemendur
(sept. 2001)
1500
rannsóknaverkefni
412
kennarar (sept.
2001)
200
sérfræðingar (sept.
2001)
1800
stundakennarar
(árið 2000)
350
opnir fyrirlestrar á
ári
13000
nemendur í endur-
og símenntun
280
erlendir sam-
starfsháskólar
Háskóli Íslands í hnotskurn
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
BJÖRN M. ÓLSEN fyrsti rektor Háskóla Íslands sagði m.a. í ræðu
17. júní 1911:
Markmið háskóla er fyrst og fremst tvennt:
að leita sannleikans í hverri fræðigrein fyrir sig, – og
að leiðbeina þeim, sem eru í sannleiksleit, hvernig þeir eigi að
leita sannleikans í hverri grein fyrir sig.
Með öðrum orðum: Háskólinn er vísindaleg rannsóknar-
stofnun og vísindaleg fræðslustofnun. [...]
Enn hafa flestir háskólar hið þriðja markmið, og það er að
veita mönnum þá undirbúningsmenntun, sem þeim er nauð-
synleg, til þess að þeir geti tekist á hendur ýmis embætti eða
sýslanir í þjóðfélaginu. [...]
Góðir háskólar eru gróðrarstöðvar menntalífs hjá hverri þjóð
sem er, sannkallaðar uppeldisstofnanir þjóðarinnar í besta
skilningi. Út frá góðum háskólum ganga hollir andlegir straum-
ar til hinna ungu menntamanna og frá þeim út í allar æðar þjóð-
arlíkamans.“
Björn M. Ólsen rektor
BJÖRN M. ÓLSEN