Vísir - 10.12.1979, Qupperneq 1

Vísir - 10.12.1979, Qupperneq 1
r Fresta varD kiaramálaráöstefnu AlDýðusambands íslands fram I janúar: ■ j Hugmyndinni um sömu verö- j i bætur til allra var hafnað i Kjaramálaráðstefnu ASt sem haldin var um helgina var frestaö aö beiöni forystumanna Verkamannasambands islands. Mikill ágreiningur varö á milli fulltrúa láglaunamanna og iönaöarmanna um fvrirkomu- lag veröbóta á laun og útfærslu á launa jöfnunarstefnu ASt. Taiiö er aö óbrúanlegt bil hafi nú skapast á miili iönaöar- manna og láglaunamanna sem vilja vera hófsamari i kröfu- gerö. Hugmyndum VMSl um að visitölubætur á laun yrðu föst krónutala fyrir alla launþega var hafnaö i 44ra manna nefnd en fulltrúar á ráöstefnunni voru rúmlega 100. Ráöstefnunni var frestaö til 11. janúar á næsta ári en ætlunin var aö um helgina yröi gengiö frá sameiginlegum kröfum ASÍ i komandi kjarasamningum en samningar renna út um ára- mótin. í tillögum nefndarinnar komu ekki fram ákveönar kröfur um grunnkaupshækkanir en á kjaramálaráöstefnu ASl 19. október sl. var samþykkt aö stefna aö þvi aö ná sama kaup- mætti og i Sólstööusamning- unum 1977. Fram kom aö kaupmátturinn hefur rýrnaö um 3 til 13% eftir þvi hvernig félagslegar um- bætur eru metnar en láta mun nærri að meöaltalsrýrnun kaup- máttar sé 6%. Varöandi verðbætur á laun lagöi nefndin til að þær yröu eins og veriö hefur sama prósenttala á öll laun, en um þetta atriði og önnur var þó ekki einróma samkomulag i nefnd- inni. Til þess að jafna launabiliö kom nefndin fram meö tvær meginhugmyndir samkvæmt heimildum Visis. Annars vegar að skornir yröu neöan af tveir til þrir kauptaxtar og hins vegar að láglaunafólk fengi ákveöna krónutölu-hækkun sem færi stig- lækkandi upp launastigann. Þetta ætti aö koma til áöur en farið yröi aö ræöa um almennar grunnkaupshækkanir. 1 dæmum sem áttu aö sýna hvernig krónutöluleiöin viö launajöfnun kæmi út var gert ráö fyrir 30 þúsund króna hækkun á lægstu launin og i ööru dæmi 40 þúsund króna hækkun. Fulltrúar VMSÍ töldu sig vera bundna af ályktun þings VMSl frá i haust um aö kaupgjalds- visitalan yröi notuö i ákveöinn tima til launajöfnunar þannig aö sömu veröbætur i krónutölu kæmu á öll laun og væri miöaö viö miðlungslaun. Snorri Jónsson forseti ASl kom fram meö málamiölunar- tillögu um aö veröbæturnar yröu greiddar þannig aö lág- tekjufólk fengi hlutfallslega mestar bætur. Engar af þessum tillögum komu til atkvæða á ráöstefnunni en Guðmundur J. Guðmundsson formaöur VMSl og Karl Steinar Guönason varaformaöur fengu henni frestaö svo þeir gætu ráö- fært sig viö sambandsstjórn VMSl. — KS Tvö fórust er blfrelð lór I höfnina f Þorlákshöfn ÞREKVIRK116 ÁRA STÚLKU ÞREM FÉLÖGUM TIL RJARGAR Sextán ára stúlka, Sigriöur Lára Asbergsdóttir, vann mikiö þrekvirki er henni tókst aö komast upp á bryggjuna i Þorlákshöfn og sækja hjálp handa þremur féiögum sinum er héngu utan á bryggjunni i köldum sjónum. BIll, sem þau voru I, haföi steypst fram af bryggjunni og drukknuöu tvö ungmenni, sem ekki komust út úr bflnum. Atburður þessi átti sér staö um klukkan 15 á laugardaginn. Fólksbifreiö meö sex ungmenn- um var ekiö fram Noröurvarar- bryggju, en á henni er 90 gráöa beygja. Snjór og hálka var á bryggjunni og skipti þaö engum togum, aö billinn stakkst skáhallt fram af bryggjunni 1 beygjunni. Engin vitni voru aö þessum at- buröi. Okumanni og þremur far- þegum tókst aö komast út úr biln- um og svamla aö bryggjunni þar sem þau héldu sér I bildekk utan á bryggjunni. 011 voru þau of máttfarin til aö klifra upp bryggjuna nema Sig- riöur Lára og hljóp hún til manns, sem var að vinna um borö i báti sinum I um 100 metra fjarlægö. Hann kallaöi fleiri til og var þeim þrem, er héldu sér I bryggjuna, bjargaö snarlega upp. Þess má geta, aö Sigriöur Lára er systir Ömars Bergs Asbergssonar, er drukknaði ásamt stúlku, er biil þeirra fór út af Suöurvarar- bryggju i Þorlákshöfn seint i októbermánuöi. Kafari kom fljótlega á vettvang ognáöilikum þeirra tveggja, sem ekki komust út úr bilnum. Þau hétu Auöur Jónsdóttir, Selvogs- braut 27, hún varö 15 ára 17. nóv- ember, og Guðni Gestur Ingi- marsson, Oddabraut 15, en hann var 17 ára gamall. Auður sat i aftursæti bilsins en Guöni I fram- sætinu. Þau sem björguöust eru öll 15 ára nema bilstjórinn, sem er 17 ára. —SG GUBMUNDUR J. VIU FA HACSTÆDARIKRÖFUBERD „Viö töldum.aö viö yröum aö ræða þetta betur viö sambands- stjórn VMSl og erum ekki fjarri þvi að hægt sé aö breyta þessum tillögum þeim lægra launuðu meir I hag”, sagöi Guömundur J. Guömundsson. formaöur Verkamannasambands Islands, viö Visi I morgun. „Viö teljum.aö þaö sé hægt aö gera enn betur. Andrúmsloftiö var ótrúlega jákvætt, Hins veg- ar er þaö alltaf svo, þó þaö hafi ekki komiö svo mjög fram þarna, aö þeim, sem hafa hærri launin.tekst nú yfirleitt aö telja öörum trú um aö þeir séu manna þjáöastir og hrjáöastir”. Bfllinn sem unglingarnir voru i dreginn upp úr sjónum. Óvlst er hvort þau fjögur sem komust út úr bHn- um heföu bjargast ef Sigriði Láru heföi ekki tekist aö klifra upp á bryggjuna og ná I hjálp. (Visism. Páli Þorláksson).

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.