Vísir - 18.03.1980, Blaðsíða 3
ÞriOjudagur 18. mars 1980
3
I
fy WSK KODK KOÍtíí
& , 3 j
V I
+& *-♦ 't*
1«7S
íslenska hjúkrunarfólkið á blaðamannafundinum I gær. Jóhanna Guðlaugsdóttir er lengst til vinstri, þá Björg Viggósdóttir, Hildur
Nielsen og Kristin Ingóifsdóttir, allar hjúkrunarfræðingar, þá Siguröur Sigurðsson, læknir hópsins og lengst til hægri er ólafur Mixa
læknir. ... . ...
Visismynd: JA
„FÆRUM AFTUR EF
OKKUR RVRIST ÞAfl”
seglr íslenska hlúkrunarlólklð sem er nýkomlð irá Thailandi
Fimm af tslendingunum sex,
sem fóru til Thailands á vegum
Rauða krossins í desember
komu heim aftur á laugardag-
inn. Þar með er að mestu lokið
beinni þátttöku Rauða kross ts-
lands i hjálparaögerðum gagn-
vart flóttaf ólki i Suö-austur
Asíu.
1 islenska hópnum var einn
læknir, fjórir hjúkrunar-
fræðingar og svo fararstjórinn,
Jóhannes Reykdal, sem verður
i Thailandi einn mánuð til við-
bótar.
„Okkur likaði mjög vel i
Thailandi og við færum hiklaust
aftur ef okkur byðist það”,
sagði Kristin Ingólfsdóttir, einn
hjúkrunarfræðinganna i hópn-
um á blaðamannafundi sem
haldinn var i gær.
„Starfið var að visu erfitt,
sérstaklega vegna hitans, en
það er örugglega helmingi er-
fiðara að vinna i svona miklum
hita en hér heima”.
Sigurður Sigurðsson, læknir,
sagöi að hjálparstarfið væri
komið i nokkuð gott horf, miðað
við aðstæður, skipulag allt
betra en var og samstarf milli
hjálparaðila mun meira.
„Það voru um það bil fimm
hundruð manns sem fengu mat i
okkar búðum daglega og viö
hlúðum að 350-400 sjúklingum á
dag. Allt voru þetta sjúklingar
sem fóru heim á kvöldin, pvi
það var ekkert sjúkrahús á
staðnum”, sagði Sigurður.
Eitt sinn var gerð árás á
búðirnar, þar sem Islending-
arnir störfuöu og sagði Hildur
Nielsen, hjúkrunarfræðingur
frá þeim atburði.
„Það var 4. janúar, við vorum
nýbyrjuö að vinna. Viö heyrö-
um Skothriðen hana höfðum við
heyrt svo oft áður að við höföum
ekki miklar áhyggjur. Svo
skyndilega færðist skothrfðin
nær og farið var að beita stór-
skotaliði, þannig að við vorum
þegar i stað færð úr búðunum.
Jóhannes Reykdal var mun nær
skothriðinni og munaði
minnstu, að illa færi fyrir hon-
um. Búöunum var svo lokað i
nokkra daga á eftir, en við urð-
um ekki fyrir sliku ónæði aft-
ur”.
Hildur sagöi, að Hvitu
Kmerarnir, sem stjórna búðun-
um, hafi sagt að þar hafi Rauðir
Kmerar Pol Pots verið á ferö-
inni.
Rauða kross Islands hafa bor-
ist þakkarskeyti fyrir framlag
félagsins og starfsliðsins en is-
lenska starfsfólkiö var talið
hafa staðið sig sérlega vel, ver-
ið ósérhlifið og sýnt mikla
starfsgleði.
Islendingarnir fóru utan þann
6. desember og voru þvi rúma
þrjá mánuði I ferðinni. —ATA
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
Hætta fast-
eignasaiar
aö augiýsa
í Mogga?
„Við höfum stungið saman
nefjum um það nokkrir fasteigna-
salar hvað beri að gera vegna
þess að Mogginn hirðir allan okk-
ar ágóða, má segja. En ég hef
ekki heyrt um það að fasteigna-
salar hyggist gefa út sérstakt
blaö en það má vera að einhverjir
hafi rættum það”, sagði Jón Guð-
mundsson fasteignasali hjá
Eignamiöluninni i samtali við
VIsi.
I Helgarpóstinum á föstudaginn
var frá þvi skýrt að vegna gifur-
legs auglýsingaverðs hafi
fasteignasalar rætt um að hætta
að auglýsa i Morgunblaðinu og
gefa þess I stað út sérstakt aug-
lýsingablað sem dreift verði
ókeypis i öll hús á höfuðborgar-
svæðinu.
„Viö vorum að reikna það
saman að gamni um daginn að
Morgunblaðiö fær á þessu ári um
það bil hálfan milljarð frá fast-
eignasölum, þetta er það há tala
að það ber að athuga hvað hægt er
aö gera”, sagði Jón, „og við mun-
um athuga okkar gang, sérstak-
lega I framhaldi af deilu kvik-
myndahúsaeigenda við Morgun-
blaöið. En þvi miöur eru samtök
fasteignasala ekki sérlega sterk
þvi þótt góð samvinna sé milli
sumra skrifstofanna eru menn
vanari þvi að klóra augun hver úr
öðrum”. —IJ
Fyrirlestrar
um skoska
grasafræði
Skoskur prófessor i grasafræði
viö háskólann i Aberdeen, dr.
