Morgunblaðið - 29.09.2001, Side 12
12 D LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Svip-
myndir
Háskóla Íslands er akademía og
þar er lagt stund á rannsóknir
og kennslu. Þar starfar mikill
fjöldi öflugra vísindamann.
Meistara- og doktorsnám hefur
eflst en í því birtast þrjú meg-
inmarkmið Háskólans um að
efla rannsóknir, bæta menntun
og auka þjónustuna. Hér er
gerð tilraun til að bregða ljósi á
nokkra vísindamenn sem starfa
innan HÍ. Flestir teljast þeir í
yngri kantinum þótt margir séu
yfir fertugt, en það tekur mörg
ár að mennta sig til vísinda-
starfa. Valdir voru vísindamenn
úr flestum deildum Háskólans
og úr ýmsum greinum. Grunn-
rannsóknir eru mjög þýðingar-
miklar fyrir íslenskt samfélag.
Ég er að leggja lokahönd áverkefni sem ég hef unniðað í nokkur ár, en það er
doktorsritgerð um fagurfræði í
skáldskap Guðbergs Bergssonar.
Verkefnið er umfangsmikið.
Guðbergur er lykilhöfundur í ís-
lenskum samtímaskáldskap og
raunar einn af mikilhæfustu
listamönnum íslenskrar menn-
ingarsögu á síðustu áratugum.
Hann er líka mikilhæfur evr-
ópskur höfundur. Í skáldskap
hans fléttast þannig veruleiki ís-
lenskrar menningar og sam-
félags saman við evrópska
menningarsögu og frásagnar-
hefð, atriði sem tekið er mark-
visst mið af í doktorsritgerð minni.
Í fyrri hluta verkefnisins byggist meginhugmyndin á
hugmyndasögulegum grunni um samband trúar, heim-
speki og skáldskapar í skapandi samræðu við samtíma-
túlkanir og fræðikenningar þar að lútandi. Þar á sér með
öðrum orðum stað könnun á höfundarverki Guðbergs í
spurn um einstaklingsbundna fagurfræði nútímahöfund-
ar sem felur í sér hugmyndasögulegan arf. Þar er reynt að
svara spurningum eins og: Hvert er samband tilfinninga,
trúar og fegurðar í skáldskap Guðbergs? Getur fagurfræði
nútímaskáldskapar falið í sér hugsun um vanda ábyrgðar
og ástar? Er hægt að tala um siðfræði fagurfræðinnar á
okkar tímum?
Í síðari hluta verksins á sér stað könnun á samræðu
Guðbergs við íslenskt samfélag og menningu, en í skáld-
Fagurfræði í skáld-
skap Guðbergs
Bergssonar
Nafn: Birna Bjarnadóttir.
Starfsheiti: Bókmenntafræðingur.
Fæðingard. og ár: 11.04. 1961.
Ætt/staðir: Móðir: Fríða Ása Guðmundsdóttir, húsmóðir,
fædd og uppalin á Hellissandi, Snæfellsnesi. Faðir: Bjarni
Ólafsson iðnaðarmeistari, fæddur og uppalinn í Reykjavík.
Stúdentspróf: Menntaskólinn v/Hamrahlíð 1982.
Háskólagráður: BA-próf í almennri bókmenntafræði við HÍ
1990. MA-próf í íslenskum bókmenntum við HÍ 1994.
Starf: Doktorsnemi og stundakennari við Háskóla Ísland
Rannsóknarsvið: Fagurfræði nútímabókmennta.
skap sínum og ýmsum ritgerðum hefur Guðbergur leitast
við að halda uppi spegli að íslensku þjóðerni, einkennum
þess, siðvenjum, fegurðarskyni og hugmyndafræði. Að
þessu leyti má líkja höfundarverki hans við verk Halldórs
Laxness, sem í fjölmörgum skáldverkum og ritgerðum
glímdi við hlutskipti þjóðarinnar. Munurinn er þó um-
talsverður. Verk Guðbergs má m.a. skilja sem fráhvarf frá
afstöðu Laxness, þeirri sem einkenndist af því að bjóða
þjóð sinni „dús“. Í þessu samhengi er stöðugt spurt um
þá fagurfræði sem býr að baki sköpunarverki Guðbergs
og hvaða máli hinn evrópski hugmyndagrunnur skipti í
því samhengi: hvert sækir Guðbergur hefð sína? Sveigir
hann vísvitað fram hjá hinni rótgrónu bókmenntahefð
sem Laxness lagði svo mikla rækt við? Hvernig efnir hann
í þann íslenska nútíma sem hann birtir okkur?
