Vísir - 20.03.1980, Blaðsíða 2
vtsm
Fimmtudagur 20. mars 1980
2
Telur þú að stöðug hækkun
bensinlítrans verði til þess
að minnka einkabifreiða-
eign landsmanna?
Agúst Gylfason, nemi: Nei, af þvi
aö Islendingar eru búnir ab eiga
blla of lengi, til þess aö þeir hætti
að keyra þá, þó svo að bensinið
hækki.
Michaei Gabrielson, leigubil-
stjóri: Ekki trúi ég þvi, þar sem
Islendingar nota bíla fram yfir
allt annað.
Guðmundur Konráðsson: Nei,
alls ekki, vegna þess að við verð-
um aö komast á milli staða.
Mirjam Héðinsdóttir, húsmóðir:
Nei, ég held að þeir setji þaö ekki
fyrir sig.
Matthias Jóhannsson, nemi: Ég
hugsa nú að fólk fari að hugsa sig
um. Það fer að sækjast eftir spar-
neytnum bilum, sem hækka þá I
verði, en drossiurnar hverfa að
mestu úr sögunni.
„Krðfluvirkjun getur skilað
fullu afll eltir 3-5 ár”
- segir Gunnar ingi Gunnarsson staðarverkfræðlngup
Loftmynd af Kröfluvirkjun sem tekin var fyrir örfáuni dögum.
; „4. ■■
(Vfsism. GVA)
- rlSBfa....
„Ef þessi ríkisstjórn
sem nú situr gerir ekki á-
tak í þá átt að koma
Kröf luvirkjun í fullt gagn
er eins gott að loka stöð-
inni. Hér hefur ekkert
verið borað síðan 1976/ en
með því að setja kraft á
framkvæmdir gæti
Kröfluvirkjun verið kom-
in upp í 60 megavatta
framleiðslu eftir þrjú til
fimm ár" sagði Gunnar
Ingi Gunnarsson staðar-
tæknif ræðingur við
Kröfluvirkjun er blaða-
maður Vísis heimsótti
hann á dögunum.
Gunnar Ingi stendur fast á
þeirri skoöun sinni að engin á-
stæöa sé til að biða lengur með
að koma virkjuninni I fullan
gang, en raforkuframleiöslan
hefur aöeins numiö 6,5 — 7
megavöttum að undanförnu.
„Svæöið hér er fullmælt á alla
kanta og það eru ekki sérfræð-
ingarnir sem deila um hvort
haida eigi áfram að bora eöa
ekki. Þetta er pólitiskt tafl sem
getur reynst þjóðinni dýrt” seg-
ir Gunnar.
Stefnumörkun vantar
„Þaö vantar stefnumarkandi
ákvörðun rikisstjórnarinnar um
að ljúka þessari virkjun þvi það
er engin framtið I að bollaleggja
borun á einni eða tveimur hol-
um án þess aö gera heildaráætl-
un” sagði Gunnar Ingi.
— Hvaö þarf aö bora mikið til
að virkjunin fái fullt afl?
„Það þyrfti að bora svona 15
— 20 holur. Ef boraðar væru
fjórar holur á ári er hægt að
tengja tvær á því ári og láta
tvær blása. Tengja þær siðan á
næsta ári þegar boraðar yrðu
fjórar til viðbótar þannig aö þaö
ár bættust viö fjórar tengdar
holur og tvær blésu. Svona
mætti halda áfram koll af kolli
og meö þvi móti skilaði Kröflu-
virkjun fullu afli eftir 3-5 ár.
Hver hola ætti að skila svona
um fjórum megavöttum.
Ef þannig væri staðiö að
framkvæmdum þyrfti ekki að
hraða næstu vatnsaflsvirkjun
sem talað er um aö þyrfti að
vera komin í gagnið eftir 5 — 7
ár. Kæmist Krafla á fullt skrið
mætti fresta þeirri framkvæmd
um ein 10 ár”.
Umbrotin ekki við Kröflu
Ýmsi'r hafa verið þeirrar
skoöunar að fara beri með gát
hvaö viðkemur frekari borunum
viö Kröflu þar til umbrotunum á
þessu svæði lýkur. Óvarlegt sé
aö eyöa stórfé i boranir á holum
sem næsta umbrotahrina getur
eyöilagt. Þetta telur Gunnar
Ingi alrangt.
„1 fyrsta lagi er rétt að taka
fram að þessi margumtöluðu
umbrot eru ekki við Kröflu og
alrangt aö tala um að Krafla sé
að hrista sig eða gjósa. Það er
viö Leirhnjúk sem þetta hefur
komið upp og er talsvert langt
frá okkur hér i Kröflu.
Þá má benda á, að allar hol-
urnar sem nú eru notaðar, það
er holur 6, 7, 9, 11 og 12 eru bor-
aðar áriö 1976. Hola 9 er stærst
og siöan er hola 12.
Siðan hefur ekki verið borað
en þessar holur hafa veriö nær
óbreyttar i fjögur ár þrátt fyrir
margumtöluð umbrot. Holurnar
eru hins vegar ekki kraftmiklar
ef hola 9 er undanskilin.
Gunnar Ingi Gunnarsson I
stjórnherbergi Kröflu.
Toppframleiðsla núna er 7
megavött en reikna má með 3 —
5 megavöttum úr hverri holu
sem boruð verður til viðbótar.
Við höfum lagt til að boraðar
verði þrjár holur á þessu ári og
tvær þeirra siðan tengdar. Þá
kæmist orkuframleiðslan upp I
tveggja stafa tölu.
Það er ljóst aö alvarlegur
orkuskortur veröur á landinu
næsta vetur og þvi ætti að gera
gangskör að öflun meiri orku
fyrir Kröfluvirkjun, ekki veitir
af.”
Of IFtið af I fyrir búnaðinn
Vélasamstæöurnar tvær i
Kröfluvirkjun eru gerðar fyrir
30 megavatta framleiðslu hvor.
Gunnar Ingi er spurður hvort
hætta sé á skemmdum á búnaði
þegar afliö er jafn litið og nú er.
„Allur þessi búnaður er hann-
aður fyrir miklu meira afl og
ekki gert ráð fyrir að keyra
langtimum saman á svona litlu
afli eins og sjö megavöttum. Ef-
laust .verður ekki hægt að keyra
endalaust á þennan hátt.
Þótt orkuframleiöslan sé ekki
meiri nú erum við þó þýðingar-
miklir á kerfinu. Kröfluvirkjun
er deild i Rafmagnsveitum
rikisins og tengd við Lands-
virkjun gegnum Akureyri og
siöan austur á Egilsstaöi.
Megnið af orkunni héðan fer
austur en aö sjálfsögðu er hægt
að flytja hana i báðar áttir.”
— Þú ert þess fullviss að hægt
verði að koma Kröfluvirkjun i
fullan gang ef stjórnvöld veita
fé i frekari boranir?
„Þaö hefur verið illa staöið að
þessu og nú ætti aö vera tæki-
færi til að breyta um þegar
iðnaöarráöherrann fyrrverandi
er oröinn forsætisráðherra og
tveir af rikjandi ráðherrum
rikisstjórnarinnar sátu i Kröflu-
nefnd á sinum tima. Það þarf
bara að skipuleggja boranir
betur en gert var 1976 þegar
borað var I belg og biðu og sam-
ræmingu vantaöi I framkvæmd-
ir. Kröfluvirkjun kemst I full no.t
ef rétt veröur staöið að hlutun-
um” sagði Gunnar Ingi
Gunnarsson.
* - - —SG
Geysistórar túrbinur virkjunarinnar voru keyptar frá Japan.