Vísir - 31.10.1979, Side 3

Vísir - 31.10.1979, Side 3
vtsrn Miðvikudagur 31. október 1979 Elnkennllegur sparnaður á Akureyri: Stela byggingar- efni í hús sin „Þaö er alltaf eitthvað um, að byggingarefni sé stolið, en það hefur farið versnandi i haust”, sagði Ófeigur Baldursson, rannsóknarlögreglumaður á Akureyri i samtali við Visi. Hann sagði, að ekki lægi fyrir nákvæmlega hve miklu hefði verið stolið, þvi aö oft eiga hús- byggjendur erfitt með að segja til um, hve mikið efni hefði verið á staðnum. En þeir geta séö, að það hefur rýrnað. Þjófarnir ágirnast bókstaflega allt efni, sem þarf til bygginga, einangrunarplast, timbur, steypujárn og þakjárn. Ófeigur sagðist álita, að þarna séu á ferð- inni menn, sem séu einhvers staðar að byggja, en erfitt væri að sanna stuld sem þennan. Menn þyrftu ekki einu sinni að framvisa reikningum, þvi að oft er byggingaefni fengið aö iáni. Stærstu byggingarnar hafa orðið verst úti i þessum þjófnuðum og þær sem standa afskekkt. Ófeigur kvaö ekkert upplýst af þeim málum, sem komið hafi upp i haust, en kvaðst þó vongóður um, að rannsóknin bæri árangur. Llstl Jóns Sólness Stuðningsmenn Jóns Sólness Viktór A. Guðlaugsson, skóla- hafa nú ákveðiö að bjóða fram stjóri, i þriðja, Pétur Antonsson, sérlista. A honum verða Jón Sól- forstjóri, i fjórða, Friörik Þor- nesifyrsta sæti, Sturla Kristjáns- valdsson, forstjóri, I fimmta og son, sálfræðingur, i öðru sæti Aslaug Magnúsdóttir i sjötta sæti. Reykiavíkurlisti Framsóknar birtur Fulltrúaráö Framsóknarfélag- nna i Reykjavlk hefur ákveðið framboðslista flokksins i Reykja- vik fyrir komandi alþingiskosn- ingar. Listinn er þannig skipaður: 1. Ólafur Jóhanneson fv. forsætis- ráðherra, 2. Guðmundur G. Þórarinsson. verkfræðingur, 3. Haraldur Ólafsson, dósent, 4. Sig- rún Magnúsdóttir, kaupmaður, 5. Kristján Friðriksson, iðnrekandi, 6. Kristinn Agúst Friðfinnsson, guðfræðinemi, 7. Bjarni Einars- son, framkvæmdastjóri, 8. Arni Benediktsson, framkvæmda- stjóri, 9. Sigrún Sturludóttir, skrifstofumaöur, 10. Geir Viöar Vilhjámsson, sálfræðingur, 11. Hagerup Isaksen, rafvirki, 12. Elisabet Hauksdóttir skrifstofu- maður. — KS „Vildi aö fulltrúar fleiri byggðarlaga kæmust aö” - segir Leó E. Löve vegna Vísisfréttar Mishermt var I frétt VIsis á mánudaginn að Leó E. Löve fulltrúi bæjarfógeti I Kópavogi hefði ekki gefið kost á sér neðar en i þriðja sæti á lista Fram- sóknarflokksins i Reykjaneskjör- dæmi. 1 samtali við Visi i gær benti Leó á að skoðanakönnun um skipan listans hefði aðeins verið bindandi fyrir þrjú efstu sætin. Leó sagði að þegar i ljós hefði komið að hann gæti fengiö fjórða sætið hefði honum fundist óeðli- legt að tveir Hafnfirðingar væru svo nálægt hvor öörum á listanum en Markús A. Einarsson er i öðru sæti. Hann hefði þvi verið tilbúinn til að vikja fyrir öðrum á listanum til þess að önnur byggðarlög 1 kjördæminu fengju fulltrúa i efstu sætum. 