Markmið þessa verkefnis er að afla þekkingar á fag-
urfræði verka Guðbergs Bergssonar og varpa þar með
ljósi á fagurfræði íslenskra nútímabókmennta í evrópsku
hugmyndasamhengi. Niðurstöður munu varða nokkur
lykilatriði í verkum Guðbergs en jafnframt stöðu hans í
íslenskri menningu og bókmenntasögu. Jafnframt er
verkinu ætlað að vera framlag til hugmyndasögulegra og
fagurfræðilegra rannsókna og auka vægi alþjóðlegrar
bókmenntafræðilegrar umræðu á íslensku. Síðast en ekki
síst ætti verkið að geta þjónað sem grundvöllur fræði-
legrar kynningar á íslenskum nútímabókmenntum er-
lendis.
Vísindasjóður styrkir þetta verkefni.
Sagt er að allt sé tilvilj-un háð. En jafnvel til-viljunin lýtur lögmál-
um. Líkindafræðin er sú
grein stærðfræðinnar sem
fjallar um þessi lögmál á
sama hátt og t.d. rúmfræð-
in fjallar um lögmál flatar-
mynda og rúmforma. Það
var ekki fyrr en á 20. öld
sem vísindin komust á það
stig að ekki var lengur stætt
á að horfa fram hjá því að
„allt sé tilviljun háð“. Lík-
indafræðin kemur nú við
sögu nokkurn veginn alls
staðar þar sem gripið er
niður í vísindum og tækni,
allt frá eðlisfræði til fé-
lagsvísinda, tölvunarfræði
til hagfræði, upplýsinga-
tækni til fjármálafræði,
gæðastjórnun til málvísinda, verkfræði til erfðavísinda.
Nýlega lauk ég við fimm hundruðsíðna bók sem byggir á
tveggja áratuga rannsóknum í líkindafræði. Bókin kom út í
fyrra hjá Springer-Verlag sem er helsti útgefandi alþjóðlegra
rannsóknarita í stærðfræði. Hún heitir „Coupling, Stationa-
rity, and Regeneration“ upp á ensku og „Tenging, jafnvægi
og endurnýjun“ á íslensku. Sýnishorn eru á heimasíðu minni
(www.hi.is/~hermann).
Bókinni hefur verið mjög vel tekið eins og kemur m.a. fram
í eftirfarandi lokaorðum úr ritdómi í tímariti bandarísku töl-
fræðisamtakanna JASA (Journal of the American Statistical
Association): „Coupling, Stationarity, and Regeneration is an
extraordinary and magnificient achievement that will have
lasting impact on the world of probability.“ Þetta útleggst
einhvern veginn svona á íslensku: „Tenging, jafnvægi og
endurnýjun er einstakt og stórbrotið afreksverk sem mun
hafa varanleg áhrif á heim líkindafræðinnar.“
Tenging er meginþema bókarinnar. Þetta er líkindafræði-
leg aðferð sem á rætur sínar að rekja aftur á fjórða áratuginn
en lá svo mikið til í láginni fram á þann áttunda. Tenging lík-
ist frekar yfirveguðu handverki en sjálfvirkri stórframleiðslu
og því hefur þessi aðferð þróast hægt. Nú er þó svo komið að
hún er farin að koma við sögu á flestum sviðum jafnt hreinn-
ar sem hagnýtrar líkindafræði.
