Vísir - 31.10.1979, Side 5

Vísir - 31.10.1979, Side 5
MOa niður siroKu- menn Vikuritiö „Literaturnaya Gaz- eta” i Sovétrikjunum birtir i dag viötal viB skautakappann Alexei Ulapov þar sem veist er harka- lega aö skautaparinu Oleg Proto- popov og konu hans Ljudmilu, sem struku til Sviss. Þau eru kölluö fégráöug og sögö búin aö vera sem afreksfólk, en hafa svikiö ættjörö sina fyrir möguleikana á aö eignast Merce- des Benz-limósinu. Ulapov, sem sigraöi i list- skautahlaupi á ólympiumótinu 1972, þegar Protopopov-hjónin höföu dregiö sig 1 hlé (þau unnu 1964 og ’68), — ásamt Irinu Rodn- inu, segist hafa þekkt hjónin vel. Hann sagöi tvær ástæöur liggja aö baki landflótta þeirra. Onnur væri fégræðgi og hin fiknin i aö endurheimta fyrri frægö, eftir aö geta þeirra á skautasvellinu fór dvinandi. Þessi skrif stinga mjög I stúf viö fyrri blaöaskrif um þau hjón i Sovétrikjunum, þar sem þeim var ávallt hampaö sem góöu for- dæmi fyrir ungt fólk aö fylgja. Meira aö segja siðast i þessum mánuöi birti Iþróttablað Sovét- manna grein um þau, þar sem þeim er hrósaö upp I hástert en sú grein var skrifuð fyrir flótta þeirra, sem kom mjög á óvart. Rúm í rúmgóöu húsnæði I hinni glæsilegu húsgagnadeild sýnum við ávallt mikið úrval uppsettra rúma í rúmgóðu húsnæði. ís- lensk rúm af mörgum stærðum og gerðum. Sænsk fururúm. Einnig rúmteppi, sængur, koddar, sængurfatnaður o. fl. Munið hina þægilegu kaupsamninga Húsgagnadeild Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 sími10600 ............."1 Polanski í Parls i Roman Polanski, kvikmyndaleikstjórinn frægi, sést hér á myndinni t.v. koma til frumsýningar á nýjustu mynd sinni „Tess” i Paris, þar sem hann hefur starfaö, siðan hann flúöi Bandarfkin vegna sakamáls, sem höföaövar gegn honum fyrir aö eiga mök viö stdiku- barn á fermingaraldri. — 1 för meö Polanski á frumsýningunni var leikkonan, Nastassia Kinski, sem fer meö eitt aöaihlutverkiö 1 myndinni. Orygglsskyni Allur kjarnorkuiönaöur Banda- rikjanna þarfnast endurskipu- lagningar til þess aö gera hann öruggari, aö mati þeirra nefndar, sem Carter forseti setti til þess aö rannsaka kjarnorkuslysiö á Þriggja mílna-eyju. 1 skýrslu nefndarinnar um þetta versta kjarnorkuslys i sögu Bandarikjanna voru gagnrýnd bæði opinber ráö og starfsmenn kjarnorkuversins i Pennsylvaniu. Formaöur nefndarinnar, John Kemeny, sagöist harma þaö, að meönefndarmenn hans skyldu ekki vilja greiöa atkvæöi meö tillögu um bann viö rekstrar- leyfum á kjarnorkuverum, þar til rekstur þeirra heföi veriö geröur öruggari. En skýrsla nefndarinnar leggur til, aö lagt veröi alveg niöur ráö þaö, sem hingaö til hefur haft meö leyfisveitingar aö gera. Lagt er til, aö þaö veröi tekiö til ræki- legrar endurskipulagningar. — i Ráöiö (oftast I daglegu tali skammstafaö NRC) er sakaö um aö hafa ekki látiö öryggismálin ' nægilega til sin taka. Þá eru stjórnendur kjarnorku- versins á Þriggja milna-eyju I Pennsylvaniu sakaöir um, aö hafa ekki þjálfaö starfsfólk sitt nægilega. í skýrslunni er sérstak- lega bent á þá ringluleiö, sem rikt hafi I stjórnklefa verk- smiöjunnar, þegar 100 viö- vörunarbjöllur hringdu viö upp- haf slyssins. Neytendapostulinn Ralph Nader hefur látiö svo ummælt eftir birtingu skýrslunnar, aö hún væri þungur áfellisdómur yfir kjarnorkuiöju og NRC. Hann segir þó um leiö, aö tillögur nefndarinnar til úrbóta séu einungis hálfkák, og gagnrýnir nefndina fyrir aö leggja ekki til bann viö leyfisveitingum til rekstrar kjarnorkuvera. Skýrslan