Vísir - 31.10.1979, Side 8
8
VÍSIR
Miövikudagur
31. október 1979
/'"7
Utgefandi: Reykjaprent h/f
Framkvæmdastjóri: Daviö Guömundsson
Ritstjórar: ölafur Ragnarsson
Höröur Einarsson
Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson.
Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson.
Blaðamenn: Axel Ammendrup, Halldór Reynisson, Jónina Michaelsdóttir, Katrín
Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guð-
vinsson.
Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V.
Andrésson, Jens Alexandersson. Utlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson,
Magnús Olafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson.
Auglýsingar og skrifstofur:
Siöumúla 8. Símar 86611 og 82260.
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611.
Ritstjórn: Síöumúla 14, simi 86611 7 linur.
Askrift er kr. 4.000 á mánuöi
innanlands. Verö I lausasölu-
200. kr. eintakið.
Prentun Blaöaprent h/f
Frelsisraddir undir lás og slá
Fangelsisdómarnir, sem
kveðnir voru uppá dögunum yfir
leikritaskáldinu Vaclav Havel og
fimm öðrum tékkneskum and-
ófsmönnum komu ekki á óvart á
Vesturlöndum — og sjálfsagt
ekki heldur í kommúnistaríkjun-
um. Hitt hefði fremur komið á
óvart, ef dómarnir hefðu fallið á
annan veg. I kommúnistaríkjun-
um kemur það ekki f yrir, að þeir,
sem yf irvöldin saka um það, sem
þau kalla, „undirróðursstarf-
semi", séu f undnir sýknir saka. í
þessum ríkjum er það glæpur að
vinna, tala eða skrifa á móti
kenningum valdhafanna. Vald-
hafarnir og þjóðskipulagið þola
ekki gagnrýni, því að fengju
gagnrýnendur að leika lausum
hala, mundi kerfið hrynja til
grunna.
Þó að þetta séu alkunn sann-
indi, vekur umgjörð hinna póli-
tísku réttarhalda í alræðisríkjun-
um ætíð jafnmikla furðu þeirra,
sem í réttarríkjum búa. Lokuð
réttarhöld, þar sem hvorki ætt-
menni hinna ákærðu né almenn-
ingur fá aðgang. Sakborningarn-
ir hafa ekkert um það að segja,
hverjir eru skipaðir verjendur
þeirra. Yfirlýsingar sakborninga
um sakleysi eru að engu hafðar,
en refsidómar byggðir á „sönn-
hafa til að bera ýmsir framá-
menn mannréttindahreyfingar-
innar, sem margir hafa orðið að
þola innilokun hvað eftir annað í
fangelsum og á geðveikrahælum.
Þetta sýnir, að frelsisandinn hef-
ur ekki verið kæfður, þótt við
vald sé að etja, sem flestum
virðist vera óviðráðanlegt.
Mannréttindahreyf ingin í
Tékkóslóvakíu á sér arfleifð,
sem fylgismenn hennar geta sótt
styrk til. Aður en kommúnistar
sölsuðu landið undir sig fyrir
rúmlega þrjátíu árum var
Tékkóslóvakía traust lýðræðis-
ríki. Og Dubcek-tímabilið fyrir
rúmum áratug vakti vonir um
aukið frelsi, þótt skammvinnt
væri.
Vissulega finnstokkur það ekki
vera mikið, sem fólk á Vestur-
löndum getur gert til aðstoðar
andófsmönnum í Tékkóslóvakíu
eða öðrum alræðisríkjum. Þó
getum við fylgst með baráttu
þeirra og veitt henni siðferðileg-
an stuðning í löndum okkar. Við
getum líka látið stjórnvöld í al-
ræðisríkjunum finna andúð okk-
ar á stjórnarfari þeirra og með-
ferð þeirra á þeim, sem halda á
lofti merki mannréttindabarátt-
unnar. Hægt og sígandi getur sú
afstaða okkar haft einhver áhrif.
Meban Dubcek rikti I Tékkóslóvaklu vöknubu vonir um aukiö frelsi I landinu. Refsi-
dómarnir, sem kveönir voru upp yfir andófsmönnunum sex á dögunum, sýna, aö núver-
andi stjórnvöld þola ekki frelsiö.
unargögnum", sem dómstólar í
réttarríkjum mundu ekki einu
sinni virða viðlits. Dómarnir eru
ákveðnir fyrirfram af valdhöf-
unum, og dómstólarnir aðeins
notaðir sem skálkaskjól þeirra.
Það vakti athygli við Prag-
réttarhöldin nú, að þeim hafði
verið f restað vikum saman — að
því er talið er, vegna þess að
ráðamenn höfðu ekki komið sér
saman um, hversu þungir
dómarnir ættu að vera. Að lokum
urðu þeir ofan á, sem vildu hafa
dómana nógu þunga til þess að
þeir yrðu lýðnum til viðvörunar,
og eftir að sú niðurstaða lá fyrir
tók það dómstólinn ekki nema
rúmlega einn dag að afgreiða
sakborningana undir lás og slá.
Mannréttindahreyf ingin í
kommúnistaríkjunum virðist
eiga við ofurefli að etja. Hún
berst við ríkisvald, sem hefur
yfir að ráða öllum kúgunartækj-
um, sem hugsanleg eru, her,.
lögreglu, fangelsi, likamlegum
pyntingum og andlegum mis-
þyrmingum, sem m.a. eru fólgn-
ar í misnotkun á læknavísindun-
um. Þess vegna er það næstum
ótrúlegt, hvílíkt þolgæði þeir
SAMEIGINLEGT NORRÆNT FJAR-
SKIPTAKERFI KYNNT A ÍSLANDI
Niina um mánaöamótin koma
til landsins þrir tæknimenn frá
dönsku póst- og simamála-
stjórninni til aö kynna Islend-
ingum norræna datanetiö og
ræöa um möguleika á tengingu
lslands viö þaö.
