Vísir - 25.02.1980, Qupperneq 8

Vísir - 25.02.1980, Qupperneq 8
8 vtsm Mánudagur 25. (ebrúar 1980 Útgeiandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davfð Guömundsson Ritstjórar: ólafur Ragnarsson Hörður Einarsson Ritstjórnarfuiltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Hannes Sigurðsson, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Páll Magnússon, Sæmundur Guðvinsson. _________ Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olaf sson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Askrift er kr. 4.500 á mánuöi Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. innanlands. Verð i lausasölu <230 kr. eintakið. Auglysingar og skrifstofur: Siðumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Ritstjórn: Síðumúla 14, simi 86611 7 linur. Prentun Blaðaprent h/f. Forsetinn hafl meirlhlutafyigl Samkvæmt núgildandi lögum getur forseti íslands veriö kjörinn meö t.d. 20% eöa 30% atkvæöa. Þessu þarf aö breyta og búa svo um hnútana, aö til lögmætrar kosningar þurfi forsetaefni aö hafa fengiö hreinan meirihluta atkvæöa. Síðan (sland varð lýðveldi á ár- inu 1944 hafa frambjóðendur við kjör forseta Islands aldrei verið svo margir sem sýnt er, að þeir verða við forsetakosningarnar á sumri komanda. Nú þegar eru komnir fram fimm fram- bjóðendur. Má ætla, að fjórir þeirra fái verulegt atkvæða- magn, og enn geta sigurstrang- legir frambjóðendur átt eftir að koma fram. Aður hafa forseta- frambjóðendur flestir verið þrír, þ.e. 1952, en þá var frá upphafi Ijóst vegna fylkingaskipunar um frambjóðendurna, að hin raun- verulega barátta um embættið stóð milli tveggja manna, þótt allir þrír væru þeir ágætavel til starfans fallnir. Á þessari stundu er auðvitað ógerningur að segja til um það, hverjir frambjóðendanna hafa mesta sigurmöguleikana í komandi f orsetakosningum, enda kosningabaráttan öll eftir. En vegna fjölda fram- bjóðendanna virðist það nú vel geta gerst samkvæmt núgildandi reglum um forsetakjör, að at- kvæði dreifist svo mjög, að frambjóðandi nái kjöri, þótt hann skorti mikið á að hafa fylgi hreins meirihluta kjósenda. I stjórnarskránni sjálfri eru þau fyrirmæli helst um kjör for- seta, að hann skuli vera þjóðkjör- inn og, að hann skuli kjörinn beinum, leynilegum kosningum af þeim, sem hafa kosningarétt til Alþingis. Við setningu stjórnarskrárinnar 1944 var það þannig látið opið til ákvörðunar í almennum lögum með hverjum hætti kjör forseta færi að öðru leyti fram, þ.á m. að setja ákvæði um það, hvort fram- bjóðandi þyrfti til lögmæts kjörs að hljóta hreinan meirihluta, þ.e. yfir helming greiddra atkvæða, eða við það yrði látið sitja, að sá teldist rétt kjörinn, sem flest at- kvæði hlyti, þótt ekki fengihann hreinan meirihluta. Niðurstaðan varð sú við setningu laganna um framboð og kjör forseta Islands á árinu 1945, að reglan um flest atkvæði var valin, og er því sá möguleiki fyrir hendi, að rétt kjörinn forseti hafi aðeins fylgi minnihluta kjósenda t.d. 20%, 30%, eða 40% atkvæða. Þegar er þessi regla var sett, var mönnum Ijóst, að hún gæti leitt til óheppi- legrar niðurstöðu en hún virðist hafa orðið ofan á, þar sem ekki hafi tekist samkomulag um neina þeirra leiða, sem til tals komu um hreina meirihlutakosn- ingu. I áliti stjórnarskrárnefndar innar á Alþingi, sem gerði tillögu um núgildandi reglu, sagði þann- ig, að hún væri „flutt í trausti þess, að þjóðinni tækist að fylkja sér þannig um forsetaefni, að at- kvæði dreif ist eigi úr hóf i fram". A slíka þjóðareiningu virðist nú því miður alls ekki vera að treysta í þessu efni frekar en öðrum. Forsenda núgildandi reglu er þannig brostin. En með hliðsjón af eðli okkar þjóð- höfðingjaembættis er það óeðli- legt, að þjóðhöfðinginn hafi ekki hreinan meirihluta kjósenda á bak við sig. Forseti íslands er fyrst og f remst sameiningartákn þjóðarinnar, og sem slíkur verð- ur hann að njóta meirihluta- stuðnings. En einnig getur hann á viðkvæmum tímum haft úrslita- áhrif í stjórnmálum, einkum við stjórnarmyndanir, og það er óviðunandi að slík áhrif séu í höndum forseta, sem kjörinn er af minnihluta kjósenda. Vísir er því þeirrar skoðunar, að svo beri að búa um hn'útana, að forseti íslands verði endan- lega kjörinn af meirihluta kjósenda, Nærtækasta leiðin virðist vera sú, að fái enginn frambjóðenda hreinan meiri- hluta, sé kosið öðru sinni milli þeirra tveggja sem flestatkvæði hafa fengið, og sá frambjóðand- inn teljíst síðan rétt kjörinn, sem fleiri atkvæði hlýtur í síðari um- ferðinni. Þar sem aðeins þarf einfalda lagasetningu til þess að koma slíkri breytingu í