Morgunblaðið - 29.09.2001, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 29.09.2001, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001 D 15 Ég fæst við grunnrannsókn-ir í kennilegri eðlisfræði,einkum á sviði öreinda- fræði og þyngdarfræði, en hef líka unnið að verkefnum sem tengjast öðrum greinum eðlis- fræðinnar eins og þéttefnisfræði og stjarneðlisfræði. Þrátt fyrir síaukna sérhæfingu meðal hinna ýmsu sérgreina er oft styttra á milli fræðasviða en virðist við fyrstu sýn. Það koma oft upp sambærileg stærðfræði- leg viðfangsefni þegar fengist er við verkefni af ólíkum toga og þegar slík samsvörun milli tveggja ólíkra greina er sett fram á skýran hátt geta báðar greinarnar notið góðs af. Sú rannsóknaraðferð sem hefur gefist mér hvað best við ... eins og þéttefnis- og stjarneðlisfræði Nafn: Lárus Thorlacius Starfsheiti: Prófessor Fæðingard. og ár: 27. janúar 1964 Ættaður frá: Fæddur og uppalinn í Reykjavík Stúdentspróf: Menntaskólinn við Hamrahlíð 1981 Háskólapróf, eftir gráðum: BS í eðlisfræði, Háskóli Íslands, 1984; PhD í eðlisfræði, Princeton University, 1989 Núverandi starf/staða: Prófessor í eðlisfræði við HÍ Rannsóknarsvið: Kennileg eðlisfræði Mínar rannsóknirum þessarmundir hafa það markmið að segja eitthvað nýtt um íslensk handrit frá miðöldum. Þau eru þjóðarstolt og út- lenskt hefðarfólk fær ekki að yfirgefa landið án þess að sjá þau gegnum gler, en við vitum nánast ekk- ert um það hvernig þau urðu til. Rannsóknir til þessa hafa fyrst og fremst beinst að textum hand- rita: Íslendingasögur, heilagramannasögur, konungasögur, Grágás, Jónsbók og svo framvegis. Nokkuð er reyndar til af mjög vönduðum athugunum á skriftarlagi og stafsetningu, en útlit hand- rita og uppsetning hafa ekki náð athygli fræðimanna. Rannver Hannesson efnagreindi fyrir nokkrum árum búta úr fáeinum skinnbréfum og komst að þeirri nið- urstöðu að þau væru skrifuð á kálfskinn. Þessu þarf að fylgja eftir með smásjárathugunum til að komast að því hvort svo ólíklega vilji til að sauðskinn hafi alls ekki verið notað hérlendis eða mjög lítið. Óteljandi atriði önnur eru undir og liggja á kvarða sem nær frá verkunaraðferðum til tölfræðiathugana á bók- stöfum og skriftarlagi. Hvaða efni voru notuð til að verka skinn? Hver voru gæði skinns sem notað var í handrit? Hvernig voru húðir sem búið var að breyta í bókfell brotnar saman? Hvað voru handrit stór og hvert var hlut- fall hæðar og breiddar? Var tvinnum raðað saman í kver með þeim hætti að í hverri opnu væru blaðsíður sömu megin af skinninu? Á þessu er sjónarmunur og áferðar. Hvernig var stungið og dregið fyrir línum, dálkum og spássíum? Var uppsetning og nýting leturflatar svipuð og í handritum erlendis? Breyttust þessi atriði hérlendis í aldanna rás? Nemendur mínir hafa að undanförnu setið við talningu og mælingar af þessu tagi, einkum á stærð leturflatar, sem og línufjölda, orðafjölda, táknafjölda og styttinga, að ógleymdri stærð bókstafsins o. Allt þetta veitir upplýsingar um það hvernig hönnuðir handrita á miðöldum hugsuðu, því að engar handbækur um útlitsteikningu eru til frá þeim tíma. Ekki er tíma- bært að greina frá niðurstöðum og athuganir eru fremur skammt á veg komnar. Óhætt er samt að fullyrða að talnaflóðið sem er í vændum á eftir að auka þekkingu okkar og skilning á íslenskum miðöldum. Jafnframt er viðbúið að margt komi fram sem getur orðið til hjálpar við aldursgreiningu handrita og annað slíkt sem fræði- menn hafa fengist við lengi með öðrum aðferðum. Útlit handrita og uppsetning Nafn: Már Jónsson Starfsheiti: Sagnfræðingur Fæðingard. og ár: 19. janúar 1959 í Reykjavík Stúdentspróf: Ulrikke Pihls skole í Björgvin árið 1977 Háskólapróf, eftir gráðum: BA-próf í sagnfræði og félagsfræði frá Háskóla Íslands árið 1980 og cand. mag.