1 þvi hefði ekki falist að hann vildi ekki taka sæti á list- anum. —KS. Stjórnmálaflokkurinn hyggst ekki bjóöa fram Á fundi, sem Stjórnmálaflokk- urinn hélt I fyrradag var ákveðið, að flokkurinn byði ekki fram i kosningum að þessu sinni, en að unnið yrði áfram að eflingu flokksins með langtíma sjónar- mið i huga. Starfsemi Stjórnmálaflokksins hefur eflst verulega að undan- förnu og hefur flokkurinn tekið á leigu húsnæði að Brautarholti 20, 3. hæö, þar sem veittar eru allar upplýsingar um stefnumál og starf flokksins, aö sögn for- mannsins. Ólafs Einarssonar. Meöal höfuöstefnumála Stjórn- málaflokksins er sem fyrr, að að- skilja löggjafar- og fram- kvæmdavald, að taka upp nýja kjördæmaskipan, sem miði að þvi að jafna rétt þegnanna til áhrifa á vai þingmanna og að þjóðkjörinn forseti sé meira en sameiningar- tákn þjóðarinnar, aö hann veröi höfuð rikisátjórnarinnar, taki virkan þátt i stjórn landsins og velji ráðherrana. Stjórnmálaflokkurinn kynnti fyrst stefnumál sin fyrir þjóðinni fyrir siðustu Alþingiskosningar með framboði I Reykjavik og Reykjaneskjördæmi. 1 frétt frá flokknum segir, að mikiö hafi veriö um hann rætt þó ekki tækist að vinna þingsæti. Nú vilji Stj órnmálaflokkurinn vinna að slikri stjórnarskrárbreytingu, að ákveöin prósentutala fylgis- manna nýrra flokka og sjónar- miða gefi iandskjörinn þingmann óháö þvi, hvort um kjördæmakos- inn þingmann er að ræða eða ekki. Meö þvi móti fengju nýir flokkar og ný sjónarmiö flutn- ingsmenn á Alþingi íslendinga 1 réttu hlutfalli viö fylgi. Samanber kosningafyrirkomulagiö I Svi- þjóð, þar sem 5% fylgi gefur flokki og sjónarmiöum þing- mann. Alltur Stjórnmálaflokkur- inn, aö slik stjórnarskrárbreyting sé nauðsynleg til að ný sjónarmið nái fram að ganga, sé þaö vilji kjósenda. Með þessu móti þurfi fólk ekki aö óttast, að atkvæðin komi ekki að gagni hjá nýjum flokkum, styðji fólk á annað borð sjónarmiðin, þar sem sérhvert atkvæöi gefur ákveðna prósentu- tölu. Unnið að talningu Iprófkjöri Sjálfstæðisflokksins IReykjavik I fyrrinótt. Vfsismynd: JA. PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆDISFLOKKSIHS: HVERNIG SKIPTUST ATKVÆÐI MILLI SÆTA? Eftirfarandi tafla sýnir hvernig flokksins i Reykjavik I einstök neðar þeim sem frambjóðendur atkvæði skiptust milli frambjóð- sæti. Atkvæðin eru þó ekki sund-. lentu i. enda i prófkjöri Sjálfstæðis- urliðuð i þeim sætum sem eru —KS 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. Samt. sæti sæti sæti sæti sæti sæti sæti sæti sæti 1. Geir Hallgrimsson 4364 8448 2. Albert Guðmundsson 3620 1679 8281 3. Birgir tsleifur 1030 2479 1794 8907 4. Gunnar Thoroddsen 945 1666 1059 799 6831 5. Friðrik Sophusson 303 837 1228 1471 1275 8007 6. EliertSchram 161 633 1252 1539 1409 1104 7805 7. Ragnhildur Helgad. 176 1019 1228 1197 1143 1084 948 7609 8. Pétur Sigurðsson 502 582 870 966 1234 1250 1131 851 7386 VI . II 1M VVM w H/-H_m \H ACCDLI \| ||l> PHILIPS ...mestselda sjónvarpstækið í Evrópu. -* i ? ♦ O |f r3?TT^i>j TT heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 —15655

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.