leggur til, aö ný kjarnorkuver veröi framvegis byggö á afskekktum stööum. Carter forseti hefur látiö svo ummælt, eftir tilkomu skýrslunnar, aö „þetta slys færi okkur heim sanninn um nauðsyn þess aö tryggja, aö kjarnorkuver séu gerö eins trygg og frekast er kostur”. — Hann sagöi, aö opin- ber ráö og nefndir, sem hafa meö kjarnorkuiöju aö gera, yröu nú aö bregöast viö tillögum þeim, sem fram kæmu i skýrslunni. Edward Kenndy, aöalkeppi- nautur Carters um framboö d e m ó k r a t a f 1 o k k s i n s i kosningunum aö ári, segir, aö þaö beri aö banna smiöi nýrra kjarn- orkuvera. Franskir stjórnmálamenn eru æfir i garö blaða, sem birtu ásak- anir á hendur Robert Boulin, at- vinnumálaráöherra, og vilja kenna þeim dauöa hans. Lik ráöherrans fannst I skógi i Paris I gær og þykir ljóst, aö hann hefur fyrirfariö sér. Boulin ráöherra haföi i blaða- greinum veriö sakaöur um hlut- deild i vafasömum jaröarparta- kaupum, sem nú eru oröin tilefni dómsrannsóknar. Skopritiö Le Canard Enchaine reiö á vaöiö meö þessi skrif fyrr i mánuöin- um, en hiö áhrifamikla siödegis- blaö Le Monde tók máliö upp. Um var aö ræöa flókna landsölu á frönsku Rivierunni. Boulin haföi sjálfur þvertekiö fyrir aö hafa aðhafst nokkuö mis- jafnt. „Samviska min er hrein,” sagöi hann i útvarpsviðtali ný- lega. Sonur Boulins segir þó nú, aö blaöaskrifin hafi fengiö mjög á fööur hans. Boulin hefur gegnt niu ráö- herraembættum á siöustu 17 ár- um. Hann varö atvinnumálaráö- herra i april I fyrra. Hann þótti liklegur til þess aö taka viö af Barre forsætisráöherra i framtiö- inni. Hann skrifaöi fimm bréf, áður en hann réö sér bana. Eitt þeirra var til Le Monde, en um efni þess er ekki vitaö enn. Franska sjón- varpið segir, aö i einu bréfinu hafi ráöherrann skrifaö: „Ég hef þjónaö Frakklandi af heilum hug. Ég var ráðherra undir stjórn hershöföingjans (De Gaulle). Ég þoli ekki aö liggja undir grun.” Jacquez Chaban-Delmas, for- seti franska þingsins, sagöi þing- fulltrúum, þegar hann minntist hins látna, aö rógsherferö fjöl- miöla gegn Boulin heföi haft „banvæn áhrif” og leitt til „morös, sem einnig hæfir Frakk- íand og lýðveldiö”. Raymond Barre, forsætisráö- herra, sagöi: „Þessi sorglegi at- buröur ætti aö vekja menn til um- hugsunar um afleiöingar slikra heiftarárása.” Barre og Chaban-Delmas hafa báöir veriö skotspænir rann- sóknarblaöamennsku. Le Canard Enchaine tók 1972 fyrir skattamál Chaban-Delmas, sem var þá for- sætisráðherra Pompidous for- seta, og sýndi fram á, aö hann heföi ekki greitt tekjuskatt I fjög- ur ár. Þau skrif bundu enda á vonir Chaban-Delmas um aö veröa nokkurn tima forseti franska lýöveldisins. — Fyrr I þessum mánuöi tók vikuritiö „Minute” fyrir fasteignabrask Barres I Paris og á frönsku Rivierunni. Le Canard hefur andmælt þvi, aö blaöiö hafi rægt Boulin ráö- herra. 1 leiöara þessarar viku, en hann birtist nokkrum klukku- stundum eftir aö Boulin fannst látinn, segir blaöiö: „I rannsókn- um sinum á landakaupum Robert Boulin hélt Le Canard sig ein- vöröungu viö staöreyndir.” — Blaöiö segist hafa rætt við ráð- herrann áöur en þaö birti ásak- anir sinar. Christian Bonnet, innanrikis- málaráöherra, sagöi á þingfundi i gærkvöldi, aö dauöi Boulins sann- aöi, aö „penninn getur drepiö.” EndursklDuleggja bart kjarnorkulðnað Bandarfkjanna I BlaOaskrifum kennt sjálfsmorð ráðherrans Atvlnnumáiaráðherra Frakka fyrirfór sér eftir ásakanlr fjdlmioia um gruggug laröarpartakaup

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.