Vísir - 31.10.1979, Síða 7
VÍSIR
Miðvikudagur 31. október 1979
Umsjón:
Gylfi Kristjánsson
Kjartan L. Pálsson
„Kvlöi ekki
leiknum i
Frakklandi”
„Ég er hæstánægður með þessa
útkomu og ég tel að við höfum
sannað, aö þegar við náum sam-
an, þá stöndum við i bestu liðum
Evrópu eins og þetta franska lið
er”, sagöi Jón Sigurðsson KR-
ingur eftir aö frönsku bikarhaf-
ar Caen höföu sigraö KR i
fyrra leik liöanna i Evrópukeppn-
inni með 104 stigum gegn 84 i
Laugardalshöll i gærkvöldi.
„Við náðum aö minnka muninn
úr 22 stigum og niður i 9 stig og
þaö þótt Jackson væri farinn útaf
með 5 villum”, sagði Jón. „En
villuvandræði komu illa við okk-
ur, þegar við vorum að jafna
metin og það hjálpaði Frökkun-
um til að siga framúr. Annars er
ég mjög óánægður meö dómar-
ana, eöa það, að þeir skuli dæma
svona ólikt þvi sem við eigum að
venjast. Þeir dæma miklu meira
Hjónin
í efstu
sætunum
Siðasta golfkeppni Islend-
ingaáþessu ári fór fram um
helgina. Var hún háð á
Torrequebrada- vellinum á
Costa del Sol á Spáni, en þar
var þá staddur hópur is-
lenskra kylfinga i golfferð á
vegum útsýnar.
Var þetta önnur haustferð
kylfinga á þessar slóðir, en
öllu færri voru með nú en i
fyrri feröinni i fyrra. Þá
voru öllu fleiri konur með i
mótinu i þetta sinn en þá.
Kristin Pálsdóttir GK sigr-
aði án forgjafar i kvenna-
flokki, en eiginmaður
hennar, Sveinbjörn Björns-
son sigráöi i karlaflokknum
án forgjafar. Með forgjöf i
kvennaflokki sigraði
Kristine E. Kristjánsson NK
og Hannes Hall NK sigraöi
með forgjöf i karlaflokki.
I öðrum verðlaunasætum á
þessu íslendingagolfmóti á
Spáni urðu Karolina Guð-
mundsdóttir GA og Hanna
Aðalsteinsdóttir GK i
kvennaflokki, og þeir Pétur
Auðunsson GR, Frimann
Gunnlaugsson GA, Kjartan
L. Pálsson NK og Sverrir
Guðmundsson GR, i keppni
karlanna...
Leikjum
KR var
irestað
Vegna leika KR i Evrópu-
keppninni i körfuknattleik
hefur orðið að fresta tveimur
leikjum liðsins i lirvalsdeild-
inni.
KR og Valur áttu aö leika á
morgun, en leikur þeirra
hefur veriö fluttur til 12. nóv-
ember. Þá var leik KR og
UMFN, sem fram átti að
fara 5. nóvember, frestað til
20. nóvember vegna þess aö
KR-ingarnir verða erlendis,
þegar leikurinn á að fara
fram.
á allar snertingar en viö erum
vanir og þaö kostaði okkur marg-
ar villur”.
— Hræddur við siðari leikinn i
Frakklandi?
„Nei, ég kviði honum ekki. Viö
vitum á hverju við eigum von og
að við getum staðiö i hvaða liði
sem er, ef okkur tekst vel upp”,
sagði Jón Sigurðsson og var
greinilega hvergi smeykur. -gk
IkRÍT
hátíða-
skapl
Fer Dakarsta Webster
til Borgarness?
„Ég vil ekkert segja um leik-
inn, fyrirgefðu , en ég er bara
ekki i stuði til að segja nokkurn
hlut,” sagði Marvin Jackson, KR-
ingur, eftir leik KR gegn Caen i
gærkvöldi. Við þaö sat, og við
snérum okkur að Dakarsta
Webster, hinum Bandarikja-
manninum i KR-liðinu.
„Ég hata alltaf aö tapa og er
þvi ekki i góðu skapi. En dómar-
arnir voru hroðalega lélegir,” var
það sem Webster vildi leggja til
málanna og ekki meira. Það er
þvi ekki hægt aö segja. aö þeir
félagar háfi veriö i hátiðarskapi
eftir leikinn i gærkvöldi.
Miklar likur er nú taldar á þvi,
að Dakarsta Webster gerist leik-
maður og þjálfari I Borgarnesi.