C.H. Gimingham, mun flytja tvö
erindi I húsnæöi Liffræöistofnun-
ar Háskóla Islands að Grensás-
vegi 12 (stofa G-6) i vikunni, og er
öllum heimill aðgangur.
Fyrri fyrirlesturinn fjallar um
„Man and nature in Scotland” og
veröur haldinn þriöjudaginn 18.
mars en sá siðari „The Scottish
Highlands and their flora”,
verður á fimmtudagskvöldið.
Báöir fyrirlestrarnir hefjast kl.
20.30.
Alþjóðasamtökin Amnesty
International hafa valið eftir-
talda þrjá samviskufanga
„Fanga marsmánaöar 1980”.
Ismael Weinberger Weisz frá
Uruguay er 51 árs blaðamaður,
afplánar 8 ára fangelsisdóm,
uppkveðinn af herdómstóli í
ágúst 1979. Þá hafði sakborn-
ingur setið i fangelsi í 3 ár, þar
af 10 mánuði I einangrun og sætt
pyntingum, bæði likamslemstr-
an og lyfjagjöfum, sem ollu
ranghugmyndum og ofskynjun-
um. Sakargiftir voru „árásir á
stjórnskipun rikisins” og „aðild
að undirróðurssamtökum”, þ.e.
kommúnistaflokki Uruguay,
sem var bannaður eftir valda-
töku hersins 1973. Weinberger
Weisz var i 17 ár blaðamaður
við blaðið E1 Popular og
skrifaði þar mest um verka-
lýösmál. Hann var formaöur
blaðamannasamtakanna i Uru-
guay. Fulltrúar sendiráða
tsraels og Austurrikis i Uru-
guay hafa heimsótt hann I fang-
elsiö og reynt aö afla honum
leyfis til að flytjast til ísraels
sem hugur hans stendur til.
Amnesty biður um aö skrifuð
veröi kurteisleg bréf, þar sem
þess sé fariö á leit, aö honum
verði sleppt. Skrifa ber til:
EXMO SR. PRESIDENTE DE
LA REPUBLICA
Dr. Aparicio Méndez
Casa de Gobierno
Montevideo,
Uruguay
eða
Sr. Presidente del Supremo Tri-
bunal Militar
Cnel Dr. Federico Silva
Ledesma
SAMVISKU*
FANGAR
Canelones 2331
Montevideo,
Uruguay
Gheorghe Brasoveanu frá
Rúmeniu er sextugur hag-
fræðingur. Hann var settur f
geðsjúkrahús i mars 1979 eftir
að hafa stuölað að stofnun
óopinbers verkalýösfélags og
gagnrýnt samskipti rikis og
kirkju í Rúmeniu. Handtöku
hans bar aö meö þeim hætti, að
kona hans var kölluð fyrir og
talin á að skrifa undir yfir-
lýsingu um að hann væri geð-
veikur, á þeirri forsendu, aö þá
yrði hann eingöngu hafður i
sjúkrahúsi i skamman tima, en
ella dæmdur til langvarandi
fangavistar.
Ekki er vitað hvar Braso-
veano er nú geymdur, en siðast
fréttist af honum I Jilava
fangelsissjúkrahúsinu, þar sem
allmargir stjórnarandstæðing-
ar hafa verið I haldi á undan-
förnum árum.
Aö mati Amnesty Inter-
national er engin ástæða til að
ætla að Brasoveano sé geðveik-
ur og er óskaö eftir að hann
verði látinn laus. Skrifa ber til:
Mr. Grigoras Justin,
Minister of Justice
Bulevard Gheorghe-Dej 33
7000 Bucurésti
SR Romenia
Saudi Daraj frá Súdan er 45
ára verkalýðsleiötogi og fyrrum
félagi I súdanska kommúnista-
flokknum, sem var — eins og
aörir stjórnmálaflokkar i
Súdan, bannaður árið 1969, þeg-
ar herinn tók völd. Saudi Daraj
hefur setið I fangelsi i 9 ár án
þess að koma fyrir rétt. Honum
var aö visu sleppt um tima 1978,
en fangelsaöur aftur I ágúst
1979.
Saudi Daraj er i svonefndu
Kober fangelsi i Khartoum
ásamt rúmlega hundrað öðrum
pólitiskum föngum. Ekki þykir
aðbúnaður þar viðunandi né
læknismeðferð fanganna, en
nokkrum föngum hefur þó veriö
sleppt þaöan af heilsufars-
ástæðum, þar á meðal fyrrver-
andi mánaðarfanga Amnesty
International, Gasim Amin aö
nafni1.
Óskað er eftir að skrifuð veröi
kurteisleg tilmæli um að Saudi
Daraj veröi látinn laus til:
Field Marshal Jaafar Mo-
hammed Numeiri,
President of the Democratic
Republic of the Sudan,
Presidential Palace,
Khartoum, Sudan.
Frekari upplýsingar gefnar f
sima 43135.
HARSKERINN
Skúlagötu 54, sími 28141
RAKARASTOFAN
Dalbraut 1. slmi 86312
HARSNYRTISTOFAN
PAPILLA
Laugavegi 24 sími 17144
Hári5 þarfnast umhirðu!
Í^ÍJÍ
Tfskuklippingar fyrir alla fjölskyIduna, einnig
permanent, Henna djúpnæringakúrar og
litanir. Við leggjurri sérstaka áherslu á djúp-
næringakúrana. Þeir eru nauðsyn fyrir hár sem
permanent hefur verið sett í og það er ótrúlegt
hvað þeir geta gert fyrir slitið og þurrt hár.
Henna hárnærineakúrunum.