Vísir - 25.02.1980, Page 4
Mánudagur 25. febrúar 1980
4
Nauðungaruppboð
sem auglýst var I 78, 79. og SO.tbl. Lögbirtingarblabsins
1979 á fasteigninni Heiöarhraun 19, Grindavfk, þinglýst
eign Skúla Grétars Óskarssonar fer fram á eigninni sjálfri
aö kröfu Tryggingarstofnunar rikisins, fimmtudaginn 28,
febrúar 1980 ki. 16.15. Bæjarfógetinn I Grindavik.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var 168. 71.og 73. tbl. Lögbirtingablabsins 1979
á eigninni Heiövangur 44, Hafnarfiröi, þinglýst eign Hall-
grlms Guömundssonar fer fram eftir kröfu Iönlánasjóös á
eigninni sjálfri fimmtudaginn 28. febrúar 1980 kl. 2.00 e.h.
Bæjarfógetinn i Hafnarfiröi.
Nauðungaruppboð
annaö og siöasta á eigninni Sléttahraun 29, jaröhæö,
austurendi, Hafnarfiröi, þingl. eign Stefáns Hermanns-
sonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 28.
febrúar 1980 kl. 3.00 eh.
Bæjarfógetinn i Hafnarfiröi.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var 130. 33.og 35. tbl. Lögbirtingablaösins 1979
á eigninni Hæbarbyggb 1, Garöakaupstaö, þinglýst eign
Jóns Kristinssonar fer fram eftir kröfu Jóhannesar
Johannessen, hdl., og Bæjarfógetans i Keflavik, á eigninni
sjálfri fimmtudaginn 28. febrúar 1980 kl. 4.00 eh
Bæjarfógetinn I Garöakaupstaö
ÚTBOD
Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar óskar
eftir tilboðum í að steypa greinibrunna fyrir
dreifikerfi hitaveitu Akraness.
útboðsgögn verða afhent gegn 30 þús. kr.
skilatryggingu á verkfræðist. Fjarhitun hf.,
Alftamýri 9 Reykjavík, Verkfræði- og teikni-
stofunni sf., Heiðarbraut 40, Akranesi og
verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf.,
Kvöldúlfsgötu 2a, Borgarnesi.
Tilboðin verða opnuð á Verkfræði- og teikni-
stofunni sf., miðvikudaginn 12. mars 1980 kl.
14.30.
HJUKRUNAR-
FRÆÐINGAR
Staða hjúkrunarf ræðings við Heilsugæslustöð-
inaá Bíldudaler laus til umsóknar frá 1. mars
1980.
Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslustöð-
ina á Kópaskeri er laus til umsóknar frá 21.
apríl 1980.
Umsóknir sendist ráðuneytinu ásamt upplýs-
ingum um menntun og fyrri störf.
HEILBRIGÐIS- OG
TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYjTIÐ
21. febrúar 1980.
LAUS STAÐA
AÐSTOÐAR-
LANDLÆKNIS
Laus er til umsóknar staða aðstoðarlandlækn-
is, skv. lögum nr. 57/1978 um heilbrigðisþjón-
ustu. Aðstoðarlandlæknir skal vera landlækni
til aðstoðar og staðgengill hans.
Aðstoðarlæknir skal vera sérmenntaður em-
bættislæknir eða hafa jafngilda menntun til
starfsins.
Staðan veitist frá og með 1. aprfl 1980 að telja.
Umsóknir ásamt upplýsíngum um læknis-
menntun og störf sendist ráðuneytinu fyrir 20.
mars 1980.
HEILBRIGÐIS- OG
TRYGGINGAMÁLARAÐUNEYjTIÐ
21. febrúar 1980.
P
Verkfallsvarsla hefur oröiö
tilefni illdeilna I Bretlandi aö
nýju, likt og á fyrstu árum
verkalýðsbaráttunnar.
Aö þessu sinni er um aö ræöa
sjálfskipaöa verkfallsverði,
sem feröast mörg hundruö kiló-
metra frá eigin vinnustööum til
þess aö stöðva vinnu annars
staöar og lama stáliönaö Breta
meö f jöldamótmælum og troön-
ingi i verksmiöjuhliöunum, sem
einungis allra djörfustu
starfsmenn staöarins voga sér
aö fara I gegn.
Þaö hefur færst meiri harka i
vinnudeilurnar og ber á þvi aö
reynt sé að fæla menn krá því aö
mæta til starfa.meö hótunum.
Thatcher í sporum Callag
hans
Stendur nú stjórn Margaretar
Thatcher frammi fyrir ámóta ó-
friöarblikum á vinnumarkaön-
um, sem fyrir tlu mánuöum
veltu stjórn verkamannaflokks-
ins. Virðist ætla aö reyna fyrr á
á þaö en búist var viö, hvort
Thatcher geti staöiö viö þaö,
sem hún hét, þegar hún sagöist
mundu mæta kröfum stéttarfé-
laganna meö meiri hörku en
forveri hennar I forsætisráö-
herrastólnum, James Callagh-
an.
Eftir ólguna á vinnumarkaðn-
um i fyrra spáöu flestir þvl, aö
þessi vetur yröi meö kyrrlátara
móti I iönaöinum. Verkfall stál-
iönaöarmanna, sem nú hefur
staöiö nær átta vikur og veröur
lADIfll CICDICT
HAHKA rÆRIST
í VERKFÖLL
í BRETLANDI
slfellt harkalegra, geröi þeim
spámönnum skömm til.
Verkfallsvarslan
Harkan i vinnudeilunni hefur
leitt til blaöaskrifa, þar sem
hægri blööin hafa vakiö upp um-
ræöur um þörf fyrir meiri festu
af hálfu yfirvalda i samskiptum
viö verkfallsverði. „Hvernig á
aö temja verkfallsveröina?” er
spurningin, sem æ oftar heyrist
borin upp.