Með hóflegri einföldun má segja að tengiaðferðin gangi út
á að rannsaka slembifyrirbrigði með því að tengja þau öðr-
um einfaldari. Hún skiptir líkindafræðilegri röksemdafærslu
í tvo hluta: tengihluta þar sem líkindafræðilegt innsæi skiptir
höfuðmáli og síðari hluta þar sem unnt er að beita einföld-
um rökum sem ekki krefjast slíks innsæis. Mörgum finnst
þetta líkast galdri, niðurstaðan virðist liggja fyrir áreynslu-
laust. En áreynslan felst í því að finna réttu tenginguna, og
hún er ekki alltaf auðfundin þótt hún blasi oft við þegar hún
er fundin.
Meginverkefnið núna er að fylgja bókinni eftir út í heim,
en auk þess halda rannsóknarverkefnin áfram að hrannast
upp. Síðustu mánuðina hef ég einkum velt fyrir mér „hvernig
hirða megi þorsk úr óendanlegri runu krónukasta án þess að
raska rununni“ en þessi að því er virðist ábyrgðarlausi leikur
kemur við sögu við rannsókn á ferðum rafeindar í kristal. Þá
hef ég velt fyrir mér hvernig eigi að lýsa því stærðfræðilega
„að allir punktar í slembipunktmengi í margvíðu rúmi (t.d.
plánetur í geimnum) séu jafngildir sem athugunarstöðvar“.
Svona stundar stærðfræðingur gjarnan grunnrannsóknir
(með fætur uppi á borði): Fyrst vaknar spurning (vegna hag-
nýts verkefnis eða einfaldlega af fræðilegum ástæðum). Svo
er velt vöngum (og kannski krotað á blað og spjallað við koll-
ega) dögum, mánuðum, árum saman. Komi eitthvað athygl-
isvert út úr þessu er skrifuð grein sem svo er send til hugs-
anlegrar birtingar í alþjóðlegu stærðfræðitímariti. Ritstjóri
þess fær hæfa menn (sem höfundur má ekki vita hverjir eru)
til að fara í gegnum greinina og segja til um hvort þetta sé nú
allt saman rétt og nýtt og nægilega bitastætt. Sé niðurstaðan
jákvæð (í kannski 10% tilvika hjá sumum tímaritum og
kannski 90% hjá öðrum) birtist greinin kannski tveim árum
síðar (stundum eftir ítarlegar lagfæringar og niðurskurð eða
viðbætur), en þá er höfundurinn kominn á kaf í einhverjar
allt aðrar vangaveltur.
Auk ofangreinds er ég mikill áhugamaður um tónlist. Ég er
núna að vinna í því að fá framúrstefnurokkarana PLP (Par
Lindh Project) til landsins til að spila. (Sennilega) þann 9.-11.
nóvember næstkomandi (hafið endilega samband við mig:
hermann@hi.is). Þetta kemur kannski dálítið spánskt fyrir
sjónir en þetta er liður í að ná mér niður eftir átökin við bók-
ina.
Jafnvel tilviljun
er lögmál
Nafn: Hermann Þórisson.
Starfsheiti: Stærðfræðingur.
F.dagur og ár: 1. október 1952.
Ættaður, frá hvaða stöðum/landshlutum: Móðir mín,
Björg Hermannsdóttir, er frá Seyðisfirði og þar er ég alinn
upp. Faðir minn, Þórir Bergsson tryggingastærðfræðingur,
fæddist á Patreksfirði og ólst upp í Hafnarfirði.
Stúdentspróf: 1972 frá MR.
Háskólapróf, eftir gráðum: Doktorspróf frá
Gautaborgarháskóla 1981
Núverandi starf/staða: Vísindamaður við
Raunvísindastofnun Háskólans
Rannsóknarsvið: Líkindafræði
Rannsóknir mínarhafa að undan-förnu snúist um
kvikmyndir sem fjalla
um Jesú Krist, annað-
hvort á beinan hátt með
því að segja sögu hans
(s.k. Jesúmyndir) eða
myndir um persónur
með sterka skírskotun til
persónu Jesú Krists, sem
oft eru kallaðar krists-
gervingar. Ég hef nýlokið
við að skrifa grein um
þetta efni, sem á að birt-
ast í bók um trúarleg
stef í kvikmyndum og er væntanleg síðar á þessu ári.