Vitað er að mikill áhugi er þar á
að fá hann, og hann mun vera
laus allra mála hjá KR á næst-
unni, eða eftir að KR hefur leikið
siöari leik sinn gegn Caen i næstu
viku. — gk
Marvin Jackson lék sinn fyrsta leik með KR I gærkvöldi og átti stórleik. Hér sést hann skora eina af
mörgum körfum sinum i leiknum.
Visismynd: Friöþjófur
VILLUVAHDRÆBIH SETTU
STRIK IREIKNINOINNI
- og KR-ingar töpuðu með 20 stiga mun fyrlr franska liðinu Caen
„KR-liðiö kom mér verulega á
óvart með getu sinni og er mun
betra liö en ég reiknaöi með”,
sagði Frakkinn Daniel Badache,
formaöur franska körfuknatt-
leiksliðsins Caeneftir 104:84 sigur
sinna manna gegn KR i Laugar-
dalshöll i gær, en þar fór þá fram
fyrri leikur liöanna í Evrópu-
keppni bikarhafa. „Byrjun I síð-
ari hálfleik hjá KR var mjög góö
og ég var farinn að hafa áhyggjur
af að þeir myndu vinna upp allt
forskot okkar. En til allrar ham-
ingjumisstu þeir Marvin Jackson
og Jón Sigurðsson útaf með 5 vill-
ur, og þá var sigurinn I öruggri
höfn hjá okkur”, bætti hann viö.
Frakkarnir, sem eru greinilega
með gífurlega gott liö- tóku strax
forustuna i leiknum og varð for-
skotþeirra Ifyrrihálfleik mest 20
stig, 46:26. En KR minnkaði mun-
inn og i hálfleik var staðan 54:40
fyrir Caen.
KR-ingar mættu i siðari hálf-
leikinn án nokkurrar minnimátt-
arkenndar og þegar komið var
framundir miðjan hálfleikinn var
munurinn kominn niður i 10 stig
62:72 og allt virtist geta gerst. En
þá fékk Marvin Jackson sina
fimmtu villu og stuttu siöar Jón
Sigurðsson, og meö yfirburða-
menn sina utan vallar áttu
KR-ingarnir ekki möguleika á
sigri, heldur juku Frakkarnir
muninn og sigruöu meö 20 stiga
mun.
Það haföi verið beðiö með mik-
illi eftirvæntingu eftir þvi aö sjá
Marvin Jackson leika með KR, en
hann er nú oröinn löglegur leik-
maöur meö liðinu og mun leika
með þvi í vetur. Ekki er hægt að
segja annað en að hann hafi upp-
fylit þær vonir, sem KR-ingar
bundu við hann, og i leiknum
sýndi hann oft snilldartakta. En
hanngat ekki beittsér sem skyldi
i vörninni, fékk fljótlega þrjár
villur. Þaö er ekkert vafamál að
meö hann og Jón Sigurðsson
verður KR-liöiö ekki árennilegt I
vetur.
Jón Sigurösson var fremur
seinn i gang, en þegar komiö var
út I siðari hálfleikinn var hann
óstöövandi og réðu frönsku lands-
liösbakveröirnir ekkert viö hann.
Dakarsta Webster kom illa frá
þessum leik, var ekki meö I sókn-
inni lengst af og hitti illa. Þá var
hann ekkert afgerandi I vörninni,
þótt þar væri hann sterkur á
stundum. Um aðra leikmenn KR
erþaðaðsegja.aöþeir slógu ekk-
ert i gegn og geta flestir leikið
betur.
Þetta franska liö er geysilega
sterkt, enda komst það i undanúr-
siit Evrópukeppni bikarhafa í
fyrra. I liöinu er Bandarikjamaö-
urinn Bog Miller- 2.08 metrar á
hæð, landi hans Robert Riley,
sem hefur reyndar verið meö
franskt vegabréf frá 1973 og veriö
fastur maöur í landsliði Frakka
siöan og bakvörðurinn N’Diaye
Abdou frá Senegal. Allt frábærir
leikmenn, en besti maöur liðsins
var þó Dobbels Didier, stórkost-
leg langskytta og afar sterkur
varnarmaður.
Stighæstir KR-inganna voru
Jackson með 30, Jón 20, Webster
15, en hjá Caen Didier 32 og Miller
15.
Dómarar komu frá Skotlandi og
Wales og voru þeir slakir og s jálf-
um sér ósamkvæmir, þótt það
bitnaði ekki á öðru liöinu fremur
en hinu. gk —