Morgunblaðið - 21.10.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.10.2001, Blaðsíða 22
Einn skrýtinn ... – Hvað er brúnt og hnöttótt og flýgur um loftin blá? Lóa dónalega og Ásta úr Stundinni okkar leika við krakkana. Veröldin okkar! Gaman að róla sér. Sést í lítinn þyrluflugmann? Morgunblaðið/Kristinn ÞAÐ er sannkallaður æv- intýraheimur sem nú hefur verið opnaður í Smáralindinni sem er nýja Kringlan í Kópa- vogi. Þannig að þegar mamma og pabbi ætla að draga ykkur úr búð í búð og alltaf skoða meira og meira, þá getið þið bara verið að leika ykkur allan tímann. Nýlega var leiksvæðið opnað sem heitir Veröldin okkar og er mjög skemmtilegt. Ekkert vídeó, heldur getið þið gleymt ykkur í alls konar nýjum tækj- um. Er þetta ekki frábært? EF maður má ekki fá pening fyrir gotti, þá getur maður spurt foreldra sína hvort maður megi bara búa það til sjálfur. Og þá getur þessi uppskrift komið sér býsna vel. 2 desilítrar rjómi 50 grömm smjör 200 grömm sykur 75 grömm saxaðar möndlur 1 matskeið kakó 1) Sjóðið rjóma, smjör og sykur saman í 20 mínútur. 2) Bætið möndlum og kakói út í. 3) Hellið öllu á smurða bökunarplötu og kælið smá. 4) Skerið í mátulega stóra bita. Súkkulaði- karamellur ÞAÐ eru ekki margir kettir sem drekka kaffi, sem elska að borða kökur og súkkulaðibúð- inga og halda upp á afmælið sitt þrisvar sinn- um á ári. Hvað þá kettir sem binda sig við rakettu við hin ýmsu tækifæri, og fljúga um loftin blá. Nei, það eru ekki margir þannig kettir til. Furðuverur og vandræði En þó einn köttur og hann heitir Brandur. Hann labbar um í grænum stuttbuxum, alltaf hress og kátur. Hann býr með besta vini sín- um honum Pétri gamla, og saman lenda þeir í mörgum ævintýrum. Frosnir fiskar, piparhænur, gólóður hani og fúlt naut eru nokkrar af þeim furðuverum sem verða á vegi þeirra félaga í nýrri teikni- mynd um þá sem nú er verið að sýna í Laug- arásbíói. Og þótt Pétur gamli virðist nú hálf svona veikburða, og Brandur mesta ólíkinda- tól, þá er alveg ótrúlegt hvað þeir eru sniðugir við að koma sér í vandræði og aftur úr þeim. Skemmtilegir krakkar Pétur og Brandur búa í Svíþjóð. Ef þið skellið ykkur á myndina þá getið þið séð, hvernig lítur út í sænskri sveit. Við þekkjum öll marga skemmtilega krakka sem koma frá Svíþjóð. Hver man ekki eftir Emil og Línu sem voru nýlega í viðtali hér í barnablaðinu? Ronja ræningjadóttir á líka heima í Svíþjóð, og bræðurnir Ljóns- hjarta koma einnig þaðan. Og auðvitað hann Einar Áskell. Nú stendur yfir sýning á mynd- um úr barnabókum bæði í anddyri Norræna hússins og í Borgarbókasafninu, sem gaman gæti verið að kíkja á. Pétur og Brandur veiða fisk. Og froskurinn líka. Brandur hressir upp á Pétur fýlupúka. Brandur í góðum félagsskap með vinkonum sínum hænunum. Kisustrákur á stuttbuxum TARSAN karlinn á marga vini í frumskóginum – en líka marga óvini! Hér er hann enn eina ferðina að sveifla sér í trjánum og það er spurning hver sé á ferð með honum? Því getur þú léttilega komist að með því að strika á milli tölustafanna, frá 1–2 og alla leið upp í 96. Er Tarsan nokkuð í lífshættu? Tarsan í trjánum „ÉG hef mjög gaman af öllum dýrum en sérstaklega hundum. Ég á páfagauk sem heitir Hnoðri og hann vann ég í fyrrasumar í teiknimyndasamkeppni sem Morgunblaðið og Dýraríkið stóðu fyrir. Svo á ég kan- ínu sem heitir Mjallhvít.“ Jóhanna A. 10 ára Safamýri 75 108 Reykjavík Dýra- vinur KATLA Pálsdóttir sem verður þriggja ára í desem- ber fór í fyrsta skipti í bíó um daginn. Hún og mamma hennar fóru í Laugarásbíó að sjá myndina Pétur og kötturinn Brandur. Kötlu fannst myndin mjög skemmtileg. „Ég var smá hrædd við nautið og rebbann, en ekki hæn- urnar. Og ekki köttinn, hann er skemmtilegur og sætur. Svo eru lítil skrýtin dýr, sem eru ekki mýs. Það var skemmtilegt þegar heyrðist „pó!“. Það er gaman í bíó og ég vil fara aftur í bíó á morgun.“ Katla að koma úr leikskólanum. Krakkarýni: Pétur og kötturinn Brandur Morgunblaðið/Kristinn Þegar heyrist „pó!“ „MYNDIN er af óléttum prinsessum sem eru í kappi og sú sem er á undan er búin að vinna og vinningarnir eru kóróna og bikar.“ Hannah Rós Sigurðardóttir Reykjavegi 72 270 Mosfellsbæ Prins- essu- kapp- hlaupið Nammi namm – Fjarstýrð kjötbolla!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.