Vísir - 20.03.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 20.03.1980, Blaðsíða 16
J VlSIR Fimmtudagur 20. mars 1980 Umsjón: Illugi Jökulsson Jölasveinasaga Tónabió: Meöseki félaginn Leikstjóri: Daryl Duke Aöalhlutverk: Elliot Gould, Christopher Plummer og Susanne York Kanadisk, árgerö 1979. Hvaö gerir bankagjaldkeri þeg- ar jólasveinn rænir bankann hans? Hann getur t.d. tekið þátt i gamninu viti hann um fyrirætlan- ir jólasveinsins i tæka tiö. En hvað gerist ef jólasveinninn kemstaö þvi að gjaldkerinn hefur sjálfur labbað heim með hluta af þýfinu? Jólasveinninn verður öskureiður og bálvondur og trltil- óður og gullfiskar, ungar stúlkur og bankagjaldkerinn verða fyrir barðinu á honum. Þannig er það a.m.k. i „Meðseki félaginn”. Þó geöveiki bankaræninginn klæðist jólasveinabúningi og aðalgjaldkeri rænda bankans sé óvenju slyngur og uppáfinninga- samur náungi dugar það höfundi handrits „Meðseka félagans” ekki til að koma saman sögu. Hann þarf að bjarga þræðinum við með ýmis konar aukapersón- um, sem bregöur fyrir einu sinni eða tvisvar, en eru nauðsynlegar til að lappa upp á spennuna. Elli- ær faöir og tiltektasöm skúringa- kona eru einkar handhæg þegar þrátefli er komið upp milli gjald- kerans og ræningjans. „Meðseki félaginn” er óneitan- lega spennandi mynd þó stundum þurfi hinar óliklegustu tilviljanir kvikmyndir til að trekkja hana áfram. Aðal- kostur myndarinnar er þó leikur Elliotts Gould i hlutverki gjald- kerans sem er svo ósköp mein- leysislegur og upptekinn af gull- fiskunum sinum að engum dettur I hug að hann eigi þátt I banka- ráni. Eftir að gjaldkerinn fremur glæpinn á hann lika oft á tíðum kimileg samtöl við grunlausa samstarfsmenn sina um fjármál og bankastörf. Christopher Plummer fer með hlutverk geðveika bankaræningj- ans en viðbjóðslegum uppátækj- um og sadisma þeirrar persónu virðast engin takmörk sett. Ekki er auðvelt að sjá hvaða tilgangi það þjónar að sýna aðrar eins limlestingar og framdar eru i „Meðseki félaginn”. Kvikmynda- framleiðendur vita vel að áhorf- endum þykir gaman að láta æsa upp i sér hræösluna. En getur það reynst rétt að kvikmyndahús- gestum þyki líka gaman að finna viðbjóðinn hrislast um sig þegar manneskja er marin undir hæl eins og fluga eða hausuö eins og þorskur? Auðvitað hrekkur eng- inn við þó allmargar persónur sakamálamyndar týni engu fyrr en lifinu. Það er þó ekki I hverri mynd sem aðfarirnar eru jafn óvenju subbulegar. „Meðseki félaginn” er sáraómerkilegur þriller, ef frá er talinn frammistaða Elliotts Gould. Ekki er hægt annað en að vorkenna Kanádamönnum að hafa þurft aö veita þessari mynd viðurkenningu öðrúm myndum fremur. En e.t.v. hafa það verið samtök kvikmyndahúseigenda i Kanada sem kusu myndina „bestu mynd Kanada árið 1979” eins og segir i blaðaauglýsingu Tónabiós. Aö minnsta kosti hlaut myndin metaðsókn þar vestra. —SKJ Kinversk skáldsaga á fslensku Á vormánuðum i fyrra var lesin sem miðdegissaga i útvarp kin- verska skáldsagan „Þorp i dög- un” eftir Dsjá Sjúll. Saga þessi geristá árunum 1930-40 og greinir frá atburðum i lifi þorps eins i Kina, einkum tengslum við styrj- öldina við Japani. Ef af útgáfu þessarar bókar verður, yrði það nokkur við- burður, þar sem mjög sjaldgæft er að kinversk nútimaskáldsaga komi út á islensku. Bókaforlagið Skjaldborg á Akureyri vill þess vegna að kannaður verði áhuginn á útkomu slikrar bókar. Fáist uþb. 300 áskrifendur fyrirfram, hefur forlagið fullan hug á að gefa hana út. Bókin mundi þá koma út fyrir næstu jól. Hún yrði bundin i fallegt band og yrði nálægt 200 bls. að stærð. Askriftarverð er að hámarki kr. 12.000,- að sendingar- og póstkröfukostnaði meðtöldum. 