-próf í sagnfræði frá sama skóla fimm ár- um síðar. Doktorsgráða í sagnfræði frá sömu stofnun árið 1993. Inni á milli var ég um hríð í námi við háskóla í Björg- vin og París Núverandi starf/staða: Dósent í sagnfræði Rannsóknarsvið: Íslensk handrit að nálgast flókin vandamál í eðlisfræðinni er að setja fram einfalt líkan af því kerfi sem maður vill skoða, oft í einni eða tveimur rúmvíddum, sem engu að síður felur í sér ýmsa lykileiginleika upphaflega kerfisins. Stundum er hægt að leysa jöfnurnar sem koma upp í tengslum við líkanið meðan sambærilegir útreikningar fyrir hið „raunverulega“ kerfi eru óframkvæmanlegir . Slíkir líkanareikningar gefa oft mikilvægar vísbendingar um hegðun upphaflega kerf- isins þó að þeir nái auðvitað ekki að lýsa henni í smáat- riðum. Þessi aðferð kemur að bestum notum þegar fengist er við grundvallarspurningar um eðlisfræðilögmálin sjálf, eins og t.d. hvort tímaþróun í þyngdarfræði, þar sem svart- hol gufa upp við Hawking-geislun, geti samræmst grund- vallarlögmálum skammtafræðinnar, eða hvort ákvarða megi gildi heimsfastans með aðferðum þyngdarskammta- fræðinnar, en hún á síður við þegar verkefnið snýst um að bera fræðilega útreikninga saman við niðurstöður mælinga á tilraunastofum, t.d. varðandi líftíma óstöðugra öreinda. Núna í haust er ég að leggja síðustu hönd á verkefni í strengjafræði í samvinnu við nemanda minn, Paul Shock- lee, sem er að ljúka doktorsnámi við Princeton University í Bandaríkjunum. Í strengjafræði er smæstu einingum efn- isheimsins, öreindunum, lýst sem örsmáum strengjum sem hafa áhrif hver á annan eftir ákveðnum lögmálum. Strengjafræðin er jafnframt kenning um þyngdaraflið og felur í sér almennu afstæðiskenningu Einsteins. Strengja- fræðin býður þannig upp á sameinaða lýsingu allra öreinda og krafta sem við þekkjum í náttúrunni og hún er eina kenningin sem nokkur árangur hefur náðst með í þá átt. Við Paul höfum kannað aflfræðilega eiginleika svo- nefndra strengjaneta, en tilvist þeirra var uppgötvuð fyrir nokkrum árum. Settar hafa verið fram hugmyndir um nýja grundvallarframsetningu strengjafræðinnar þar sem slík net gegna mikilvægu hlutverki og það er hugsanlegt að okkar niðurstöður komi að notum þar. Auk þess má túlka strengjanetin sem bundin kerfi þriggja eða fleiri öreinda og útreikningar okkar varða ýmsa eiginleika slíkra kerfa. Eins og oft vill verða í grunnrannsóknum fór þetta verk- efni í annan farveg en við gerðum ráð fyrir í upphafi. Það hefur snúist upp í leit að líkönum í skammtafræði, sem tengjast strengjanetunum aðeins með óbeinum hætti, en þurfa að hafa tiltekna rúmfræðilega eiginleika og uppfylla ákveðin skilyrði um svonefnda ofursamhverfu. Engin slík líkön eru þekkt í dag er en við erum vongóðir um að bæta úr því á næstu vikum. Flest rannsóknar-verkefni semrannsóknahóp- ur minn vinnur að eru á sviði sameinda- erfðafræði og DNA efnaskipta. Markmið verkefna er annars vegar grunnlíffræði þ.e. að öðlast skilning á erfðaefninu, bygg- ingu þess og virkni. Hins vegar vinnur rannsóknarhópur minn að þróun aðferða í sameindaerfðafræði sem hægt væri