Meö sliku fjarskiptakerfi get-
ur maöur sem situr viö tölvuboö
hér uppi á tslandi reiknaö meö
tölvu sem er erlendis, fengiö
upplýsingar og sent skiíaboö til
erlendra fyrirtækja. Þetta er
sérstaklega hagkvæmt fyrir
farmiöapantanir og bankaupp-
lýsingar. Hagkvæmnin liggur i
hvaö hægt er aö senda meö
miklum hraöa, Til glöggvunar
má benda á,aö hraöi venjulegr-
ar telexskeytasendingar er 50
bits á sekiindu en meö þessu
kerfi er hægt aö ná sendihraöa
sem er 110-9600 bits á sekúndu.
1 greinargerö um þetta mál
sem Þorvaröur Jónsson ýfir-
verkfræöingurhjáPósti og sima
hefur gert segir svo:
A undanförnum árum hafa
margs konar datasendingar
(gagnasendingar, myndasend-
ingar og fl.) rutt sér til rúms,
aöallega um leigöar simalinur
og sjálfvirka talsimanetiö.
Aukning þessara sendinga hefur
veriö þaö mikil aö flest lönd eru
nú aö byggja upp sérstök fjar-
skiptanet á borö viö sjálfvirka
talsimanetiö og telexnetiö til aö
annastþessaþjónustu. lEvrópu
er nú veriö aö byggja upp tvö
slik datanet, annaö fyrir efna-
hagsbandalagslöndin og er þaö
kallaö Euronet og hitt fyrir
Noröurlöndin og er þaö kallaö
opinbera norræna datanetiö,
NPDN (Nordic Public Data
Network). Simstjórnir Noröur-
landanna fjögurra Danmerkur,
Noregs, Finnlands og Sviþjóöar
buöu framleiöslu NPDN út fyrir
nokkrum árum og sömdu viö
fyrirtækiö L.M. Ericsson i
Stokkhólmi um byggingu þess
og er reiknaö meö aö fyrsti á-
fangi veröi tekin I notkun núna
um áramótin. 1 framleiöslu-
samningnum fyrir NPDN eru á-
kvæöi um aö Island geti bæst i 2.
áfanga á sömu kjörum og hin
Norðurlöndin.
Aöur en Póst- og slmamála-
stofnunin tekur ákvöröun um
þátttöku I NPDN þarf aö liggja
fyrir könnun á áhuga fyrirtækja
á Islandi til þess aö nota þessa
þjónustu.
Sjálfstætt
fjarskiptanet
Af tengingarmöguleikum við
NPDN er hagkvæmast aö setja
upp DCC (Data Circuit Con-
centraton) I Reykjavik út frá
DSE (Data Switching Ex-
change) í Kaupmannahöfn eins
og sést á meöfylgjandi mynd.
Þetta er einföld mynd af
NPDN. 1 höfuöborgunum Hels-
ingfors, Kaupmannahöfn, Osló
og Stokkhólmi eru settar upp
DSE eöa dataskiptistöövar en út
frá þeim koma DCC eöa
data-konsentratorar og DMX
(Data multiplexor).
Útfrá DCC, eins og til dæmis
þeim sem gæti komiö I Reykja-
vik er hægt aö setja RMX
(Remote data multiplexor)
undirstöö. Hjá notendum, þar,
fyrir utan þeirra búnaö, þaö er
DTE (Data Terminal Equip-
ment) en hann inniheldur
nauösynlegan modem búnaö.
NPDN er algjörlega sjálfstætt
fjarskiptanet óháö sjálfvirka
talsimanetinu og telexnetinu.
Einn aöalkostur NPDN er aö
samböndin milli stööva nýtast
samtimis af mörgum notendum
og af þvi leiöir lægri sendingar-
kostnaöog gildir þetta til dæmis
um væntanleg sambönd milli
Reykjavikur og Kaupmanna-
hafnar.
Ýmiskonar
aukaþjónusta
Sendihraði fyrir telex er 50
bits á sekúndu og svarar þaö til
vélritunarhraöa þjálfaös skrif-
stofumanns. Viö NPDN er hægt
aötengja databúnaö fyrir sendi-
hraöa frá 110 bits á sekúndu til
9600 bits á sekúndu.
Fyrir utan venjulegt val er
hægt aö fá leigöa alls konar
aukaþjónustu i NPDN eins og til
dæmis: Beint val til ákveöins
viötakanda, beint val til allt aö
átta viötakenda, stytt val til allt
aö hundraö viötakenda, lokaöur
notendajópur, lokun á útfarandi
uppköll, lokun á uppköll til út-
landa, lokin á innkomandi út-
köll, fjöllinutenging meö einu
uppkallsnúmeri, umtenging til
annars viötökunúmers, biöröö
við upptekiö, nafn sendanda
prentast hjá viðtakanda, nafn
viötakanda prentast hjá send-
anda, greiösluflutningur til viö-
takanda innanlands, upplýsing-
ar um gjöld.
Loks eru nokkur dæmi um
sendingar yfir NPDN:
Sameiginleg gagnavinnsla
fyrir hóp útstööva, söfnun og
geymsla gagna eöa data, spurn-
ingar og svör milli tölvu og Ut-
stööva. Til þessa heyra tenging-
ar við fjölmargar tölvur i
Evrópu og Amerlku sem geyma
geysistóra upplýsingabanka. Aö
siöustu má svo nefna fyrir-
spurnir, til dæmis um farmiöa-
pantanir og bankaupplýsingar.
—JM