1 verslunum yrði hún talsvert dýrari. Hægt er að gerast áskrifandi að bókinni með þvi að hringja i þýðandann, Guðmund Sæmunds- son s. 96-25745 á Akúreyri eða Arnþór Helgason, formann Kin- versk-islenska menningarfélags- ins, s. 91-12943 i Reykjavik. Einnig verða áskriftarlistar I gangi á ýmsum stöðum. T.d. hafa Bókaverslun Máls og menningar, Októberbókabúðin, Verslunin Panda og Bóksala stúdenta verið beðnir að láta lista liggja frammi. (Fréttatilky nning) Sigfús og Guðmundur f tónleikaferð til Ameríku Sigfús Halldórsson, tónskáld og Guðmundur Guðjónsson, söngv- ari hafa fengið boð vm að koma fram á skemmtunum hjá Is- lendingafélögum viða um Ame- riku og munu þeir halda utan 24. þ.m. Með þeim félögum verður Bill Holm frá Minneota, en hann var hér á Islandi I eitt ár við kennslu i Háskóla Islands. Hann mun flytja frumort ljóð á skemmtununum, segja frá dvöl sinni á íslandi og leika á pianó. Gert er ráð fyrir að þeir félagar komi fram á tuttugu og þremur stöðum i Kanada og Bandarikjun- um, og hafa islenskir listamenn aldrei fyrr farið svo viða i einni ferö til Ameriku. Til þessarar tónleikaferðar er stofnað af hálfu ofangreindrar nefndar um samskipti milli Is- lands, Kanada og Bandarikjanna, og hefur nefndin veitt styrk til fararinnar. Undirbúningur hefur hins vegar verið I höndum ís- lendingafélaganna vestra og munu þau verða gestgjafar lista- mannanna hvert á sinum stað. A undanförnum árum hafa samskiptin milli Islands og Kanada og Bandarikjanna farið ört vaxandi á ýmsum sviðum. Megintilgangurinn með þessari ferð er að styrkja böndin milli Is- lendinga og fólks af Islenskum ættum, sem búsett er vestra og örva félagastarfsemina þar. Er ekki að efa, að þessir ágætu islensku listamenn, ásamt Bill Holm, muni i þessari einstöku ferð verða boðberar vináttu og bræðralags, og hvarvetna au- fúsugestir. 1 nefndinni eiga sæti: Heimir Hannesson, formaður, séra Bragi Friðriksson, formaður Þjóð- ræknisfélagsins i "Reykjavik og Arni Bjarnarson, formaður Þjóð- ræknifélagsins á Akureyri. Ritari nefndarinnar er Berglind As- geirsdóttir, fulltrúi I utanrikis- ráðuneytinu. Skipulag ferðarinnar hefur verið I höndum Jóns Asgeirsson- ar, fyrrverandi ritstjóra Lög- bergsi-Heimskringlu og verður hann einnig I för með listamönn- unum. UDDábúlnn slóll ogsögumaður - ný bók eltir Heiga Þorgiis Nú er komin út ný bók eftir Helga Þorgils. Hún heitir Uppá- búinn stóll og sögumaöur. Reynd- ar heitir bókin lika A dressed up chair and a narrator, vegna þess að hún er bæði á ensku og Is- lensku. Helgi Þorgils hefur mynd- skreytt bók sina sjálfur einsog hans er vandi og visa. Segja myndirnar nokkra sögu að þvi er best verður séð. Bókina hefur Helgi Þorgils gef- ið út sjálfur og hún er gefin út I 200 eintökum aöeins. Eru þau númeruö af höfundinum sjálfum. Bókin er ekki ólik fyrri bókum Helga Þorgils og heldur ekki myndverkum hans. Einlelkur Fimmtu Háskólatónleikar vetrarins verða haldnir laugar- daginn 22. mars 1980. Að þessu sinni verða tónleikarnir haldnir I Forsal Þjóðminjasafnsins við Hringbraut og hefjast kl. 17.15 Aðgangur er öllum heimill. Á þessum tónleikum leikur Helga Ingólfsdóttir einleik á nýj- an sembal Tónlistarskólans I Reykjavík. Semballinn er smiðaður I sembalsmiöju Willian Dowd i Paris og er eftirliking af frönskum 18. aldar sembal, bæði ð sembai hvaö smiði og skréytingu snertir, Helga Ingólfsdóttir hefur haldið fjölda tónleika á Islandi og er- lendis og er vel þekkt fyrir túlkun sina á gamalli og nýrri tónlist. A tónleikunum verður frumflutt Sembalsónata eftir Jón Asgeirs- son og einnig verður flutt „Da”, fantasia eftir Leif Þórarinsson. ' Auk þess verða flutt tvö vel þekkt sembalverk eftir J.S. Bach, Tokkata I e-moll og Forleikur (Overture) partita I frönskum stil i h-moll. Tónlelkar samkðrs Vetrarstarf Samkórs Rangæinga hófst i október ; s.l. Félagar eru 24 úr sjö hreppum sýslunnar. Hefur kórinn æft einu sinni i viku I gagnfræðaskólanum á Hvolsvelli undir stjórn Friðriks Guðna Þórleifssonar. I vetur hefur kórinn verið að æfa Missa honorum eftir dr. Victor Urban- cis, en þessi messa hefur ekki veriö flutt i heild opinberlega Rangæinga áður. Auk þess hefur kórinn æft sálmalög. Kórinn mun halda tón- leika i Stóradalskirkju, Vestur Eyjafjöllum, föstudaginn 21. mars kl. 21.30. Laugardaginn 22. mars kl. 13.30 syngur kórinn i Hallgrimskirkju. Að tónleikunum loknum verður ferðinni heitiö upp á Akranes og sungið i Akranes- kirkju kl. 18.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.