að nota við vísindarannsóknir sem og greiningu og meðferð sjúkdóma. Meðal rannsóknaverkefna má nefna að við erum að reyna að skilgreina líffræði mæði-visnuveiru betur og nýta þá þekk- ingu til að búa til genaferju sem byggist á þeirri veiru. Einnig höfum við verið að þróa nýjar leiðir til að greina skemmdir í DNA sem og erfðabreytileika. Önnur samstarfsverkefni eru t.d. að rannsaka þætti sem hafa áhrif á járninnihald í líkamanum og samspil fæðuefna og brjóstakrabbameins hjá einstakling- um sem bera krabbameinsgen. Ofangreint verkefni er hluti verkefna sem unnin eru á líf- efna- og sameindalíffræðistofu í Læknagarði. Sú rannsókn- arstofa hefur á síðustu árum orðið miðstöð fyrir lífefna- og sameindalíffræðirannsóknir í grunnvísindum og læknisfræði. Almenn áherslusvið eru efnaskipti kjarnsýra, genalækningar, þroskunarlíffræði, næringarfræði og samspil erfða og um- hverfis. Eitt sprotafyrirtæki, Lífeind ehf., var nýlega stofnað til að þróa og markaðssetja nýjar aðferðir í sameindaerfðafræði sem fundnar voru upp á rannsóknarstofunni. Sprotafyrirtæki vegna rann- sóknanna Nafn: Jón Jóhannes Jónsson Starfsheiti: dósent og forstöðulæknir lífefnafræðasviðs læknadeildar HÍ og meinefnafræðideildar Landspítala Hringbraut. F.dagur og ár: 21. júlí 1957. Ættaður, frá hvaða stöðum/landshlutum: Fæddur og uppal- inn í Reykjavík. Foreldrar dr. Jón Jóhannesson prófessor í sögu við Háskóla Íslands (látinn). Hann var ættaður frá Hrísakoti, Vatnsnesi við Húnaflóa. Móðir dr. Guðrún P. Helgadóttir, fyrrrverandi skólastjóri Kvennaskólans í Reykjavík. Hún er uppalin á Vífilsstöðum. Stúdentspróf: Menntaskólinn í Reykjavík, stúdentspróf úr náttúrufræðideild I, 1977. Háskólapróf, eftir gráðum: Læknadeild Háskóla Íslands, embættispróf í læknisfræði, 1983. Framhaldsnám í lækn- ingarannsóknum, meinefnafræði og sameindaerfðafræði við Minnesotaháskóla og læknisfræðilegri erfðafræði við Yale há- skóla. University of Minnesota Graduate School, Ph.D., 1992, American Board of Pathology 1990, American Board of Medi- cal Genetics 1996. Núverandi starf/staða: Annars vegar er ég dósent og for- stöðumaður lífefnafræðasviðs læknadeildar Háskóla Íslands. Á vegum lífefnafræðasviðs fer fram kennsla læknanema í líf- efna- og sameindalíffræði og meinefnafræði. Á vegum líf- efnafræðasviðs er einnig lífefna- og sameindalíffræðistofa. Á henni fara fram vísindarannsóknir og þjálfun vísindamanna. Jafnframt háskólastörfum er ég forstöðulæknir mein- efnafræðideildar Landspítala Háskólasjúkrahúss við Hring- braut. Á deildinni eru gerðar lífefna- og sameindalíffræði- rannsóknir í lækningaskyni auk kennslu og rannsókna. Líkanagerð er stórþáttur í hugbún-aðarþróun. Kröf- ur sem gerðar eru til hugbúnaðar eru það miklar að nauðsynlegt er að gera líkan fyrst til að sjá fyrir sér hvernig er best að framleiða bún- aðinn. Hægt er að gera frumgerð sem er raun- líkan af hugbúnaðinum en umfangsminni. Þá er einhver einn þáttur prófaður m.t.t. virkni, afkasta, nytsemi eða ör- yggis svo eitthvað sé nefnt. Jafnframt því að gera frumgerð er oftast gert greiningarlíkan og síðar hönn- unarlíkan af hugbúnaðinum. Í stað þess að líkanið sé keyrslu- hæft eins og frumgerðin er það gjarnan í formi rita sem tákna hluti, eiginleika þeirra, aðgerðir, gagnaflæði, stýriflæði, gagn- virkni og stöður í hugbúnaðinum. Slík líkanagerð í hönnun smærri og stærri hluta á sér margar hliðstæður og er að verða æ algengari. Um samskipti