Margt bendir til þess að myndir um kristsgervinga eða
með persónum sem hafa sterkar tilvísanir til persónu Jesú
Krists séu betur til þess fallnar að koma boðskapnum um
Krist til skila en hefðbundnar Jesúmyndir. Slíkar myndir eru
ekki rammaðar inn af sögulegum bakgrunni persónu Jesú
Krists til jafns við Jesúmyndirnar. Hins vegar hefur leik-
stjórum Jesúmyndanna fundist þeir misjafnlega bundnir af
sögulegum bakgrunni Jesú Krists. Hér er t.d. átt við gyðing-
legan bakgrunn hans, en í mörgum myndum er persóna
Jesú Krists leikin af bláeygum Vesturlandabúa með skolleitt
hár. Hið sama er ekki að segja um kyn Jesú. Þetta vekur
spurningar um mikilvægi sögulegs samhengis guðspjalla-
sögunnar og hvernig kristin hefð hefur túlkað það fram að
þessu. Enn í dag er konum t.d. meinað að taka prestsvígslu,
vegna þess að þær eru ekki af sama kyni og Kristur og teljast
því ekki geta gerst erindrekar í Krists stað. Sömu rök hafa
ekki verið notuð gegn körlum af öðrum kynþætti eða þjóð-
félagsstétt en Kristur. Kvikmyndir um kvenkristsgervinga
sýna hvernig hægt er að draga fram mikilvæga þætti í per-
sónu og/eða hlutverki Jesú Krists, þrátt fyrir eða kannski
einmitt vegna þess að túlkunin á sér stað utan þröngs
ramma hins sögulega samhengis. Áhrifamikil mynd Dan-
ans Dreyers um píslargöngu Jóhönnu af Örk og mynd Tims
Robbins um systur Helenu (Dead Man Walking) eru tvö slík
dæmi. Mörg önnur dæmi eru til, þar má fremsta í flokki
nefna Babettu í óskarsverðlaunamyndinni um Gestaboð
Babettu frá árinu 1987. Mynd Von Triers, Brimbrot, er hins
vegar gott dæmi um neikvæðan kristsgerving, sem er á
skjön við frelsunarboðskap Krists, en gerir engu að síður til-
kall til samanburðar við frásögn guðspjallanna.
Kvikmyndir um persónu og hlutverk Jesú Krists, hvort
sem þær segja sögu hans eða hafa tilvísun til persónu hans,
geta verið mikilvægt innlegg í fræðin um Krist, sem hafa
það að viðfangsefni að bregðast við spurningunni sem
Kristur lagði fyrir lærisveina sína forðum daga: En þér,
hvern segið þér mig vera? (Mk 8.29). Sterkar tilvísanir og til-
raunir til þess að fást við flókin kristsfræðileg vandamál í
myndunum gera kröfu til þess að þær verði teknar alvar-
lega. Glíman við grundvallarspurningar kristinnar trúar um
eðli og hlutverk Jesú Krists heldur áfram og guðfræðingar
hljóta að fagna því að fleiri taki þátt í þeirri umræðu.
Kristsgervingar
í kvikmyndum
Nafn: Arnfríður Guðmundsdóttir
Starfsheiti: lektor
F. dagur og ár: 12. janúar 1961
Ættuð, frá hvaða stöðum/landshlutum: frá Siglufirði
Stúdentspróf: frá Menntaskólanum við Sund, árið 1981
Háskólapróf, eftir gráðum: Embættispróf í guðfræði
frá Háskóla Íslands árið 1986.
Doktorspróf í guðfræði frá Lúterska guðfræðiskólanum
í Chicago í Bandaríkjunum árið 1996.
Núverandi starf/staða: lektor í guðfræði við
guðfræðideild HÍ
Rannsóknarsvið: Kristsfræði með áherslu
á feminískt sjónarhorn.
VÍSINDI