Vísir - 18.03.1980, Blaðsíða 11

Vísir - 18.03.1980, Blaðsíða 11
vism Þriðjudagur 18. mars 1980 i n Neysluvatn vlöa önothælt eöa gaiiað á leröa- mannastööum: Baðvatn I Landmannalaugum og á Hveravöllum ónothæft! i Sérstök könnun hefur leitt í Ijós aö neysluvatn og baðvatn á ýmsum f jölsóttum ferðamannastööum í óbyggðum landsins er ónothæft vegna mengunar! Könnunin var gerð á vegum Heilbrigðiseftirlits ríkisins og Náttúruverndarráðs og náði til sjö fjölsóttra ferðamannastaða, þ.e. Landmannalauga, Hveravalla, Þórsmerkur, Skaftafells og Nýjadals. Neysluvatn var kannað á öllum þessum stöðum, en auk þess baðvatn i náttúrulegum laugum á Hveravöllum og í Land- mannalaugum. Sýnatakan var skipulögð með tillití tíl dreíf ingar fjölda ferðamanna á timabilinu júní-september, segir í skýrslu sem Kolbrún Haraldsdóttir, heilbrigðisráðunautur, hefur samið um þessar athuganir. 38% neysluvatnssýna gölluð eða ónothæf Samtals voru 60 sýni tekin til athugunar á gerlarannsóknar- stofum, þar af 45 sýni neyslu- vatns. Af þeim 45 sýnum reynd- ust 28, eða 62%, vera nothæf. Hins vegar voru 9, eða 20% göll- uð, og 8, eöa 18% ónothæf. Tekin voru 15 sýni baðvatns, og voru þau öll metin ónothæf vegna gerlamengunar. „Aðstæöur eru mjög misjafn- ar á þeim stöðum, er hér eru teknar til umfjöllunar. Hrein- lætisaðstaða misgóð og ásókn á staöina mismikil. Þaö kemur I ljós aö nokkur gerlamengun er i neysluvatni, yfirleitt er þar um yfirborösvatn að ræða. Baðvatn I baðlaugum I Landmannalaug- um og Hveravöllum er mjög gerlamengað”, segir i skýrsl- unni. Slæmt á Hveravöllum Mjög er misjafnt eftir stöðum hvernig ástandið er i þessum málum. Sums staðar virðist neysluvatn tiltölulega gott, t.d. i Langadal I Þórsmörk og i Skaftafelli. Annars staðar er ástandiö mjög slæmt, t.d. á Hveravöllum, en flest neyslu- vatnssýnin þar reyndust ónot- hæf. í skýrslunni segir, að ljóst sé að umbúnaður vatnsbólanna, og það hvort um er að ræöa lind eöa yfirborðsvatn, ráöi gæöum vatnsins og eins sú umferð sem liggi um vatnasvæöið. Bæði sé um að ræða mengun af völdum jarðvegsgerla, mengun frá mönnum og dýrum og sums staöar jafnvel frá bilaumferö. A þeim stööum, sem kannaöir voru, reyndist umbúnaöi vatns- bolanna yfirleitt ábótavant nema i Þórsmörk og i Skafta- felli. Orbóta er þörf 1 skýrslunni segir, að rann- sóknir þessar hafi leitt i ljós, að úrbóta sé þörf. Bent er sérstak- lega á eftirfarandi aðgerðir: 1. Vinna þarf gerlafræðilegan staöal eöa viömiöunarreglur likt og gerist meðal nágranna- þjóða okkar til gerlafræöilegs mats á náttúrubööum. Hér þarf að taka tillit til aöstæðna, þ.e. sérstööu jarðhitans og baölaug- anna þar. 2. A nokkrum stööum þarf aö bæta umbúnaö vatnsbóla og vernda fyrir umferö, er valdið getur mengun. 3. Koma þarf upp viðunandi hreinlætisaðstöðu þar sem hún er ekki fyrir hendi. Þá segir, að beita þurfi tiltæk- um ráðum til úrbóta, sem leiði til bættrar aöstöðu ferðafólks og bættrar umgengni við landið. —ESJ Aóalfundur Aðalfundur H.f. Eimskipafélags íslands verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu, föstudaginn 2. maí 1980, kl. 13.30. DAGSKRÁ: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 13. grein samþykkta félagsins. 2. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins samkvœmt 15. grein sam- þykktanna. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík, 25. til 30. apríl. Stjórnin EIMSKIP * Nýsendíng af ódýrum skrautfiskumf M.a. gullfiskar á aðeins 450 kr. Einnig froskar á kr. 2.900.- Opið: virka daga kl. 9-6 föstudaga kl. 9-7 laugardaga kl. 10-1 eULLFlSKA BÖOIN Aðalstrætí 4, (Físchersundi) Talsímí 417 57 Komið og gerið reyfarakaup LAUGAVEGI 103 REYKJAVIK Rauðamölin - lykillinn að betrí Viö framieiðum útveggjasteininn, milli- veggjaplöturnar og burðarveggjaplöturn- ar allar úr gömlu góðu rauðamölinni. í henni liggja yfirburðirnir. Margra ára- tuga reynsla okkar er traustur grunnur q, að byggja á, - og möguleikarnir í hleðslu „_ eru ótal margir. /o''\ Tvcer til fjórar þykktir fáanlegar. 1/3 út og eftirstöðvar á 6 mánuðum. Byggingavörudeild Jli A A A A A —----- u -JJ j j— j. iii-uijjb -------jjo'ji i i,I;í Jon Loftsson hf. I~f’l ffl 111T 1‘Pflh Hringbraut 121 Sími 10600 f

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.