manns og tölvu Nafn: Ebba Þóra Hvannberg Starfsheiti: Dósent í tölvunarfræði Fæðingard. og ár: 16. ágúst 1957, fædd í Reykjavík Stúdentspróf: Menntaskólinn í Reykjavík Háskólapróf: Ph.D í tölvunarfræði, Rensselaer Polytechnic Institute, Troy, New York, MS í tölvunarfræði, einnig frá Rensselaer, BS í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands Rannsóknarsvið: Formlegar aðferðir í hugbúnaðargerð, samskipti manns og tölvu, hugbúnaðarferli Líkanagerð í hugbúnaðarþróun er frekar ung fræðigrein og margir nýta sér hana ekki, heldur forrita strax. Algengust er lík- anagerð með ritamáli svo sem Unified Modeling Language (UML) sem notað er við hlutbundna hugbúnaðarþróun. Að búa til líkan með stærðfræðilegu máli eins og Z málinu hefur verið gert í nokkra áratugi en hefur ekki náð nógu mikilli út- breiðslu. Engu að síður hefur Z málið verið notað í stórum verkefnum. Báðar aðferðirnar hafa styrk- og veikleika og vega hvor aðra upp. Styrkur ritamálsins (UML) er myndræn fram- setning og nytsemi. Styrkur stærðfræðimálsins (Z) er ná- kvæmni og ótvíræð skilgreining. Nýleg rannsókn miðar að því að nota rit og stærðfræðilegt mál til að gera líkan af hugbúnaði. Í verkefnum með nem- endum hef ég gert tilraunir til að bera aðferðirnar saman með það að markmiði að nota þær báðar í hugbúnaðarferlinu. Í rannsókninni var byrjað á að greina hvaða eiginleika líkana- mál þarf að hafa. Líkanamálið verður að gera okkur kleift að lýsa sem best raunbúnaðinum, en líkanagerðin má ekki vera of dýr. Líkanið á að hjálpa okkur við að hugsa um stærstu út- línur viðfangsefnisins fyrst en tæknilegu smáatriðin seinna. Einnig þurfum við að geta brotið hugbúnaðinn niður í und- irkerfi svo að við getum skipt með okkur verkum eða tekist á við lítil afmörkuð vandamál í einu. Önnur markmið má nefna eins og prófanleika líkansins og nytsemi. Rannsóknin hefur lagt ríka áherslu á að tengja notkunina á Z og UML við hugbúnaðarferlið. Reynslan sýnir að það er til lítils að finna upp mál til líkanagerðar án þess að gefa skýrar leið- beiningar um það hvernig á að nota það við greiningu, hönn- un, prófun og forritun. Oft hefur verið sett fram líkanamál án þess að sýna hvernig á að beita því í hugbúnaðarferlinu. Á þann hátt gagnast málið hvorki til kennslu í hefðbundnu námi né á hagnýtan hátt í iðnaði. Í rannsókninni er búið að gera grunntengingar á milli málanna tveggja, Z og UML, og setja í samhengi við hugbúnaðarferlið. Næsta skref er að sannreyna hve vel hentar að blanda saman ritamáli og stærðfræðimáli á hinum ýmsu stigum þróunarferlisins. Þetta verður gert með því að prófa aðferðina í raunverulegum verkefnum. Meginmarkmið verkefnisins er að þróa hugbúnað og nýjar aðferðir til að besta hönnun varmaorkuvera. Þetta er gert með því að nýta nýja og fullkomna tækni við lausn og bestun flókinna reiknilíkana. BIRNA PÁLA KRISTINSDÓTTIR Eitt sprotafyrirtæki, Lífeind ehf., var nýlega stofnað til að þróa og markaðssetja nýjar aðferðir í sameindaerfða- fræði sem fundnar voru upp á rannsóknarstofunni. JÓN JÓHANNES JÓNSSON Í strengjafræði er smæstu einingum efnisheimsins, öreindunum, lýst sem örsmáum strengjum sem hafa áhrif hver á annan eftir ákveðnum lögmálum. LÁRUS THORLACIUS Litningagreining á bjarkartegundum, s.s. birki og fjalldrapa, hefur sýnt fram á að í náttúrunni víða um landið er til þrílitna birki. KESARA MARGRÉT ANAMTHAWAT-JÓNSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.