kring, er nægi- legt svigrúm til þess að gera hana, þannig að hún komi til framkvæmda við forsetakjörið f sumar. Að því þarf nú þegar að vinna. II ÞAÐ ÞARF KJARK TIL AB LEGGJA A SKATTA - seglr Tðmas flrnason vlðsklptaráðherra M „Vísitölukerfiö er aö mlnu mati eins konar krabbamein i Islensku efnahagsllfi” sagöi Tómas Arnason viöskipta- ráöherra I ávarpi sem hann flutti á aöalfundi Verslunarráös Islands á föstudaginn. Hann sagöi einnig, aö verö- bólgan væri mesta og örlagarlk- asta ógæfa sem heföi duniö yfir Islenskt efnahagsllf og helstu orsakir hennar á undan- förnum árum væru tvær olíu- kreppur, Vestmannaeyjagos og óraunhæfir kjarasamningar. Nú væri þjóöarnauösyn aö sam- komulag næöist milli hinna sterku samtaka launafólks og atvinnurekenda. Um verölagsmál sagöi hann aö aöhaldssemi i þeim næöi þá aöeins árangri aö aöhaldssemi væri beitt á öörum sviöum sam- timis. Veröhækkunartilefni heföu hlaöist upp á undanförn- um mánuöum en samkvæmt stjórnarsáttmálanum væri gert ráö fyrir þvi aö athuga sérstak- lega rökstuddar veröhækkunar- beiönir, þannig aö verölagiö gæti gengiö inn I þau niöur- talningaráform sem rlkisstjórn- in heföi sett sér. Hann kvaöst telja llkur á aö veröhækkanir yröu meiri en 8% fyrir mai-jdnl, þess vegna yröi mestur vandinn aö halda sig innan viö 7% mörk- in 1. ágUst. Hagkvæm innkaup og lækkun vöruverðs. Um lækkun vöruverös sagöi Tómas, aö mikilvægt væri aö efla veröskyn almennings, sem væri brenglaö og mengaö vegna óöaveröbólgunnar. Verölags- ákvæöiþyrfti aö hafa þannig aö I þau hvettu til hagkvæmra inn- kaupa og greiöa fyrir þvl aö unnt- yröi aö lækka vöruverö meö innkaupum I stórum stll. Þetta mál heföi veriö til um- fjöllunar I viöskiptaráöuneytinu og hjá verölagsyfirvöldum um langa hríö. Verölagsstjóri heföi gert sérstaka skýrslu um inn- flutningsverslunina I janUar 1979 og sent hana viöskiptaráöu- neytinu en slöan heföi máliö aö mestu legiö niöri. „Þetta mál hefur veriö kynnt lauslega fyrir hinu nýja Verö- lagsráöi og vona ég aö þaö taki þaö til meöferöar hiö fyrsta. Mér er kunnugt um aö Félag Is- lenskra stórkaupmanna og Samband islenskra samvinnu- félaga eru reiöubUin til viö- ræöna um lausn þess ófremdar- ástands sem rlkt hefur I inn- flutningsversluninni. Ég tel eölilegt aö sem fyrsta skref I málinu veröi verölagsstofnun- inni faliö aö taka upp formlegar viöræöur viö innflytjendur um nauösynlegar ráöstafanir til aö ná fram lækkun innkaupsverös, þar sem Utilokaö viröist aö ná nokkrum verulegum árangri I þessum efnum nema i náinni samvinnu viö þessa aöila. 1 samræmi viö þetta hef ég ritaö verölagsstjóra svohljóö- andi bréf: „1 stjórnarsáttmála rikis- stjórnarinnar eru ákvæöi um aö stutt skuli aö lækkun vöruverös, meöal annars, meö þvl aö haga verölagsákvæöum þannig, aö þau hvetji til hagkvæmra inn- kaupum I stórum stíl. 1 framhaldi af samtali er yöur hér meö faliö aö athuga hvernig best veröur hægt aö standa aö framkvæmd þessara mála, jneöal annars I samráöi viö inn- flytjendur og samtök þeirra. Væntir ráöuneytiö þess aö fá skýrslu um árangur yöar af þessari viöleitni”. Misskilin trúgirni Viöskiptaráöherra kvaöst hlynntur frjálsri stefnu I verö- lagsmálum. Prósentureglan geröi þaö aö verkum aö al- menningur treysti á forsjá opin- berra aöila sem væri ekkert annaö en misskilin trUgirni. Hann sagöist einnig myndu leggja áherslu á aö hraöa verö- lagsákvöröunum þannig aö rök- studdar veröhækkunarbeiönir ' lægju ekki óeölilegan tlma i kerfinu. Hann heföi þegar gert ráöstafanir til aö hægt væri aö ganga frá slíkum málum án þess aö rlkisstjórnin þyrfti aö fjalla um þau. Sama myndi gilda um gjaldskrá opinberrar þjónustu. Hjalti Geir Kristjánsson spuröi ráöherra, hvort stæöi til aö breyta lögum um verölag, samkeppnishömlur og órétt- mæta viöskiptahætti. „Þaö veröur nú aö segjast al- veg eins og er um suma vini1 mlna I rlkisstjórninni, aö þeir hafa talsvert aöra skoöun á þessum málum en ég, þannigaö ég á ekki von á aö þessum lögum veröi breytt, sagöi Tómas. „Nema þeir taki sig á,” bætti hann viö. „Fjármála- ráöherra hefur nú lýst því yfir, aö ekki sé hægt aö hækka laun- in, — svo hver veit.” Loks benti Tómas á aö rlkis- sjóöur heföi veriö hallalaus og meira segja meö afgangi hjá þeirri rlkisstjórn sem hann sat I siöast. Þaö heföi veriö vegna þess aö þeir heföu haft kjark til aö leggja á skatta, — þaö þyrfti kjark til þess og enginn skildi þaö betur en verslunarmenn, aö debet og kredit yröu aö standast á. Tómas Arnason flytur ávarp á aöalfundi Verslunarráös tslands.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.