A siöustu átján mánuöum
hafa aðgeröir verkfallsvaröa
leitt til truflana matvöruflutn-
inga, lokunar á barnasjúkra-
húsum og jafnvel komiö I veg
fyrir aö rotnandi lik komist I
jöröu. 1 mörgum tilvikum hafa
þessar verkfallsaögerðir veriö I
höfnum, skrifstofum og verk-
smiöjum, sem ekki hafa veriö
beinir aöilar aö vinnudeilunum.
Skopteiknari eins bresku
blaöanna dró upp mynd af á-
standinu, sem sýndi feröamenn
viö Buckingham-höll horfandi á
vaktaskipti verkfallsvaröa I
staö lifvaröanna.
„Flying pickets” eru
þessir verkfallsveröir kallaö-
ir, sem halda uppi mótmælaaö-
geröumogreyna aö stööva vinnu
á vinnustööum hundruöum kiló-
metra fjarri þeirra eigin. Vafa-
samt þykir, hvort aögeröir
þeirra séu löglegar, en árang-
ursríkar eru þær. Stundum þarf
ekki nema einn eöa tvo menn
meö kröfuspjöld á lofti til þess
aö stööva alla aöflutninga aö
verksmiöju. Flutningabilstjórar
láta sér of annt um stéttarfé-
lagssklrteini sln til þess aö vilja
bjóöa verkfallsvöröunum byrg-
inn og snúa heldur frá. — Þegar
ekki hefur hrifiö aö senda
nokkra verkfallsveröi meö
■ ■!■■■■■■
kröfuspjöld, hefur veriö fjöl-
mennt á staöinn og „troöiö” I
alla innganga verksmiöjunnar,
svo aö starfsfólk komist hrein-
lega ekki inn.
Eitt dæmi um þess konar aö-
geröir var Hadfields, stálverk-
smiöja i einkaeign I bænum
Sheffield á Noröur-Englandí, en
starfsmenn höföu neitaö aö
veröa viö tilmælum stéttarfé-
lagsstjórnar sinnar um aö
leggja niöur vinnu I samúöar-
skyni viö starfsbræöur I stál-
iöjuverksmiðju rlkisins. Fyrir
dögun haföi drifiö aö verksmiöj-
unni um 1,500 verkfallsveröi,
sem fóru aö gera verksmiöju-
fólkinu llfiö leitt. Uröu nokkrir
pústrar. — 1 hópi verkfallsvaröa
var meðal annarra marxlstinn
Arthur Scargill starfsmaöur hjá
stéttarsamtökum kolanámu-
manna, en hann hefur teymt
hópa kolanámumanna til verk-
fallsvörslu I stálverkfallinu
hingaö og þangaö um England.
Hótanir og
átök
Vegna átakanna þurfti lög-
reglan aö hafa afskipti af mál-
inu, og I skýrslum, sem teknar
voru af heimamönnum, kom I
ljós aö þeir höföu mátt þola
margt misjafnt af verkfalls-
vöröunum. Þeim haföi veriö
hrint, sparkaö var I þá, og hrækt
á þá, þegar þeir freistuöu inn-
göngu á vinnustaö sinn. —
Starfskonur höföu mátt þola
ýmsar glósurnar og ókvæöis-
oröin. Að þeim voru hrópaöar
svlviröingar eins og „gærur,
hórur, undirlægjur” og margt
fleira I svipuöum dúr, og lýstu
þvi eins og „að ganga I gegnum
haturshliö”, þegar þeim var
opnuö leiö I gegnum þröngina.
Viðbrögð yfirvalda
Yfirvöld brugöust viö meö þvl
aö skora á stéttarfélögin aö hafa
hemil á meölimum sinum, og
hafa þó ámóta áskoranir veriö
til lítils I áranna rás. — Sir
Michael Havers, dómsmálaráö-
herra, gaf út yfirlýsingu, þar
sem hann varaöi verkfallsveröi
viö því, aö ofbeldi I verkfalls-
vörslu væri lagabrot. Auösætt
var, aö þau orö voru þó mest
meint sem hvatning til lögregl-
unnar aö hafast meira aö. Slöan
hefurhandtökum vegna átaka á
vinnustööum fjölgaö.
Kjarninn I málinu er auövitaö
'sá, sem lýöræöisþjóöfélögin
hafa mörg kinokaö sér viö aö
láta reyna á, og þaö er hin
lagalega spurning um, hversu
langt verkalýösbaráttan megi
ganga I vinnudeilum. Lög-
fróöustu menn benda á, aö
verkalýösfélögunum llöist aö-
geröir, sem I eöli slnu séu þó
brot á lögum, og þau þvl I reynd
látin komast upp meö hvaöeina,
sem þeim sjálfum sýnist.
Thatcher hefur lýst yfir vilja
slnum til þess aö breyta þessu
og nú liggur fyrir þinginu
stjórnarfrumvarp, sem miklar
deilur hafa oröiö um, en þaö
miöar aö þvl aö setja verkalýös-
félögunum meiri skoröur. Stétt-
arfélöginhalda þvl fram, aö þar
sé vegiö aö heföbundnum rétt-
indum þeirra, og stuönings-
menn stjórnarinnar eru ekki
allir á einu máli um, hvort þessi
lög veröi likleg til árangurs, ef
fram nái aö ganga.
James Prior atvinnumálaráö-
herra hefur boöaö lagabreyting-
ar sem feli I sér hömlur á verk-
fallsvörslu viö óviökomandi
vinnustaði og geti jafnvel gert
stéttarfélög bótaskyld, ef verk-
fallsaðgeröir bitni á fyrirtækj-
um, sem utan vinnudeilu
standa.