Vísir - 03.12.1979, Page 16
Hvað a
að gera
vlð Hans
Hais
safnið?
A fundi Félags frimerkjasafn- hinu merka frimerkjasafni sem
ara, sem haldinn var um miöjan kennt er viö sænska stórsafn-
nóvember s.l. gafst félags- arann Hans Hals. Reyndar var
mönnum kostur á að kynnast á það ekki í fyrsta sinn, sem
litskyggnum örlitlu broti af félagar fengu slíkt tækifæri,
• r'.
uamioauRí!
Frímerki
íslensk og erlend,
notuð, ónotuð og umslög
Albúm, tcingir, stækkunar-
gler o.fl. ávallt fyrirliggjandi.
Póstsendum.
FMHERKJAMIÐtrOÐIN
SKÖLAVÖRÐUSTÍG 21A, PÓSTHÓLF 78. 121 RVK. SÍMI 21170
VILT ÞU
DKEYTA TIL?
hárgreiöslustofan
Óöinsgötu 2, sími 22138
hárgreiðslustofa
HELGU JÓAKIMS
Reynimel 34, sími 21732
Skildingabréf úr Hans Hals safninu.
J
ööru nær, þvi áöur hafa lit-
skyggnur veriö sýndar á fund-
um félagsins auk þess sem hluti
safnsins var sýndur á sýning-
unni 1SLANDIA73 aö ógleymdri
sýningunni FILEX 67, semhald-
in var i Bogasal Þjóöminja-
safnsins, og F.F. stóð að i til-
efni lOára afmælis sins. SU sýn-
ing var beinlinis opinber kynn-
ing á þessu safni, sem Póst- og
simamálastjórnin keypti þegar
áriö 1946. Var kaupveröiö þá
100.000 sænskar krónur og fer
ekkert á milli mála aö þar voru
sannarlega gerö góö kaup. En
hvað svo? — Islenskum söfnur-
um og öðrum, sem áhuga hafa á
islenskum frimerkjum og
islenskri póstsögu, er þaö alls
ekki nægjanlegt aö hafa, svo til
eingöngu, aðgang aö þessum lit-
skyggnum, sem vissulega hafa
fúslega fengist lánaðar a.m.k.
til sýninga á fundum, þvi mynd-
irnar erustörlega gallaðar, litir
langt frá réttu lagi og skerpan
alls ófullnægjandi. Fyrir utan
skyggnurnar sjá svo safnarar
ekkert af safninu nema viö
hátiölegustu tækifæri og þá meö
margra ára millibili. Safnið er
JÖL 1979 JÓL 1979
VALLAKIRKJA 1*61 ■J VALLAKIKKJA 18«1
■ 1 .
’
Jólamerkl
Lionsklúbbslns
á Dalvík
Út er komið jóla-
merki Lionsklúbbsins á
Dalvik. Er það hið
fyrsta i flokki jóla-
merkja, sem bera
munu mynd allra
kirkna i Vallnapresta-
kalli, en þær eru 5 að
tölu.
Mynd merkisins að
þessu sinni er af Valla-
kiricju og er merkið
teiknað af Sveinbimi
Steingrimssyni, bæjar-
tæknifræðingi á Dalvik.
Merkið er prentað hjá
Valprent á Akureyri og
eru 6 merki i hverri örk
en alls eru prentaðar
999 arkir, þar af 99 tölu-
settar. Hægt er að
kaupa áskrift að
ákveðnu arkarnúmeri,
sem þá gildir einnig um
næstu útgáfur. Áskrift
fæst hjá Rögnvaldi
Friðbjarnarsyni,
Skiðabraut 15, Dalvik,
simi (96)61415.
nú geymt þar sem enginn fær
þaö augum litiö og við skilyrði
sem safnarar óttast aö séu
engan veginn boðleg.
Og þvi er nú spurt eins og svo
margsinnis áöur, m.a. hér i
frimerkjaþáttum Visis: hvenær
kemur að þvi aö Islendingar
eignist sitt póstminjasafn? Af
þvi aö minnst var á sýninguna
Filex 67 hér að framan, er ekki
úr vegi að vitna i ávarp
þáverandi póst- og simamála-
ráöherra, sem prentað er i sýn-
ingarskránni: „Þegar safniö
(þ.e. Hans Hals safnið) var
keypt til landsins, var hugmynd
póststjórnarinnar sú, aö þaö
yröi visir að póstminjasafni. Sú
var og von höfundar safnsins og
þeirra, sem með honum unnu
við söfnunina. Þetta hefur enn
ekki komisti framkvæmd, en að
þvi ber að stefna, aö Islendingar
eignist sitt póstminjasafn eins
og aörar menningarþjóöir, sem
láta sér annt um sögu sina”.
Þetta eru fögur orö og virðast
vissulega hafa gefið þau fyrir-
heit, er menn vonuðu aö rættust
fyrr en seinna. En siöan eru
liöin 12 ár, trúlega hafa
eftirmenn höfundar
áðurnefndrar tilvitnunar við-
haft ummæli i svipuðum dúr við
viðeigandi tækifæri og samt
sem áður gerist ekki neitt.
Þrátt fyrir þaö að tekjur
Frimerkjasölunnar, samkvæmt
nýjustu skýrslu Póst- og síma-
málastofnunarinnar, skipti
hundruðum milljóna, láta ráða-
menn stofnunarinnar óskir
safnara sem vind um eyru þjóta
og láta helst eins og þeir séu
ekki til.
Og aö lokum: nú liggja fyrir
teikningaraönýjuaöalpósthúsi i
Reykjavik, sem aö visu hafa
verið lagðar á is i bili a.m.k.,
meðal annars vegna óvissu um
staðarval. Er það rétt að ekki sé
gert ráð fyrir neinu rými i þvi
húsi þar sem hægt væri að setja
upp þó ekki væri nema visi. aö
póstminjasafni? Eöa hafa menn
kannske aðrar hugmyndir og þá
hverjar?
En vonandi, þrátt fyrir illan
grun um hið gagnstæöa, aö þeir
sem telja sér máliö skylt, og þá
helst póst- og simamálastjóri,
sjái sér fært að svara þessum
spurningum hér i þættinum og i
leiðinni að upplýsa hvernig
brugðist verður við þeirri
áskorun til póst- og simamála-
stjórnarinnar, sem komið var á
framfæri hér i þættinum þann
24. október sl.
Jólafundur FF
Hinn árlegi jólafundur Félags
frimerkjasafnara i Reykjávik,
verður haldinn fimmtudaginn 6.
desember n.k. í Kristalssal
Hótels Loftleiða og hefst kl.
20.30. Eins og áður er hér um
skemmtifund að ræða og m.a.
sem er á dagskrá eru úrslit get-
raunakeppninnar, sem staðið
hefur i vetur. A undanförnum
fundum félagsins hafa 6 félagar
unnið sér þátttökurétt I úp
slitunum auk sigurvegarans frá
þvi I fyrra.
Aðgöngumiðar, er gilda sem
happdrættismiðar verða seldir
við innganginn og kosta kr.
3000,-
Félagar i F.F. eru eindregið
hvattir til þess að taka þátt i
gleðskapnum og taka með sér
gesti.